Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍSLANDSBANKI keypti í gær 7,7% eign-arhlut í Fjárfestingarfélaginu Straumihf. og á bankinn nú 25% hlutafjár í félag-inu. Um er að ræða 235,3 milljónir hluta, eða 5,7%, sem voru keyptir á genginu 4,63. Kaupverð þess hlutar nam því rúmum 1.089 milljónum króna. Að auki voru keypt 2% hluta- fjár sem ekki var tilkynnt til Kauphallar Ís- lands. Sé miðað við sama verð fyrir þann hlut má gera ráð fyrir að Íslandsbanki hafi í gær keypt hlutabréf í Straumi fyrir 1.480 milljónir króna. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka segir um aukinn hlut bankans í Straumi að fyrr í sumar hafi eignarhlutur Íslandsbanka verið 22,5%. „Það var áður en Straumur greiddi fyr- ir hlutabréf í Framtaki fjárfestingarbanka með eigin bréfum en við þau viðskipti þynntist út eignarhlutur okkar í félaginu og var orðinn rúm 17%. Með kaupunum nú förum við aftur í fyrri stærð og rétt rúmlega það.“ Um það hvort bankinn muni halda sig við þennan hlut segist Bjarni eiga von á því að bankinn muni eiga 20–25% eignarhlut í félag- inu, í samræmi við yfirlýsingar þess efnis í mars sl. Bankarnir að nálgast 40% Íslandsbanki og tengdir aðilar hafa nú sam- kvæmt heimildum Morgunblaðisins yfir að ráða u.þ.b. 38–39% hlutafjár í Straumi en Landsbankinn og tengdir aðilar ráða yfir um 37%. Samkvæmt reglum Kauphallar Íslands um félög sem skráð eru á hlutabréfamarkaði, líkt og Straumur, myndast skylda til að gera öðr- um hluthöfum yfirtökutilboð þegar eignarhlut- ur eða atkvæðaréttur tengdra aðila fer yfir 40%. Bankarnir eru nú báðir farnir að nálgast það mark. Ekki er skilgreint í lögunum um verðbréfaviðskipti, nr. 33 frá 2003 hver eign- artengsl hluthafa verði að vera til að eignar- hlutir þeirra teljist saman, þegar metið er hvort yfirtökuskylda hafi myndast. Í tilviki Ís- landsbanka eru lífeyrissjóðir meðal þeirra hluthafa sem tengjast bankanum. Í tilviki Landsbankans er um að ræða aðaleigendur bankans og náinn samstarfsmann þeirra. Með banki k Morgu lífsins s 1,4% h eyja, se hlutafjá eignarh Alls króna m gær. St Íslandsbanki k fjórðungshlut Íslandsbanki jók hlut sinn um tæ fyrir nær 1,5 milljarða. Talið er aðilar hafi nú yfir að ráða um 38 er svipað og Landsbankinn og te ÓLAFUR Ólafsson, stjórn- arformaður Samskipa, segir það ekki alls kostar rétt sem Björg- ólfur lýsti yfir að stór hluti fjárfestinga á Íslandi sé til að vernda völd og áhrif. Hins veg- ar segir Ólafur að þetta eigi vel við um ákveðna þætti íslensks viðskiptalífs. „Hvað varðar íslenskt atvinnulíf í sinni breiðustu mynd þá er þetta ekki svona og flest fyrirtæki, s.s. þjónustufyrirtæki, verktakafyr- irtæki, stóriðjufyrirtæki o.s.frv., verða ekki flokkuð undir þessa lýsingu. En ef litið er á þrengri mynd íslensks atvinnulífs sem snýr að bönkunum, trygginga- félögunum, olíufélögum, skipa- félögum og flugfélögum, auk sölu- fyrirtækjanna þá sér maður að þessi mynd var svona“, segir Ólaf- ur og bendir á að Björgólfur sitji inni í hringiðu þessarar myndar. Hann tekur þó fram að þetta hafi verið að breytast og eigi ekki lengur við í sama mæli, eins og megi m.a. sjá af því að tvö olíufé- laganna hafi nýverið verið keypt af einkaaðilum. „Sambandið sem hætti fyrir um 15 árum síðan var svona og Eim- skip hefur tekið við því hlutverki með sínu deildaskipta fyrirtæki, þ.e. það skiptist í skipadeild, sjáv- arútvegsdeild og fjárfestingadeild, eins og Sambandið var. Það er al- veg ljóst að þessi félög og þau önnur félög sem hafa verið að fjárfesta með þeim, eins og trygg- ingafélögin, hafa verið að fjárfesta í völdum. Það er óheilbrigt hversu mikil eignabönd eru oft á milli þessara félaga. Menn hafa til dæmis verið að þvinga fram þjónustu við ákveðin félög í ljósi eignatengsla.“ „Það er mikið þjóðþrifamál að þessi hugsun verði aflögð og þessi fyrirtæki verði rekin með arðsemi hluthafanna einna að leiðarljósi en ekki fyrir einhverja tengda óskil- greinda hagsmuni.