Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 24
HEILSA 24 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 2 18 22 08 /0 3 • 30 ára afmæli Flugleiða • 60 ára afmæli Þristsins • 100 ára afmæli flugs í heiminum Óvenju fjölbreytt farartæki svífa um loftin blá yfir Reykjavíkurflugvelli í dag. Í og við Skýli 4, Flugfélags Íslands megin, verður margt um að vera. Flugfreyjur, flugmenn og flugvirkjar kynna störf sín og Flugbjörgunarsveitin kynnir starfsemi sína. Yfir 20 áhugaverðar flugvélar verða til sýnis á svæðinu. Afmælisleikur í flugskýlinu! Búðu til þína eigin skutlu úr flugskutlublaðinu sem fylgdi með Fréttablaðinu í dag og taktu þátt í skemmtilegum afmælisleik. Þeir sem hitta skutlunni í mark lenda í verðlaunapotti flughátíðarinnar. Stórglæsilegir vinningar: 60 flugmiðar og 100 aukavinningar Flughátíð Icelandair og Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli í dag HINN umdeildi Atkins-megrunar- kúr byggist á gervivísindum, og það er því ábyrgð- arleysi að mæla með honum við þá sem eru of þungir, að mati dr. Susan Jebb við næringar- fræðistofnunina í Cambridge-háskóla í Bretlandi en greint var frá skoðunum hennar og fleiri næringar- fræðinga, sem taka í sama streng, í grein sem birtist á Dailytelegraph.co.- uk. nýlega. „Megrunarkúrar þar sem mörgum fæðutegundum er sleppt koma á ójafnvægi í líkamanum,“ segir dr. Jebb ennfremur. „Slíkir kúrar hafa ekki verið rannsakaðir til hlít- ar en þeir gætu haft alvarleg heilsufarsleg vandamál í í för með sér.“ Atkins-kúrinn hefur notið vin- sælda að undanförnu ekki síst hjá kvikmyndastjörnum í Bandaríkj- unum en í um þrjá áratugi hafa ýmsir næringarfræðingar haft litla trú á þeim lausnum sem hann er byggður á, er haft eftir dr. Debb. Kúrinn byggist á því að fólk neytir ótakmarkaðs prótíns og fitu en sker niður neyslu á kolvetnum svo sem brauði, pasta og hrísgrjón- um. Dr. Robert Atk- ins kom kúrnum fyrst á framfæri á sjöunda áratugnum og fullyrti að kol- vetni hefði of örv- andi áhrif á insúl- ínframleiðslu með þeim afleiðingum að hungurtilfinning ykist og í kjölfarið þyngdin. Dr. Jebb segir kúrinn virka einungis vegna þess að færri hita- eininga er neytt en hættulegt sé að vera á kúrnum í langan tíma. Fram kom hjá dr. Jebb að næringarfræðingar hafa áhyggjur af því að mikil prót- ínneysla auki álag á nýru. Einnig að of mikið kalsíum hverfi úr lík- amanum sé farið eftir Atkins- kúrnum í langan tíma en það hefur áhrif á á vöxt beina. Rannsóknir hafa ennfremur sýnt að fólk sem neytir mikilla kolvetna fái síður hjartasjúkdóma. Jafn- framt hefur komið í ljós að trefjar sem finnast í kolvetnum geta kom- ið í veg fyrir of mikið af slæmu kólesteróli og minnkað líkur á krabbameini. Kolvetni er einnig mikilvæg uppspretta vítamína og næringarefna. Áfellisdómur yfir Atkins- megrunarkúrnum Ábyrgðarleysi er að mæla með Atkins-megrúnar- kúrnum, að mati næringar- fræðings við Cambridge- háskóla í Bretlandi. Spurning: Ég er kona sem hef ver- ið greind manísk depressív eða með geðhvarfasýki. Ég fæ eftirfar- andi lyf: Litíumsítrat, ásamt Zoloft, og Risperdal. Mig langar að vita hversu nauðsynlegt sé að fara í litíummælingu þegar litíums