Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 1
Nýtt hjól frá Suzuki Hefur nóg afl en virkar létt og skemmtilegt Bílar B6 STOFNAÐ 1913 237. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ánægð í leikskóla Yngstu Hafnfirðingunum líður yfirleitt vel í skólanum sínum 17 Barði og Bang Gang Lauk við tvær plötur í sumar og kom að þeirri þriðju Fólk 49 ANDLEGIR leiðtogar úr hópi súnnímúsl- íma í Írak saka suma sjíta um að hafa hafið þjóðernishreinsanir gegn súnnítum í tveim- ur heilögum borg- um. Þeir saka stjórnvöld í Íran um að reyna að byggja upp spennu á milli trúarhópanna tveggja með því að styðja klerk sem þekktur er fyrir harða andstöðu gegn veru Banda- ríkjamanna í Írak. Sjítarnir „eru búnir að taka yfir al- Hamza-moskuna, einu moskuna okkar í Najaf, og Hassan bin Ali-moskuna sem er sú eina í Karbala,“ sagði Sheik Abdel Salam al-Kubeissi, talsmaður klerkaráðs súnníta. Hann segir alvarlegt að verið sé að reyna að koma súnnítum frá Najaf og Karbala og að slíku megi jafna við þjóðernishreinsanir. Hann sagði klerkaráðið þó hvetja súnníta til að halda ró sinni þrátt fyrir ögranir sjíta. Orð klerksins komu á sama tíma og hundruð þúsunda sjíta gengu um Najaf í gær vegna útfarar andlegs leiðtoga þeirra, Baqir al-Hakim, sem myrtur var með bíl- sprengju á föstudag. Mikil spenna er í land- inu og er óttast að sjítar snúist gegn súnn- ítum sem voru helstu stuðningsmenn Saddams Husseins. Saka sjíta um þjóðern- ishreinsanir  Hart deilt/14 Sjíti slær sig með keðj- um í útför al-Hakims. Bagdad. AFP. SÆSÍMASTRENGURINN FARICE-1 var tek- inn í land á Vestdalseyri við Seyðisfjörð í gær. Með tilkomu ljósleiðarans mun gagnaflutn- ingsgeta fjarskiptakerfa milli Íslands og meg- inlands Evrópu margfaldast. Strengurinn verður tekinn í notkun í janúar á næsta ári. Undirbúningur að lagningu strengsins hófst árið 1999, en í nóvember sl. var samið við ítalska fyrirtækið Pirelli um gerð strengsins og lagningu hans. Í vor var byrjað að leggja hann frá Dunnetflóa í Skotlandi, um Funn- ingsfjörð í Færeyjum og þaðan til Íslands. Hann liggur 1.407 kílómetra vegalengd í sjó. Fyrsti sæstrengurinn sem lagður var til Ís- lands kom einnig í land á Seyðisfirði árið 1906. Það var ritsímastrengur sem tengdi landið við umheiminn um Færeyjar og Skotland. Á myndinni dregur kafari sæstrenginn á land í Seyðisfirði í gær. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Flutningsgeta margfaldast  FARICE-1 tekinn í land/27 YFIRBORÐSHITI sjávar við Ís- land var um 2–3 gráðum hærri í ágúst en að meðaltali í sama mán- uði síðustu þrjátíu ár á undan. Þetta er niðurstaða mælinga Haf- rannsóknastofnunar á sjávarhita sem fram fóru í ágúst. Stofnunin hefur rannsakað sjáv- arhita við Ísland nokkrum sinnum á ári undanfarin þrjátíu ár. Frá 1997 hefur verið stígandi í hita- stigi sjávar en frá því í nóvember á síðasta ári hefur sjórinn hlýnað óvenjumikið. Áhrif á lífríkið eru talin líkleg, t.d. hefur útbreiðsla ýsu og skötusels aukist en hrun hefur orðið í hörpudisksstofninum. „Í nýliðinni mælingarferð sáum við framhald af því sem hefur ver- ið að gerast alveg síðan í nóvem- ber í fyrra,“ sagði Héðinn Valdi- marsson haffræðingur í samtali við Morgunblaðið. „Það er að sjór- inn er heitari en hann hefur verið. Það má segja að það hafi verið stígandi í sjávarhitanum frá því árið 1997 eftir frekar kaldari ár þar á undan.“ Héðinn segir að „veturinn hafi vantað“ síðasta ár og það hafi haft áhrif á yfirborðshita sjávar. „Það sýndi sig strax í nóvember í fyrra að það var mjög hlýtt og mikil út- breiðsla á hlýsjó.