“ Ólafur segir ennfremur að fróð- legt verði að sjá hvort Björgólfur Guðmundsson standist sjálfur þá freistingu sem aðrir hafi ekki staðist, að fjárfesta vegna valdanna. „Það verður athygl- isvert að fylgjast með hvort þessir menn muni fylgja sannfæringu sinni eða ekki.“ Ólafur Ólafsson, stjórn- arformaður Samskipa Á vel við ákveðinn hluta íslensks atvinnulífs Ólafur Ólafsson ÓLAFUR B. Thors, stjórnar- formaður Fjárfestingarfélagsins Straums, segist telja að það heyri til und- antekninga að fjárfestingar í ís- lensku viðskipta- lífi þjóni þeim til- gangi að vernda völd og áhrif á kostnað góðrar ávöxtunar og hagkvæmni í rekstri. „Ég vil nú ekki ganga svo langt að samþykkja þessa yfirlýsingu Björgólfs. Það eru eflaust til dæmi um slíka fjárfestingu en í vaxandi mæli held ég að fjárfestingar miði að því að ná ásættanlegri arðsemi,“ segir Ólafur. Ég tel að á síðustu árum hafi í mjög auknum mæli hafi arðsem- issjónarmið verið látin ráða. Arð- semi til að tryggja sér völd heyrir til undantekninga í dag,“ segi Aðspurður segist Ólafur hvort boðað verður til hluth fundar í Straumi, slíkt verð og meta. „Ég tel að fjárfest Straums byggi eingöngu á issjónarmiði og þannig hefu verið, að minnsta kosti þan sem ég þekki til. Mér sýnis hvernig markaðurinn metu Straum og þær hækkanir s orðið á verði hlutabréfa í fé sýni að markaðurinn meti þ ig að rekstur Straums hafi vel og fjárfestingar skilað s að hluthafar hafa fengið gó af sinni fjárfestingu. Á það verið lögð mikil áhersla að ur sé sjálfstætt fyrirtæki se stundar sjálfstæða fjárfest arstefnu sem byggist á arð Hugsunin um völd hefur al ið uppi á borðinu hjá Straum ur eingöngu fjárfestingar- semissjónarmið sem hafa r ferðinni hjá félaginu,“ segir B. Thors. Ólafur B. Thors, stjórn- arformaður Straums Verndun valds og áhrifa heyrir til und- antekninga Ólafur B. Thors EDDA Rós Karlsdóttir for stöðumaður greiningardeil Landsb segir að íslensk séu bori við fyrir lendis m að þau h skilað n arðsemi fjár. Þa stutt þá að fjárfe arnar hafi snúist meira um arðsemi. Borið saman við þ þekkist erlendis hafi íslens fyrirtæki almennt heldur e greitt nægan arð til eigend og jafnvel valið að fjárfesta öðrum fyrirtækjum. Undan hafi þó komið fram vilji hjá Edda Rós Karlsdó Landsbankanu Arðsemi ek næg á Íslan Edda Rós Karlsdóttir Björgólfur Guðmundsson telur stóran hluta fj gangi að vernda völd og áhrif. Er þetta ré STRJÁLBÝLI OG MENGUN Það kemur líklega engum semheimsótt hefur höfuðborgir ná-grannalanda okkar á óvart að Reykjavík skuli vera strjálbýlasta höfuðborg Norðurlanda, eins og fram kom í blaðinu sl. sunnudag. Tæpast hafa þó margir átt von á því að mun- urinn á milli strjálbýlustu borgarinn- ar, Reykjavíkur þar sem 419 íbúar eru á hverjum ferkílómetra, og þeirr- ar þéttbýlustu, Kaupmannahafnar þar sem íbúar eru tæplega sex þús- und á hverjum ferkílómetra, væri jafn mikill og raun ber vitni. Þessi munur er þó vitnisburður um vanda sem Reykvíkingar munu þurfa að takast á við fyrr eða síðar ef borgin á að þróast með þeim hætti sem telst æskilegt í nútímasamfélagi, þar sem fólk vill komast leiðar sinnar fljótt og örugglega en jafnframt búa við sem minnsta mengun í aðlaðandi um- hverfi. Augaleið gefur að kostnaður við samgöngumál er mun meiri í borgum sem eru strjálbýlar heldur en í þeim þar sem byggð er þéttari, enda verða einkabílar þar sá ferðamáti sem flest- ir reiða sig á í sínu daglega lífi vegna þess hversu langt þarf að fara eftir þjónustu og til vinnu. Af þessum sök- um eru almenningssamgöngur ekki nýttar sem skyldi auk þess sem að- stæður til að fara ferða sinna fótgang- andi eða á reiðhjóli verða afleitar. Hér sem víða annars staðar, ekki síst í Bandaríkjunum, hefur tilhneigingin verið sú að ráðast í uppbyggingu sam- göngumannvirkja og bílastæða til að greiða fyrir umferð á einkabílum – sem þó leysir yfirleitt ekki vandann nema til skamms tíma – í stað þess að gera róttækar skipulagsbreytingar, þétta byggð og efla almenningssam- göngur. Frétt sem birtist í blaðinu í gær vekur fólk óneitanlega til vitundar um hverjar