Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í NIÐURLAGI síðasta Sjónspegils kemur fram það álit hjá hinum mikla ameríska listaverkasafnara Grenville L. Winthrop, að sam- þjöppun og hámark fegurðar í list- um „culmination in Beauty“ markist af einfaldleika, hlutföllum, stig- mögnun, jafnvægi og samræmi. Við þetta hefði að ósekju mátt bæta hugtakinu um kraftbirt- inginn, því án hinnar sérstöku framstreymandi undiröldu sem afmörkuð og opin útgeislunin ber í sér, væru allir samanlagðir þættirnir lít- ilsgildir. En kraftbirtingurinn einn og sér er svo ei heldur nóg ef hitt kemur ekki til sem og tilfinningin fyrir niðurskipan allra mikils- verðra þátta í tilorðn- ingu myndheildar á tvívíðum fleti eða þrí- víðu formi þegar höggmyndin er ann- ars vegar. Og þar sem teikningar Leon- ardos voru á dagskrá væri freistandi að halda því fram, að allir þessir þættir sameinist í hinu nafnkennda rissi fjöllistamannsins; Guðsmóð- urinni með barnið, heilagri Önnu og skír- aranum barnungum, sem hann útfærði sirka 1508. Myndin sem er í Þjóðlistasafninu í Lund- únum er 141 sm. að hæð og 104 að breidd, unn- in í koli að viðbættu hvítu og svörtu kalki, og ein og sér fullgild ástæða til Lundúnafarar, jafnt frá Reykjavík, Tokyo, Singapore sem Seattle. Óravíddir frá rissinu stóra, sjálfri birt- ingarmyndinni, í mikið smækkaða ljósmynd, enda hnykkti mér við er ég leit það augum fyrst. Nálgast það síðan jafnaðarlega er ég á leið á safnið ekki síður en málverk Veermers, Pieter de Hochs og Saenredams að ógleymd- um hinum einstaka rýmiskassa Samuel van Hoogstratens í nágrenninu, sem segir ekki svo lítið hvernig þessir meistarar nálguðust við- föng sín. Pentverkin opinbera okkur málaralistina í sinni tærustu mynd eins og hún hefur verið skilin og meðtekin í aldir, eldast ekki nema að árum frekar en rýmiskassi Hoogstratens. Að- skiljanlegustu tilbrigði við hann með götunum sem menn kíkja inn um má nefnilega sjá á sýn- ingum hörðustu núlistamanna dagsis hvar sem þá ber niður. Að sjálfsögðu hefur heimurinn tekið miklum stakkaskiptum síðan þessir meistarar voru uppi, og tæknilega séð hefur framþróunin síð- ustu hálfa öld verið hraðari en í nokkurn annan tíma. Á hverjum einum áratug hafa nýjar kyn- slóðir fæðst inn í heim merkjanlega frábrugðn- um þeim fyrri, samtímis og stigmagnandi hafa þær átt erfiðara með að setja sig inn í und- angengin tímabil og lögmál arfleifðarinnar. Sýnu lakara að samtímin hefur ekki ætlast sérstaklega til þess, sé tekið mið af seinni tíma uppeldisfræðum víðast hvar og hinum hörðu gildum samþættingar á alþjóðavísu með mið- stýrðar neysluvenjur og /eða samfélagsrýni á oddinum. En eins og lagt hefur verið útaf í und-angengnum pistlum, hefur hér orð-ið nokkur umsnúningur ef ekki séfastar að orði kveðið, mjúku gildin rutt sér fram eftir að kalda stríðinu lauk, fjöld- inn um leið orðið meðvitaðri um vistkerfið. Megintilgangur Lundúnafarar minnar var að setja mig betur inn í þessi mál, vera hér með á nótunum í beinu sjónmáli með skoðun Art Deco sýningarinnar ásamt því helsta sem er efst á baugi. Í þá veru allt eins mögulegt að nema púlsinn og á hinum miðstýrðu risafram- kvæmdum er hafa fjarlægst og fórnað kjarna myndlistarinnar fyrir fjöltækni og beinan sam- félagslegan áróður með áherslu á hið almenna og hversdagslega. Seint hefði mönnum