Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI Næring ekki refsing ÍSLANDSBANKI jók hlut sinn í Fjárfestingar- félaginu Straumi um 7,7% í gær. Meðal seljenda voru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Lífeyris- sjóður Vestmannaeyja og Efling stéttarfélag auk smærri fjárfesta, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Tilkynnt voru kaup Íslandsbanka á 5,7% til Kauphallarinnar og var sá hlutur keyptur á genginu 4,63. Miðað við það verð hefur markaðs- verð alls hlutarins verið nær 1,5 milljarðar króna. Bankinn átti fyrir 17,3% í Straumi en á nú fjórðungshlut í félaginu. Íslandsbanki og tengdir aðilar eiga nú tæplega 40% hlut líkt og Lands- bankinn. Til þess að breyta samþykktum félags- ins þarf 67% atkvæða þannig að hvorugur bank- inn er nálægt því marki. Stjórnarmenn í Straumi eru fjórir talsins sem þýðir að 60% atkvæða þarf til það fá meirihluta í stjórn með þremur mönn- um. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir að með kaupum bankans í gær sé verið að færa eignarhlut bankans í Straumi aftur nokkurn veginn til þeirrar stærðar sem var fyrr í sumar áður en hlutafé félagsins þynntist út vegna kaupa Straums á Framtaki fjárfestingarbanka. Íslandsbanki kaupir fyrir 1,5 milljarða í Straumi Alls þarf 60% atkvæða til að mynda meiri- hluta í stjórn Straums  Íslandsbanki/26 FYRSTA haustlægðin nálgast suðvestur af landinu og munu henni fylgja hressilegir haust- vindar í kvöld. Veðurstofan spáir allt að 18 metrum á sekúndu – hvassast vestanlands. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur, segir samt enga ástæðu til að njörva gasgrillið eða garð- stólana niður enda Íslendingar vanir vinda- sömu veðri þegar kemur fram í september. Ekkert sé merkilegt við þessa lægð, en fáar systur hennar hafi verið við landið undanfarið og rólegt í háloftunum. Nú fari að hausta og bú- ast megi við að fleiri lægðir læðist að landinu. Konurnar á myndinni létu kaldara veður og meiri vind ekki aftra sér frá því að fá sér hressi- legan göngutúr á Seltjarnarnesi í gær. Greini- legt er þó að útivistarfólk á höfuðborgarsvæð- inu er farið að búa sig betur og er það fyrsta vísbendingin um að haustið sé að ganga í garð. Morgunblaðið/Kristinn Lægðir læðast að landinu FARA þarf rúmlega þrjú ár aftur í tímann til þess að finna dæmi um jafnmiklar hækkanir á húsnæðislið vísi- tölu neysluverðs og orðið hafa í sumar. Hækkunin í júlí- mánuði nam 1,2% og í ágúst 1,3% og hefur hækkun hús- næðiskostnaðar milli mánaða ekki mælst meiri frá því í maímánuði árið 2000. Það er fyrst og fremst þessi hækkun á verði húsnæðis sem valdið hefur verðlagshækkunum síðustu tólf mán- uðina. Þannig hefur verðbólgan á því tímabili verið 2%, en að frátöldum verðhækkunum á húsnæði nemur verð- lagshækkunin undanfarna tólf mánuði 0,4%. Mikil verðhækkun á húsnæði undanfarin misseri hefur gert það að verkum að vægi húsnæðisliðar í vísitölu neysluverðs hefur sífellt aukist á undanförnum árum. Þannig vó húsnæði 17,3% í útgjöldum heimila í marsmán- uði 1997, svipað og matarútgjöldin sem þá vógu 17,1%. Í mars í vor, sex árum síðar, höfðu hlutföllin breyst þannig að matur vó 15,2% í útgjöldum heimilanna, en húsnæðið 20,3%. Síðan þá hafa hlutföllin enn breyst vegna hækk- unar húsnæðis umfram aðra liði vísitölunnar og í ágúst síðastliðnum vógu matarútgjöld 14,9%, en útgjöld fjöl- skyldna vegna húsnæðis voru orðin 21,1% . Til saman- burðar eru útgjöld heimilanna vegna ferða og flutninga þar sem eigin bifreið vegur þyngst mjög svipuð og fyrir sex árum eða tæp 16%. Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila eykst sífellt Húsnæði ekki hækk- að jafnmikið í þrjú ár  ! ,  !- ' - ""- '- " ' - ! ' - # '- "!- '- " '- ' - ! '(- ! ' -  '- # ' -  !  . /0,'*, ,) %   1 0,) %$ ,   $) !223+#$ 45 $,)  , . # '* , ,,  0$)%  1# )  25 .5 ) + , ,  0, (%  ,)  5 . , $ / 65 $)   ,   $ (0+#$) 735$             )   ( !-    ! "- "#- "#-  !"-   - ! . , ,8. )%9  Tómas Lemarquis er Nói albínói. Dagur Kári og Tómas tilnefndir DAGUR Kári Pétursson og Tómas Lem- arquis hafa verið tilnefndir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir árið 2003. Dagur Kári er tilnefndur sem besti leik- stjórinn fyrir mynd sína Nói albínói og Tómas sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir sömu mynd. Það verður í höndum almennings að skera úr um hvort þeir hljóta verðlaunin en á Netinu mun fara fram kosning, þ. á m. á mbl.is, sem kynnt verður síðar. Meðal annarra af þeim tíu leikstjórum sem tilnefndir hafa verið má nefna Dan- ann Lars von Trier sem tilnefndur er fyrir Dogville og Bretann Danny Boyle sem er tilnefndur fyrir 28 dögum síðar. Tómas mun aftur etja kappi við breska gam- anleikarann Rowan Atkinson, Spánverj- ann Javier Bardem og Frakkana Johnny Halliday og Vincent Perez. Afhending Evrópsku kvikmyndaverð- launanna fer fram í Berlín 6. desember. SIGURBORG Matthíasdóttir, konrektor Menntaskólans við Hamrahlíð, segist vera mjög ánægð með að loksins skuli Reykjavíkurborg og menntamála- ráðuneytið hafa komist að sam- komulagi um byggingu íþróttahúss við skólann. Stefnt hafi verið að því frá árinu 1966. „Þetta eru mikil tímamót. Við erum búin að vera tilbúin í framkvæmdirnar í mörg ár,“ segir Sigurborg. Hún leggur áherslu á að sam- hliða byggingu nýs íþróttahús verði að fjölga nemendarýmum. Í gær undirrituðu borgarstjóri og menntamálaráðherra sam- starfsyfirlýsingu um að standa saman að stækkun framhaldsskóla í Reykjavík. Á næstu fimm árum leggur ríkið fram 150 milljónir króna á hverju ári til nýbygginga og Reykjavíkurborg 100 milljónir. Jafnframt verður ráðist í viðhald á Menntaskólanum í Reykjavík og að því loknu í nýframkvæmdir. Undanfarin ár hafa fulltrúar Reykjavíkurborgar og ríkisstjórn- arinnar deilt um hver eigi að bera kostnað af nýframkvæmdum við framhaldsskólana. Í framhalds- skólalögunum segir að sveitarfélög skuli standa undir 40% af kostn- aðinum og ríkið 60%. Fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa talið sig óbundna af þessu ákvæði varðandi eldri skóla, þar sem borgin hafi ekki tekið þátt í byggingu þeirra á sínum tíma. Af þeim sökum hafa margar framkvæmdir, eins og bygging íþróttahús við MH, verið í biðstöðu. Uppbygging framhaldsskóla Íþróttahús byggt við MH eftir 37 ára bið  Yfir milljarður/6 SEBASTIAN Peters er ungur Þjóðverji sem furðar sig á daufri stemmningu íslenskra áhorfenda á fótboltaleikjum. Hann segir að það vanti meira líf og fjör í kringum lands- leiki Íslands og frumkvæðið verði fyrst og síðast að koma frá fólkinu á áhorfendabekkj- unum. Þar gegni baráttusöngvar mikilvægu hlutverki. Þeir leggi grunninn að fjörugri leik og fjölskrúðugri fótboltamenningu. „Þetta ætti nefnilega að vera fremur ein- falt,“ segir hann. „Hér eru allir í kórum og talað er um að skáld og hagyrðingar séu á hverju horni. Hér á landi er sterk kvæða- og sönghefð og ég spyr því bara: Hvar eru söngvarnir?“ Baráttusöng- inn vantar ♦ ♦ ♦ Fótboltaáhorfendur daufir  Vill bæta/48

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.