Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 44
KVIKMYNDIR 44 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ IÐNÓ fim, 4. sept kl. 21, opnunarsýning, UPPSELT, fim, 18. sept kl. 21, sun, 21. sept kl. 21, fim, 25. sept kl. 21. Gríman 2003 "..Besta leiksýning," að mati áhorfenda Félagsheimilið Hnífsdal,Ísafirði lau 13. sept kl. 21. Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700 og sellofon@mmedia.is Stóra svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren forsala aðgöngumiða er hafin Forsýning lau 13/9 kl 14 - UPPSELT FRUMSÝNING su 14/9 kl 14 Lau 20/9 kl 14, Su 21/9 kl 14. Lau 27/9 kl 14 Su 28/9 kl 14, Lau 4/10 kl 14, Su 5/10 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 13/9 kl 20, Lau 20/9 kl 20 Nýja sviðið KVETCH e. Steven Berkoff Í samstarfi við Á SENUNNI Í kvöld kl 20 UPPSELT, Fi 4/9 kl 20,- UPPSELT, Fö 5/9 kl 20,- UPPSELT, Mi 10/9 kl 20,- UPPSELT, Fi 11/9 kl 20,- UPPSELT, Fö 12/9 kl 20,- UPPSELT, Aðeins þessar aukasýningar NÚTÍMADANSHÁTÍÐ - Sex danshöfundar frumflytja sex sólódansa Lau 6/9 kl 20, Su 7/9 kl 20, Lau 13/9 kl 20 Su 14/9 kl 20 Aðeins þessar sýningar RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT og ÍD Lau 6/9 kl 20, Su 7/9 kl 20 Litla sviðið Sala áskriftarkorta stendur yfir Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. kr. 9.900 VERTU MEÐ Í VETUR Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is 30. SÝNING FÖSTUDAGINN 5/9 - KL. 20 UPPSELT AUKASÝNING LAUGARDAGINN 6/9 - KL. 15 UPPSELT 31. og 32 SÝNING SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 16 og 20 UPPSELT 33. SÝNING FÖSTUDAGINN 12/9 - KL. 20 UPPSELT 34. SÝNING SUNNUDAGINN 14/9 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 35. SÝNING SUNNUDAGINN 21/9 - KL. 20 LAUS SÆTI 36. SÝNING MÁNUDAGINN 22/9 - KL. 20 LAUS SÆTI 37. SÝNING ÞRIÐJUDAGINN 23/9 - KL. 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ SÝNINGUM FER FÆKKANDI!                                      ! "  #  $% & '  (  ) * + , +* + ,  -  . $. /0 1  1+1  2 1   3   2 1   +   KVIKMYNDIR Háskólabíó - Breskir bíódagar Magdalenusysturnar / The Magdalene Sisters  Leikstjórn og handrit: Peter Mullan. Kvik- myndataka: Nigel Willoughby. Aðal- hlutverk: Geraldine McEwan, Anne-Marie Duff, Nora-Jane Noone, Dorothy Duffy, Eileen Walsh. Lengd: 105 mín. Bretland/ Írland, 2002. MAGDALENUSYSTURNAR, kvikmynd breska leikarans og leik- stjórans Peters Mullans, hefur vakið mikil viðbrögð, en þar er sjónum beint að dökkum bletti í sögu Írlands, þ.e. starfsemi betrunarhæla sem kennd voru við Magdalenuregluna og rekin á vegum kaþólsku kirkjunnar. Þar voru ungar konur sem þóttu hafa brotið gegn siðferðisreglum sam- félagsins vistaðar um ótilgreindan tíma og látnar vinna þrælkunarvinnu undir yfirskini iðrunar og yfirbótar fyrir „syndir“ sínar. Mikil umræða hefur átt sér stað um starfsemi betr- unarhælanna í kjölfar kvikmyndar Mullans, sem og BBC-sjónvarpsþátta Elizabeth Mickery um sama efni. Betrunarhælin voru starfrækt fram á áttunda áratug nýliðinnar aldar og því allra síðasta ekki lokað fyrr en ár- ið 1996, en þar voru vistkonur rændar frelsi sínu og borgaralegum réttind- um á grundvelli óskilgreindra sam- félagslegra fordóma. Mun harður agi og jafnvel misnotkun hafa viðgengist á þessum stofnunum, þar sem marg- ar konur máttu dúsa alla sína ævi. Á meðan kvikmyndin er ágætlega gerð og tvímælalaust þess virði að sjá vegna áhugaverðs umfjöllunarefnis síns er hin dramatíska framsetning leikstjórans Peters Mullans á þessu sannsögulega efni e.t.v. helsti veik- leiki hennar. Þar er sögð skálduð saga þriggja ungra kvenna sem sendar eru til betrun- arvistar á Magdalenu- hæli nálægt Dublin. For- sendur dóm- anna eru ólík- ar, en allar teljast þær fallnar konur og syndum spilltar, Rose (Dory Duffy) fyrir að eignast barn utan