Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM langt skeið var fjárveit- ingum til Háskóla Íslands svo hátt- að, að Alþingi ákvað, hvaða kennsluembætti skyldu vera við skólann, og hvert embætti var sett á fjárlög. Samþykki ráðherra og Alþing- is þurfti til að stofna nýja stöðu. En nú er þetta allt breytt. Alþingi ákveður heildarupphæð fjárveit- ingar til háskólans. Síðan ákveður háskólinn sjálfur, hversu deila skuli fénu milli deilda og stofnana. Eng- in embætti eru lengur við háskól- ann, heldur eru menn ráðnir í stöð- ur (oft til 5 ára) með gagnkvæmum uppsagnarfresti. Smíðað var reglukerfi til að segja fyrir um, hvernig deila skyldi fé milli deilda og skora háskólans. Kerfi þetta mun upprunnið í Bandaríkjunum, en hingað komið frá Svíþjóð. Það var hannað til að segja fyrir um rekstur framleiðslu- fyrirtækja. Svíar munu nú hafa lagt þetta kerfi af í skólastofn- unum. Í Bandaríkjunum mun raun- in hafa orðið sú, að fyrirtæki sem nýttu sér kerfið fóru beint á haus- inn, og var þó hugmyndin sú að lágmarka kostnað og hámarka af- köst, mæld í afurðamagni. Litið er á stúdenta sem hráefni, kennslu sem umbreytingu hráefnis og stúdent með gráðu er lokapró- dúktið, sem á að kosta sem minnst. Frumeiningin, sem notuð er sem mælikvarði á kostnað við skóla- haldið, er svokölluð „þreytt ein- ing“. Ein eining er viku vinna. Fimm eininga námskeið er því talið vera fimm vikna samfelld vinna. Að loknu slíku námskeiði taka nem- endur próf, og þeir teljast þá hafa lokið fimm þreyttum einingum. Hver þreytt eining er svo metin til fjár, og deildir og skorir fá greiðslur samkvæmt því. Við ákvörðun þess, hvað greiða skuli á hverja þreytta einingu, er gert ráð fyrir því, að í hverri kennslustund sitji 30 nemendur. Í vissum til- vikum hefur þó verið gerð und- antekning og er þá miðað við 15 nemendur í kennslustund. Kerfi þetta hefur það í för með sér, að greitt er fyrir framleiðsluna eftir á. Þegar svo þar við bætist, að greiðsla fyrir hverja þreytta ein- ingu er undir framleiðslukostnaði, þá leiðir af því, að þær greinar sem svo er farið með teljast safna halla, eða skuld. Fjármálastjórn háskól- ans leggur þá hart að þeim, sem fyrir þessum greinum standa, að spara, og spara meira. Þetta er svo gert. Aðeins er kennt hið nauðsyn- legasta lágmark. En yfirleitt dugir það ekki til. Það á að spara enn meira. Eftir því sem meira er spar- að er námsframboð fátæklegra; og nemendum fækkar; en við það lækka tekjur greinarinnar. Að því kemur, að þeir sem ráða fyrir kennslu í þeim greinum, sem svo eru meðhöndlaðar, eru í erfiðri stöðu: Annaðhvort að loka, hætta að kenna þessar greinar, því að bardaginn er vonlaus, eða þá að rýmka fjárveitingar. En þar sem seinni kosturinn stendur ekki til boða standa nú allmargar greinar frammi fyrir því, að þær verði þurrkaðar út af kennsluskrá há- skólans. Svo er nú komið fyrir all- mörgum greinum heimspekideild- ar. Háskóli Íslands er ríkisstofnun. Ríkið lætur kjaranefnd ákveða laun prófessora, en semur við Félag há- skólakennara um önnur laun. Ætla mætti, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að ríkið greiddi út þau laun, sem ríkið ákveður. En svo er ekki. Fjárhirzla ríkisins greiðir laun, en fjármálaráðuneytið miðar við, að laun prófessora séu ekki hærri en 225.000 