Morgunblaðið - 26.08.2003, Síða 21

Morgunblaðið - 26.08.2003, Síða 21
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 21 Minni vinna! w w w . b e s t a . i s Nýbýlavegi 18 • 200 Kópavogi • Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 • 260 Njarðvík • Sími: 420 0000 Miðási 7 • 700 Egilsstöðum • Sími: 470 0000 Labbakúturinn! •Enginn burður •Hleður sig sjálfur VEL hefur gengið við gerð jarð- ganga á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Ásgeir Loftsson, verkfræðingur hjá Ístaki, segir að búið sé að bora 430 metra inn í fjallið Reyðarfjarð- armegin og 120 metra Fáskrúðs- fjarðarmegin. „Við erum að grafa um 120 metra á viku samtals báð- um megin núna. Um 60 manns vinna að verkinu. Við erum komnir með þrjár vaktir Reyðarfjarðar- megin, en tvær Fáskrúðsfjarðar- megin og þriðja vaktin þar kemur 29. ágúst. Þá verður unnið allan sól- arhringinn við göngin báðum meg- in,“ segir Ásgeir. Samkvæmt verkáætlun er reikn- að með að göngin nái saman í nóv- emberbyrjun á næsta ári. Vinna við gerð Fáskrúðsfjarðarganga gengur vel Bora 60 metra á viku hvorum megin Morgunblaðið/Albert Kemp Horft út úr Fáskrúðsfjarðargöngum. Þetta er sú sýn sem blasa mun við þegar komið verður úr Fjarðabyggð yfir í Fáskrúðsfjörð. Ef vel er að gáð má sjá bæinn Dali neðst fyrir miðri mynd. Fáskrúðsfjörður VALGERÐUR Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Fóðurverk- smiðju Laxár hf., hefur látið af störf- um og mun Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., taka við starfinu. Honum til fulltingis verður einnig Jón Kjartan Jónsson, stjórnarformaður Fóðurverksmiðj- unnar. Fóðurverksmiðjan framleiðir gæludýra- og fiskeldisfóður og er stærsti framleiðandi fiskeldisfóðurs á Íslandi, með um 80% hlutdeild á innanlandsmarkaði. Að auki er Fóð- urverksmiðjan með tækjabúnað fyr- ir fiskeldi. Nú starfa um 16 manns hjá fyr- irtækinu og var veltan um 375 millj- ónir króna á síðasta ári. Breytingar hjá Fóður- verksmiðju Laxár Neskaupstaður ÞESSI karl hefur setið við eitt borðanna í kaffihúsi Menningar- miðstöðvarinnar Skaftfells á Seyð- isfirði undanfarnar vikur. Hann lík- ist Dieter Roth furðanlega mikið enda ber verkið nafn hans og er eft- ir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur. Verkið er hluti sýningar Að- alheiðar sem ber nafnið 40 sýn- ingar: 40 dagar. Hefur verið í kaffi síðan nítjánda júlí Seyðisfjörður Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Á TEIGARHORNI, skammt norðvestan við Djúpavog, er þekkt geisla- steinanáma sem ferða- menn og steinaáhugamenn skoða gjarnan á ferðum sínum um Austurland. Náman hefur verið frið- lýst um árabil og aðeins er tekið úr æðinni það sem sjórinn brýtur úr holufyll- ingum og fyrirsjáanlegt er að skemmist af sjógangi. Safnarar um víða veröld hafa keypt geisla- steinaeintök frá Teig- arhorni, enda eru aðeins tvær aðrar námur af þess- ari stærð þekktar, önnur í Mexíkó og hin á Indlandi. Hanna Lísa Herberts- dóttir er heimasætan á Teigarhorni og tekur á móti ferðafólki sem vill skoða steinasafnið eða fá sér kaffisopa. Hún flutti á bæinn fjögurra ára gömul þegar foreldrar hennar, Jón- ína Ingvarsdóttir og Herbert J. Hjörleifsson, tóku við rekstri stað- arins og búskap á bænum fyrir ell- efu árum. Hanna Lísa segir fremur fáa ferðamenn hafa komið í sumar enda hafi veðrið ekki verið upp á sitt besta. Safnið, steinaverslun og veit- ingasala er í skemmtilega upp- gerðri vélaskemmu sem var tekin í gegn fyrir þremur árum. Geislasteinar eru fremur mjúkt efni og lítið hægt að vinna úr þeim. Það er einna helst að silfurbergið sé notað í sjónaukagler og þess háttar. Loftvogin frá 1871 og dugir enn Auk fjárbúskapar og þjónustu við ferðafólk og safnara tekur heim- ilisfólk veðrið þrisvar á dag fyrir Veðurstofu Íslands. Herbert kynnir sérstaklega til sögunnar merka kvikasilfurloftvog, sem keypt var til landsins frá Frakklandi árið 1871 og hefur verið notuð alla daga síðan. Hún er nú ein af þremur loftvogum sem notaðar eru til þess að athuga veður á Teigarhorni. „Þessi aldni sí- riti hefur því verið notaður í 132 ár og dugir ágætlega. Það er eiginlega verst að þeir eiga bara ekki rétt blöð í hann lengur!