er neytt samkvæmt læknisráði, sér- staklega þegar sveiflur eru miklar, til dæmis ofsakæti í ákveðinn daga- fjölda eða depurð, en nánast eng- inn millivegur. Svar: Geðhvarfasýki er sjúk- dómur þar sem skiptast á tímabil með þunglyndi (depression; einnig kallað geðdeyfð) og örlyndi (manía; einnig kallað oflæti eða æði). Talið er að 1–2% þjóðarinnar þjáist af þessum sjúkdómi. Gangurinn er ákaflega einstaklingsbundinn og margvíslegur, sumir fá bara eitt sjúkdómstímabil en algengara er að sjúklingarnir þjáist af þessu ár- um og áratugum saman. Sumir fá mislöng sjúkdómshlé á milli þar sem allt er eðlilegt en aðrir hafa til- hneigingu til að sveiflast beint á milli þunglyndis og örlyndis. Með- ferðin er af ýmsu tagi, við þung- lyndi er beitt samtalsmeðferð eða lyfjum, við örlyndi er beitt annars konar lyfjum og sum lyf eru gefin til að draga úr sveiflunum og lengja sjúkdómshléin. Orsakir þessa sjúkdóms eru ekki þekktar en svo virðist sem ójafnvægi sé í heilanum á taugaboðefnunum seró- tóníni, noradrenalíni og dópamíni. Margir aðhyllast þá kenningu að í þunglyndi sé skortur á serótóníni og noradrenalíni í heilanum. Lyfin sem notuð eru við geðhvarfasýki hafa áhrif á þessi taugaboðefni og færa verkanir þeirra í heilanum til eðlilegra jafnvægis. Það lyf sem mest er notað til að draga úr sveifl- um og lengja sjúkdómshlé í geð- hvarfasýki er litíum sem oftast er gefið sem saltið litíumsítrat. Lití- um er frumefni (Li) sem líkist frumefninu natríum (Na) það mikið að líkaminn getur ekki alveg greint á milli þeirra. Natríum er í mat- arsalti (NaCl eða natríumklóríð) og er eitt af mikilvægustu efnum lík- amans. Þegar sjúklingur tekur lití- umsítrat kemur litíum að örlitlu leyti í stað natríums í líkamanum og það hefur ýmiss konar áhrif, m.a. á taugaboðefni. Ef of mikið er tekið inn af litíumsítrati hefur lití- um ýmiss konar eituráhrif (auka- verkanir) og þess vegna er mik- ilvægt að mæla styrk þess reglulega í blóði. Þegar búið er að finna hæfilega skammta litíumsítr- ats með hjálp mælinga er engu að síður ástæða til að mæla styrk lití- ums í blóði af og til, t.d. 3–4 sinnum á ári, til að auka öryggi meðferð- arinnar. Sum lyf við flogaveiki (einkum karbamazepín) eru stund- um notuð til að draga úr sveiflum í geðhvarfasýki, einkum þegar lití- um bregst eða þolist illa. Margir sjúklingar með geðhvarfasýki þurfa þunglyndislyf, annaðhvort til langs tíma eða þegar viðkomandi fær þunglyndiskast, en eitt af mörgum slíkum lyfjum er Zoloft (inniheldur virka efnið sertralín) sem bréfritari nefnir. Þegar sjúk- lingur fær örlyndiskast er beitt sef- andi lyfjum sem einnig eru notuð við geðrofi, eitt margra slíkra lyfja er Risperdal (risperidón) og fæst full verkun eftir örfáa daga. Einnig er hægt að meðhöndla örlyndiskast með litíumsítrati en þá fæst oftast full verkun innan viku þótt það geti stundum tekið lengri tíma. Risp- eridón er einnig notað sem lang- tímameðferð í sama tilgangi og lití- umsítrat, þ.e. til að draga úr sveiflum í geðhvarfasýki. Hvað er geðhvarfasýki? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Orsakir sjúkdóms ekki þekktar  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.