Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 19 SUÐURNES HUGMYNDIR eru uppi um að grafa upp svæði milli Hafnargötu og Æg- isgötu í Keflavík, þar sem Fischer- bryggjan er undir og gamli sjávar- kamburinn. Er þetta liður í þeim endurbótum sem nú fara fram á Hafnargötunni og gamla miðbænum í Keflavík. Bjarni Marteinsson, arkitekt á Arkitektastofu Suðurnesja, hefur unnið að hönnun endurbótanna á gatnakerfi gamla miðbæjarins í Keflavík sem unnið hefur verið að á undanförnum árum og nú síðast end- urbótum á útliti Hafnargötunnar en framkvæmdir við hana eru komnr vel á veg. „Frá upphafi voru hugsanir um sögulegar minjar á þessu svæði mjög ríkar í mínum huga. Gamli verslun- arkjarninn, Duusverslun og Fischer- verslun, og bryggjurnar framan við þær voru miðpunkturinn í bæjar- félaginu. Elstu bryggjurnar eru að mestu horfnar og gamli sjávarkamb- urinn hefur einnig horfið undir upp- fyllingar,“ segir Bjarni. Hann segir að ekki sé vitað um ásigkomulag gömlu steinhleðsln- anna í sjávarkambinum en vonast til að þær séu heillegar á þeim stað sem grafið verður á en það er skammt sunnan við hringtorgið. Þá segir hann vitað með vissu að leifar bryggjunnar séu þarna undir. Hugmyndin er að grafa töluverða lægð. Þar verði grjóthleðslurnar og bryggjan í aðalhlutverki en einnig svolítil tjörn þar sem búist er við að gæti flóðs og fjöru, sandströnd og grasbrekka mót suðri. Þá verður gert skjól með grjóti og gróðri þann- ig að þarna getur í framtíðinni orðið samkomustaður með trépalli uppi á bryggjunni. Bjarni er með hugmyndir um að draga fram fleiri gullkorn, sem hann kallar, á svæðinu milli Ægisgötu og Hafnargötu. Þær eru allar enn á teikniborðinu. Tilgangur þeirra allra er að gera strandlengjuna frá Duus- húsum áhugaverðari sem útivistar og göngusvæði. Hugmyndir um að grafa upp svæði við norðurenda Hafnargötu Fischerbryggja og gamli sjávarkamburinn sýnileg Keflavík          GÓÐ aðsókn hefur verið að Lista- safni Reykjanesbæjar í sumar, sam- kvæmt upplýsingum menningar- fulltrúa. Nú stendur þar yfir sýning á nýjum olíuverkum eftir Sossu og lýkur henni 31. ágúst. Sossa Björnsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands og framhaldsnám við skóla í Danmörku og Bandaríkjunum. Hún hefur sýnt víða um heim, m.a. á Norðurlöndunum, í Portúgal og í Bandaríkjunum og frá árinu 1998 hefur Sct. Gertrud galleríið við Strikið verið með árlegar sýningar á verkum hennar á menningarnótt Kaupmannahafnarborgar. Síðasta sýning Sossu hérlendis var í Lista- setrinu á Akranesi árið 2000. Sýningarsalur Listasafns Reykja- nesbæjar er í Duushúsum, Duus- götu 2 í Keflavík og er opinn alla daga frá 12.30 til 19. Sýningin stendur til 31. ágúst og eru áhuga- samir hvattir til að sjá sýningu Sossu áður en henni lýkur, segir í fréttatilkynningu Listasafns Reykjanesbæjar. Málverkið Kvöld er á sýningu Sossu. Góð að- sókn að sýningu Sossu Reykjanesbær LÖGREGLUMENN tóku létt bifhjól úr umferð fyrr í vikunni þegar því var ekið eftir reiðvegi ofan byggðar í Kefla- vík. Lögreglan hafði afskipti af ökumann- inum eftir að íbúar í Vallarhverfi höfðu kvartað undan ógætilegum akstri hans á reiðveginum að kvöldlagi. Í ljós kom að bifhjólakappinn, 15 ára Keflvíkingur, var réttindalaus og hjólið án skráning- arnúmera auk þess að vera all vanbúið. Hjól stöðvað á reiðvegi Keflavík SÝNINGUNNI „Meistarar forms- ins: Úr höggmyndasögu 20. aldar“ í Listasafninu á Akureyri, lýkur næstkomandi þriðjudag. Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Lista- safns Akureyrar sagði að sýningin hefði tekist frábærlega og í raun betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. „Það er búin að vera þétt og fín aðsókn, en það sem stendur uppúr, er hvað fólk er hrifið. Þá er ég bæði að tala um leikmenn sem og lærða. Myndlistarmenn eru dolfalln- ir yfir gæðum sýningarinnar og jafnframt því að hún skuli vera sýnd hér, og almenningur er líka mjög hrifinn. Ég hef fundið það, þau fjögur ár sem ég hef verið hérna, hvað það er mikið af sunn- lendingum sem heimsækja Akur- eyri á sumrin og þessir ferðamenn eru að skila sér afar vel í safnið. Listasafnið hefur tekist að festa sig í sessi sem staður sem fólk vill stoppa á,“ sagði Hannes. „Það er erfitt að gera upp á milli sýninga, því þær eru eins og börnin manns. En gæða- lega séð tel ég að þessi sýning sé al- veg í toppnum. Umfang verkanna er gríðarlegt, en í flutningum vó hún 4,5 tonn. Það þurfti að sérsmíða alla kassa sem verkin voru flutt í, en það var reynd- ar greitt af Þýska ríkinu. Allir stöpl- ar og sýningarkassar þurfti að sér- smíða, því þeir voru ekki til á landinu. Þannig að umfangslega og kostnaðarlega séð, þá er þetta dýr- asta sýning, bæði frá okkar hálfu og líka verðmæti verkenna sem sett hefur verið upp norðan heiða frá upphafi. Í raun má segja að þessi sýning eigi ekki heima á Listasafn- inu á Akureyri, vegna þess að fjár- lögin bjóða ekki upp á það að safnið geti staðið í svona stórræðum. Málið er að vera með jafnar og vandaðar sýningar, en ekki alltaf að reyna að toppa síðustu sýningu á undan.“ Helstu perlur Þjóðminjasafns á afmælissýningu safnsins Hannes sagði að næsta verkefni yrði í tilefni af tíu ára afmæli safns- ins og verður sú sýning opnuð á Ak- ureyrarvöku sem verður þann 30. ágúst. „Ekki viljum við lækka flugið á þeim tímamótum og ég leyfi mér að fullyrða að það verði mest lagt í hana frá upphafi, það er að segja að umgjörðin verður nánast leikræn. Það þarf að mála alla salina, það er verið að sérsmíða veggi undir hvert verk í mismunandi litum og það er búið að hanna allt saman. Því það sem við ætlum að sýna eru helstu perlur í eigu Þjóðminjasafns Ís- lands, sýninguna „Þjóð í mótun.“ Mér finnst það við hæfi, á þessum merku tímamótm, að vera þjóðlegur og það sem er merkilegt í þessu safni er það að Þjóðminjasafnið er búið að vera lokað í fimm ár, því eru Akureyringar að fá forskot á sæl- una. Við erum ekki aðeins að halda upp á tíu ára afmæli safnsins, því Þjóðminja- safnið á 140 ára af- mæli á árinu. Þannig að við getum sagt þetta sé afmælissýning Þjóðminjasafns Íslands og afmæl- issýning Lista- safnsins á Akur- eyri svo við erum samtals 150 ára. Þessi verk, sem eru lykilverk frá 1550 til 1850, hafa aldrei sést hér norðan heiða áður og þetta er í fyrsta sinn sem þessi sýning er sett sérstaklega upp í samvinnu við Þjóð- minjasafnið í Lista- safni og þá ekki sýndir sem fornmunir, heldur sem listaverk. Þetta verður stórglæsileg sýning og fjöldi manns sem standa að þessu og hún er sérstaklega hugsuð sem skólasýning. Hún stendur yfir í tvo mánuði og við von- umst til þess að nánast allir skóla- krakkar á svæðinu muni skoða sýn- inguna.“ „Abbast upp á Akureyri“ „Í Vestursal verðum við með nýj- asta verðlaunahafa listasögu Penn- ans, Erlu S. Haraldsdóttir sem er að vinna með Bo Melin, sem er frá Sví- þjóð. Þau verða með sýninguna „Abbast upp á Akureyri,“ en þar verða til sýnis verk af Akureyri eins og staðurinn gæti litið út í framtíð- inni ef hér byggju 700.000 manns. Erla og Bo komu hingað og mynduðu Akureyri í bak og fyrir og síðan fóru þau svo sérstaklega til Berlín og New York til að mynda á þeim stöðum. Síðan var stórborg- armyndunum blandað saman við myndirnar sem þau tóku af Akur- eyri. Þannig að við erum annars- vegar með fortíðina og hins vegar með óráðna framtíð,“ sagði Hannes. Listasafnið á Akureyri Perlur Þjóð- minjasafnsins á afmælissýningu Minningartafla um Magnús Jónsson sýslumann prúða (1525–1591) og fjölskyldu hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.