Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2003næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR 40 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ A-RIÐILL 2. deildar í Evrópubik- arkeppninni í frjálsíþróttum verð- ur haldinn á Laugardalsvelli dag- ana 19. og 20. júní á næsta ári. Meðal Íslendinga í keppninni verða Danir, Írar, Lúxemborg- arar og Litháar í karla- og kvennaflokki, Eistar í karlaflokki og Norðmenn Austurríkismenn í kvennaflokki. Síðast var keppni af þessu tagi haldin hér á landi árið 1985. Meðal íþróttamanna sem líklega koma til landsins til þátttöku eruStephane Graf hin austurríska hlaupadrottning, Wil- son Kipketer, heimsmethafi í 800 m hlaupi karla og jafnvel Erki Nool hinn eistneski fjölþraut- arkappi sem er Íslendingum að góðu kunnur. Alls mæta sjö erlend lið til leiks og búast má alls við um 350 erlendum íþróttamönnum auk fararstjóra, þjálfara og annarra aðstoðarmanna, eða alls um 400 manns, auk Íslendinganna. Þessi ákvörðun var kynnt á fundi Evr- ópuþjóða sem haldinn var á und- an þingi IAAF, sem fram fór í París dagana 20.-21. ágúst. „Þetta er stærsta verkefni sem Frjálsíþróttasamband Íslands hef- ur tekið að sér í nærri 20 ár,“ segir Jónas, formaður Frjáls- íþróttasambands Íslands, FRÍ. „Það var kominn tími til að Ís- lendingar tækju að sér verkefni af þessari stærðargráðu auk þess sem það er mikilvægt fyrir okkur keppa á heimavelli til þess að vera fullgildir aðilar í samstarfi þjóða,“ segir Jónas sem reiknar með að um 150 starfsmenn komi að mótinu og kostnaðurinn hlaupi á allmörgum milljónum, sem að hluta til verður greiddur af Frjálsíþróttasambandi Erópu, EAA. „Við höfum átt gott sam- starf við Reykjavíkurborg og ég vænti þess að borgin komi að þessu verkefni með okkur, en eigi að síður er ljóst að þetta kostar þó nokkuð,“ segir Jónas Egilsson, formaður FRÍ. Evrópubikar í frjálsíþróttum á Laugardalsvelli Alfreð er að hefja sjöunda árið sittmeð félagið og á síðustu þremur árum hefur hann krækt í sex titla með liðið. „Ég er með samningsdrög á borðinu heima um að vera við stjórnvölinn hjá félaginu til ársins 2007 og ég á von á að ég skrifi undir það á næstunni enda spennandi tímar framundan. Við höfum verið með sterkt lið undanfarin ár en nú er svo komið að við verðum að endur- nýja hjá okkur og það tekur einhvern tíma. Markmiðið er að byggja upp mjög sterkt lið á næstu tveimur ár- um, lið sem getur náð langt á öllum vígstöðvum. Ég og fjölskyldan kunnum mjög vel við okkur í Magdeburg og allt í kringum liðið er eins og ég vil hafa það – og ég fæ að ráða því sem ég vil ráða,“ segir Alfreð og glottir. Hvers vegna komstu til Íslands með liðið? „Mig hefur árum saman langað að koma með liðið mitt hingað en mótið byrjar of seint fyrir okkur. Hins veg- ar er unglingalandslið Þýskalands að keppa á HM í Brasilíu um þessar mundir og fyrstu leikjum okkar í deildinni var frestað þannig að tæki- færi gafst til að koma hingað. Ég held að skipuleggjendur Opna Reykjavíkurmótsins ættu að færa það aðeins framar þannig að fleiri er- lend lið ættu þess kost að koma og vera með.“ Hvernig verður veturinn hjá ykk- ur núna eftir að Ólafur Stefánsson er farinn? „Veturinn leggst þokkalega í mig. Það voru nokkuð mikil meiðsli hjá lykilmönnum hjá mér í fyrra en nú eru flestir til í slaginn og meðan ungu strákarnir eru í formi lítur þetta ágætlega út. Við erum ekki með sambærilegan mann í stöðunni hans Óla en aðrar stöður eru í fínu lagi. Licu varð nið- urstaðan hjá okkur í þá stöðu til að byrja með, hann hefur staðið sig ágætlega en er hægari en Óli og ekki eins góður leikmaður, en hann á eftir að lagast og venjast boltanum í efstu deild á ný.“ Búinn að finna arftaka Ólafs Það var fullt af mönnum sem komu til greina í þessa stöðu, en enginn þeirra sem ég vildi fá var á lausu. Ég á þó von á að ég gangi frá samningi við framtíðarmann í þá stöðu á næstu dögum – en hann kemur ekki til okk- ar fyrr en á næsta ári. Margir miðlungsleikmenn vildu koma til okkar en þeir vildu fá þriggja ára samning og fullt af pen- ingum, en ég vissi að þeir myndu ekki duga. Licu og Abati verða því að leysa stöðu Ólafs í vetur.