Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband REKSTUR Sjafnar hf. á Akureyri gekk vel á fyrri hluta þessa árs og skilaði þá 72 milljóna króna hagnaði, skv. fréttatilkynningu frá félaginu. Fyrir skatta var hagnaðurinn 88 milljónir króna. Eigið fé félagsins 30. júní 2003 var 422 milljónir, heild- arskuldir þess voru 83 milljónir króna, þar af var tekjuskattsskuld- binding 29 milljónir króna. Eigin- fjárhlutfall Sjafnar hf. er 84% og veltufjárhlutfall samkvæmt árs- reikningi 3,7. Áætluð velta Sjafnar og tengdra félaga á þessu ári er 3,5 milljarðar króna. Eigið fé Sjafnar hf. hefur vaxið úr 100 milljónum árið 2000 í 422 milljónir og hefur á tímabilinu verið greiddur út arður að upphæð 70 milljónir króna. Á árinu 2003 hefur rekstur Sjafn- ar hf. þróast úr því að vera efna- verksmiðja í að vera fjárfestinga- og eignarhaldsfélag þar sem lögð er áhersla á breytingastjórnun og verðmætasköpun. Í apríl á þessu ári keypti Sjöfn hf. hlutabréf Kaldbaks hf. í Nýju kaffi- brennslunni ehf., Akva ehf. og Fjár- stoð ehf. Jafnframt keypti Sjöfn hf. eignarhluti Baldurs Guðnasonar og Steingríms Péturssonar í Stíl ehf. og Ferðaskrifstofu Akureyrar ehf. Í lok apríl keypti Sjöfn hf. 37,5% eignarhlut í SBA Norðurleið hf. og gerði jafnframt hluthafasamkomu- lag við Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóra félagsins, sem á 37,5% hlut, um stefnumörkun og framtíðarsýn félagsins og áherslur í rekstri þess. Í maí sameinaði Sjöfn hf. hrein- lætisframleiðslusvið Mjallar hf. og Friggjar hf. undir nafninu Mjöll Frigg hf. Eignarhlutur Mjallar hf. í Mjöll Frigg hf. er 50% og Sjöfn hf. á 65% eignarhlut í Mjöll hf. Í júní keypti Sjöfn hf. nær 100% eignarhlut Skeljungs hf. í Hans Pet- ersen hf. og tók við eignarhaldi og rekstri félagsins þegar í stað. Í sama mánuði keypti Stíll ehf. rekstur Vinnandi manna ehf. og sameinaði rekstri Stíls ehf. frá og með 1. júlí sl. Jafnframt opnaði Stíll ehf. verslun á Akureyri í samstarfi við Odda hf. í Reykjavík. Í ágúst keypti Mjöll hf. öll hluta- bréf í þvottahúsinu og efnalauginni Slétt og fellt ehf. á Akureyri og sam- einaði rekstri Mjallar hf. frá 1. ágúst 2003. Í síðustu viku sameinaði Sjöfn hf. rekstur Stíls ehf. og Ásprents ehf. undir nafni og merki Ásprents – Stíls hf. Sameinað fyrirtæki hóf rekstur 1. september. Sjöfn hf. á 50% í Ásprenti – Stíl hf. Með framangreindum kaupum á hlut í félögum hefur Sjöfn hf. fylgt eftir nýrri stefnumörkun um að fjár- festa í fyrirtækjum með það að markmiði að auka verðmæti og há- marka arðsemi, auk þess sem lögð verður áhersla á að ná fram sam- legðaráhrifum í rekstri núverandi fyrirtækja og keyptra fyrirtækja, segir í frétt frá félaginu. Hagnaður Sjafnar 72 millj- ónir fyrstu sex mánuði ársins Eftirfarandi fyrirtæki eru nú í samstæðu Sjafnar hf:  Hans Petersen hf. – nær 99,9% eignarhlutur.  Mjöll hf. – 65% eignarhlutur.  Mjöll hf. á 50% hlut í Mjöll Frigg hf. og 33,3% hlut í P/F Kemilux Industri í Færeyjum.  Nýja kaffibrennslan ehf. - 50% eignarhlutur.  AKVA ehf. – 100% eign- arhlutur.  Fjárstoð ehf. – 45% eign- arhlutur.  Ferðaskrifstofa Akureyrar ehf. – 70% eignarhlutur.  SBA Norðurleið hf. – 37% eign- arhlutur.  Ásprent - Stíll ehf . – 50% eign- arhlutur.  