komið til hugar að jafn algjör viðhorfsbreyting yrði á hlutunum og heimurinn hefur staðið frammi fyrir eftir lok kalda stríðsins. En hefur það ekki einmitt og jafnaðarlega farið á þann veg í samtímalistum, að sjálf atburðarásin gengur fyrr eða síðar þvert á alla spádóma og tilraunir til miðstýr- ingar? Menn eru að horfast í augu við, að margt sem áður var útskúfað sem gamalt og úrelt og rutt skyldi út af borðinu er óforvar- endis orðið nýtt og ferskt, hvort sem þeim lík- ar betur eða verr. Fortíðin sem risin upp úr öskustó máttug og forvitnileg, einmitt fyrir til- stilli hátækninnar og nú síðast kenningarinnar um kalda atómið sem umbyltir tímahugtakinu, hvað sé fram og hvað aftur, og vekur upp ótal nýjar og áleitnar spurningar. Mikilsverðustu og mest spennandi fréttir í fjölmiðlum eru fyr- ir marga ekki þær sem herma af því sem í núinu skeður í mannheimi, heldur nýjum upp- lýsingum um tilorðningu og þróun lífs frá upp- hafi vega, sem hlýtur að hafa áhrif á hugs- unarhátt hvers vakandi manns. Gefur auga leið að mannfjöldinn virðist stöðugt þéttast í náttúrusögusafninu í Lundúnum, svo og vís- indasafninu við hliðina. Ég er einn þeirra sem upplifði eitt harðasta skeið kjörorðs módernismans; í listum liggur engin leið til baka, er alls ekki saklaus af að hafa hrifist með og förlast sýn til annarra átta um stund. En nú hefur síðmódernisminn ræki- lega valtað yfir hinn hljómmikla og sannfær- andi framslátt, þótt hugtakið sem menn þekkja best undir nafninu, postmódernismi, sé umdeilt og svífandi, skilgreiningarnar ósam- hljóða. Að svo komnu geta listamenn kinn- roðalaust leitað til fortíðarinnar og tekið myndefni úr sarpi hennar sér til handargagns, þurfa ekki lengur að læðast með veggjum fyrir það eitt að dást að list gærdagsins. Má jafnvel halda því blákalt fram að það hafi verið gulag listamanna strangflatatímabilsins, að ekki mátti sjást neitt þekkjanlegt í myndum þeirra og þeir sem viku af leið útskúfaðir sem svik- arar. Virkar nokkuð þversagnakennt er litið er yfir sviðið, einkum í ljósi þess að frumformin sem þeir voru að glíma við eru undirstaða lífs í alheimi, og vel að merkja búa þessi hreinu og skýru grunnform ein og sér yfir mikilli fegurð í hreinleika sínum og algjörleika. Hinn ein- strengnislegi og lokaði heimur átti svo eðlilega ekki við alla þá sem gerðust hér meðreið- arsveinar til að teljast fullgildir í meintum nú- listum dagsins, lokuðu sig um leið inni í búri einstrengni og haturs, náðu ekki áttum, dæm- in ófá nærtæk og sorgleg. Listamönnunum sást yfir, að þeir voru í raun og veru hlekkjaðir í fjötra kalda stríðsins og höfðu lokað að sér öllum útgönguleiðum, en sem jafnan báru tímarnir um leið í sér kím og vaxtarbrodd hinnar fullkomnu andstæðu. Um að ræða óformlega málverkið, Art informel, þótt það ætti erfiðara uppdráttar einkum á einangruðum norðurslóðum, en braust svo út í fullu veldi ásamt abstrakt expressjónism- anum, hinu svonefnda átakamálverki, action painting, og tassismanum, slettumálverkinu. Popp listin setti loks heldur betur strik í reikn- ingin og umturnaði öllum viðteknum gildum, boðaði að neista þess háleita væri einnig að finna í hversdagslegum hlutum neysluþjóð- félagsins, jafnvel rusli, sem svo aftur fæddi af sér list fátæklegra hluta, Arte povera og upp- hafningu niðurrifsins sem og hins for- gengilega; Fluxus. Eðlilegt að hin hröðu umskipti undangeng- inna ára hafi komið róti á listheiminn, engin séstök stefna ofaná um nokkurt skeið nema ef vera skyldi hin hreint þjóðfélagslega á mið- stýrðum stórsýningum eins og þeim síðustu í Kassel og Feneyjum. Hvorug speglar á hlut- lægan hátt þverskurð samtímalista í heiminum öllu frekar þröng og afmörkuð viðhorf sýning- arstjóranna enda hafa fjölmargir listamenn hafnað þessari þróun. Segja hana ekki geta gengið nema með hávaða, látum skrumi og sjónhverfingum er leiði hugann að fjölleika- húsum, tívolí og disneylöndum. Tilvitnunin ekki alfarið mín heldur að hluta tekin úr virt- um listtímaritum. Hvernig sem á málið er litið er holltað beina augunum til fleiri átta viljimenn fá sannverðuga yfirsýn, umþað virðist margur meðvitaður sé tekið mið af sókn þeirra sem hjarta hafa fyrir myndlist á söfn og sýningar í heimsborgunum. Hjartað sló þannig með fínum og virðulegum takti á sýningunni úr safni Grenville L. Winthrop í kjallarasölum Sainsbury Wing, en eitthvað var þetta hrárra og múgkenndara komið yfir Waterloobrúna. Þarnæst sveigt til vinstri og gengið framhjá hinu risastóra Par- ísarhjóli, og komið að County höll, nýju aðsetri hins nafnkennda Saatchi samtímalistasafns. Þegar þetta er skrifað er að ljúka sýningu á verkum Damien Hirst, jafnframt margt annað til sýnis úr safneigninni, listamaðurinn þó án efa vel kynntur á staðnum í framtíðinni líkt og aðrir skjólstæðingar listpáfans. Áður hafði mér verið gengið inn á stóra sýningu á verkum Salvadors Dalis á sama svæði, alveg við Par- ísarhjólið stóra, augu Lundúna. Viðamikil skrítin og skrumkitskuð sýning sem gefur naumast rétta mynd af listamanninum þótt þarna væri margt frægra verka. Á neðri hæð var sýning á fjölda ætimynda Picassos, þar sem rissgáfa hans nýtur sín til fulls, og innan um þær leið mér öllu betur, var þó lygilegt sé aleinn góða stund. Uppi var allnokkuð af fólki og þegar ég var á leiðinni út tók ég eftir þriðju sýningunni, sem hafði með Marilyn Monroe og ímynd hennar í augum myndlistarmanna að gera. Er ég hugð- ist skoða hana kom starfsmaður hlaupandi og krafði mig um aðgangseyri, hér dugðu nefni- lega engir blaða- né alþjóðlegir passar og hrökk ég þá undan. Sama skeði um sýningu Damien Hirst, engir passar teknir gildir, af- greiðslufólkið stíft og yfirlætisfullt, og þar sem liðið var á daginn og ég tekinn að þreytast hélt ég heim á leið. Til umhugsunar og nánari skilgreiningar, að einungis inn í sýningarsali drottningar í Buck- ingham höll og í County Hall skyldi þetta koma fyrir mig í heimsborginni og harla ólíku saman að jafna, annars vegar hundraða millj- arða virði í dýrgripum en hins vegar hörð markaðsvæðing róttækra og umdeildra nú- lista. Mætti úthvíldur á staðinn daginn eftir og fékk þá öllu vinsamlegri móttökur hjá ynd- isþokkafullri dömu í miðasölunni og skoðaði sýningu Damien Hirst og Saatchi-safnið í bak og fyrir. (Frh.) Heitt og kalt Leonardo da Vinci: Guðsmóðirin með barnið, með heilagri Önnu og skíraranum barnungum, sirka 1508, kol. ásamt svörtu og hvítu kalki. Þjóðlistasafnið, Lundúnum. Tracey Emin: Rúmið mitt, 1998, dýna, lín, koddar og ýmsir tilfallandi hlutir. Saatchi-safnið, Lundúnum. Verkið var tilnefnt til Turner-verðlaunanna árið 1999. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.