Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SJÓRINN HITNAR Sjórinn við Ísland var um 2-3 gráðum heitari í ágúst en hann var að meðaltali í sama mánuði síðustu þrjátíu ár, samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar. Áhrif á líf- ríkið eru talin líkleg, t.d. hefur út- breiðsla ýsu og skötusels aukist en hrun orðið í hörpudisksstofninum. Keypti fyrir 1,5 milljarða Íslandsbanki keypti fyrir 1,5 millj- arða í Fjárfestingarfélaginu Straumi í gær og jók þar með hlut sinn um 7,7%. Bankinn átti fyrir 17,3% hlut í félaginu en á nú fjórðung. Tilnefndir í Evrópu Dagur Kári Pétursson og Tómas Lemarquis hafa verið tilnefndir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir árið 2003. Dagur Kári er til- nefndur sem besti leikstjóri fyrir mynd sína Nóa albínóa og Tómas sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir sömu mynd. Treg til að aðstoða Bandaríkjastjórn reynir að fá fleiri ríki til að taka þátt í kostn- aðinum við uppbyggingu í Írak en þau virðast ekki tilbúin til þess. Út- flutningstekjur Íraka eru mun minni en gert var ráð fyrir og útgjöld Bandaríkjamanna margfalt meiri. Neikvæðir heilsutæpari Bandarískir vísindamenn telja að bölsýnismenn séu viðkvæmari fyrir sjúkdómum en annað fólk en þeir hafa rannsakað tengslin á milli nei- kvæðni og sjúkdóma hjá fólki með afar flóknum hætti. Þjónustuaðili fyrir öryggis- og þjófavarnarbúnað frá DIRECTED. VIPER á Íslandi FLOKKUN BÍLA  AKSTURSÍÞRÓTTIR  SJÁLFLEGGJANDI BÍLL  S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! SUZUKI IGNIS SPORT – RALLÆTTAÐUR SMÁBÍLL  SUZUKI RMZ  EKUR FORMÚLA 1 BÍL  NÝR GOLF OG ASTRA Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Viðskipti 12 Minningar 30/35 Erlent 14/16 Kirkjustarf 35 Höfuðborgin 17 Bréf 36 Akureyri 18 Staksteinar 39 Suðurnes 19 Dagbók 38/39 Landið 20 Fólk 44/49 Listir 21/23 Bíó 46/49 Umræðan 24/25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * Spennandi tækifæri Til leigu húsnæði fyrir apótek og heilsuvörur Í Egilshöllinni er lögð áhersla á íþróttaiðkun, afþreyingu og ýmsa þjónustu. Áhugasamir vinsamlega hafið samband í síma 568 9600 eða pall@egilshollin.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H O L 21 95 9 0 9/ 20 03 Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir blað Suðurfrétta, Ljósanótt í Reykjanesbæ 2003. Blaðinu er dreift á höfuðborgarsvæðinu. EINN eftirlitsmanna Landsvirkjun- ar með framkvæmdum við Kára- hnjúkavirkjun, Páll Ólafsson, segir að þau 122 herbergi sem Impregilo hafi ætlað sér að hafa tilbúin í vinnu- búðunum 1. september sl. hafi verið tilbúin þann dag, en ekki 68 herbergi eins og verkalýðsfélög í samráðs- nefnd um virkjanasamning hafa haldið fram. Páll segir að einhver misskilning- ur hafi komið upp milli manna. Síð- astliðinn föstudag hafi 54 herbergi af þessum 122 verið tilbúin og því 68 herbergi eftir. Tekist hafi að ljúka verkinu um helgina og áætlun Imp- regilo því staðist. 122 herbergi voru tilbúin 1. september Vinnubúðir Impregilo VERÐ á svokölluðu barnamagnýli er margfalt hærra á hvert milligramm en verð á hefbundnu Magnýli. Barnamagnýl er aðallega notað af mið- aldra eða eldra fólki til blóðþynningar, og dregur úr hættu á blóðtappa og kransæðasjúkdómum, en hefbundið Magnýl er frekar notað sem verkjalyf. Samkvæmt upplýsingum frá lyfsölum munar verulega á verðinu á barnamagnýli og venjulegu Magnýli. Sem dæmi má nefna að 100 töflur, 150 mg af barnamagnýli kosta 769 kr. í stórri lyfja- keðju á meðan 100 töflur, 500 mg af hefðbundnu Magnýli kosta 618 kr. Hver 100 milligrömm af barnamagnýli í þessum umbúðum kosta því um 513 kr. á móti 124 kr. fyrir hver 100 mg af hefð- bundnu Magnýli. Barnamagnýl kostar því um fjórfalt meira en hefðbundið Magnýl. Björn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Delta, sem framleiðir barnamagnýlið, segir ástæðurnar fyrir þessum verðmun skýrast af markaðslögmálum. „Þetta fer eftir sölu, þetta fer eftir hreyfingu í verslunum og fleiru.