hjónabands, Margaret (Anne-Marie Duff) fyrir að verða fórnarlamb nauðgunar og Bernadette (Nora- Jane Noone) fyrir það að eitt gefa sig á tal við pilta. Mullan tekur þá afstöðu að draga ekkert undan í lýsingum á miskunn- arleysi betrunarhælanna og þjáning- um kvennanna sem þar dvöldust, en reynir um leið að gæða söguna ákveðnu „afþreyingargildi“ og leitar þar í frásagnarhefðir sem gera kvik- myndina á stundum fyrirsjáanlega og þunglamalega. Víða er þó að finna merki um næma sýn leikstjórans á efniviðinn og möguleika kvikmyndamiðilsins, en hann veitir m.a. innsýn í þá kvenfyr- irlitningu og bælingu á kynferðislegri tjáningu kvenna sem haldið hefur verið uppi í nafni trúarbragða á ólík- um tímum. Bernadette hefur t.d. ekk- ert til þess unnið að dúsa á hælinu annað en að vera aðlaðandi og sjálf- stæð, og þegar strákarnir horfa á hana horfir hún á móti. Þegar hún reynir að mótmæla betrunarvistinni á grundvelli þess að hafa aldrei verið við karlmann kennd kemur í ljós að samfélagið hefur fyrirfram dæmt hana fyrir það eitt að vera kynferð- isleg vera. Eða eins og yfirnunna klaustursins, systir Bridget (Gerald- ine McEwan), segir: „Ég þekki lítið tálkvendi þegar ég sé það.“ Þá er upphafsatriði myndarinnar einkar magnað í lýsingu sinni á viðbrögðum samfélagsins við nauðgun Margaret sem á sér stað í fjölskyldubrúðkaupi, en hún er fordæmd í stað brota- mannsins og málið er umsvifalaust þaggað niður eftir samráð karlanna í fjölskyldunni og prestsins á staðnum. En þrátt fyrir brokkgengi í drama- tískri framsetningu, sem vekur óneit- anlega þá spurningu hvort samfélags- ádeilu á borð við þessa hefði e.t.v. verið betur miðlað í öðru formi, er Magdalenu-systurnar á heildina litið vönduð, vel leikin og metnaðarfull kvikmynd sem vekur áhorfandann til umhugsunar um þá misnotkun, kúg- un og skinhelgi sem viðgengist getur í nafni samfélagsstofnana. Heiða Jóhannsdóttir Skinhelgi og kvenfyrirlitning Magdalenusysturnar sýnir fram á „misnotkun, kúgun og skinhelgi sem viðgengist getur í nafni samfélagsstofnana“. KVIKMYNDIR Háskólabíó – Breskir bíódagar Hrein / Pure  Leikstjórn: Gilles MacKinnon. Handrit: Alison Hume. Aðalhlutverk: Harry Eden, Molly Parker, David Wenham, Keira Knightley. Lengd: 96 mín. Bretland, 2002. ÞAÐ leikur einhver einlægur tónn yfir þessari félagslegu raunsæismynd breska leikstjórans Gilles MacKinnons. Kvikmyndin á að umfjöllunarefni margt sameig- inlegt með verkum þeirra Kens Loach og Mikes Leighs, en Mac- Kinnon hefur þó fundið sína eigin rödd í umfjöllun um bágar fé- lagslegar aðstæður þeirra sem búa við kröpp kjör í Bretlandi. Sögð er saga hins tíu ára gamla Pauls (Harry Eden), sem þykir ósköp vænt um móður sína en horfir ör- væntingarfullur upp á það hvernig hún smám saman ánetjast eitur- lyfjum. Móðir Pauls (Molly Par- ker) er einstæð láglaunakona og hefur búið við kröpp kjör með syni sína tvo í austurhluta London frá því að faðirinn féll frá. Þegar sag- an hefst er móðirin smám saman að missa tökin á fíkn sinni, sem þó hefur gengið svo langt að Paul hefur fundið sig knúinn til að taka á sig ábyrgðina á daglegum rekstri heimilisins. Hann þvær þvottinn, kaupir í matinn og pass- ar upp á litla bróður. Það er held- ur ekkert einsdæmi í þessum borgarhluta að dópsalinn sem sér móðurinni fyrir heróíni laumi pen- ingum að hinum tíu ára gamla dreng, vitandi að hann mun sjá um helstu nauðsynjar heimilislífsins og halda þannig kúnnanum sem móðirin er gangandi. Í gegnum söguna af samskiptum Pauls og móður hans er smám saman brugðið upp skýrri og kaldrana- legri mynd af gangi lífsins í borg- arhlutanum sem þau búa í, en Paul er ákveðinn í að forða móður sinni frá þeim örlögum sem hann sér allt í kringum sig. Hið einlæga en sársaukafulla samband Pauls og móður hans er miðpunktur kvikmyndarinnar, í því býr bæði