Morgunblaðið - 26.08.2003, Page 20
SUÐURNES
20 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
UM 850 nýir nemendur hófu nám í
dagskóla Fjölbrautaskóla Suður-
nesja í Keflavík við upphaf haust-
annar í síðustu viku. Er það 120
nemum fleira en hófu nám síðasta
haust.
Nemendum öldungadeildar FSS
fjölgar einnig, þar eru 230 skráðir til
náms á móti 180 í fyrra. Þá taka um
200 nemendur í grunnskólum á Suð-
urnesjum áfanga sem skólinn býður
völdum nemendum til að flýta vænt-
anlegu framhaldsskólanámi þeirra.
Nálgast landsmeðaltal
Fjölgun nýnema kemur Ólafi Jóni
Arnbjörnssyni skólameistara ekki á
óvart. Hann segir að fjölgun hafi ver-
ið séð fyrir meðal annars vegna
fjölgunar í árgöngum sem sækja
grunnskólana á Suðurnesjum. Nefn-
ir hann að þegar gerðar voru áætl-
anir um stækkun á húsnæði skólans
fyrir fimm árum hafi verið miðað við
að nýbyggingin kæmist í gagnið í
haust.
Mun lægra hlutfall ungmenna á
Suðurnesjum stundar nám við fram-
haldsskóla en í öðrum landshlutum.
Samkvæmt nýlegum tölum Hag-
stofu Íslands hækkaði hlutfallið úr
80 í 83% af öllum sextán ára ung-
mennum á síðasta ári og Ólafur Jón
telur að ýmislegt bendi til þess að
það sé nú að komast í 88%. Lands-
meðaltalið er um 90%. „Tölurnar í
fyrra og núna virðast sýna að hug-
arfarsbreyting sé að verða hér. Það
verður spennandi að sjá næstu tölur
Hagstofunnar,“ segir skólameistari.
Fjölbrautaskólinn hefur verið með
öflugt kynningarstarf í grunnskólun-
um, meðal annars til að fá fleiri
grunnskólanemendur til að fara í
framhaldsskóla.
Nokkurt atvinnuleysi hefur verið
á Suðurnesjum og veltir Ólafur því
fyrir sér hvort aukin ásókn í nám
endurspegli á einhvern hátt atvinnu-
ástandið.
Ólafur Jón segir að til vandræða
horfi með að koma þessum fjölda
fyrir í skólanum. „Við verðum að
hafa kennsluhópana stóra, allar
skonsur eru nýttar og við teygjum
okkur fram eftir degi með kennsl-
una. Þá erum við að huga að leigu-
húsnæði,“ segir Ólafur og bætir því
við að starfsfólkið sjái lausnina fram-
undan og sýni þess vegna skilning á
aðstæðum í vetur.
Í sumar hófust framkvæmdir við
stækkun skólahússins og verður það
tekið í notkun 1. ágúst á næsta ári.
Jafnmikil fjölgun nemenda og
raun ber vitni kallar á aukin útgjöld.
Ólafur Jón tekur fram að ekki sé
fært að vísa Suðurnesjamönnum
annað í nám. En fjölgunin leiði til
hallareksturs ef ekki fáist fram leið-
rétting á fjárveitingum en skólinn
hefur verið rekinn hallalaus að
minnsta kosti síðustu tíu árin. Segir
Ólafur að í menntamálaráðuneytinu
sé verið að leita leiða til að leysa fjár-
málin.
Þröng á þingi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á haustmisseri
120 fleiri nemend-
ur hefja nú nám
Suðurnes
ÁSA Arnlaugsdóttir, eigandi húss-
ins að Túngötu 9, fékk verðlaun
umhverfisráðs Sandgerðis fyrir
fallegasta garðinn í ár. Umhverf-
isverðlaun Sandgerðis voru afhent
við hátíðlega athöfn á veitingahús-
inu Vitanum.
Ása Arnlaugsdóttir hefur rækt-
að garðinn við hús sitt, Túngötu 9,
í þrjátíu ár. Í umsögn umhverf-
isráðs kemur fram að garðinum
hafi verið sinnt af mikilli alúð og
natni. Hann sé mjög fjölskrúðugur
og greinilega allt lagt í hann.