“ Hvaða segja spámennirnir um stöðu mála í vetur? „Okkur er spáð í efri hlutanum núna en framan af var okkur spáð neðar. Við höfum leikið ágætlega á þeim mótum sem við höfum tekið þátt í og þess vegna er okkur spáð of- ar núna. Við höfum reyndar þurft að notast við lítinn hóp hingað til þar sem ég er kominn með mjög ungt lið. Af sautján manna hópi eru níu leik- menn 22 ára eða yngri.“ Hvaða lið verða í toppbaráttunni? „Lemgo og Flensburg eru með svipuð lið og í fyrra og hafa heldur bætt við sig þannig að þau verða þarna í efstu sætunum. Önnur lið eins og við, Gummersbach, Kiel og Hamborg eru að endurnýja og byggja upp og það er spurning hvernig þessi vetur verður hjá þeim.“ Handboltinn alls ekki deyjandi íþrótt „Peningurinn er að aukast veru- lega í þýskum handbolta, hann er að færast inn í stórborgirnar á nýjan leik og um leið kemur meira fjár- magn. Ég held að Íslendingar fylgist ekki alveg nógu vel með þróuninni í Evrópu. Maður heyrir nefnilega þá um- ræðu hér á landi að handbolti sé deyjandi íþrótt, en ég er alls ekki sammála því. Handboltinn í Þýska- landi er á mikilli uppleið og er þegar búinn að skjóta íshokkíi og körfu- bolta aftur fyrir sig.“ Hvað með Sigfús, er hann í góðu standi fyrir veturinn? „Fúsi er grennri og kraftmeiri núna en oft áður. Það er samt stöðug barátta hjá honum í þessum efnum. Hann kom dálítið búttaður úr sum- arleyfinu en hefur náð sér mjög vel á strik og er búinn að spila fantavel, nema á Reykjvíkurmótinu – ætli hann hafi ekki verið eitthvað tauga- spenntur að spila hérna heima. Fúsi getur orðið gríðarlega sterk- ur línumaður ef hann heldur rétt á spilunum. Hann þarf meiri stöðug- leika í einkalífinu og þá er ég að tala um mataræði og annað. Atvinnu- mennskan stendur aðeins í nokkur ár og vilji menn standa sig í henni þarf að fórna ýmsu – menn verða að vera atvinnumenn í sér til að ná langt. Til að menn verði stöðugir leikmenn en ekki sveiflukenndir þannig að þeir leiki frábærlega einn daginn og öm- urlega þann næsta þurfa þeir að vera alvöru atvinnumenn í öllu sem þeir gera.“ Þið náðuð frábærum árangri á heimavelli í fyrra, skiptir heimavöll- urinn miklu máli í Þýskalandi? „Það er rétt, heimavöllurinn er mikilvægur í þýska boltanum. Við vorum með besta árangurinn á heimavelli, töpuðum ekki stigi, og á útivelli vorum við með þriðja besta árangurinn. Það er mjög erfitt að spila á útivelli í Þýskalandi. Fullar hallir af áhorfendum sem taka virkan þátt í leiknum og dómararnir verða frekar hliðhollir heimamönnum á lokakafla leikjanna. Ég segi stundum að til að eiga möguleika á að vinna á útivelli verði maður að hafa fimm marka forystu þegar fimm mínútur eru eftir – þá fyrst á maður mögu- leika.“ Nú ert þú að byggja upp framtíð- arlið, sérðu enga Íslendinga í því liði? „Maður er alltaf að skoða – alltaf með augun opin fyrir góðum leik- mönnum. Ég er að safna að mér hæfileikaríkustu mönnum sem völ er á, mönnum sem falla inn í þá mynd sem ég er með af liðinu mínu eftir tvö ár. Einnig er mikið af leikmönnum sem kemur upp úr yngri flokkunum hjá okkur, annar flokkurinn okkar hefur til dæmis unnið titilinn í mörg ár. Mínir leikmenn eru uppistaðan í unglingalandsliðum Þýskalands þannig að það er bjart framundan. Það er hins vegar líka á hreinu að ég fylgist vel með því sem er að gerast, bæði hér heima og annars staðar. Það er alltaf pláss fyrir góða leik- menn, hvort sem þeir koma núna, eftir tvö ár eða jafnvel þrjú ár. Það er mikið af efnilegum strákum hér heima en það vantar einna helst meiri hæð. Skytturnar sem ég sé hér eru um 190 sentimetrar, fljótir og snöggir, en víða úti eru tveggja metra menn sem eru jafn fljótir og snöggir,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg. Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handknatt- leiksliðsins Magdeburg, var hér á landi um síðustu helgi með lið sitt. Í samtali við Skúla Unnar Sveinsson kemur fram að hann stendur á nokkrum tímamótum með liðið, er að byggja upp ungt lið sem hann ætlar að gera að stórveldi. Morgunblaðið/Kristinn Alfreð Gíslason fylgist með leik sinna manna á Opna Reykja- víkurmótinu um síðustu helgi og landi hans og lærisveinn, Sig- fús Sigurðsson, situr á varamannabekknum. Það eru spenn- andi tímar framundan skuli@mbl.is

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 237. tölublað (03.09.2003)
https://timarit.is/issue/251649

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

237. tölublað (03.09.2003)

Aðgerðir: