Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMSKIP hafa tekið yfir rekstur siglingakerfis hollenska skipafélags- ins Northern Continental Lines bv (NCL) sem stundað hefur áætlunar- siglingar milli Lettlands, Svíþjóðar, Bretlands og Hollands. Verða tvö gámaflutningaskip í siglingum á þessari leið og munu dótturfyrirtæki Samskipa í Bretlandi, Svíþjóð og Benelúxlöndunum sinna umboðs- mennsku fyrir reksturinn í viðkom- andi löndum. „Með þessu nýja sigl- ingakerfi erum við að styrkja starfsemi okkar verulega á þessu markaðsvæði, segir Ásbjörn Gísla- son forstjóri Samskipa, í fréttatil- kynningu. „Það er verið að stórefla þjónustu við Lettland og Rússland, sem jafnframt mun styrkja stöðu Samskipa á öðrum mörkuðum, eins og t.d. flutninga milli Svíþjóðar og Bretlands, segir Ásbjörn ennfremur í tilkynningu. Skipin sem notuð verða á þessari nýju siglingaleið Samskipa, MV Adele og MV Carina, hafa bæði 202 gámaeininga flutningsgetu. Þau voru áður í rekstri hjá NCL. Samskip taka við siglingum NCL GJALDÞROT eignarhaldsfélagsins Brúar, sem stofnað var utanum upp- byggingu og endurbætur Hótel Sel- foss, breytir engu fyrir núverandi stöðu Kaupfélags Árnesinga, þrátt fyrir að Kaupfélagið sé stærsti eig- andi Brúar með 63% hlut. Jón Steingrímsson, rekstrarráð- gjafi og starfsmaður KÁ á greiðslu- stöðvunartíma, segir að frá byrjun hafi verið gert ráð fyrir því að fé sem bundið væri í Brú ehf. væri glatað. Kaupfélag Árnesinga er í greiðslu- stöðvun til 31. október nk. og leitar nauðarsamninga við lánardrottna. Þátttaka KÁ í Brú ehf. er ein helsta ástæða slæmrar stöðu Kaupfélags Árnesinga, Allt fé sem KÁ lagði í Brú glatað „Við lögðum upp með það strax í byrjun þegar við kynntum stöðu KÁ fyrir kröfuhöfum félagsins í sumar að við gerðum ráð fyrir að féð sem lagt var í Brú væri 100% glatað. Reyndar höfðum við veika von um að hægt væri að bjarga einhverjum verðmæt- um en sú von brást.“ Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í síðasta mánuði og haft var eftir Einari Gauti Steingrímssyni hrl. aðstoðarmanni á greiðslustöðvunar- tíma, kom fyrrverandi framkvæmda- stjóri KÁ, Óli Rúnar Ástþórsson, fé- laginu í ábyrgð fyrir víxla að upphæð 52 milljónir króna án vitundar stjórn- ar félagsins. Féð var notað í endur- byggingu Hótel Selfoss. Fara á með málið til dómstóla og fá úr því skorið hvort KÁ þurfi að standa við þessar ábyrgðir. Sá málarekstur er enn ekki hafinn. Jón Steingrímsson segir að á fund- inum með kröfuhöfum hafi einnig verið skýrt frá þessum ábyrgðum sem og öðrum sem kynnu að falla á félagið. Það sé allt inni í þeim áætl- unum sem unnið er eftir núna. Heildarskuldir KÁ eru 1,4 millj- arðar króna en að meðtöldum ábyrgðum sem félagið er í nema skuldirnar 1,8 milljörðum króna. Þar af eru 79 milljónir sem ólíklegt er að falli á félagið. KÁ skuldar 320 milljónir umfram áætlað verðmæti eigna. Gjaldþrot Brúar breytir ekki nú- verandi stöðu KÁ TIL greina kemur að Pharmaco þrói samheitalyf þunglyndislyfs danska lyfjarisans Lundbeck, Cipralex. Það lyf er arftaki þung- lyndislyfsins Cipramil en einka- leyfi á því lyfi rann út á árinu 2001. Danska lyfjafyrirtækið Lundbeck hefur einkaleyfi fyrir Cipralex til ársins 2009 og hugs- anlega allt til ársins 2014. Í net- miðli Jyllands-Posten í gær segir að Pharmaco efist um að