Umhverfisráðið veitti viðurkenn-
ingar fyrir tvo aðra garða. Fram
kom að ráðinu hafi verið vandi á
höndum í þetta skipti vegna þess
hversu sumarið hafi verið gróð-
ursælt og garðagróður vaxið vel.
Eigendur Holtsgötu 33, Þórður
Þorkelsson og Vilborg Knútsdóttir,
fengu viðurkenningu fyrir snyrti-
legt umhverfi húss og lóðar og sér-
lega fallegan nýjan garð. Eigendur
Suðurgötu 7, Margrét Arna Egg-
ertsdóttir, Benóný Benónýsson,
Bocena Modzelewska og Slawomir
Modzelewska fengu viðurkenningu
fyrir snyrtilegt umhverfi í gegnum
árin.
Ásu hefur gengið vel að rækta
garð sinn og hún blæs á ummæli
manna um að ekkert sé hægt að
rækta á Suðurnesjum. Hún segir
að í garðinum séu 60 tegundir af
trjám og runnum og á annað
hundrað fjölærar plöntur og sum-
arblóm. Og hún ræktar sjálf sum-
arblómin. „Það er
ótrúlegt hvað hægt er
að rækta hér. Þegar
ég var að byrja fyrir
25–30 árum lenti ég
auðvitað í ýmsu en
lærði þetta smám sam-
an,“ segir Ása.
Hún segir að garð-
vinnan sé sitt líf og
yndi, helst vildi hún
eyða öllu sumarfríinu
við hana. Hún segir
nauðsynlegt að hugsa
vel um gróðurinn til
að hann dafni vel. Hins
vegar neitar hún því
að það sé mikil vinna
að halda við góðum garði. „Það er
létt að vinna skemmtileg störf,“
segir hún.
Hún kvartar helst undan ágangi
katta, segir hart að gróðurinn
skuli ekki fá að vera í friði fyrir
þeim.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Á Holtsgötu 33 er fallegur garður við nýtt íbúðarhús.
Eigendur Suðurgötu 7 fengu viðurkenningu fyrir
snyrtilegt umhverfi. Hefur það lengi verið þannig.
Umhverfisverðlaun Sandgerðis veitt eigendum þriggja garða
Létt að
vinna
skemmti-
leg störf
Verðlaunahafarnir, f.v., Ása Arnlaugsdóttir, Margrét Arna Eggertsdóttir,
Slawomir Modzelewska, Þórður Þorkelsson og Vilborg Knútsdóttir.
Lengst til hægri er Bergný Jóna Sævarsdóttir, formaður umhverfisráðs.
Í garðinum á Túngötu 9 eru 60 tegundir runna
og trjáa og á annað hundrað blómategunda.
Sandgerði
BISKUP Íslands hefur ákveðið að
setja séra Arnald Bárðarson sem
prest í Glerárprestakalli á Akureyri
frá 1. september nk. Sr. Arnaldur
hefur undanfarin ár þjónað í Ljósa-
vatnsprestakalli en fyrir Kirkjuþingi
í haust liggja tillögur um að sameina
það prestakall nærliggjandi presta-
köllum. Þorvaldur Karl Helgason,
biskupsritari, segir að með þessari
ákvörðun sé biskup að bregðast við
margítrekuðum óskum séra Gunn-
laugs Garðarssonar, sóknarprests í
Glerárprestakalli, um aðstoð. „Það
var ákvörðun biskups í þessu fjöl-
menna og barnmarga prestakalli að
styðja við bakið á því með þessum
hætti. Og þarna í námunda var mað-
ur sem var fús til að flytja sig til og
axla þessa nýju ábyrgð og þar var
hægt að leysa þjónustuna með öðr-
um hætti,“ sagði Þorvaldur Karl. Sr.
Arnaldur er settur í starfið til nokk-
urra mánaða og segir Þorvaldur
Karl að ef þessi ráðstöfun reynist
vel, og það sýni sig að þörf sé á henni
til frambúðar, þá verði staðan aug-
lýst með vorinu.
