Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORSTJÓRI Íslenskra aðalverk- taka, Stefán Friðfinnsson, segist engan áhuga hafa á að krefja Vega- gerðina skaðabóta þó að kæru- nefnd útboðsmála telji þá ákvörðun vera skaðabótaskylda og ólögmæta að hafa hafnað öllum tilboðum í gerð Héðinsfjarðarganga í vor. Bæði fyrirtækin, ÍAV og sænski verktakinn NCC International, hafi meiri áhuga á að semja við Vegagerðina um að fyrirtækin fái verkið sem lægstbjóðendur þegar framkvæmdir eigi að hefjast. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra telur eðlilegt að greiða skaðabætur í samræmi við úrskurð kærunefndar. Gert hafi verið ráð fyrir því að bjóða göngin út að nýju. Sú ákvörðun hafi ekki verið dregin til baka að hafna öllum til- boðum. Málið sé nú í höndum Vegagerðarinnar. Stefán Friðfinnsson segir að fljótlega eftir að kærunefndin hafi fellt úrskurð sinn hafi ÍAV og NCC sent Vegagerðinni bréf og farið fram á samningaviðræður. Ekkert hafi gerst enn í þeim efnum en bú- ast megi við fundahöldum með Vegagerðinni á næstunni. „Vegagerðin vill væntanlega ekki sitja undir því að hafa brotið lög og þá teljum við einfaldast að ganga til samninga og klára þetta. Við höfum engan áhuga á skaða- bótum en ef ekki um semst þá munum við skoða þann möguleika,“ segir Stefán. Útlagður kostnaður fyrirtækj- anna allt að 50 milljónir króna Spurður um útlagðan kostnað fyrirtækjanna við tilboðsgerðina segir Stefán það ekki hafa verið tekið saman. Þó sé ljóst að um tugi milljóna króna sé að ræða, allt að 50 milljónir. Kröfu ÍAV og NCC um að Vega- gerðinni verði gert að halda útboð- inu áfram var hafnað af kærunefnd útboðsmála. Spurður um þetta seg- ir Stefán að nefndin geti ekki neytt menn til samninga sem ekki vilja semja. Einfaldast sé að semja við fyrirtækin sem skiluðu lægsta til- boði. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra segist í samtali við Morg- unblaðið ekki deila við dómarann en hann sé engu að síður ekki sátt- ur við niðurstöðu kærunefndar út- boðsmála. Hún komi sér á óvart þar sem í útboðsgögnum hafi verið ótvíræð ákvæði um að verkkaupi geti hafnað öllum tilboðum. Vega- gerðin muni væntanlega ganga til samninga við verktakana á grund- velli úrskurðar nefndarinnar. Slíkir samningar þurfi að standast út- boðsreglur. „Ég er ósáttur við niðurstöðu nefndarinnar. Mikilvægt er að stjórnvöld hafi möguleika á að breyta framkvæmdaröð ef aðstæð- ur og horfur eru þannig að hægja þurfi á útgjöldum ríkisins,“ segir Sturla. Samgönguráðherra um útboð Héðinsfjarðarganga Bætur verði greiddar í samræmi við úrskurð ÍAV vilja semja við Vegagerðina um að fá verkið „ÞAÐ er greinilegt að Slóvenar leggja mikla áherslu á að eiga við okkur góð samskipti sem við kunn- um vel að meta,“ sagði Halldór Blön- dal, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið í gær en hann er staddur í Slóveníu, í opinberri heim- sókn í boði Boruts Pahor, forseta slóvenska þingsins. Með honum í för eru þingmennirnir Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu, og Einar K. Guðfinnson, Sjálfstæðisflokki, auk Þorsteins Magnússonar, for- stöðumanns almennrar skrifstofu Alþingis. Halldór, Guðmundur Árni og Ein- ar áttu fund með forseta slóvenska þingsins í höfuðborginni Ljúbljana í gær, en íslenska sendinefndin kom til borgarinnar í fyrradag. Þeir ræddi einnig við forsætisráðherra Slóveníu, Anton Rop, í gær, sem og utanríkisráðherra landsins, Dimitri Rupel og mennta- og menninga- málaráðherrann, Andreju Richter. Halldór sagði að þeir og forseti slóvenska þingsins hefðu m.a. rætt samskipti landanna og innra starf þinganna. Sagði hann að fundur þeirra hefði verið mjög gagnlegur. „Við lögðum áherslu á að það væri mjög gagnlegt fyrir okkur að efla samstarf þinganna og kynni milli einstakra þingmanna.“ Vinahópur Íslands stofnaður Halldór sagði að þeim hefði þóttt ánægjulegt að sjá að innan slóv- enska þingsins hefði verið stofnaður sérstakur vinahópur Íslands. Sagði hann að þeir hefðu hitt formann hópsins og rætt við hann í gær. Hann sagði að þar hefði m.a. komið fram mikill vilji til að efla samstarf landanna „og auðvitað tókum við undir það.“ Þá sagði Halldór að þeir hefðu m.a. rætt um inngöngu Slóveníu í Evrópusambandið, við forsætisráð- herrann og utanríkisráðherra sem og um þau vandamál sem við væri að glíma í Slóveníu. Halldór sagði að það væri ánægjulegt að sjá hve íbú- um Slóveníu hefði tekist vel að byggja upp sinn efnahag. „Hér er jafnvægi í efnahagsmálum og ekki annað að sjá en að allar forsendur séu fyrir því að Slóvenum takist að skipa sér í röð fremstu þjóða í Evr- ópu innan fárra ára, bæði hvað varð- ar lífskjör og alhliða uppbyggingu.