“ Héðinn segir að framhald hafi verið á þessu og það hafi sést á mælingum í febrúar og maí. „Fyrir norðan land erum við nú að sjá yfirborðshita sem er 2–3 gráðum heitari en meðaltal síð- ustu þrjátíu ára.“ Héðinn segir að sjórinn hafi mælst um 10°C norð- an við land og um 12°C við landið vestanvert í mælingunni í ágúst. Hann segir að samspil loft- og sjávarstrauma hafi áhrif á hitastig sjávar. „Menn hafa horft mjög á lægðagang á norðurhveli. Þetta síðasta ár var frábrugðið fyrri ár- um að því leyti að hæð sem hefur venjulega verið suður yfir Azor- eyjum var austarlega og það gerði það að verkum að sunnanvindar áttu mjög greiða leið hér uppeft- ir.“ Yfirborðshiti sjávar heldur áfram að hækka RISASTÓRT smástirni stefnir á jörðina og gæti lent á henni 21. mars árið 2014, sam- kvæmt útreikningum bandarískra stjarn- fræðinga. Hins vegar eru líkurnar á árekstri aðeins einn á móti 909.000 svo ekki er ástæða til að hræðast strax. Þá segja þeir að eftir því sem frekari upplýs- ingar fáist um stirnið muni líkurnar hugs- anlega minnka, samkvæmt CNN. Ef hins vegar af árekstrinum yrði gætu áhrifin orðið meiri en af 20 milljónum kjarnorkusprengna af því tagi sem varpað var á Hirosima í seinni heimsstyrjöldinni. Stjörnufræðingar í Nýju-Mexíkó urðu fyrstir til að taka eftir smástirninu sem fengið hefur nafnið 2003 QQ47. Smástirni stefnir á jörðina HRAFNKELL Eiríksson, sviðsstjóri á nytjastofna- sviði Hafrannsóknastofn- unar, segir vísbendingar vera um að hlýnandi sjór hafi áhrif á útbreiðslu vissra tegunda við Ísland. „Það er margt í lífríkinu sem er ókunnuglegt.“ Hann nefnir sem dæmi hörpu- disk en háa dánartíðni hans á öllum útbreiðslusvæðum má rekja til frumdýrasýkinga sem aftur er líklegt að tengist hita- breytingum í sjónum. Hann seg- ir útbreiðslu suðrænni tegunda, eins og ýsu og skötusels, hafa aukist umhverfis landið en þó verði að taka tillit til þess að ýsustofninn sé í vexti og breiði því úr sér sökum þess. Skötuselurinn sé farinn að veiðast mun norðar en áður „og mér kæmi ekki á óvart að hann væri farinn að veiðast við Norð- urland,“ segir Hrafnkell. Þá nefnir hann einnig að dæmi séu til að humar veiðist, þó í mjög litlum mæli sé, á Breiðafirði en vitað er að talsvert var um humar á þeim slóðum á sjöunda áratugnum og telur Hrafnkell að þessi aukna útbreiðsla sé hitatengd. Hann segist þó litlar áhyggjur hafa af þorsk- inum og ekkert sé óeðli- legt við útbreiðslu hans í þessum hlýindum. Þá seg- ir hann síldina ávallt vera svo dyntótta að erfitt sé að draga ályktanir varðandi áhrif hitastigs sjávar á útbreiðslu hennar. „Það er líklegt að breytt hegðan loðnunnar tengist hækkandi hita og hún gæti átt eftir að hopa ef ástandið verður langvarandi,“ segir Hrafnkell en bendir á að erfitt sé að spá um framtíðina í þessum efnum. Aukin útbreiðsla ýsu og skötusels ♦ ♦ ♦ GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hefur samþykkt tillögu um nýja ályktun sem hann mun leggja fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem gert er ráð fyrir að um- svif stofnunarinnar í Írak verði aukin. Þar með verði öðrum þjóðum gert auðveldara að taka þátt í friðargæslu þar. Embættismaður í Hvíta húsinu sagði að Bush hefði samþykkt tillöguna eftir fund með Colin Powell utanríkisráðherra í gær en sá síðarnefndi mun hafa þrýst mjög á um að Bush gæfi samþykki sitt. Leggja nýja ályktun fyrir SÞ Washington. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.