Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Af hverju getið þið ekki bara svalað drápsfýsninni eins og við, með því að drepa Íraka, mr. Mathiesen? Endurmenntun HÍ 20 ára Spratt upp af brýnni nauðsyn Endurmenntun Há-skóla Íslands átuttugu ára afmæli um þessar mundir. Kristín Jónsdóttir forstöðumaður segir stofnunina fjölmenn- asta skóla landsins, eða „mest sótta skólann,“ eins og hún komst að orði. Endurmenntun HÍ hefur þróast í takt við tímann og kemur víða við eftir því sem fram kemur í samtali við Kristínu, en Morgun- blaðið ræddi við hana á dögunum. – Segðu okkur fyrst frá tildrögum þess að Endur- menntun HÍ var stofnuð.... „Endurmenntun Há- skóla Íslands spratt upp af brýnni nauðsyn í þjóð- félaginu, en alls fóru fjög- ur félög af stað, funduðu innbyrð- is og fóru síðan með sameiginlega beiðni til Háskóla Íslands þess efnis að HÍ stæði fyrir nám- skeiðahaldi fyrir fagfólk. Þetta voru Bandalag háskólamanna, Félag framhaldsskólakennara sem þá hét Hið íslenska kennara- félag, Tæknifræðingafélag Ís- lands og Verkfræðingafélag Ís- lands og fljótlega bættist við Tækniskóli Íslands sem í dag er Tækniháskólinn. Síðan hafa Arkí- tektafélagið og Félag viðskipta- og hagfræðinga bæst í hópinn. Háskóli Íslands tók vel á móti þessum hugmyndum og þessu var hleypt af stokkunum. Aðal- lega var þetta á tæknisviðinu í byrjun, ekki hvað síst í tölvugeir- anum, en úrvalið breikkaði hratt og í dag má segja að Endur- menntun Háskóla Íslands dekki flest ef ekki öll fræðasvið HÍ.“ – Þessu hefur þá líka verið vel tekið úti í þjóðfélaginu? „Eins og ég gat um, þá kom þetta til af brýnni þörf og þeir sem nutu Endurmenntunar HÍ hafa alla tíð litið á námskeiða- haldið sem kærkomið tækifæri til að viðhalda menntun sinni og bæta við hana.“ – Hvernig er starfsemi Endur- menntnar í dag best lýst? „Það er óhætt að segja að End- urmenntun Háskóla Íslands hafi skellt út öngum hér og þar, en segja má að lunginn úr starfsem- inni séu styttri námskeið fyrir fagfólk, við getum nefnt stjórn- endur, fjármálaheiminn, lög- fræðisviðið, heilbrigðisgeirann og nánast bara allt saman í raun og veru. Þá höfum við einnig farið út í lengri námsbrautir, byrjuðum að þreifa okkur áfram með slíkt árið 1990 og erum nú að bjóða upp á tíu slíkar brautir. Við erum þá að tala um námsbrautir sem spanna 1-2 ár og eru samhliða starfi. Í viðbót við þessar tíu hefjast þrjár nýjar í vetur og hefði ég gaman af því að nefna þær. Sú fyrsta er um stjórnun og rekstur fyrir sjálfstætt starfandi sérfræð- inga, t.d. sjúkraþjálfara, augn- lækna o.þ.h.. Önnur ný braut tek- ur fyrir stjórnun og forystu í skólaum- hverfi og sú þriðja er stjórnarnám fyrir stjórnendur innan lög- reglunnar, en sú braut er reyndar lokuð.“ – Eitthvað fleira? „Já, það er af mörgu að taka og kannski ekki hægt að nefna allt. Fólk getur skoðað allt sem við bjóðum upp á á www.endur- mennt.is, en ég vildi þó nefna að við bjóðum einnig upp á menning- arnámskeið, t.d. í heimspeki, tón- list, leiklist, bókmenntum o.fl. Þetta eru kvöldnámskeið sem hafa notið mikilla vinsælda. Þá erum við að samkenna námskeið með deildum HÍ, þannig að fleiri hafi aðgang að viðkomandi námi. Má nefna hagnýta líftölfræði, sál- gæslu og fleira. Einnig má nefna þátt sem farið hefur vaxandi í starfseminni en það er að bjóða námskeið sem eru sérsniðin fyrir fyrirtæki og stofnanir.“ – Hefurðu einhverja tölu yfir fjölda þeirra sem sækja námskeið ykkar? „Það eru á bilinu tíu til tólf þús- und manns á ári á námskeiðum okkar og hef ég sagt að við séum mest sótti skóli landsins.“ – Hvar er þessi stóri skóli? „Við erum með okkar eigið húsnæði að Dunhaga 7. Höfum þar yfir fimm kennslustofum að ráða.“ – Dugar það? „Nei, alls ekki. Við dekkum mest af smærri námskeiðunum á Dunhaganum, en topparnir hjá okkur eru svo stórir að Dunhag- inn ræður ekki við það. Þá höfum við fengið aðstöðu í Háskólabíói, Norræna húsinu og í skólastofum Háskóla Íslands.“ – Hvaðan koma kennararnir? „Mjög margir þeirra koma frá Háskóla Íslands. Þeir koma líka úr atvinnulífinu og eru þá virtir sérfræðingar á sínum sviðum. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að hafa góða kennara og tryggja þannig gæði námskeiða.“ – Nú er tuttugu ára afmæli, stendur ekki eitthvað til? „Jú, í tilefni af af- mælinu erum við með röð örnámskeiða sem hófust á mánudags- kvöldið og eru ókeypis. Þetta eru tveggja klukkustunda nám- skeið sem spanna afar breytt svið. Í kvöld og annað kvöld eru til dæmis svona örnámskeið sem fjalla um samskiptatækni, stjórn- un, heilbrigðismál, bókmenntir og fleira á almennum sviðum, einnig námskeið um sjálfstraust í samskiptum, sjúkdóma kvenna í bókmenntum og karlmenn og karlmennsku.“ Kristín Jónsdóttir  Kristín Jónsdóttir er fædd 15. janúar 1961 í Reykjavík. Hún lauk M.Ed. námi frá Washington háskóla í Seattle og B.Ed. námi frá KHÍ 1985. Hún hefur verið endurmenntunarstjóri HÍ frá 1998. Áður var Kristín starfs- mannastjóri Íslenskrar erfða- greiningar, fræðslustjóri Ís- landsbanka og Eimskipafélags Íslands og námsefnishöfundur hjá Boeing í Bandaríkjunum og síðar í Bretlandi, samdi þá náms- efni fyrir flugmenn viðskipta- vina. Kristín á einn son, Halldór Arnþórsson, sem er 12 ára. „…að við séum mest sótti skóli landsins.“ Lágar hurðir fyrir ruslageymslu 600250 Verð 9.980 kr. Háar hurðir fyrir ruslageymslu 600251 Verð 14.980 kr. Vinnuúlpa Beaver svört, loðfóðruð 5859248–5859253 Verð 3.995 kr. Ný vara!Frábært verð Ruslageymsla opin og ósamsett 600246 Verð 27.900 kr. Með fylgihlutum = 32.967 kr. 3.595kr.4.998 kr. Bita-, toppa- & borasett – 105 stk. 5249143 699kr.1.495 kr. fyrir haustið H ú sa sm ið ja n / J B B / 0 3 0 9 0 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.