Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í ÁRDAGA lýðveldisins, nóvember 1944, var í Reykjavík haldin bygg- ingamálaráðstefna. Verkefni ráðstefnunar var að finna út úr því, hvernig byggja mætti við- unandi húsnæði yfir Íslendinga, sem þá voru í miklu húsnæðishraki. Fjár- málafrömuðurinn Aron Guðbrands- son flutti erindi á ráðstefnunni. Aron setti fram þá hugmynd, að stofnað yrði í Reykjavík byggingafélag, sem keypti upp léleg hús við götur eins og Grettisgötu, Njálsgötu og Lindar- götu, þar sem léleg hús væru á stórum lóðum. Eigendur húsanna fengju greitt fyrir eign sína með eins konar húsbréfum, sem hægt væri að nota til að kaupa íbúðir í nýtísku hús- um, sem reist yrðu á svæðinu. Ekki voru allir sem sættu sig við það, að „hið opinbera“ leysti þeirra húsnæð- isvanda. Á kreppuárunum hafði „hið opinbera“ úthlutað ræktunarlöndum í grjóturðum jarðanna Kópavogs og Digraness. Þarna höfðu risið garðskúrar og sumarbústaðir, þar sem þeir huguð- ustu af þeim húsnæðislausu höfðu bú- ið sér samastað. Þessir landnemar stofnuðu Framfarafélag, sem bauð fram lista til sveitarstjórnar í kosn- ingum 1946. Úrslit þessara kosninga urðu svolítið skrýtin, því listinn fékk fleiri atkvæði en þeir sem kosninga- rétt höfðu í Kópavogi og þar með meirihluta í sveitarstjórn Seltjarnar- neshrepps. Digur sveitarsjóður var í vörslu ráðdeildarsamra íhaldsmanna, sem áttu heima vestur á nesi. Þangað sótti oddviti Framfara- félagsins, Finnbogi Rútur Valdimars- son, peningana. Á heimleið um kvöldið kom Finn- bogi við í sölunefnd setuliðseigna þar sem hann keypti trukk, loftpressu og skurðgröfu. Þegar í stað var byrjað að grafa fyrir holræsum og vatns- leiðslum. Ráðdeildarmennirnir á Sel- tjarnarnesi hringdu í Ólaf Thors for- sætisráðherra og sögðust ekki vilja vera í neinum fjármálatengslum við villimenn. Ólafur brá við skjótt, lét hann skipta hreppnum í tvennt og sendi Seltirningunum 60% af sjóðn- um digra til baka aftur. Með þessu var kominn Kópavogshreppur. Ein- hver draugagangur sem var í kring- um sveitarstjórnarkosningarnar 1954 varð þess valdandi að enn á ný var leitað til Ólafs ráðherra. Til að losna við leiðindi lét Ólafur breyta þessum hrepp í kaupstað, með eigin sóknar- presti, héraðslækni, lögregluliði og byggingafulltrúa. Byggingafulltrúinn átti teikningasafn og seldi húsnæðis- lausu fólki ljósrit úr safninu, á vægu verði. Af öllu baslinu voru nokkrir af landnemunum komnir með nokkurs konar byggingaáráttu. Byggðu og byggðu, blokkir, raðhús, einbýlis- og verslunarhús, seldu hverjum sem kaupa vildi. Einn byggði verslunar- miðstöð svo langt úti í auðninni að íbúðarbyggðin náði ekki þangað fyrr en hálfum öðrum áratug seinna. Á meðan beðið var eftir kúnnunum voru bara framleidd húsgögn í verslunar- miðstöðinni. Nú er byggðin í Kópa- vogi farin að nálgast Elliðavatn og með því allt nothæft byggingarland að verða búið. Þessir ofureflismenn munu ekki hætta að byggja. Þeir munu framlengja Kársnesið út í Skerjafjörðinn. Kópavogur verður í framtíðinni tengdur úthafinu með skipaskurði eins og Rotterdam. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, 105 Reykjavík. Kópavogur Frá Gesti Gunnarssyni tæknifræðingi: ÞESSA dagana er vetrarstarfsemi í félagsheimilum eldra fólks í Kópa- vogi, Gjábakka, Fannborg 8 og Gull- smára, Gullsmára 13 að fara af stað. Á morgun, fimmtudaginn 4. sept. kl. 14.00 munu þeir hópar sem hyggjast verða með starfsemi í Gjábakka kynna sína starfsemi. Þá mun fé- lagsstarfið, sem verður á vegum Kópavogsbæjar, einnig kynna starf- semina svo og Félag eldri borgara í Kópavogi, en félagið hefur aðstöðu fyrir félagsstarfið í félagsheimilunum. Kynntir verða ýmsir nýir möguleikar til þátttöku í gefandi og skapandi starfi þar sem lögð er áhersla á sjálf- stæða hugsun og félagsheimilin verða áfram opin frá kl. 9.00 til 17.00 alla virka daga en margir áhugahópar hafa starfað utan þess tíma, enda markmiðið að þar sé sem oftast ljós í glugga. Miðvikudaginn 10. sept. kl. 14.00 verður kynning á vetrarstarfsemi í Gullsmára með svipuðu sniði og í Gjá- bakka. Það verða sífellt viðurkenndari vís- indi að félagsleg þátttaka einstak- linga er þáttur í lýðheilsu og hefur fé- lagsstarfið í Kópavogi þótt afar fjölbreytt og henta vel einstaklingum til að viðhalda starfsemi líkama og sálar og /eða til endurþjálfunar. Svo sýnist að verði einnig á komandi vetri og má rekja þessa þróun að verulegu leyti til áhuga fólksins sjálfs, því allt félagsstarf takmarkast af áhuga þeirra sem það skapa, þ.e. þátttak- endunum sjálfum. Einnig hafa þær ytri aðstæður sem Kópavogsbær hef- ur búið félagsstarfinu, tvö vel búin fé- lagsheimili, ásamt stefnu bæjaryfir- valda að ýta undir frumkvæði og hafna forsjá, haft afgerandi áhrif á þann aukna áhuga einstaklinga sem orðið hefur á starfseminni. Heitt verður á könnunni báða dagana í félagsheimilunum og er fólk hvatt til að koma og kynna sér hvað í boði verður í vetur. Þessar kynningar eru öllum opnar. Heitt verður á könnun- um og hægt að gæða sér á heimabök- uðu meðlæti að hætti félagsheimil- anna. Dagskrár fyrir starfsemina liggja frammi í Gjábakka og Gullsmára í vikunni eftir kynningarnar. Sjáumst! SIGURBJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR, forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í Kópavogi. Vetrarstarfsemin í Gjábakka og Gullsmára Frá Sigurbjörgu Björgvinsdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.