Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skrifstofutækni 250 stundir! Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj- andi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru:  Handfært bókhald  Tölvugrunnur  Ritvinnsla  Töflureiknir  Verslunarreikningur  Glærugerð  Mannleg samskipti  Tölvubókhald  Internet STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word- ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er vel skipulagt og kennsla frábær. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó!. Steinunn Rósq, þjónustu- fulltrúi, Íslenska Útvarpsfélaginu Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli Íslands B í l d s h ö f ð a 1 8 , s í m i 5 6 7 1 4 6 6 Opið til kl. 22.00 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Grétar, sími 696 1126. EFTIRTALDAR EIGNIR ÓSKAST Ég hef verið beðinn um að útvega fyrir ákveðinn kaupanda 3ja-4ra herbergja íbúð í Breiðholti eða Kópavogi. Verð allt að 12,0 millj. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við mig í síma 696 1126. Hafðu samband - það kostar ekkert! FJÖLSKYLDUR þeirra sem létu lífið þegar frönsk farþegaþota var sprengd yfir Afríku 1989 munu fá meiri fjárhagsstuðning en áður hafði verið heitið frá mannúðar- stofnun í Líbýu en stjórnvöld í landinu neita sem fyrr að gangast við að hafa staðið á bak við hryðju- verkið. Sonur Muammars Gaddafis Líbýuleiðtoga, Saif al-Islam, stjórnar umræddri mannúðar- stofnun sem ber nafn einræðis- herrans. Líbýska stofnunin er sögð styrkja þá sem hafa orðið fórn- arlömb hryðjuverka en með frönsku þotunni fórust 170 manns. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun á næstunni ræða hvort aflétta beri efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Líbýu sem hafa verið í gildi í 11 ár vegna stuðnings Gaddafis við hryðjuverkamenn víða um heim. Frakkar höfðu mótmælt því að öll- um refsiaðgerðum gegn Líbýu yrði aflétt eftir að samkomulag náðist fyrir skömmu um bætur til að- standenda fórnarlamba Lockerbie- tilræðisins 1988. Þá fórst hátt á þriðja hundrað manns með banda- rískri Pan Am-þotu er sprengd var yfir bænum Lockerbie í Skotlandi. Sex Líbýumenn voru dæmdir að sér fjarverandi í lífstíðarfangelsi í Frakklandi fyrir að hafa staðið á bak við tilræðið 1989 en Líbýu- stjórn hefur neitað að framselja mennina. Enn er óljóst hvort mála- miðlun verður fundin um þann hluta deilunnar. Sumir aðstandendur eru enn ósáttir og vilja að sexmenningarnir og Gaddafi sjálfur verði dregnir fyrir rétt. „Réttlætinu hefur ekki verið fullnægt vegna þess að þessir menn ganga enn lausir,“ sagði Claire Julhiait, dóttir eins af þeim sem fórust, í fyrradag. Líbýumenn hafa einnig boðist til að greiða bætur til ættingja fólks sem missti ástvini í sprengjutilræði í næturklúbbnum La Belle í Berlín árið 1986. Þrír fórust í tilræðinu, tveir bandarískir hermenn og einn Tyrki og er talið að útsendarar Líbýustjórnar hafi skipulagt árás- ina. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í Berlín, Walter Lindner, sagði í vikunni að menn biðu enn eftir að heyra nánar hvað fælist í tilboðinu. En Þjóðverjar myndu fagna því ef bætur yrðu greiddar. Vilja bætur frá Ísraelum Egypska blaðið Al-Ahram sagði í gær að fólk sem missti ástvini sína þegar Ísraelar skutu niður líbýska farþegaflugvél yfir Sínaí-skaga í febrúar árið 1973 krefjist nú skaðabóta. Með vélinni fórust alls 106 manns. „Egypskt blóð er ekk- ert ódýrara en bandarískt, breskt eða franskt,“ hafði blaðið eftir Mo- hammed Sherif sem missti annað foreldri sitt. Vélin var á leið frá Tripoli í Líbýu til Kaíró og segja Ísraelar að flugmennirnir hafi vís- að á bug kröfum um að lenda. Sína- ískaginn var á þessum tíma her- numinn af Ísraelum. Tilræði sem grandaði farþegaþotu árið 1989 Líbýumenn bjóða Frökkum bætur Einnig rætt um bætur fyrir sprengingu í Berlín 1986 Berlín, Tripoli. AP, AFP. Reuters Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi. BANDARÍSKIR vísindamenn við Wisconsin-Madison-háskóla hafa komist að því að fólk sem hneigist mjög til neikvæðra hugsana er viðkvæmara fyrir sjúkdómum en annað fólk, að sögn BBC. Sagt er frá niðurstöðum þeirra í ritinu Proceedings of the National Aca- demy of Sciences. Talið er að heilastarfsemi í svo- nefndu hægra ennisblaði heila- barkarins tengist neikvæðum hugsunum en aftur á móti tengist vinstra ennisblaðið jákvæðum hugsunum. Gerð var fyrst rann- sókn á fólki með mikla virkni í hægra ennisblaðinu en áður var vitað að eindregnir bölsýnismenn sýna yfirleitt meiri virkni þar en annað fólk. Til að greina á milli hópanna voru þátttakendurnir, sem voru 52 og á aldrinum 57-60 ára, fyrst beðnir að minnast einhvers sem gerði þá mjög ánægða og síðan einhvers sem gerði þá dapra, hrædda eða reiða. Síðan var fólkið dregið í dilka eftir því hve kröftug viðbrögðin voru í hvoru ennis- blaði. Dælt var í fólkið venjulegu bóluefni gegn inflúensu. Slíkt bóluefni kemur af stað ósjálfráð- um viðbrögðum í frumunum sem framleiða þá mótefni er geta varið fólk fyrir sýkingu ef það kemst í snertingu við hættulegar örverur. Næstu sex mánuði var fólkið rannsakað til að athuga hve mikið af mótefnum hefði orðið til. Í ljós kom að bölsýnismenninir brugð- ust verr við en hinir, framleiddu minna af mótefninu. „Tilfinningar leika mikilvægt hlutverk í þeim hluta líkamsstarf- seminnar sem hefur áhrif á heilsu okkar,“ sagði dr. Richard Dav- idson sem stýrði rannsókninni. Bölsýni heilsu- spillandi? Ný rannsókn sýnir að neikvæðir eru viðkvæmari fyrir sjúkdómum INDÓNESÍSKUR dómstóll dæmdi í gær múslímaklerkinn Abu Bakar Bashir í fjögurra ára fangelsi fyrir landráð og brot á innflytjenda- löggjöf. Fyrr í gær sýknaði dóm- stóllinn hins vegar Bashir af ákæru um að hafa lagt á ráðin um tilraun til valdaráns og um að stjórna hryðjuverkasamtökum en fann hann sekan um aðild að samsæri um valdarán. Stjórnvöld í Indónesíu reyndu að færa sönnur á að Bashir væri í raun leiðtogi íslömsku hryðjuverka- samtakanna Jemaah Islamiyah, sem talin eru vera Asíuarmur al- Qaeda-samtakanna. Sjálfur hefur Bashir hins vegar sagt að þessi samtök séu ekki til og ber af sér all- ar sakir. Réttarhöldin voru álitin vera prófsteinn á vilja Indónesa til að berjast gegn hryðjuverkum. AP Stuðningsmenn Bashirs hrópa vígorð fyrir utan dómhúsið þar sem réttað var yfir klerknum í Jakarta í gær. Umdeildur múslímaklerkur dæmdur í Indónesíu Bashir hlaut fjögur ár Jakarta. AFP, AP. ÖFLUGUR jarðskjálfti upp á 5,9 stig á Richter-kvarðanum skók Xinjiang-hérað í norðvest- urhluta Kína í gærmorgun. Upptök skjálftans voru um 25 km frá landamærunum að Tad- jikistan, að sögn opinberu Xinhua-fréttastofunnar í Kína. Ekki er vitað til að slys hafi orðið á fólki vegna skjálftans en héraðið er afskekkt og því gæti liðið nokkur tími áður en traustar fréttir berast þaðan. Jarð- skjálfti í Kína Peking. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.