á mánuði. Allt sem er umfram það er tekið af rekstrarfé háskólans. Há fjárhæð fer því í það að greiða laun, sem annars væri hægt að nota til að greiða annan kennslukostnað. Á þetta allt hefur verið bent ár- um saman. En stjórnarráðið lætur engin tár eða sárbænir hagga sér. Af því verður ekki dregin önnur ályktun en sú, að þetta sé stefna. Það á að leggja niður kennslu í fjöl- mörgum greinum. Háskólinn á að draga saman seglin. Meðal þeirra greina, sem þjarm- að er að, eru íslenzka og saga. Fjórir prófessorar í íslenzku hafa hætt og horfið af vettvangi nýlega. Enginn hefur verið ráðinn í stað þeirra. (Einn lektor er að vísu ný- ráðinn í íslenzku.) Sumir halda, að íslenzka og saga séu kjarnagreinar háskólans. Enginn annar háskóli er skyldur til að leggja stund á sögu íslenzku þjóðarinnar og tungu hennar. En nú er stefnan þessi: þegar kennari fer á eftirlaun ber að ráða engan í stað hans. Þannig er hægt og bítandi hert að hálsi heimspekideildar. Kerfi þetta sér um, að háskólinn fær engar tekjur af þeim stúd- entum, sem koma inn í skólann, en ljúka engum prófum. Þá væri ráð að útiloka þessa stúdenta fyr- irfram, annaðhvort með inntöku- prófum eða aðgangstakmörkunum. En varla telja alþingismenn það vænlegt til vinsælda að moka millj- ónum í inntökupróf í háskólanum til að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra sem taka stúdentspróf geti leitað sér menntunar þar, í stað þess að nota þessar milljónir í að efla starfið og gera háskólanum kleift að koma nemendum sínum til nokkurs þroska. Lausn þeirra vandamála, sem hér hafa verið reif- uð, verður að koma í fjárlögum árs- ins 2004. Lengur verður ekki fetað eftir þeirri braut sem farið hefur verið eftir hingað til. Hægfara harakiri Eftir Arnór Hannibalsson Höfundur er prófessor í heimspeki við heimspekideild Háskóla Íslands. AUSTURBÆJARBÍÓ markaði einhver stærstu þáttaskil sem orðið hafa í samkomuhúsamenningu Ís- lendinga. Þegar það var byggt af miklum stórhug eftir stríðið rúmaði það tæplega átta hundruð manns í sæti (787), eða næstum tvöfalt fleiri en stærstu húsin fram að því. Þar var fyrsta stóra al- íslenska kvikmyndin sýnd, „Síðasti bærinn í dalnum“. Kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar, „Bíódagar“, byggist á endurminningum hans og fleiri úr Austurbæjarbíói, þar sem bylgja kvikmynda, sem lituðu þenn- an tíma, skall á landsmönnum. Þetta var bíó Roy Rogers, Lone Ranger og Hopalong Cassidy, bíóið, sem fóstraði best alveg nýtt fyrirbæri í lífi ungra íslenskra drengja, „has- arblaða“-verslunina eftir þrjú- sýningar. Mikilvægast var þó gildi hússins sem alhliða menningarhúss vegna stærðar þess og furðu góðs hljómburðar. Jón Þórarinsson hefur rakið vel hið merka hlutverk þess við að færa til Íslendinga marga af merkustu erlendu tónlistarmönnum þess tíma, bæði á sviði klassískrar tónlistar og djasstónlistar. En þá er ógetið allra hinna frægu erlendu skemmtikrafta og dægurlagastjarna sem fengu þarna hús við hæfi til að heilla Íslendinga. Nægir að nefna jafn ólíka listamenn og Delta Rythm boys, Alice Babs, Snoddas, Torolf Tollefsen, Kinks og Searchers. Merkar svipmyndir eru til í sænska sjónvarpsþættinum „En ö at synge paa“ af hljómleikum Kinks í Austur- bæjarbíói, þar sem fyrst getur að líta íslenska „bítlakynslóð“ að láta til sín taka í salnum, og kornungir, ís- lenskir tónlistarmenn, vaxt- arbroddur íslenskrar rokktónlistar, stíga sín fyrstu spor á sviði. Þetta hús var ómetanlegt fyrir íslenska skemmtikrafta og dægurtónlist- armenn. Þetta var húsið þar sem KK-sextettinn, hljómsveit Svavars Gests, Lúdó sextett og ótal aðrar bestu hljómsveitir landsins fóru á kostum. Þetta var húsið þar sem Haukur Morthens, Ragnar Bjarna- son, Ellý Vilhjálms, Helena Eyjólfs- dóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Öskubuskur, Ingi- björg Þorbergs og Tónasystur og margir fleiri áttu sínar stærstu stundir fyrir framan troðfullan sal áheyrenda eftir að Baldur og Konni höfðu kynnt hvert atriði á sinn ein- staka hátt. Fjölmargar kabarettsýn- ingar voru haldnar í húsinu, svo sem skemmtanir, sem Pétur Pétursson, þulur og umboðsmaður, hélt undir heitinu „Fimmtíu íslenskir skemmti- kraftar“. Þegar Hallbjörg Bjarna- dóttir kom til landsins til að skemmta landanum gerði hún það auðvitað í Austurbæjarbíói. Sá, sem þetta skrifar, hefur komið fram í þessu húsi um meira en fjörutíu ára skeið, og þekkir ekkert hús, sem gef- ur eins góða, dúndrandi stemningu. Háskólabíó var að sönnu stærra, eft- ir að það kom til sögunnar, en ná- lægð skemmtikrafta við áheyrendur var ekki hin sama, og áhorf- endafjöldinn ekkert tiltakanlega meiri. Þegar leikarar Leikfélags Reykjavíkur vildu leggja sitt af mörkum undir kjörorðinu „Við byggjum leikhús“ héldu þeir kabar- ett- og revíusýningar sínar, svo sem „Þegar amma var ung“, að sjálf- sögðu í Austurbæjarbíói, því að þetta hús hafði og hefur enn yf- irburði yfir önnur hús hvað snertir það að sameina tvennt sem er svo erfitt að sameina, hljómburð og marga áheyrendur. Þegar það gerist verður stemningin einstök og bæði áheyrendur og flytjendur lyftast upp í magnaðri upplifun. Í þessu húsi voru haldnir dramatískir bar- áttufundir af ýmsu tagi. Þar þrum- aði hin þunga bassarödd Guðmunar jaka, svo að öftustu sætaraðirnar nötruðu. Burtséð frá gildi Austur- bæjarbíós í menningarsögunni tel ég að það sé lágmarkskrafa, eigi að rífa það, að fyrst verði tryggt að annað hús sé fyrir hendi, sem er jafngott hvað snertir hina einstöku aðstöðu, sem ég hef lýst. Ég skora á þá, sem vilja þetta hús feigt, að benda mér á annað, sem getur komið í þess stað. Finnist það ekki vaknar spurningin um það, hvort það jaðri ekki við menningarlega sjálfseyðingarhvöt að fórna slíku verðmæti, sem Aust- urbæjarbíó er. Bíóið burt – og hvað svo? Eftir Ómar Þ. Ragnarsson Höfundur er skemmtikraftur. EFTIR sex sigurskákir í röð varð stórmeistarinn Hannes Hlíf- ar Stefánsson (2.560) að sætta sig við jafntefli gegn Birni Þorfinns- syni (2.349) í níundu umferð í landsliðsflokki Skákþings Íslands. Tvær umferðir eru eftir á mótinu og einn vinningur í þeim mundi tryggja Hannesi Íslandsmeistara- titilinn. Hann er með 8 vinninga, en helsti keppinautur hans, stór- meistarinn Þröstur Þórhallsson (2.444) er með 6½ vinning eftir jafntefli í níundu umferð gegn Guðmundi Halldórssyni (2.282). Róbert Harðarson (2.285) er einn í þriðja sæti með 5½ vinning. Þröst- ur er því sá eini sem á möguleika á að ná Hannesi, en miðað við gang mála á mótinu fram til þessa verð- ur það að teljast ólíklegt að Hann- es gefi efsta sætið eftir. Fimm skákum