Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LJÓSMYNDASÝNING MORGUNBLAÐSINS Á BLÖNDUÓSI Í veitingahúsinu Við árbakkann á Blönduósi stendur yfir sýning á verð- launamyndum úr ljósmyndasam- keppni sem Okkar menn, félag frétta- ritara Morgunblaðsins á landsbyggð- inni, og Morgunblaðið efndu til í vetur. Á myndunum má sjá fjölbreytt við- fangsefni fréttaritara Morgunblaðsins sem starfa um allt land. Fólk er í brennidepli linsunnar. Sýningin stendur út septembermánuð. Myndirnar eru til sölu í Myndasafni Morgunblaðsins á mbl.is LANDSMENN Í LINSUNNI Ljósmynd: Lögreglan handsamar álft, Jón Sigurðsson á Blönduósi. NOKKRIR Mýrdæl- ingar sem gistu um helgina í fjallaskála inn við Botnlangalón, sem er lón með afrennsli í Tungnaá, fengu að sjá hvernig náttúran getur komið á óvart með öllum sínum fyr- irbrigðum. Ljósadýrðin á himninum var engu lík og engin önnur ljós sem trufluðu þessa norðurljósasýn- ingu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Skrautsýning á himni Fagridalur Í SUMAR hafa starfsmenn RARIK unnið að því að leggja rafmagnskap- al í jörð í nágrenni Grundarfjarðar. Sá spotti sem nú hefur verið plægður í jörð mun vera að nálgast 5 km og er þar um að ræða lagningu jarðkapals um Grundarbotn frá Kverná austan við Grundarfjörð að bænum Grund og síðan frá Hömrum að Vindási. Þetta svæði er þekkt fyrir vindálag að vetrum og mun þessi aðgerð stuðla að meira öryggi í rafmagns- málum í framtíðinni. Að sögn starfs- mannanna mun ætlun RARIK að halda áfram að leggja rafmagnið þannig í jörð og munu þá rafmagns- staurarnir aðeins verða til á ljós- myndum. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Starfsmenn Rariks við lagningu jarðkapals við bæinn Vindás í Eyrarsveit. Rafmagnsstaurarnir kveðja einn af öðrum Grundarfjörður SÍÐASTLIÐINN sunnudag var Sól- veigu Ólafsdóttur, fyrrverandi kaupmanni á Grund á Flúðum, haldið kveðjusamsæti í Félagsheim- ili Hrunamanna. Sólveig kom að Flúðum ásamt eiginmanni sínum, Sigurgeiri Sigmundssyni, árið 1963. Þar voru þá aðeins fáein hús. Þau stofnuðu nokkrum árum síð- ar verslunina Grund, sem varð fljótlega að eins konar „fé- lagsmiðstöð“ sveitarinnar. Þar voru margir kaffibollarnir drukkn- ir og maður hitti mann og annan eins og tíðkast í litlum samfélögum og allt sveitafólk þekkir mætavel. Árið 1985 urðu þau hjón fyrir þeirri miklu lífsreynslu að verslunin brann með öllu tilheyrandi. Með áræði og dugnaði byggðu þau upp að nýju, mun stæra húsnæði en áð- ur. Sigurgeir lést í febrúar árið 1997 en Sólveig hélt ótrauð áfram að þjóna sveitungum sínum með fjölbreyttu úrvali af varningi sem okkur sveitafólkið vanhagar helst um. Síðastliðið vor seldi hún Sam- kaupum hf. eignir sínar á Grund. Á annað hundrað manns sóttu kveðjuhófið og tóku margir til máls til að þakka henni árin fjörutíu sem hún hefur verið hér í sveitarfé- laginu en hún er flutt til Hafn- arfjarðar. Sólveigu á Grund haldið kveðjuhóf Hrunamannahreppur Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sólveig sem er fædd og uppalin í Borgarnesi fékk glerlistaverk að gjöf í lokahófinu. Á því má greina mynd af Hafnarfjalli, Borgarfjarðarbrú og Brákarey. Guðmundur Sigurdórsson sem hefur búið í næsta húsi við Sól- veigu alla hennar búskapartíð á Grund afhenti gjöfina. Á KÍSILVEGI við Geitafell er að ljúka endurbyggingu vegarins á 3,2 km kafla. Verktaki er Alverk í Að- aldal, sem er fyrirtæki Gunnars Jónssonar í Klömbur. Gunnar gaf sér tíma til að líta upp frá snyrtingu vegkanta til að ræða við vegfarendur um landsins gagn og nauðsynjar. Hann á von á að slitlagið komist á nú í vikunni og frágangi verður þá langt til lokið. Gunnar segir næg verkefni framundan. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Kísilvegur endurbyggður Mývatnssveit FJÖLBRAUTASKÓLI Suðurlands var settur nýlega og nemendur fengu afhentar stundaskrár. Nem- endaráð tók vel á móti nýnemum með því að gefa þeim vöfflur. Ný- nemar úr grunnskóla eru um 200 í ár og alls eru nemendur nú 836 og starfandi kennarar eru 71 en eftir er að ganga frá ráðningu kennara í Meistaraskóla. Aðrir starfsmenn eru 28. Það eru því um 930 manns sem starfa í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Nemendaráð tilbúið með vöfflur og rjóma fyrir nýnemana. 836 nemendur í Fjöl- brautaskóla Suðurlands Selfoss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.