“ Aðspurður sagði Halldór að vel hefði verið tekið á móti íslenska hópnum, en með honum í för er einnig eiginkona hans, Kristrún Ey- mundsdóttir. „Mér er efst í huga hversu höfð- inglegar og góðar móttökur við höf- um fengið hér í Slóveníu,“ sagði hann. Heimsókninni lýkur á morg- un. Halldór Blöndal í opinberri heimsókn í Slóveníu Leggja áherslu á góð samskipti við Ísland Ljósmynd/Manca Juvan Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Anton Rop, forsætisráðherra Slóveníu, fyrir fundinn í gær. HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, segir að við nýjar aðstæð- ur í alþjóðamálum verði mikilvæg- ustu úrlausnarefni ríkja eins og Íslands ekki leyst með innlendum ráðstöfunum heldur með samstarfi ríkja. Þetta kom fram í erindi sem Halldór Ásgrímsson flutti á hádeg- isverðarfundi í gær. „Grundvallar- hagsmunir á borð við frið og öryggi og afleiðurnar sem eru traustur efnahagur, trygg atvinna, heilbrigt umhverfi og sjálfbær auðlindanýt- ing verða ekki varðir nema í milli- ríkjasamstarfi,“ sagði utanríkisráð- herra. Halldór Ásgrímsson sagði að allt benti til þess að næstu áratugir yrðu tímabil hraðra breytinga og sennilega færu saman breytingar og frekari framfarir hérlendis. „Það dugir lítið að velta fyrir sér hvort menn eru með eða á móti ákveðnum alþjóðlegum eða fjölþjóðlegum samtökum og stofnunum því eftir stendur að þar eru teknar ákvarð- anir sem varða okkar framtíð. Þar ber hæst Sameinuðu þjóðirnar, Al- þjóðaviðskiptastofnunina, Atlants- hafsbandalagið og Evrópusam- bandið. Innan sumra þessara má búast við að meirihlutaákvarðanir og yfirþjóðlegar ákvarðanir fari vaxandi. Það hefur vissulega ókosti en um leið er dregið úr stórveld- isáhrifum og rétti þess sterka. Svar Íslands og annarra smærri ríkja hlýtur því að vera virk og öflug þátttaka í þessum samtökum og stofnunum. Innan þeirra allra er einhver ágreiningur og flokka- drættir á grundvelli ólíkra hags- muna eða hugmyndafræði en það breytir því ekki að stórir og smáir, hægri og vinstri, suður og norður, iðnríki og þróunarríki, kristnir- múslimar-hindúar og búddistar skiptast á skoðunum, takast á og leita að niðurstöðu. Við höfum ekki minna fram að færa en aðrir og get- um haft áhrif en það getum við að- eins með öflugu starfi.“ Halldór Ásgrímsson Virk þátttaka í alþjóðasam- tökum mikilvæg VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórn Reykjavíkur, segir ótrú- legt að fresta þurfi setningu Klé- bergsskóla fjórða árið í röð vegna framkvæmda við skólann. „Það er ekki viðunandi fyrir börnin, foreldra þeirra og starfs- fólk skólans að svona sé að málum staðið. Það á sérstaklega við síð- ustu tvö árin eftir að því var bein- línis lýst yfir að þetta myndi ekki endurtaka sig,“ segir Vilhjálmur. Fram kom hjá fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins í borgarráði í gær að skólasetning hefði farið fram í nokkrum öðrum skólum á tilsett- um tíma þrátt fyrir að fram- kvæmdum væri ekki lokið í skól- unum. Af því tilefni óskuðu sjálfstæðismenn eftir ítarlegum upplýsingum um stöðu fram- kvæmda í viðkomandi skólum, ásamt því hvaða áhrif þær hefðu á skólastarfið, nemendur og starfs- fólk. Vilhjálmur segir að foreldrar barna í Klébergsskóla hefðu í sum- ar lýst áhyggjum sínum yfir fram- kvæmdunum og áhrifum þeirra á skólastarfið, þegar hann mætti einn borgarfulltrúa á sumarhátíð hjá íbúafélaginu. Hann hefði þá talið þær áhyggjur óþarfar enda var búið að lýsa yfir að skólinn yrði tilbúinn fyrir skólasetningu. „Það er ótrúlegt að þetta skuli síðan gerast fjórða árið í röð,“ seg- ir Vilhjálmur sem bíður svara borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Frestun setn- ingar Klébergs- skóla ótrúleg „ÞAÐ kemur mér mjög á óvart að þessi dráttur hafi orðið og ég harma það mjög,“ segir Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur um það að setning Klébergsskóla á Kjalarnesi dróst um eina viku en þetta er fjórða ár- ið í röð sem kennsla dregst vegna framkvæmda við skólann. „Á fundi fræðsluráðs 22. ágúst bauð ég sérstaklega fulltrúum Fasteignastofu til að gera grein fyrir stöðu mála í upphafi skóla- árs,“ útskýrir Stefán Jón. „Þar kom skýrt fram að hvergi væri kreppa í uppsiglingu vegna bygg- ingaframkvæmda. Fræðsluráði var þó gert ljóst að skólastjóri Klé- bergssskóla hefði beðið um tveggja daga frestun á skólasetn- ingu og var látið gott heita enda innan skekkjumarka. Hitt lít ég mjög alvarlegum augum ef satt er að ekki hafi verið hægt að hefja kennslu fyrr en viku síðar en ætl- að er. Ég mun beina því til stjórn- ar Fasteignastofu að taka málið upp, enda rétti vettvangurinn, til að upplýst verði hvað brást svona illa, sé það málið. Ég tel óvið- unandi að svona sé staðið að, sér- staklega þar sem reynt hefur illa á þolrif þeirra í Klébergsskóla áð- ur.“ Stefán Jón Hafstein Óviðunandi að svona sé staðið að málum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.