Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 9 SAUÐÁRKRÓKSBÚUM brá nokk- uð sl. sunnudagsmorgun þegar í ljós kom að myndverk Ragnars Kjart- anssonar, Faxi á Faxatorgi, hafði verið atað gylltri og silfurlitri máln- ingu þá um nóttina, og að auki höfðu svartir plastpokar verið dregnir yfir haus og tagl hestsins. Hér er um að ræða ömurlegt skemmdarverk og töldu yfirmenn tæknideildar Sauðárkrókskaup- staðar að líklega yrði að taka stytt- una niður og fá fagmenn til hreins- unar á henni, þar sem erfitt yrði að fjarlægja litarefnin án þess að lista- verkið yrði fyrir skemmdum. Að sögn lögreglunnar er ljóst að verknaðurinn hefur verið framinn eftir kl. fimm á sunnudagsmorgun, og er nú unnið að rannsókn málsins. Morgunblaðið/Björn Björnsson Myndverkið Faxi atað í málningu Sauðárkróki. Morgunblaðið. ATVINNULEYSI minnkaði í ágústmánuði og voru 4.634 skráðir atvinnulausir um síð- ustu mánaðamót, en voru 4.975 fyrir einum mánuði. Þetta þýð- ir að atvinnuleysi á öllu landinu er tæplega 3%. Í ágúst í fyrra var atvinnuleysið 2,2%. Sem fyrr er mesta atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu, en þar voru í gær 3.403 skráðir án vinnu. Á skrá hjá Vinnumálastofn- un eru nú um 800 laus störf. Lausum störfum hefur fjölgað um 200 á einum mánuði. Flest laus störf eru á landsbyggðinni þar sem minnst atvinnuleysi er. Tæplega 3% at- vinnuleysi FYRSTU sendingu af fersku lamba- kjöti frá Norðlenska á Bandaríkja- markað á þessu hausti verður dreift í Whole Foods-verslunum í Baltimore í vikunni. Í frétt Norðlenska segir að í ljósi aukinnar útflutningsskyldu slátur- leyfishafa sé þessi útflutningur enn mikilvægari en áður og því verði allt kapp lagt á að tvöfalda úflutt magn frá í fyrra og flytja út allt að 80 tonn. Lambakjötinu frá Norðlenska er pakkað í loftþéttar tíu kíló pakkn- ingar og sent með flugi á hverjum mánudegi til Baltimore Í haust mun í fyrsta skipti verða flutt umtalsvert magn til Ameríku með skipum og er það fyrst og fremst vegna aukinnar eftirspurnar en ekki er unnt að anna eftirspurn- inni með flugsamgöngum einum saman að því er segir í frétt Norð- lenska. Fram til þessa hefur íslenska lambið verið á boðstólum í 55 versl- unum Whole Foods frá september og fram til jóla en nú í haust munu 35 verslanir bætast við í Florida, Louis- iana, Nýju-Mexikó, Texas og Colo- rado og munu þær verslanir selja lambakjötið í september og október en áætlanir gera ráð fyrir að á næsta ári muni þær einnig bjóða upp á ís- lenska lambið í fjóra mánuði. Lambakjöt á Bandaríkjamarkað Stefna að því að tvö- falda útflutninginn EIRÍKUR Hjálmarsson hefur verið ráðinn nýr aðstoðarmaður Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í Reykjavík. Eiríkur er fædd- ur 1964 og hefur lengst af starfað við blaðamennsku og fjölmiðlun, síð- ast dagskrár- gerðarmaður og fréttamaður hjá Norðurljósum. Eiríkur tekur við starfi aðstoð- armanns borgar- stjóra af Önnu Kristínu Ólafsdóttur sem ráðin var aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrrverandi borgar- stjóra fyrir um tveimur og hálfu ári. Eiríkur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1984, las sagnfræði við Háskóla Ís- lands og lauk BSJ prófi í blaða- mennsku frá Ohio University í Bandaríkjunum árið 1989. Hann starfaði sem leiðbeinandi við Holtaskóla í Keflavík í tvö ár, síðan sem fréttamaður og dagskrárgerð- armaður hjá Ríkisútvarpinu og hjá Íslenska útvarpsfélaginu/Norður- ljósum. Í tvö ár var Eiríkur ritstjóri á vef- ritinu visir.is og einnig starfaði hann sjálfstætt um tíma við þáttagerð fyr- ir hollensku ríkissjónvarpsstöðina NMO og við ráðgjöf í vefmálum fyrir forsætisráðuneytið. Eiríkur er nú formaður Dómkórsins í Reykjavík. Eiríkur er kvæntur Kristínu Vals- dóttur tónmenntakennara og hefur eignast fimm börn og eru fjögur á lífi. Eiríkur mun taka við hinu nýja starfi síðar í mánuðinum. Nýr aðstoð- armaður borgar- stjóra Eiríkur Hjálmarsson FRÉTTIR mbl.is Flauelsbuxur frá GINO LORENZI Léttar flauelsúlpur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2, 101 Reykjavík, s. 551 7800, fax 551 5532. Netfang hfi@islandia.is Handverk Dag-, helgar- og kvöldnámskeið Hör - ræktun, verkun og notkun: 13. sept., lau., kl. 9.00-16.00 Körfugerð: 8. sept.-29. sept., mán., kl. 19.00-22.30 Vefnaður: 9. sept.-21. okt. kl. 19. 00 - 22.00 Jurtalitun: 16., 17. og 18. sept., þri., mið. og fim. kl. 19.30-22.30 Jurtalitun: 20. og 21. sept., lau. og sun. kl. 10.00-15.00/10.00-13.00 Þjóðbúningar kvenna: 18. sept.-27. nóv., fim., kl.19.30-22.30 Þjóðbúningar kvenna, ½ námskeið: 15. sept.-20. okt., mán., kl. 19.30-22.30 Baldýring: 17. sept.-5. nóv., mið., kl. 19.30-22.30 Vattarsaumur: 16., 18., 23. og 25. sept., þri. og fim., kl. 19.30- 22.30 Þæfing: 27. sept.-25. okt., lau., kl. 10.00-13.00 Þæfing: 27. sept.-25. okt., lau., kl. 14.00-17.00 Fatasaumur: 23. sept.-11. nóv., þri., kl. 19.30-22.30 Útsaumur: 1. okt.-22. okt., mið., kl. 19.30-22.30 Myndvefnaður: 2. okt.-20. nóv., fim., kl. 19.30-22.30 Prjónatækni: 6. okt.-20. okt., mán., kl. 19.30-22.30 Tóvinna: 27. okt.-24. nóv., mán., kl. 19.30-22.30 Bútasaumur: 29. okt.-19. nóv., mið., kl. 19.30–22.30 Orkering: 4. nóv.-25. nóv., þri., kl. 19.30-22.30 Hekl: 12. nóv.-3. des., mið., kl. 19.30-22.30 Sauðskinnsskór og íleppar: 15. og 16. nóv., lau. og sun. kl. 10.00-13.00 Ljósaseríugerð: 1. nóv., lau., kl. 10.00-14.20 Kortagerð: 8. nóv., lau., kl. 10.00-14.20 Faldbúningur: námskeiðaröð í gangi Ódagsett námskeið á haustönn: Spjaldvefnaður - Fótvefnaður - Keðjugerð - Tauþrykk - Knipl Þjóðbúningar karla - Möttull - Skautbúningur - Kyrtill Þæfing hjá Inge Marie Regnar Eftir áramót 2003/04 Útskurður: 12. jan.-2. feb., mán., kl. 19.30-22.30 Körfugerð: 19. jan.- 9. feb., mán., kl. 19.00-22.30 Víravirki Gjafabréf - tilvalin tækifærisgjöf Upplýsingar og skráning virka daga frá kl. 10-19 Sími 895 0780 • Fax 551 5532 Netfang: hfi@islandia.is www.islandia.is/~heimilisidnadur Til leigu stúdíóíbúð, 101 Reykjavík Falleg íbúð með öllu, húsgögnum, sjónvarpi, síma, þvottavél, þurrkara. Leigist í viku eða lengri tíma. Uppl. í síma 899 9090. Tölvupóstur: stormur@stormur.com ÞAKRENNUR Frábært verð! B Y G G I N G AV Ö R U R www.merkur.is 594 6000 Bæjarflöt 4, 112 R. Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð „Introduction to CranioSacral Therapy“ námskeið verður haldið 5. og 6. september hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra Rvík. Námskeiðið er ætlað almenningi sem vill fræðast um meðferð- ina og læra grunnhandtök til að nota á sína nánustu og fagfólki sem vill kynna sér þetta frábæra meðferðarform. Kennarar eru Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari og Birgir Hilmarsson nuddfræðingur. Þau hafa réttindi frá Upledger Institute. Verð kr. 15.000, kennslubók innifalin. Upplýsingar 566 7803 Erla eða 822 7896 Birgir Cranio Sacral Therapy á Íslandi - www.cranio.is ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.