Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 37 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ATVINNA ÓSKAST Samviskusöm stundvís og skipulögð kona óskar eftir vel launuðu fullu starfi strax. Mikil reynsla við bókhald, launaútreikninga, almenn skrifstofustörf og afgreiðslu. Tölvufærni og gott vald á íslensku og ensku. Reyklaus. Upplýsingar í sími 861 1670. Barnagæsla - tvíburar Fjölskylda í vesturbæ Reykjavíkur óskar eftir barngóðum einstaklingi til að gæta ellefu mánaða tvíbura, ásamt því að sinna léttum heimilisstörfum. Vinnutími u.þ.b. átta tímar á dag. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist til augldeildar Mbl. merktar: „Tvíburar — 14134“, fyrir 8. sept. nk. Ræsting Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða starfsmenn til dagræstingar. Um er að ræða tvö hálf störf 4 stundir á dag og eitt starf 6 stundir á dag. Laun eru skv. sérstökum samningi Eflingar og fjármálaráðuneytis. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skól- ans í síma 594 4000 og þangað ber að skila um- sóknum. Skólameistari. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Jarðefnaiðnaðar ehf. verður haldinn föstudaginn 12. september 2003 kl. 10.00 á skrifstofu félagsins, Nesbraut 1, Þorlákshöfn. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu þess. Stjórn Jarðefnaiðnaðar ehf. KENNSLA Fjölbrautaskóli Suðurnesja Fjarnám í veiðarfærafræðum! Hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja verður kennt í fjarnámi á netagerðarbraut á komandi haust- önn. Kenndir verða áfangar í sérgreinar neta- gerðar, ENG 102, FNG 103, VOV 103 og ITN 103. Nánari upplýsingar um þá er að finna á heima- síðu brautarinnar; http://www.fss.is/deild/net/index.htm Umsóknir þurfa að berast skólanum fyrir 10. sept. 2003. Hægt er að senda umsóknir í fax 421 3107 eða í tölvupóst: larus@fss.is . NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Aðalstræti 92, Patreksfirði, 2. h., mánudaginn 8. september 2003 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum: Aðalstræti 52, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Aðalstræti ehf., gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Patreksfirði, Vátryggingafélag Íslands hf. og Vesturbyggð. Aðalstræti 74, neðri hæð, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Viðar Jónsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Bjarkarholt, Krossholti, 451 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Helga Bjarndís Nönnudóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði. Bjarmaland, 460 Tálknafirði, þingl. eig. Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf., gerðarbeiðandi Tálknafjarðarhreppur. Brekey BA 236, sknr. 1890, ásamt rekstrartækjum og veiðiheimildum, þingl. eig. Kolsvík ehf., gerðarbeiðendur Netagerð Vestfjarða hf. og sýslumaðurinn á Patreksfirði. Dagur BA 12, sknr. 2348, ásamt rekstrartækjum og veiðiheimildum, þingl. eig. Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf., gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., aðalstöðvar. Fiskeldisstöð á Gileyri, ásamt rekstrartækjum, lausafé, eldisfiski, afurðum og birgðum, 460 Tálknafirði, þingl. eig. Eyrar ehf. — Fiskeldi, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Sparisjóður Vestfirðinga. Fiskeldisstöð í landi Eysteinseyrar, 460 Tálknafirði, þingl. eig. Eyrar ehf. — Fiskeldi, gerðarbeiðandi Tálknafjarðarhreppur. Hellisbraut 18, 380 Reykhólum, Króksfjarðarnesi, þingl. eig. Guðjón Gunnarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Langahlíð 29, 465 Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Sigurbjörn Halldórsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Langahlíð 6, 465 Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Gunnar Karl Garðarsson, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Patreksfirði og Vest- urbyggð. Mardöll BA 37, sknr. 6465, ásamt rekstrartækjum og veiðiheimildum, þingl. eig. Björn Magnús Magnússon, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hornafjarðar/nágr. Móatún 1, 460 Tálknafirði, þingl. eig. Þorbjörn tálkni ehf, gerðarbeið- endur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Tálknafjarðarhreppur. Skreiðargeymsla við Patrekshöfn, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Vöruafgreiðslan Patreksf. ehf., gerðarbeiðandi sýslumað- urinn á Patreksfirði. Starfsmannahús, 380 Króksfjarðarnesi, þingl. eig. Friðrik Daníel Jónsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði. Sumarbústaður á Hvammeyri, lóð nr. 1 úr landi Höfðadals í Tálkna- fjarðarhreppi, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum, þingl. eig. Forni- Hvammur ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Ysta Tunga, 460 Tálknafirði, þingl. eig. Þorbjörn tálkni ehf., gerðar- beiðandi Tálknafjarðarhreppur. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 29. ágúst 2003. Björn Lárusson, ftr. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Ólafsvegi 1, Ólafsfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Garður 1, fiskeldisstöð ásamt rekstrartækjum o.fl., þingl. eig. Jökull ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun, miðvikudaginn 10. september 2003 kl. 10.00. Hlíðarvegur 48, Ólafsfirði, þingl. eig. Sigríður Guðmundsdóttir og Konráð Þór Sigurðsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lífeyr- issjóðir Bankastræti 7 og Lífeyrissjóður sjómanna, miðvikudaginn 10. september 2003 kl. 10.00. Ósbrekkukot, jörð og ræktað land, fsnr. 215—3744, hluti, þingl. eig. Guðmundur Björnsson, gerðarbeiðandi Íslandssími hf., miðvikudag- inn 10. september 2003 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Ólafsfirði, 29. ágúst 2003. TIL SÖLU Lagerútsala Þar sem við munum HÆTTA SÖLU Á LEIK- FÖNGUM og fleiru verðum við með LAGER- SÖLU á leikföngum og ýmsum fleiri vörum: Servíettur, plastborðdúkar, herðatré, verkfæra- kassar, fjöltengi, trjágreinasagir, buxnapressur, expresso-kaffivélar, rafmagnsrakvélar, fjögurra sneiða brauðristar og veiðarfæri ásamt fleiru á mjög hagstæðu verði. Einhver tilboð verða á hverjum degi meðan birgðir endast. Lítið við í Skipholti 25 og gerið góð kaup. Opið frá kl. 13.00 til 17.00, föstudaga kl. 13.00 til 16.00. Kredit- og debetkortaþjónusta. Missið ekki þetta tækifæri. I. Guðmundsson ehf., Skipholti 25, 105 Reykjavík. TILKYNNINGAR Afmæli hjá Gvendi dúllara Í tilefni af 1 árs afmæli á Klapparstígnum, bjóðum við 30% afsl. af öllum bókum 3.—10. sept. Verið velkomin í veisluna Kaffi og kruðerí Opið virka daga 12—18, laugard. 13—16 Gvendur dúllari í afmælisskapi, Klapparstíg 35, s. 511 1925, www.gvendur.is SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Yfirvélstjóri Yfirvélstjóra vantar á Bjarma BA 326. Upplýs- ingar gefur skipstjóri um borð í bátnum sem liggur við Grandagarð eða í síma 864 2692. Hátíðardagskrá vegna japönsku- kennslu Háskóli Íslands stendur fyrir hátíðardagskrá á morgun, fimmtudag 4. september kl. 16, í Há- tíðarsal Háskóla Íslands. Tilefnið er að í fyrsta sinn er að hefjast kennsla í austurlensku máli við háskólann. Rektor háskólans, Páll Skúlason, setur hátíðina og Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Íslands, flytur ávarp. Sendiherra Japans á Íslandi, Masao Kawai, flytur erindi um japönsk stjórnmál og stjórn- arfar. Í lokin gefst gestum kostur á að fylgjast með sýningu á tesiðaat- höfn Japana að fornum sið. Sér- stakur meistari í því fagi, Sokei Kim- ura, kemur til landsins með aðstoðarmenn til að sjá um athöfn- ina. Um 50 manns skráð sig til náms í japönsku við heimspekideild. Öllum er að sjálfsögðu heimill aðgangur. Á MORGUN Nýliðastarf Hjálparsveitar skáta í Kópavogi Kynningarfundur verður fyrir þá sem vilja spreyta sig í ný- liðastarfi Hjálparsveitar skáta Kópavogi í kvöld, 3. september, kl. 20.30, í hjálparsveitarskemmunni, Bryggjuvör 2 í Kópavogi. Félagar sveitarinnar eru hátt í 300 og þar af eru nálægt 100 á útkallslista. Stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli verður með rabb- fund sinn í húsi Krabbameinsfélags- ins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 3. september, kl. 17. Gestur fundarins verður Ei- ríkur Örn Arnarson forstöðusál- fræðingur á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Eiríkur mun kynna þá sálfræðiþjónustu sem í boði er á vef- rænum deildum Landspítalans. Kaffi verður á könnunni.Í DAG Stofnfundur félags guðfræðinga verður haldinn þriðjudaginn 9. sept- ember klukkan 20 í kapellu Háskóla Íslands. Um fundinn sér undirbún- ingsnefnd. Hópþjálfun Gigtarfélags Íslands er byrjuð aftur eftir sumarfrí og eru allir velkomnir að vera með. Boðið er upp á létta leikfimi, vefjagigtarhópa, bakleikfimi fyrir karlmenn og vatns- leikfimi. Auk þess er jóganámskeið sem aðlagað er einstaklingum með gigt. Markmið er að bjóða upp á leik- fimi fyrir alla, bæði fólk með gigt og aðra fullorðna sem vilja góða leikfimi án hamagangs. Þjálfunin fer fram á mismunandi tímum dags, í húsi GÍ að Ármúla 5 og vatnsþjálfunin í Sjálfsbjargarlaug í Hátúni 12. Skráning og nánari upplýsingar eru á skrifstofu GÍ, Ármúla 5. Ljósmyndanámskeið í Keflavík Ljósmyndanámskeið verður haldið í Flughótel Keflavík helgina 20. og 21. september, ef næg þátttaka næst. Námskeiðið er frá kl.13 – 18, alls 10 klst. Farið verður í ljósmynda- tæknina, myndatökuna sjálfa og mynduppbygginguna. Auk þess verður farið í stafrænu tæknina. Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson. Upplýsingar og skráning á www.ljosmyndari.is Á NÆSTUNNI Í DAG, miðvikudag, hefst út- hlutun á matvælum hjá Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur að Sólvallagötu 48. Opið er frá 14 – 17 og verður svo alla miðvikudaga í vetur. Þær breytingar hafa átt sér stað hjá nefndinni að fram- vegis verða engar biðraðir sýnilegar því allir skjólstæð- ingar nefndarinnar geta beðið innandyra eftir afgreiðslu, segir í frétt frá Mæðrastyrks- nefnd. Úthlutun hefst hjá Mæðra- styrksnefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.