einkaleyfi Lundbeck á hinu nýja lyfi Cipralex haldi. Sala Lundbeck á Cipramil hefur dregist saman Haft er eftir Robert Wessman, forstjóra Pharmaco, í Jyllands- Posten, að fyrirtækið kanni mögu- leika sína þar sem bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Ivax hefur hafið samkeppni við samstarfsaðila Lundbeck, Forest Laboratories, í Bandaríkjunum, sem selur cipra- lex-töflur undir nafninu Lexapro. Segir Róbert að ekki sé óalgengt að einkaleyfum sé hafnað sé hægt að sýna fram á að ekki sé um nýjar uppfinningar að ræða. Það eru ein- mitt þau rök sem Ivax hefur notað gegn Forest Laboratories. Frá því einkaleyfi Lundbeck á Cipramil rann út fyrir um einu og hálfu ári hafa ódýrari samheitalyf komið á markaðinn. Fram kemur í Jyllands-Posten að sala Lundbeck á Cipramil, sem var um 2,3 millj- arðar danskra króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs, hafi dregist saman um 15% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Pharmaco íhugar sam- keppni við Lundbeck SIGURÐUR Ágústsson ehf. seldi í gær allan sinn hlut í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, SH. Um 8,0915% hlut var að ræða eða rúma 121 milljón króna að nafnverði. Ef miðað er við lokaverð SH í Kaup- höll Íslands er söluverðið um 684 milljónir króna. Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 juku við hlut sinn í SH í gær um rúm 5%, úr 7,27% í 12,3%. Albert Jónsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Lífeyrissjóðum Bankastræti 7, telur kaup á hluta- bréfum í SH góðan fjárfestingar- valkost til lengri tíma og verðið hagstætt. Mikil tækifæri séu fram- undan í íslensku atvinnulífi við um- breytingu á traustum og öflugum fyrirtækjum eins og SH sem eiga mikla möguleika á alþjóðlegum markaði. „Ég held að það sé mik- ilvægt að stjórn og stjórnendur þjappi sér saman til að efla og stækka fyrirtækið til að takast á við verkefni framtíðar,“ að sögn Al- berts. Rakel Olsen, forstjóri Sigurðar Ágústssonar ehf., segir að félagið hafi fengið gott tilboð í SH-bréfin sem ákveðið var að taka. Rakel er í stjórn SH og segist ekki reikna með því að sitja áfram í stjórn fé- lagsins eftir næsta hluthafafund eða aðalfund. Aðspurð segir hún að salan nú tengist ekki viðræðum um sameiningu SH og SÍF að neinu leyti. Sigurður Ágústsson selur allt sitt í SH KAUPÞING Búnaðarbanki hefur áhuga á að kaupa dansk- an banka sem getur veitt félag- inu aðgang að danska við- skiptabankamarkaðnum. Frá þessu er sagt í netútgáfu danska dagblaðsins Jyllands- Posten. Í fréttinni segir að hingað til hafi Kaupþing eingöngu rekið fjárfestingarbankastarfsemi í Danmörku, en eftir að Kaup- þing sameinaðist Búnaðar- bankanum hafi skapast grund- völlur fyrir því að skoða inngöngu á viðskiptabanka- markaðinn í Danmörku, eins og það er orðað í fréttinni. Kaupþing Búnaðarbanki býður í dag ekki upp á almenna viðskiptabankaþjónustu utan Íslands. Rétta stofnunin ekki enn fundin „Við höfum rætt við danskar fjármálastofnanir, bæði við- skiptabanka og fjárfestingar- banka, um hugsanleg kaup, en við höfum ekki fundið rétt verð ennþá,“ segir Brian Töft yfir- maður Kaupþings Búnaðar- banka í Danmörku í fréttinni í Jyllands-Posten. Í fréttinni segir einnig að Kaupþing hafi fjárfest mikið í dönskum héraðsbönkum, en aldrei keypt ráðandi hlut, enda segir Brian Töft