“ segir Herbert. Hrafninn étur hundamat Heimilislífið á Teigarhorni er fjöl- skrúðugt og má telja til heim- ilismeðlima hrafninn Hugin, sem tekinn var ásamt bróður sínum úr hreiðri í vor og hefur búið á Teig- arhorni síðan. „Það hefur lengi ver- ið draumur að eignast krumma,“ segir Hanna Lísa. „Huginn nærist aðallega á hundamat, þótt hann fúlsi ekki við öðru. Hann spókar sig um á klettunum kringum Teigarhorn milli þess sem hann situr á mér og sníkir góðgæti upp úr vösunum eða krunkar framan í ferðafólk.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Heimasætan á Teigarhorni, Hanna Lísa Her- bertsdóttir, með heimiliskrummann Hugin. Heimilishrafninn flögrar innan um geislasteinana Djúpivogur Í ÁLFTAFIRÐI starfrækir Sælgæt- isgerðin Freyja lakkrísverksmiðju. Djúpavogshreppur og nokkrir ein- staklingar keyptu verksmiðjuna úr Eyjafirði árið 2000 og fluttu í Álfta- fjörð en treglega gekk að koma afurð- unum inn á markað þangað til Freyja tók við verksmiðjunni. Nú vinna þrír starfsmenn við lakkrísgerðina, hjónin Ásgeir Ásgeirsson og Jóna Þormóðsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir. Félagsheimili Álftfirðinga er notað undir lakkrís- gerðina og leggur ilminn þaðan vítt um sveitina. „Þetta hefur gengið prýðilega,“ sagði Ásgeir í samtali við Morgun- blaðið á dögunum. „Þetta er eina sæl- gætisgerðin utan við höfuðborgar- svæðið og við framleiðum hér rörin inn í Freyjudraum og lakkrískúlur sem kallast Djúpur og eru orðnar býsna vinsælar.“ Ásgeir segir uppi hugmyndir um frekari vöruþróun í lakkrísgerðinni. „Lakkrískonfekt er í pípunum, eftir hálft til eitt ár. Þá þarf nú sjálfsagt að bæta við fólki hér.“ Hann segir nauðsynlegt að leita áfram að nýjum tækifærum til að fá fjölbreytni í atvinnulífið á lands- byggðinni. „Þetta hleður hratt utan á sig. Við erum til dæmis að láta smíða vélar og vélarhluta á Djúpavogi þann- ig að þetta skilur eftir sig peninga á fleiri stöðum.“ Yngsta barnið í sveitinni er sjö ára Hjónin hafa unnið í lakkrísgerðinni frá því að hún var stofnsett, en áður stunduðu þau búskap með sauðfé, nautgripi og loðdýraeldi. „Auðvitað er eftirsjá að búskapnum,“ segir Jóna. „Þetta eru mikil viðbrigði og verk- smiðjuvinnan er miklu einhæfari en búskapurinn. En á móti kemur að maður er ekki lengur á vaktinni allan sólarhringinn.“ Lífið í Álftafirði er að sögn Jónu mjög rólegt og fólki þar fer stöðugt fækkandi. Þau Ásgeir taka sem dæmi að þegar hann flutti þangað frá Ak- ureyri fyrir þrettán árum hafi sautján bæir verið í byggð. „Nú eru menn hættir með búskap á tíu af þessum bæjum. Börnin í sveitinni eru orðin fá, átta talsins og yngsta barnið í sveit- inni er sjö ára gamalt,“ segir Jóna. „Við erum á jaðarsvæði og ég álít að virkjunin og álverið hér fyrir aust- an muni ekki snerta okkur,“ segir Ás- geir. „Ekki nema að fólk flytji héðan norður til Reyðarfjarðar í atvinnuleit. Kannski munu jaðarbyggðirnar þannig gjalda með fólksfækkun fyrir uppbygginguna.“ Hann segir flutningskostnað helsta Akkilesarhæl lakkrísgerðarinnar og hefur áhyggjur af því að ef umsvifin aukist muni kostnaðurinn aukast að sama skapi. „Þá kemur kannski að því að Freyja álíti hagstæðara að hafa eininguna fyrir sunnan, nær mark- aðnum,“ segir hann. „Stjórnvöld ættu í fullri alvöru að kanna möguleika á að koma á einhvers konar jöfnunar- greiðslum í flutningum til þess að jafna búsetuskilyrði í landinu.“ Lakkrísverksmiðja rekin í fyrrverandi félagsheimili Skiptu á loðdýraeldi og lakkrísframleiðslu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hjónin Jóna Þormóðsdóttir og Ás- geir Ásgeirsson með dóttur sinni Söndru Maríu. Þau vinna að lakkr- ísframleiðslu í Álftafirði. Álftafjörður ÞESSI borgfirska hnáta var í heim- sókn hjá pabba sínum í búðum Arn- arfellsmanna við Kárahnjúkavirkj- un á dögunum. Hún heitir Kristín Ólína Þorsteinsdóttir og bar sig myndarlega við að sópa veröndina framan við búðirnar. Skammt frá ösluðu búkollur og stórflutninga- bílar fram og til baka um vinnu- svæðið, en sú stutta lét það ekki raska ró sinni. Móðir Kristínar litlu, Jónína Jónsdóttir, segir mann sinn verða næstu árin við störf að virkjuninni og því ekki um annað að gera en að vitja hans annað veif- ið á verkstað. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í heimsókn hjá pabba Kárahnjúkavirkjun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.