Morgunblaðið - 02.09.2003, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.09.2003, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga Eyjólfs-dóttir fæddist á Melum í Fljótsdal 20. febrúar. 1921. Hún lést mánudaginn 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Þor- steinsson og Ásgerð- ur Pálsdóttir, og var Helga næst elst níu systkina sem eru: Páll látinn, Gróa, Þorsteinn látinn, Anna, Þuríður, Mar- grét látin, Einar Þor- steinn látinn og Sig- ríður. Helga giftist þann 6. september 1953 Ingva Ingólfssyni frá Skjaldþingsstöðum í Vopna- firði, f. 11.11. 1924, d. 21.6. 1995. Börn þeirra eru: 1) Ásgerður, maki Stígur Sturluson og eiga þau fjögur börn. 2) Eyj- ólfur, maki Þórdís Sveinsdóttir og eiga þau tvö börn. 3) Elín, maki Guðni Þór Her- mannsson og eiga þau eitt barn. 4) Bára, 5) Ingólfur Vopni, maki Birna R. Aðalsteinsdóttir og eiga þau þrjú börn. Helga og Ingvi bjuggu á Melum í Fljótsdal til ársins. 1974, en þá fluttu þau á Hornafjörð. Helga starfaði við saltfiskvinnslu Kaupfélags A- Skaft. alla starfsævi sína á Horna- firði. Útför Helgu fer fram frá Hafn- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er oft skrýtið hvernig tilver- an spilar með okkur og hvernig hlutirnir gerast eða gerast ekki. Er eitthvað til sem heitir tilviljun eða gerast hlutirnar af ásettu ráði. 25. ágúst og 2. september verða dagar sem við eigum alltaf eftir að minn- ast. Helga móðursystir okkar lést 25. ágúst síðastliðinn og í dag, 2. september fylgjum við henni til grafar. Fyrir nákvæmlega ári síðan stóðum við í sömu sporum og Ása, Eyfi, Bára, Elín og Vopni, en móðir okkar lést 25. ágúst 2002 og var jarðsett 2. september. Er þetta til- viljun? Hver veit. Við systur lítum táknrænum augum á þessa daga. Því í dag erum við ekki bara að kveðja Helgu sem við þekktum mjög vel, við minnumst móður okk- ar og tengslanna sem voru á milli þeirra systra og Ingva eiginmanns Helgu. Við systur fórum nokkur sumur í sveitina til Helgu og Ingva austur í Fljótsdal. Það var dálítið stórt skref að fara úr stórborginni og í sveitina og vera þar allt sumarið án mömmu, systkina og vina. Þótt við hefðum sjálfar búið í dalnum þegar við vor- um yngri þá var margt af þeirri upplifun fallið í gleymskunnar dá. Okkur fannst við vera á leið á vit ævintýra en vorum þó óöruggar og svolítið hræddar. En það var óþarfi, því í sveitinni var gott að vera og þessar ferðir heim að Melum voru byrjun á mörgum ferðum okkar síð- ar meir í Fljótsdalinn. Þegar við ryfjum upp veru okkar hjá Helgu og Ingva á Melum kemur ýmislegt upp í hugann, eins og kleinurnar hennar Helgu, þær bestu sem við smökkuðum og hvernig við sátum um að fá sem mest af þeim þegar þær voru ný steiktar. Það er hverju barni ómiss- andi að upplifa það að vera í sveit, eða það finnst okkur. Í sveitinni fær hugurinn að þroskast og þar lærir maður fljótt lífsins staðreyndir inn- an um dýrin og samheldnina sem þar ríkir. Við minnumst þess líka að vera í fjárhúsinu með Ingva og krökkunum við sauðburðinn. Oft var það þannig að þegar Eyfi lagði af stað stukkum við til og fylgdum honum eftir en það gat verið svolítið erfitt því hann var svo stór og við svo litlar og við þurftum oftar en ekki að hlaupa til að hafa við hon- um. Svo kallaði hann okkur „lambið sitt“ og „gemsann sinn“, (Svala var lambið og Eyrún var gemsinn) þetta fannst okkur afskaplega notalegt jafnvel þegar við uppgötvuðum hvað þessi orð þíddu. Við minnumst þess líka að vera með Elínu, Báru og Vopna í stíflugerð í heimalæknum, eða að leika okkur með kindahorn, leggi og völur og búa til heilu bú- garðana með spítum og snæri. Við minnumst þess líka að vera í hey- skapnum og grafa okkur inn í hey- sáturnar og búa okkur til heimili