Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 11 ALLS voru komnir 220 laxar á land úr Flekkudalsá í Dölum á hádegi mánudags og var þá holl að ljúka veiðum með fjórtán laxa, m.a. nokkra nýrunna. Þetta var allt fal- legur smálax og fáir boltar hafa veiðst í ánni í sumar. Að sögn veiðimanna sem voru að koma úr Flekkunni er mikill lax í henni og heildartalan væri ugglaust hærri ef ekki hefðu komið til þurrk- arnir miklu í júlí. Eingöngu er veitt á flugu í Flekkudalsá og á hluta veiðisvæðisins, ofarlega í svokallaðri Tunguá, eru afar nettar aðstæður, lítið vatn og hyljir sem þarf að skríða að, og þar hafa menn jafnvel verið að veiða laxa með silungsveiði- brögðum, m.a. með því að veiða með Peacock-púpu andstreymis. Góð tala í Laugardalsá Veiði er nú lokið í Laugardalsá við Djúp samkvæmt fregnum frá leigutakanum, fyrirtækinu Lax-á, og var útkoman mjög góð. Alls veiddust 342 laxar í ánni og var mikill fiskur í henni er henni var lokað. 319 laxar veiddust í sjálfri ánni, en 23 til viðbótar í Laugar- bólsvatni, sem áin fellur úr. Mjög góður veiðistaður er einmitt við út- fall árinnar, nefndur Affall. Í ann- arri á í Djúpinu, Langadalsá, er enn veitt. Hún er lakari laxveiðiá en eigi að síður drjúg í góðu ári. Fyrir skemmstu voru komnir um 120 lax- ar á land úr ánni og talsverður lax víða í henni. Reykjan lífleg Á sjötta tug laxa hefur veiðst í Reykjadalsá í Borgarfirði og er drjúgur tími eftir, en september gefur oft vel í ánni. Samkvæmt fréttum frá Stangaveiðifélagi Kefla- víkur, sem hefur ána á leigu, er tals- vert af laxi í ánni og er hann vel dreifður. Laxinn til þessa er allur smár, sá stærsti aðeins níu pund, og þykir mönnum það fúlt því Reykja- dalsá er þekkt fyrir stóra laxa. Laxar á silungapúpur Guðni B. Guðnason með 20 punda hæng úr Presthólma í Laxá í Aðaldal. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ telur sig ekki hafa brotið lög um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins að því er varðar tímabundnar ráðstaf- anir í embætti ráðuneytisstjóra. Ger- ir ráðuneytið athugasemdir við þann málflutning BHM að leggja að jöfnu embætti ráðuneytisstjóra við ráðn- ingu í stöðu sérfræðings samgöngu- ráðuneytisins í Brussel, líkt og fram kom í Morgunblaðinu á sunnudag. Telur ráðuneytið að ekki gildi sömu ákvæði laga um t.d. ráðningu, lausn, réttindi og skyldur að því er varðar annars vegar embættismenn og hins vegar aðra starfsmenn rík- isins. Berglind Ásgeirsdóttir var ráðuneytisstjóri félagsmálaráðu- neytisins þar til í september á síðasta ári er hún fór til starfa fyrir Íslands hönd sem einn aðstoðarforstjóra OECD. Fékk hún leyfi frá störfum sem ráðuneytisstjóri í ráðningartíma hennar hjá OECD, eða í tvö ár. Í til- kynningu ráðuneytisins segir að tveggja ára leyfi sé undantekning frá þeirri meginreglu laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að leyfi séu að jafnaði ekki veitt lengur en eitt ár í senn. Fyllilega lögmætar ástæður séu hins vegar fyrir tveggja ára leyfi í þessu tilviki. Hermann Sæmundsson, skrif- stofustjóri í ráðuneytinu, var settur ráðuneytisstjóri frá og með 15. októ- ber 2002 til eins árs, þ.e. til og með 14. október næstkomandi. Segir í til- kynningu félagsmálaráðuneytisins að lög um réttindi og skyldur ríkisstarfs- manna séu ekki eins afdráttarlaus um skyldu til að auglýsa embætti