afleiðingarnar eru ef ekki er brugðist við þessum þáttum skipu- lagsmála, en þar kom fram að koltví- sýringsmengun í Reykjavík væri vax- andi vandamál og að mælingar sýndu að mikil einkabílanotkun segði þar verulega til sín. Hvað samanburð á þessum tveimur höfuðborgum, Reykjavík og Kaupmannahöfn, varð- ar, þá vekur það athygli í þessu sam- bandi að um leið og mengun eykst vegna vaxandi umferðar einkabíla í Reykjavík, hefur koltvísýringsmeng- un í Kaupmannahöfn minnkað um- talsvert á undanförnum árum. Aukn- ingin hér á sér stað þrátt fyrir að nær öll önnur orka en sú, sem nýtt er til samgangna, komi frá endurnýjanleg- um orkugjöfum án koltvísýrings- mengunar. Það er því ekki seinna vænna að reyna að snúa við þeirri þróun sem orðið hefur í Reykjavík á þessu sviði á síðustu áratugum og taka skipulag þéttbýlis föstum tökum með tilliti til framtíðarinnar. Að öðrum kosti munu höfuðborgarbúar í vaxandi mæli þurfa að búa við öll þau vandamál sem þegar eru til staðar í öðrum löndum í tengslum við umferðarþunga; tafsöm ferðalög, mengun, hávaða og streitu. ALVARA ÚTBOÐA Niðurstaða kærunefndar útboðs-mála þess efnis að ákvörðun Vegagerðarinnar um að hafna öllum útboðum í Héðinsfjarðargöng hefði verið ólögmæt var fyrirsjáanleg. Enda segir Jón Rögnvaldsson vega- málastjóri að þessi niðurstaða komi ekki á óvart og þegar sé búið að senda Íslenskum aðalverktökum og NCC, sem áttu lægsta tilboðið í útboðinu, bréf þar sem Vegagerðin lýsir sig reiðubúna til viðræðna um bótafjár- hæð. Útboð eru alvörumál og þeir sem taka þátt í þeim gangast undir ákveðnar skyldur. Það yrði vart litið vinsamlegum augum ef verktakafyr- irtæki er ætti lægsta tilboð í tiltekið verk myndi að útboðinu loknu lýsa því yfir að það hefði ekki lengur áhuga á verkinu þar sem það hentaði ekki fyr- irtækinu lengur af einhverjum til- teknum ástæðum. Þeir er bjóða í verk geta ekki heldur leyft sér að breyta tilboðum sínum eftirá til hækkunar eða lækkunar. Tilboð eru bindandi og þeim verður ekki breytt nema þær forsendur er lágu til grundvallar út- boðinu breytist. Að sama skapi verða þeir er efna til útboða að gangast undir tilteknar skyldur. Því fylgir mikill kostnaður að undirbúa tilboð, ekki síst þegar um er að ræða viðamiklar framkvæmdir á borð við jarðgöng. Fyrirtæki taka hins vegar þátt í þeirri von að fá verk- ið. Ef fyrir lægi að verkkaupinn gæti efnt til útboða án þess að nokkur vissa lægi fyrir um hvort í fram- kvæmdir yrði farið væri hvatinn ekki jafnmikill til að taka þátt í útboðinu. Í flestum útboðum er almennur fyr- irvari um að leyfilegt sé að hafna öll- um tilboðum enda eðlilegt að slíkur fyrirvari sé fyrir hendi ef aðstæður breytast óvænt eða ekkert tilboð er nálægt kostnaðaráætlun. Sú ástæða sem gefin var upp af hálfu ríkisins, er ákveðið var að hafna tilboðum í Héð- insfjarðargöng, var hins vegar að mikið þensluskeið væri framundan og því æskilegt að ráðast ekki í þessa framkvæmd að sinni. Í niðurstöðum kærunefndar segir: „Mögulegt þensluástand sem rökstuðningur fyr- ir höfnun er í engum málefnalegum tengslum við hið kærða útboð.“ Líkt og áður hefur verið bent á í leiðara Morgunblaðsins breyttust engar forsendar frá því útboðið var haldið þar til að ákveðið var að hafna tilboðum. Ákvörðun um þær miklu framkvæmdir er munu valda þenslu á næstu árum voru teknar löngu fyrir kosningar. Þrátt fyrir það var ekki farið að ræða um hugsanleg þenslu- áhrif í tengslum við Héðinsfjarðar- göng fyrr en að kosningum loknum. Í stað þess að lýsa því yfir af hrein- skilni, þrátt fyrir að kosningar væru í aðsigi, að ekki væri ráðlegt að bæta við framkvæmdamagnið fyrr en að loknum stórframkvæmdunum á Aust- urlandi, var ýtt undir væntingar íbúa um að göngin yrðu gerð á næstu ár- um. Þá var efnt til útboðs í maí sem fjögur fyrirtæki tóku þátt í. Óháð því hvaða skoðun menn hafa á gagnsemi Héðinsfjarðarganga eru þessi vinnubrögð gagnrýni verð. Vegagerðin mun nú súpa seyðið af þeim með greiðslu skaðabóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.