Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 17 TÆPLEGA níu af hverjum tíu for- ráðamönnum leikskólabarna í Hafnarfirði telja að barnið sitt fari alltaf eða oftast ánægt á leikskól- ann, að því er fram kemur í nýút- komnum niðurstöðum viðhorfs- könnunar sem lögð var fram í öllum leikskólum í Hafnarfirði í maí síðastliðnum. Þetta er í fyrsta skipti sem við- horfskönnun er gerð í öllum leik- skólum Hafnarfjarðar í einu, og var tilgangur hennar að safna upp- lýsingum um viðhorf forráðamanna til leikskólans, í því skyni að nýta niðurstöður hennar við sjálfsmat leikskólans og efla samstarf og samskipti við forráðamenn barnanna við leikskólann, að því er segir í niðurstöðum könnunarinn- ar. Vilja hafa opið yfir sumartímann Þegar spurt var um sumarlokun leikskólanna leiddu niðurstöður í ljós að 39% foreldra vilja að leik- skólinn hafi breytilegt lokunar- tímabil yfir sumarmánuðina. 36% forráðamanna vilja að leikskólinn sé opinn allt sumarið og fjórðungur forráðamanna vilja að leikskólinn loki vegna sumarleyfa. Fjórir af hverjum fimm forráða- mönnum eru ýmist ánægðir eða mjög ánægðir með þær upplýsing- ar sem þeir fá um leikskólann þeg- ar barnið þeirra byrjar í leikskól- anum og 94% telja að barnið hafi fengið mjög mikinn eða mikinn tíma til að aðlagast leikskólastarf- inu. Þá telja 91% forráðamanna að alltaf eða oftast sé tekið vel á móti barninu þegar það kemur í leik- skólann. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telja 96% foreldra sig eiga ánægjuleg samskipti við starfsfólk leikskólans. Þessar nið- urstöður eru ánægjulegar í ljósi þess að grundvallarforsenda fyrir vellíðan barna í leikskóla er já- kvæð og traust samskipti, sam- kvæmt niðurstöðunum. Nýtt starfsfólk ekki kynnt Forráðamenn fundu að því hvernig staðið er að kynningu nýrra starfsmanna, og telur þriðj- ungur þeirra að ekki sé nægilega vel staðið að kynningu á nýju starfsfólki. Ennfremur kom fram að tæp- lega 58% forráðamanna velja leik- skóla fyrir barn sitt eftir staðsetn- ingu leikskólans, 29% vegna úthlutunar en 13% vegna uppeld- isstefnu hans. Níu af hverjum tíu forráða- manna telja að dvalartími barnanna henti þeim alltaf eða oft- ast og 96% forráðamanna telja að líðan barnsins sé góð þegar það kemur heim að lokinni leikskóla- dvöl. Niðurstöðurnar gefa til kynna að leikskólinn mæti þörfum foreldra í auknum mæli hvað dval- artímann varðar og að mati for- eldra virðist börnunum líða vel í leikskólanum, segir í niðurstöðum. Of ung fyrir tölvur? Spurð um upplýsingatækni eins og heimasíðu og tölvunotkun barna sögðust tæplega þrír af hverjum fjórum forráðamönnum mundu nýta sér alltaf eða oftast upplýs- ingar á heimasíðu leikskólans, og 83% vildu gjarnan að barnið lærði að umgangast tölvu í leikskólanum. Töluvert var þó um athugasemdir frá foreldrum varðandi tölvunotk- un barna sinna en margir foreldrar töldu að börnin í leikskólunum væru of ung til að umgangast tölv- ur, nýta ætti tímann í að læra fé- lagsleg samskipti. Samræmd könnun á viðhorfum foreldra leikskólabarna Um 90% barna fara ánægð á leikskólann Hafnfirsk leikskólabörn fara flest ánægð á leikskólann. Hafnarfjörður SEX reykvískir gunnskólar fengu umgengnisverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur, sem voru afhent í síð- ustu viku, en þau eru hluti átaks til bættrar umgengni í grunnskólum Reykjavíkur. Skólarnir sem fengu verðlaunin fyrir skólaárið 2002 til 2003 eru Álfta- mýrarskóli, Borgarskóli, Granda- skóli, Hólabrekkuskóli, Korpuskóli og Vogaskóli. Verðlaun til skólanna eru á bilinu 200 til 300 þúsund krónur sem ber að verja til að bæta aðstöðu nemenda, t.d. með kaupum á hljóm- flutningstækjum, húsgögnum eða öðru sem kemur nemendum vel. Öllum grunnskólum Reykjavíkur var gefinn kostur á að taka þátt en fjórtán tilkynntu þátttöku, að sögn Hafsteins Sævarssonar, eignafulltrúa hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Skólarnir gerðu áætlun um hvernig yrði staðið að þessum málum, bæði hvernig það hefur verið og hvernig verður staðið að þeim í náinni fram- tíð. Hafsteinn segir ástandið í um- gengnismálum hafa verið mjög gott í fyrra, en hafi verið enn betra í ár: „Það eru miklar framfarir, þetta virð- ist hafa mikil áhrif.“ Nemendur beri ábyrgð Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri Hólabrekkuskóla, segir að það virki vel að fá nemendur, sér í lagi þá eldri, til að bera meiri ábyrgð á umgengn- inni. Hann segir það vel þekkta stað- reynd að ef byggingum sé vel haldið við kalli það á betri umgengni þeirra sem þau nota. „Ef hlutirnir eru látnir drabbast niður verður umgengnin eftir því.“ Hann segir nemendur hafa verið mjög ánægða með að vinna verðlaun- in, og séu strax farin að tala um að vinna þau aftur að ári. „Þau fá, með okkur, að ráðstafa verðlaununum. Uppi eru hugmyndir um að þau fái að kaupa eitthvað inn í stofurnar sem þau fá sjálf að velja, plaköt, myndir eða annað. Það hafa komið alls konar hugmyndir.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Krakkarnir í Hólabrekkuskóla hafa samið við stjórnendur skólans um rýmri reglur um aðgengi gegn því að þau fari úr skónum innandyra. Grunnskólum veitt umhverfisverðlaun Reykjavík BETUR fór en á horfðist þegar bakkinn gaf sig undir afturhjól- unum á þessum vörubíl, þar sem hann var að sturta af pallinum niður í gryfjuna á Aðalstræti 16 um síðustu helgi. Þórir Sigurðsson, bílstjóri vöru- bílsins, segir enga hættu hafa ver- ið á ferðum og að bíllinn hafi stoppað sjálfur rétt í þann mund þegar ljósmyndari smellti af. „Það seig bara niður undan honum en hann stoppaði bara af sjálfu sér. Það var engin hætta á ferðum, hann hefði aldrei getað farið aft- ur fyrir sig. Þetta var mjög óvenjulegt atvik, ég hafði nógan tíma á meðan bíllinn var að renna til að hugsa hvað ég ætti að gera.“ Vörubíllinn var svo dreginn upp af öðrum bíl, á meðan grafan lyfti undir afturendann á honum. Púst- ið á honum skemmdist en að öðru leyti er bíllinn lítið skemmdur. Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Lyftu undir afturendann með gröfunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.