laus til umsóknar eins og ráða megi af frétta- flutningi af málinu. Í lögunum sé að finna undantekningar og eigi þær eingöngu við um embætti en ekki önnur störf hjá ríkinu. Ráðuneyti telur sig ekki hafa brotið lög BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin 3ABN hefur verið í loftinu á Ís- landi síðan í nóvember. Hjónin Unnur Halldórsdóttir og Kristján Friðbergsson hafa haft veg og vanda af því að færa landsmönnum þessa stöð og er það þeirra von að hún nái útbreiðslu um allt land. „Við byrjuðum að senda út sjón- varp í nóvember og útvarp í maí síðastliðnum. Þetta er bandarísk stöð sem við tökum niður frá Bandaríkjunum og sendum svo út á höfuðborgarsvæðinu. Breiðband- ið sendir út sjónvarpið á rás 8, en útvarpið er sent út á rás sem við höfum, FM 103,7. Stöðin er kristi- leg, en hún er allt öðruvísi en aðr- ar kristilegar stöðvar sem við höf- um kynnst hér á landi,“ segir Kristján. Hann leggur áherslu á að stöðin sé menningarstöð, sem sendi út þætti um margvísleg efni. Þarna eru þættir um heilbrigt líferni, að- ferðir til að hætta að reykja, mat- reiðsluþættir, leikfimi og barna- tímar, svo fátt eitt sé nefnt. „Síðan er innan um alltaf kristilegt efni, en það er í minnihluta.“ Að sögn Unnar kynntist hún 3ABN þegar hún bjó í Bandaríkj- unum. Þegar hún flutti aftur til Ís- lands fannst henni hana vanta stöðina hingað, svo þau sóttu um leyfi til þess að fá að senda hana út hér á landi. Hún segist vilja leyfa öðrum að njóta þessa uppbyggj- andi efnis með þeim. „Það voru bláfátæk hjón sem stofnuðu stöðina árið 1984. Þau fengu þá hugmynd að stofna sjón- varpsstöð og hafa unnið að því síð- an. Hún er nú komin út um allan heim og er á fjórum gervihnött- um,“ lýsir Unnur, sem fór í heim- sókn í höfuðstöðvarnar síðasta sumar. Hún segir að fjöldi manns starfi við stöðina og margir þeirra í sjálfboðavinnu. Kristján bendir á að félagið Að- ventsýn standi á bak við stöðina hér landi. Félagsmenn eru um sex- tíu, allt áhugafólk um stöðina, og borgar hver þeirra á bilinu eitt til fimm þúsund krónur á mánuði til þess að halda henni úti hér á landi. „Við höfum áhuga á því að sem flestir hlusti á það sem fram fer á stöðinni og reyni að tileinka sér það sem er þeim til góðs. Miðað við það sem við höfum heyrt þennan tíma, efumst við ekki um að stöðin festist í sessi hér á landi.“ Íslensk hjón standa fyrir útsendingum á bandarískri sjónvarpsstöð Morgunblaðið/Arnaldur Hjónin Kristján og Unnur vilja að 3ABN nái útbreiðslu hér á landi. Vilja leyfa öðr- um að njóta upp- byggjandi efnis RUNÓLFUR Óttar Hallfreðsson, skip- stjóri og útgerðar- maður, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 30. ágúst síðastliðinn, 72ja ára að aldri. Foreldrar Runólfs voru Sigurjóna Magnúsdóttir og Hallfreður Guð- mundsson, hafnsögu- maður á Akranesi. Runólfur fæddist í Reykjavík 26. mars 1931, en fjölskyldan flutti til Akraness þegar hann var á fimmta ári. Runólfur byrjaði á trillum 10 ára gamall og 15 ára var hann lög- skráður á línuveiðarann Ólaf Bjarnason, sem var í salt- og kola- flutningum í kringum landið, en eftir það var hann lengst af á sjó. Vorið 1947 fór hann á Svein Guð- mundsson AK sem var byggður fyrir Harald Böðvarsson og var á honum í tvö ár, en 1949 réð hann sig á nýsköpunartog- arann Bjarna Ólafs- son, þar sem hann var í 11 ár að undanskild- um tveimur vetrum í Stýrimannaskólanum. 