“ Hann segir að hvert lyf þurfi að halda uppi ákveðnum kostnaði við gæðaeftirlit og þróun, og hvað Magnýl varðar hafi sú ákvörðun verið tekin að láta barnamagnýl taka stærri hluta þess kostn- aðar en hefbundið Magnýl til að halda verðinu á verkjalyfjunum niðri. Nota má venjulegt Magnýl í stað barnamagnýls Björn bendir á að það sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir sem venjulega nota barnamagnýl kaupi frekar venjulegt Magnýl og taki u.þ.b. einn þriðja af töflu í stað einnar barnamagnýltöflu. Hann segir þó að ekki sé rétt að segja að hefð- bundið Magnýl sé undirverðlagt, eða barna- magnýlið verðlagt of hátt, og segir svipuð lögmál gilda um þetta og mismunandi stærðir gosum- búða: „Þá er það verðlagt eftir því hvað markaður- inn ber í hvert skipti.“ Björn segir mun meiri sölu í barnamagnýlinu en því hefðbundna, en þvertekur fyrir að það sé verð- lagt of hátt. Ef lækka ætti verðið á barnamagný- linu þyrfti að hækka verðið á hefðbundnu Mag- nýli. Hann neitar því að skýringanna sé að leita í því að meiri samkeppni sé á verkjalyfjamarkaði: „Hún [samkeppnin] er þá aðallega við okkur sjálf. Við seljum flest söluhæstu verkjalyfin á markaðin- um.“ Hvert milligramm er klárlega dýrara í barna- magnýlinu, segir Björn, „það er bara með þetta eins og flesta aðra verðlagningu að hún er ekki eingöngu byggð á grunnframleiðslukostnaðinum. Það er talsverður kostnaður við umbúðir, gæða- eftirlit og fleira og hvert lyf verður að bera þann kostnað, honum er ekki deilt út á hvert milli- gramm.“ Barnamagnýl fjórfalt dýr- ara en hefðbundið Magnýl JÓN Arnór Stef- ánsson körfuknatt- leiksmaður skrifaði í gærkvöldi undir samning um að leika með Dallas Mavericks í banda- rísku atvinnu- mannadeildinni í körfuknattleik, NBA, að því er AP- fréttastofan greindi frá. Dallas lék í vor til úrslita um bandaríska meist- aratitilinn gegn San Antonio Spurs en tapaði þeirri rimmu. Jón Arnór til Dallas Jón Arnór RYKMISTUR ofan af hálendinu norðan Vatnajökuls lagðist yfir stóran hluta Austfjarða í suðvest- lægri átt síðdegis í gær. Á skömm- um tíma dró fyrir sólu en birti aft- ur til er líða tók að kvöldi. Einmunablíða hefur verið víða á Austfjörðum að undanförnu, logn og hiti um og yfir 20 gráður. Á tímabili var mistrið svo mikið, að sögn fréttaritara Morgunblaðsins á Neskaupstað, að skyggni var ekki nema tveir til þrír kílómetrar hið mesta. Á Eskifirði lýsti lög- reglan því svo að svört þoka hefði lagst yfir bæinn og ekki verið hægt að sjá hann úr Hólmaháls- inum fyrir rykmekki. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Mistur yfir Austfjörðum HANNES Hlífar Stefánsson stór- meistari tryggði sér fimmta Ís- landsmeistaratitilinn í gærkvöldi er hann lagði Róbert Harðarson í tíundu og næstsíðustu umferðinni í landsliðsflokki á Skákþingi Ís- lands. Á sex árum hefur Hannes orðið Íslandsmeistari fimm sinnum og þar af þrjú ár í röð. Hann er nú kominn með níu vinninga af tíu mögulegum á skákþinginu en næstur honum kemur Þröstur Þórhallsson með 7½ vinning. Hannes sagði við Morgunblaðið að titillinn að þessu sinni hefði verið alveg jafnánægjulegur og í fyrri skiptin. Ekki yrði verra að ljúka síðustu skákinni í dag með sigri. Hannes meistari í fimmta sinn Morgunblaðið/Ómar Hannes Hlífar Stefánsson ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.