af sex lauk með jafntefli í níundu umferð. Ingvar Ásmunds- son (2.321) sigraði Davíð Kjart- ansson (2.320) í 36 leikjum. Það var vel af sér vikið hjá Birni Þorfinnssyni að ná jafntefli gegn Hannesi. Jafntefli var samið eftir 40 leiki í hróksendatafli þar sem Björn hafði eitt peð gegn þremur peðum Hannesar. Eftir 35 leiki kom eftirfarandi staða upp: Framhaldið varð: 36.c4 h4 37.c5 g3 38.hxg3 hxg3 39.Hf4 Kh6 40.Hg4 og jafntefli var samið. Lesendur geta velt því fyrir sér hvort Hannes hafi átt kost á væn- legri leið en hann kaus. Staðan í landsliðsflokki þegar tvær umferðir eru eftir á mótinu er þessi: 1. Hannes H. Stefánsson 8 v. 2. Þröstur Þórhallsson 6½ v. 3. Róbert Harðarson 5½ v. 4.–5. Sævar Bjarnason, Ingvar Þór Jóhannesson 5 v. 6. Stefán Kristjánsson 4½ v. 7. Jón Viktor Gunnarsson 4 v. 8.–9. Björn Þorfinnsson, Ingvar Ásmundsson 3½ v. 10.–11. Davíð Kjartansson, Guð- mundur Halldórsson 3 v. 12. Sigurður D. Sigfússon 2½ v. Síðasta umferð, bæði í lands- liðs- og kvennaflokki, verður tefld í dag, miðvikudag, og hefst hún kl. 17. Teflt er í Hafnarborg í Hafn- arfirði. Áhorfendur eru velkomn- ir. Harpa og Lenka efstar í kvennaflokki Harpa Ingólfsdóttir (2.057) og Lenka Ptácníková (2.215) eru efst- ar og jafnar í kvennaflokki á Skák- þingi Íslands með 6½ vinning eftir átta umferðir af tíu. Aðalskák sjö- undu umferðar var barátta titil- hafanna tveggja, stórmeistarans Lenku Ptácníkovu og alþjóðlega meistarans Guðfríðar Lilju Grét- ardsóttur (2.058), en þar hafði Lenka betur. Önnur úrslit urðu þau, að Hallgerður Helga Þor- steinsdóttir sigraði Önnu Björgu Þorgrímsdóttur og Harpa Ingólfs- dóttir fékk vinning gegn Elsu Maríu Þorfinnsdóttur. Staðan á mótinu er þessi fyrir tvær síðustu umferðirnar: 1.–2. Harpa Ingólfsdóttir, Lenka Ptácníková 6½ v. 3. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 5½ v. 4.–5. Anna B. Þorgrímsdóttir, Hallgerður H. Þorsteinsd. 2½ v. 6. Elsa María Þorfinnsdóttir ½ v. Jóhann stigahæstur Skákstiganefnd Skáksambands Íslands hefur reiknað út skákstig íslenskra skákmanna 1. septem- ber. Stigahæstir eru: 1. Jóhann Hjartarson 2640 2. Hannes H Stefánsson 2610 3. Margeir Pétursson 2600 4. Jón Loftur Árnason 2535 5. Helgi Áss Grétarsson 2530 6. Helgi Ólafsson 2530 7. Friðrik Ólafsson 2510 8. Karl Þorsteins 2500 9. Þröstur Þórhallsson 2465 10. Jón Viktor Gunnarsson 2445 11. Guðmundur Sigurjónsson 2445 12. Stefán Kristjánsson 2420 13. Bragi Þorfinnsson 2405 14. Björn Þorfinnsson 2390 15. Héðinn Steingrímsson 2390 16. Magnús Örn Úlfarsson 2385 17. Jón G Viðarsson 2380 18. Sigurður Daði Sigfússon 2370 19. Elvar Guðmundsson 2360 20. Björgvin Jónsson 2355 Það er Auðbergur Magnússon (1.530) sem bætir sig mest, en hann hækkar um 50 stig. Hrannar Arnarsson (2.020) hækkar um 45 stig og Helgi Brynjarsson (1.505) um 40 stig. Einnig voru reiknuð atskákstig og þar er Jóhann Hjartarson einn- ig efstur: 1. Jóhann Hjartarson 2620 2. Hannes H Stefánsson 2590 3. Helgi Ólafsson 2585 4. Margeir Pétursson 2575 5. Helgi Áss Grétarsson 2555 SKÁK Hafnarborg, Hafnarfirði SKÁKÞING ÍSLANDS 2003 24.8.–4.9. 2003 Hannes Hlífar með örugga forystu fyrir lokaumferðirnar Daði Örn Jónsson dadi@vks.is                                        !"" #  "  Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.