Gólflausnir ehf. – 65% eign- arhlutur. Fjöldi starfsmanna hjá Sjöfn hf. og tengdum félögum á þessu ári er yfir þrjúhundruð og starfar bróðurpartur þeirra á Akureyri. Hluthafar Sjafnar hf. eru: Kald- bakur hf. – 50%, Eyfirðingur ehf. í eigu Baldurs Guðnasonar – 41,7%, Eignarhaldsfélagið Stíll ehf., sem er í eigu Baldurs Guðnasonar og Steingríms Péturssonar – 8,3%. Sjafnar-samstæðan ÞESSI föngulegi hópur kylfinga úr Golfklúbbi Ak- ureyrar kom saman í golfskálanum að Jaðri í vikunni til að halda upp á góðan árangur í sumar, en GA eign- aðist tvenna Íslandsmeistara í sveitakeppni á dögunum auk þess sem tvær stúlknanna urðu einnig Íslands- meistarar einstaklinga. Drengirnir sigruðu í flokki 12-15 ára og stúlkurnar í flokki 12-18 ára. Í aftari röð eru, frá vinstri: Samúel Gunnarsson, Björn Guðmundsson, Jón Svavar Árnason, Árni Jónsson þjálfari, Elvar Örn Hermannsson, Óskar Jónasson og Hafþór Ingi Valgeirsson. Í fremri röð eru, frá vinstri: Íris Guðmundsdóttir (sem einnig varð Ís- landsmeistari einstaklinga 13 ára og yngri), Guðlaug Linda Harðardóttir, Sunna Sævarsdóttir og María Ósk Jónsdóttir, en hún varð einnig Íslandsmeistari ein- staklinga í flokki 16-18 ára. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyrskir golfmeistarar GRÝTUBAKKAHREPPUR hefur opnað heimasíðu á vefslóðinni www.grenivik.is og hefur síðan að geyma ýmsar upplýsingar um sveit- arfélagið, nefndir þess og störf. Allar fundargerðir sveitarstjórnar og nefnda verða nú aðgengilegar íbúum í gegnum netið. Þá er á heimasíðunni mögulegt fyrir íbúa að koma á framfæri smáauglýsingum, skrá þjónustuupplýsingar um fyrir- tæki, skrá viðburði og netföng. Á þennan hátt er síðunni bæði ætl- að að vera upplýsingamiðill sveitar- félagsins og mannlífsspegill Grýtu- bakkahrepps. Umsjón með gerð heimasíðunnar hafði Athygli ehf. á Akureyri. Galdur ehf. á Höfn í Hornafirði framleiddi vefkerfi og sá um hönnun síðunnar. Grýtubakka- hreppur með heimasíðu TEKIN er til starfa bílaleiga á Ak- ureyri undir nafninu Hasso-Akur- eyri ehf. Þetta er fimmta bílaleigan sem stofnuð er á Íslandi undir nafni Hasso. Í tengslum við Hasso-Akureyri hefur einnig verið opnuð afgreiðsla á Akureyrarflugvelli en þar er hægt að fá bíla við komu til Akureyrar og skila við brottför, án aukakostnaðar. „Bílaleigan býður nokkrar gerðir fólksbíla og jeppa á viðráðanlegu verði, en eins og kunnugt er hafa bílaleigur Hasso verið brautryðjend- ur í lágu verði sem allir hafa tekið fagnandi,“ segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Eigendur bílaleigunnar eru Frið- rik Guðmundsson, Sigurður S. Bjarnason og Sigurður Guðmunds- son. Aðalskrifstofa Hasso-Akureyri er í Hafnarstræti 99-101 og síminn er 894-3039. Netfang: hasso@kaupa.is. Hasso-bílaleiga á Akureyri KOMINN er út geisladiskurinn Í faðmi mínum með lögum íslenskra lagahöfunda við texta Önnu Soffíu Halldórsdóttur á Húsavík. Hann er gefinn út til styrktar Hetjunum, sem er félag aðstandenda langveikra barna á Akureyri og nágrenni og eru tvennir tónleikar á dagskrá á Norð- urlandi í tilefni útgáfunnar. Anna Soffía gaf á sínum tíma út ljóðabók til minningar um son sinn, Pétur Davíð Pétursson, sem lést úr krabbameini árið 1999, aðeins níu ára gamall, og seldist sú ljóðabók í stóru upplagi. Anna Soffía lét ekki staðar numið og hélt áfram að semja ljóð um reynslu sína. Hún fékk til liðs við sig nokkra góða lagahöfunda sem sömdu lög við þessi ljóð. Fengnir voru lands- þekktir söngvarar til flutnings