Sr. Jóna Lísa í leyfi
Í haust fer sr. Jóna Lísa Þor-
steinsdóttir, prestur í Akureyrar-
prestakalli, í sex mánaða launalaust
leyfi. Þegar hefur verið gengið frá
því að sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir,
sóknarprestur á Raufarhöfn, leysi
hana af þennan tíma. Séra Hildur
Sigurðardóttir, prestsfrú á Skinna-
stað, mun síðan leysa Örnu Ýr af á
Raufarhöfn á meðan.
Breytingar í presta-
köllum á Akureyri
DANINN Kim Kapp-
el Christensen, mæl-
ingamaður hjá Ak-
ureyrarbæ, sigraði í
fyrsta Heljuhlaup-
inu, sem svo er kall-
að, en það fór fram á
laugardaginn. Það
var Ungmenna-
félagið Þorsteinn
svörfuður sem
gekkst fyrir keppn-
inni, sem þótti afar
vel heppnuð þótt
hlaupaleiðin hafi
verið erfið. En sól
skein í heiði og sum-
ir keppendur gáfu
sér meira að segja
tíma til þess að kíkja
í ber í leiðinni!
Þátttakendum var
fyrst ekið í lang-
ferðabíl frá Dalvík
inn í Kolbeinsdal og
síðasta spölinn í
jeppa björgunar-
sveitarmanna. Tók
ferðalagið um þrjár
klukkustundir.
Hlaupið hófst í
Kolbeinsdal, þaðan
var hlaupið yfir Helj-
ardalsheiði og niður
í Svarfaðardal þar
sem keppni lauk við
Atlastaði. Hlaupið
var alls 15 kílómetr-
ar og var hækkunin á leiðinni um
700 metrar; hlaupið hófst í um
það bil 200 metra hæð yfir sjáv-
armáli og hæst var farið í 900
metra.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég
hleyp upp til fjalla, en örugglega
ekki í það síðasta,“ sagði Kim
Kappel Christensen í samtali við
Morgunblaðið, en hann fór vega-
lengdina á tæpri einn og hálfri
klukkustund. Kim viðurkenndi að
hlaupið hefði verið nokkuð erfitt,
enda mjög bratt upp á efsta hjalla
og jafnframt afar bratt þaðan nið-
ur aftur. „Á versta kaflanum var
líka mikið um stóra steina þannig
að maður þurfti að passa sig vel.“
Á kafla var farið yfir jökulurð
sem gerði hlaupurunum líka
nokkuð erfitt fyrir.
Þegar komið var efst á Heljar-
dalsheiðina var útsýnið ægifag-
urt, að sögn Kims. „Það var mjög
fallegt að horfa út yfir Svarf-
aðardalinn. Annars gaf ég mér
svo sem ekki mikinn tíma til þess
að líta í kringum mig; en á þess-
um kafla hafði ég reyndar gott
forskot þannig að ég naut útsýn-
isins í smástund.“
Christensen er 46 ára og hefur
stundað hlaup reglulega síðstu 20
ár eða svo. „Ég byrjaði að hlaupa
um 25 ár aldur, í Árósum, og hef
verið hlaupandi meira og minna
síðan!“ Hann fluttist til Íslands
fyrir tveimur árum ásamt fjöl-
skyldu sinni og starfar hjá Ak-
ureyrarbæ sem fyrr segir.
Helsta hlaup hans á ári hverju
er Akureyrarhlaupið svokallaða,
sem nú fer fram laugardaginn 13.
september, og var Heljuhlaupið
liður í undirbúningi hans fyrir
það. Kim er félagið í lang-
hlaupadeild Ungmennafélags Ak-
ureyrar en sá hópur hleypur sam-
an þrisvar í viku hverri.
Dalir og heiðar skörtuðu sínu
fegursta á laugardaginn. Skráðir
þátttakendur voru alls 48 og allir
skiluðu sér í mark, en einhverjur
notuðu tækifæri og könnuðu
berjasprettuna að sögn!
Vert er að geta þess að í ár eru
800 ár liðin frá því Guðmundur
góði varð biskup á Hólum en hann
var áður prestur að Völlum í
Svarfaðardal. En þá var leiðin um
Helju helsta samgönguæðin milli
Eyjafjarðar og Skagafjarðar.
Kim Christensen sigraði í fyrsta Heljuhlaupinu.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fyrsta fjalla-
hlaupið en ekki
það síðasta