kaupin í þeim einungis lið í almennri fjárfest- ingarstefnu félagisns. Kaupþing Búnaðarbanki Áhugi á viðskipta- banka- starfsemi í Danmörku ÚR VERINU RAFEINDAMERKINGAR ættu að skila aukinni þekkingu á grálúðu- stofninum en minna er vitað um stofninn en flesta aðra nytjastofna á Íslandsmiðum. Merkingar hafa þó leitt í ljós að grálúða sem veiðist á Ís- landsmiðum er að öllum líkindum af sama stofni og sú sem veiðist við Færeyjar. Skipverjar á hafrannsóknaskipinu Dröfn stóðu á dögunum fyrir merk- ingum á grálúðu á Rauða torginu svokallaða, djúpt austur af landinu. Að þessu sinni var grálúðan veidd á línu en Einar Hjörleifsson, sjávarlíf- fræðingur á Hafrannsóknastofnun- inni, segir að þannig verði lúðan líf- vænlegri þegar búið er að merkja hana en þegar hún er veidd í botn- vörpu. Alls voru merktar um 320 grálúð- ur. Þar af voru sett rafeindamerki frá Stjörnu-Odda í um 50 lúður en þau eru hluti af samnorrænu verk- efni sem miðast að því að þróa merki sem þola mikinn þrýsting á miklu dýpi. Grálúðan fer niður fyrir 1.200 metra dýpi Einar segir að grálúðan fari mjög djúpt, veiðar séu jafnan stundaðar á 500 metra dýpi og allt niður á 1.200 metra dýpi en vitað sé að hún fari mun dýpra. „Rafeindamerkin mæla bæði hita og dýpi og veita þannig dýrmætar upplýsingar um ferðir og hegðan grálúðunnar. Við höfum nú þegar endurheimt nokkur rafeinda- merki úr fyrri mælingum. Þar af sýndi eitt merkið að sú grálúða ferð- aðist gjarnan frá botni, á um 400 metra dýpi, upp í sjó alveg upp á 150 metra dýpi um og upp úr miðnætti á hverjum sólarhring.“ Einar segir að á árunum milli 1970 og 1980 hafi verið merktar um 25 þúsund grálúður. Þau merki hafi hinsvegar að mestu skilað gögnum um grálúðuna á Íslandsmiðum en að- eins að takmörkuðu leyti af aðliggj- andi svæðum, enda hafi þá verið stundaðar takmarkaðar veiðar á haf- svæðunum við Færeyjar og Austur- Grænland. „Við hófum því merkingar að nýju árið 2000, sérstaklega til að reyna að fá betri upplýsingar um samganginn á milli þessara hafsvæða. Í stofnmati okkar í dag er gert ráð fyrir að grá- lúðan á þessum svæðum sé af sama stofni. Þau gögn sem merkingarnar hafa skilað okkur hingað til sýna að grálúða sem er merkt við austur- strönd Íslands endurheimtist í Fær- eyjum.“ Vantar töluvert upp á þekkingu á grálúðustofninum Einar segir að upplýsingar um gráðlúðustofninn séu fremur tak- markaðar í samanburði við vitneskju um marga aðra fiskistofna. „Þannig er hrygningarslóð grálúð- unnar ekki nægilega vel kortlögð en hún er djúpt vestur af landinu. Sömuleiðis skortir nokkuð á þekk- ingu um uppeldissvæði grálúðunnar. Við höfum ekki fundið mikið af fiski sem er undir 50 sentimetrum á þess- um hafsvæðum, hvort sem það er við Ísland, Færeyjar eða Austur-Græn- land. Aftur á móti hafa sjómenn aflað góðra upplýsinga um veiðisvæðin og er það vel. Vonandi eiga merking- arnar eftir að skila okkur meiri upp- lýsingum um grálúðuna og þá ríður á að sjómenn verði duglegir að senda okkur merki sem þeir ná,“ segir Ein- ar. Ljósmynd/Muggur Starfsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar koma rafeindamerki fyrir í grálúðu um borð í rannsóknaskipinu Dröfn RE. Rafeinda- merki sett í grálúðu Aflar m.a. upplýsinga um samgang milli fjarlægra hafsvæða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.