og geisladiskurinn Í faðmi mínum er af- raksturinn. Þess má geta að listamennirnir gáfu vinnu sína og mun allur ágóði af sölu disksins renna til styrktarsjóðs Hetjanna, félags aðstandenda lang- veikra barna á Akureyri og nágrenni. Félagið Hetjurnar var stofnað 2. október árið 1999. Að stofnun félags- ins stóðu aðstandendur langveikra barna á Akureyri og í nágrenni með stuðningi Umhyggju og barnadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Tvennir tónleikar verða haldnir í vikulokin með þátttöku þeirra tónlist- armanna sem að vinnslu geisla- disksins komu. Hinir fyrri verða á Hótel Húsavík á morgun, fimmtu- dagskvöldið 4. september kl. 21, og eru þeir minningartónleikar um Pét- ur Davíð Pétursson. Síðari tónleikarnir eru eiginlegir útgáfutónleikar geisladisksins og verða þeir í tónlistarhúsinu Laug- arborg í Eyjafjarðarsveit á föstu- dagskvöld, 5. september, kl. 20.30. Miðaverð á tónleikana verður kr. 1500 og rennur allur ágóði til styrkt- arsjóðs Hetjanna. Meðal listamanna sem fram koma eru: Aðalsteinn Júlíusson, Anna Kar- ín Jónsdóttir, Hera Björk Þórhalls- dóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Kristján Halldórsson, Lára Sóley Jó- hannsdóttir, Stefán Jakobsson og Svava Steingrímsdóttir. Kynnir á tónleikunum verður Laufey Brá Jónsdóttir og tónlistar- stjóri Borgar Þórarinsson. Tónleikar og geisladiskur til styrktar langveikum börnum Öll ljóðin eftir móður sem missti ungan son úr krabbameini ÞORSTEINN Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri undirritaði samsstarfssamn- inga við tvo háskóla í Alaska í opinberri heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar þangað á dögunum. Annars vegar er um að ræða samning milli Háskólans í Alaska, Anchorage (Univers- ity of Alaska, Anchorage), og Háskólans á Akureyri. Samn- ingurinn fjallar einkum um samvinnu háskólanna um nemenda- og kennaraskipti og rannsóknarsamstarf. Það var Lee Gorsuch, rekt- or háskólans í Anchorage sem undirritaði samninginn fyrir hönd skólans. Alaskaháskólinn í Ancho- rage er fjölmennasti háskóli ríkisins með u.þ.b. 14.000 nemendur og miklir sam- starfsmöguleikar eru á milli þessara háskóla, einkum á sviði sjávarútvegs- og um- hverfisfræða, að sögn Þor- steins Gunnarssonar. Þess má geta að Bjartmar Sveinbjörns- son, prófessor við háskólann, er ræðismaður Íslands í Alaska og tók hann virkan þátt í að skipuleggja heimsókn forseta Íslands til Alaska. Einnig var undirritaður annar samningur milli Kyrrahafshá- skólans í Alaska (Alaska Pacif- ic University) og Háskólans á Akureyri. Samningurinn var undiritaður af Þorsteini Gunn- arssyni og Douglas M. North rektors Kyrrahafsháskólans. Kyrrahafsháskólinn er einkaháskóli sem getið hefur sér gott orð fyrir rannsóknir og fræðastörf um málefni norðurslóða en Háskólinn á Akureyri hefur sem kunnugt er einnig lagt áherslu á þau viðfangsefni, eins og Þorsteinn orðar það. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Walter Hickel fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska voru meðal þeirra sem voru viðstaddir undirritunina. Nemendaskipti milli þessara háskóla í Alaska og Háskólans á Akureyri eru þegar hafin. Samstarfs- samningar við háskóla í Alaska ♦ ♦ ♦ Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. mbl.is STJÖRNUSPÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.