inni í þeim. Stundum lékum við okkur í gulla- búinu, þar elduðum við á gamalli kolaeldavél, og vorum með allskon- ar dúnka og gömul eldhúsáhöld að ógleymdri drullunni sem við elduð- um úr og blómunum og steinunum sem við notuðum til skreytingar á fínu kökurnar okkar. Stundum föld- um við okkur í litlum skurði rétt of- an við bæinn (sem okkur fannst stór þá), þar var mikið af stórum og safaríkum hundasúrum sem við hámuðum í okkur. Og við tíndum fífla og bjuggum til fólk úr þeim og liðuðum hárið á þeim í vatni og stundum lékum við okkur með steinana á hlaðinu og byggðum hús og notuðum aflanga steina fyrir fólk. Það var á Melum sem við upp- lifðum smæð okkar og krafta nátt- úruaflanna þegar við stóðum upp á túni í hífandi roki. Við vorum í úlp- um sem við tókum í neðst og færð- um hendurnar út til hliðanna eins og vængi. Vindurinn feykti okkur síðan niður brekkuna og við full- yrðum það enn að við flugum og upplyfðum frelsistilfinningu sem er engu lík. Og sú upplifun sem fylgdi því að renna sér á áburðarpokum niður Hólinn var ótrúleg. Stundum varð maður aumur á rassinum en það stoppaði okkur ekki. Mamma sagði okkur frá því að þær systur hefður rennt sér niður á sama stað, bara á tunnustöfum. Þegar ekki var hægt að vera úti fengum við að leika okkur með tölurnar hennar Helgu og þvílíkar tölur. Hún átti stórann dúnk fullan af allskonar tölum sem við notuðum fyrir fólk, skepnur, húsgögn og byggðum öll húsin úr. Þetta voru gullin okkar og við vild- um ekki leika okkur með neitt ann- að. Við vorum alsælar í sveitinn og tókum því með þökkum sem sveitin og náttúran hafði upp á að bjóða. Toppurinn á þessum sumrum var þó alltaf þegar húsið fylltist af ætt- ingjum sem komu í sumarfríinu sínu og allir á heimilinu fóru í „yfir“ yfir búrálmunni á heimahúsinu. Þvílíkt og annað eins höfum við aldrei upp- lifað hvorki fyrr né síðar. Það var svo mikil gleði og spenna sem ríkti. Mesta fjörið var þegar mamma og systur hennar voru með og hún og Anna frænka voru alltaf að skipta um lið því það náðist alltaf að hitta þær. Við minnumst þess líka oft þegar við fórum eitt sumarið í sveit- ina og við vorum í þessum líka fínu fötum „tísku fötum“. Við notuðum þau lítið í sveitinni enda ekki mikið um atburði til að brúka slíkan fatn- að. Þegar kom að því að fara heim til Reykjavíkur um haustið var ákveðið að við færum í sömu föt- unum og við komum í. En viti menn, þau voru orðin of lítil. Við þessu var ekkert að gera, þetta voru einu al- mennilegu fötin sem við áttum auk þess sem það voru samantekin ráð að við færum í þeim til að sýna hversu mikið við hefðum stækkað. Þegar mamma og Anna systir okkar tóku á móti okkur á flugvellinum í Reykjavík sagði mamma að hún hefði ekki þekkt okkur ef ekki hefði verið fyrir fötin. Helga og Ingvi fluttust til Hafnar árið 1974 með börnum sínum. Þar með urðu þáttaskil í lífi okkar eins og þeirra. En það er óvíst að við systur værum búsettar á Höfn í dag ef það hefði ekki komið til. Það er notalegt að eiga góða að eins og þau, þegar komið er á nýjan stað. Við fluttum til Hafnar 1983 ásamt móður okkar og þar tóku Helga, Ingvi og börnin þeirra, sem bjugga þar, á móti okkur og hjálpuðu okkur að fóta okkur á þessum dásamlega stað. Í fyrstu bjuggum við í sömu blokk og það var oft hlaupið á milli hæða til að spjalla og ekki síst til að spila. Það hefur alltaf verið spilað mikið í fjölskyldum okkar hvort sem var í sveitinni, í Reykjavík eða á Höfn og hafði Ingvi sérstaklega gaman af spilamennskunni. Oft var spilaður „kani“ eða „vist“ en þegar margir voru saman komnir var spil- að „fimm upp“, „tía“ eða „gamla jómfrú“ og var mikil hlegið, kallað og hoppað. Í Fljótsdalnum var líka oft spilaður „lomber“og hafði Ingvi