von og bjargarleysi, og er fylgst með þeirri gríðarerf- iðu baráttu sem þau há saman til að sigrast á fíkninni. Líkurnar á bjargræði eru litlar og það kemur skýrt fram í kvikmyndinni. En á meðan aðrir falla í valinn grípa söguhetjurnar í þau hálmstrá sem fyrir eru, og felast ekki síst í tryggð, ást og þrautseigju en einn- ig félagslegri aðstoð sem haldið er uppi af veikum mætti. Leikkonan Molly Parker fer frá- bærlega með hlutverk móðurinn- ar, og tjáir hún hina tilfinninga- lega flóknu stöðu fíkilsins á áhrifaríkan hátt. Hinn ungi leikari Harry Eden gefur Parker ekkert eftir í túlkun sinni á hinum vilja- sterka Paul, og saman bera þau myndina örugglega uppi. Heiða Jóhannsdóttir Gripið í hálmstrá Harry Eden túlkar hinn viljasterka Paul af miklu öryggi í Hrein. KVIKMYNDIR Háskólabíó – Breskir bíódagar Ársmiðarnir / Purely Belter Leikstjórn og handrit Mark Herman, byggt á skáldsögu Jonathans Tulloch The Season Ticket. Kvikmyndatöku- stjórn Andy Collins. Tónlist Ian Broudie, Michael Gibbs og Michael Nyman. Aðal- hlutverk Chris Beattie, Greg McLane, Charlie Hardwick, Tim Healy. Bretland 2000. SÚ VAR tíðin að fótbolti var íþrótt og áhugamál verkalýðsins, lágstéttar- innar. Nú er fátt sveipað meiri glamúr en boltinn, færustu leikmenn teknir við af poppurum og kvikmyndaleik- urum sem helstu átrúnaðargoðin og nær allt farið að snúast um peninga. Því er svo komið að það er hreint ekki lengur á allra færi að hafa ráð á að skella sér á völlinn. En þar með þýðir ekki að fótboltinn sé hættur að vera íþrótt hinna lægst settu. Þar er ástríðan enn til staðar og fátt eftir- sóttara en að komast yfir ársmiða á leikvang eftirlætisfélagsins. Tveir ungir félagar þrá ekkert heit- ar en að komast á leiki heimabæjar- liðsins Newcastle United, að eiga fast og öruggt sæti á „leikvangi draumanna“ – eins og þeir kalla hann – St. James’s Park. Vandinn er bara sá að þeir eiga ekki bót fyrir rassinn á sér og eru af blásnauðu og lánlausu fólki komnir. Sá litli úrræðagóði býr hjá fársjúkri einstæðri móður í stöð- ugum ótta við ofbeldisfullan og drykkfeldan föður og stóri vitgranni býr hjá afa sínum sem farinn er að kalka. Piltarnir hafa fyrir löngu glat- að trúnni á að menntavegurinn muni bjarga þeim úr ánauðinni, eru hættir í skóla, mæla göturnar í vonleysi og láta sig dreyma hvað allt væri bara miklu betra ef þeir kæmust á völlinn. Og þannig hefja þeir þrotlausa – og reyndar árangurslitla – leit að pen- ingum fyrir ársmiðum og lenda í ýms- um skondnum en um leið sorglegum ævintýrum. Ársmiðarnir verða þannig miklu meira en aðgöngumiði á völlinn, held- ur lykill að betri tíð, bjartari framtíð, manneskjulegra og eðlilegra lífi. Því að fara á völlinn er eitthvað sem mað- ur á að gera með pabba sínum, hugsa föðurlausir drengirnir, eitthvað sem aðrir hafa en þeir ekki. Virkilega áhugaverður efniviður sem hann fæst við í þetta sinnið hann Mark Herman en sá hefur líkt og margir landar hans í faginu sérhæft sig í gerð ljúfsárra mynda um brauð- strit og baráttu bresku lágstéttarinn- ar sbr. Brassed Off og Little Voice. Því miður tekst honum samt ekki eins vel upp hér, einkum vegna þess að svo virðist sem framvindan hafi eitthvað snúist fyrir honum, stígandin lítil og fyrir vikið virkar myndin fremur sem mörg atriði en sterk heild – sum atrið- in reyndar áhrifarík eins og lýsingin í skólastofunni á fyrstu ferðinni á völl- inn. Handritið vill og á köflum verða helst til of dramatískt og eftir því ótrúverðugt, draumórar drengjanna t.d. skáldlegir í meira lagi. Þó gat maður ekki annað en fundið til með þeim, sem er einkum að þakka góðri framistöðu ungu leikaranna. Og efnið sem slíkt er ágætis áminning um breytta stöðu fótboltans í samfélag- inu. Skarphéðinn Guðmundsson Brauðstrit og boltaást

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.