sérstaklega gaman af því spili. Við minnumst þess líka hvað hann hló oft að okkur þegar hann spilaði við okkur systur við stofuborðið á Mel- um „Svarta Pétur“, „Veiðimann“ og fleiri spil. Og hvernig hann lyfti augnabrúnum sínum til skiptis og hvað við reyndum mikið að herma eftir honum, þá hló hann dátt. Ingvi lést árið 1995 þá 71. árs að aldri. Já, við eigum margs góðs að minnast og margt að þakka fyrir. Elsku Helga, Ingvi og mamma, ykkur færum við þakkir fyrir að fá að upplifa þá æsku og leiðsögn sem við fengum frá ykkur. Elsku Ása, Eyfi, Bára, Elín og Vopni, ykkur færum við þakkir fyrir allt og vott- um ykkur og fjölskyldum ykkar samúðar við fráfall móður ykkar. Guð blessi ykkur og veri með ykk- ur. Eyrún og Svala Axelsdætur. Í dag er til moldar borin mæt kona sem mig langar að minnast með örfáum orðum. Helgu Eyjólfsdóttur kynntist ég árið 1974 þá nýflutt til Hafnar, eins og reyndar þau hjón Helga og Ingvi Ingólfsson. Í nábýli við þau bjó ég og fjölskylda mín um nokkurra ára skeið og nutum góðs af gæsku þeirra og elskusemi. Helga var hjartahlý kona þótt yfirborðið virk- aði stundum hrjúft, mátti ekki vamm sitt vita og vildi öllum gott gera. Það er ljúft að eiga minningar um Helgu þar sem ekki ber skugga á. Eftir að dóttir mín komst á legg var hún fljót að komast upp á lagið með að hlaupa til frænku og gera sig heimakomna. Aldrei sviku þær heimsóknir og alltaf nægur tími fyr- ir litla stelpuhnátu. Heimilið var okkur ætíð opið og þangað var gott að leita. Það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg, allir ullar- sokkarnir sem Helga prjónaði fyrir sjómanninn og stelpuhnátuna, berjasaftin sem kom alltaf á haust- in, saltaða kjötið sem læddist ofan í tunnuna, hlýlegu orðin og jafnvel of- anígjöf. Alls þessa sakna ég. Árið 1995 missti Helga eiginmann sinn Ingva Ingólfsson. Það var erf- itt að sjá á eftir honum, en Helga tók þeirri raun með æðruleysi sem einkenndi hana frá því ég kynntist henni. Veit ég þó að það var henni erfiður tími. Elsku Helga, hafðu þökk fyrir allt og allt. Eyjólfur, Ása, Elín, Bára og Ing- ólfur Vopni, ég votta ykkur og fjöl- skyldum ykkar innilega samúð. Guðlaug Hestnes. HELGA EYJÓLFSDÓTTIR Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Elskulegur eiginmaður minn, SIGURBJARTUR GUÐJÓNSSON, Hávarðarkoti í Þykkvabæ, varð bráðkvaddur sunnudaginn 31. ágúst. Halldóra G. Magnúsdóttir og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, RUNÓLFUR ÓTTAR HALLFREÐSSON, Krókatúni 9, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 30. ágúst. Útför hins látna fer fram frá Akra- neskirkju föstudaginn 5. september kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ragnheiður Gísladóttir. Hjartkær dóttir mín og systir, GUÐRÚN ELÍN EGGERTS, Starrahólum 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt mánudagsins 1. september. Sólveig Eggertsdóttir, Eggert Einar Elíasson. Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, SIGURBJÖRN SIGTRYGGSSON fyrrverandi aðstoðarbankastjóri, Reynimel 28, Reykjavík, er látinn. Ragnheiður Viggósdóttir, Birna Sigurbjörnsdóttir, Jón Gunnlaugur Jónasson, Hilmar Sigurbjörnsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur og tengdasonur, PÁLL GUÐMUNDSSON, Fagradal 1, Vogum, lést af slysförum föstudaginn 29. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Olga Sif Guðgeirsdóttir, Alexander, Elvar Orri og Thelma Lind, Sesselja Guðmundsdóttir, Guðmundur Pálsson, Rebekka Jóna Ragnarsdóttir, Guðgeir Smári Árnason. Látin er í Reykjavík elskuleg móðir okkar, SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR snyrtisérfræðingur. Liv Gunnhildur Stefánsdóttir, Ólafur Jónsson, Sigrún Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.