1956 byrjaði Runólfur sem afleysingaskip- stjóri og vorið 1959 varð hann skipstjóri hjá Haraldi Böðvars- syni. Síðan tók hann við Jörundi II og fór í útgerð með Guðmundi Jörundssyni og voru þeir saman með rekst- ur til 1972. Þá stofnaði hann sitt eigið út- gerðarfyrirtæki og rak það til dauðadags, en hann var jafnframt lengst af skipstjóri á eigin skipum og mikil aflakló. Bjarni Ólafsson AK var fyrsta skip hans og átti hann þrjú skip með því nafni áður en yfir lauk. Eftirlifandi eiginkona Runólfs er Ragnheiður Gísladóttir og eignuð- ust þau fimm börn, sem öll eru á lífi. Andlát RUNÓLFUR HALLFREÐSSON SIGURBJÖRN Sig- tryggsson, fyrrverandi aðstoðarbankastjóri Landsbanka Íslands, lést laugardaginn 30. ágúst síðastliðinn, 84 ára að aldri. Sigurbjörn Sig- tryggsson fæddist á Svarfhóli í Laxárdal í Dalasýslu 17. nóvember 1918, en foreldrar hans voru hjónin Sigtryggur Jónsson, hreppstjóri, og Guðrún Sigur- björnsdóttir, ljósmóðir. Að loknu prófi frá Héraðsskólanum í Reykholti 1937 tók Sigurbjörn kennarapróf 1940 og sótti síðar námskeið fyrir banka- menn í Englandi og fór í námsför til Bretlands, Norðurlanda og Þýskalands. Hann var virkur fé- lagsmaður í Oddfellowreglunni um árabil og á tímabili var hann yf- irmeistari í sinni stúku. Auk þess tók hann þátt í félagsmál- um bankamanna. Sigurbjörn var starfsmaður Lands- banka Íslands frá 1940. Hann var gjald- keri útibúsins á Ísa- firði 1943 til 1945, gjaldkeri í Reykjavík 1945 til 1950, aðal- fulltrúi í gjaldeyris- deild 1951 til 1960, forstöðumaður Aust- urbæjarútibúsins 1960 til 1964 og að- stoðarbankastjóri aðalbankans frá 1964 þar til hann fór á eftirlaun 1988. Eftirlifandi eiginkona Sigur- björns er Ragnheiður Viggósdóttir, en þau gengu í hjónaband 17. nóv- ember 1943 og eignuðust tvö börn, sem lifa föður sinn. SIGURBJÖRN SIGTRYGGSSON EFTIR 1. október nk. verða aurar ekki lengur lögmætur gjaldmiðill hér á landi og frá og með þeim tíma eiga heildarfjár- hæðir sérhverrar kröfu eða reiknings að vera greindar og greiddar með heilli krónu. Seðlabanki Íslands hefur nú innkallað aura, þ.e. 5 aura, 10 aura og 50 aura myntir, og er frestur til að afhenda þessar myntir til innlausnar fram til 1. október næstkomandi. Allir bankar og sparisjóðir eru skyld- ugir að taka við peningunum til þess tíma og láta í staðinn pen- inga, sem ekki á að innkalla. Samkvæmt nýlegri reglugerð verður engum skylt að inna af hendi greiðslu í aurum frá og með 1. október 2003. Eftir sem áður verður heimilt að nota brot úr krónu í útreikningi verðs, en lægri fjárhæð en 0,5 krónur skal þá sleppt og 0,5 krónur eða hærri fjárhæð hækkuð í eina krónu. Seðlabank- inn kallar inn aura OPINN stjórnmálafundur með þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins verður haldinn á Hótel Héraði á Egils- stöðum á morgun, fimmtudag, klukkan 14. Fundurinn hefst með ávarpi Halldórs Ásgrímssonar, for- manns Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, sem ræða mun stjórnmálaviðhorfið. Að því loknu munu þingmenn og ráðherrar flokksins svara fyrirspurnum fundarmanna. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Fundur þessi er haldinn í tengslum við haustfund þing- flokks og landsstjórnar Fram- sóknarflokksins, sem haldinn verður á Egilsstöðum 4. og 5. september. Egilsstaðir Framsókn með opinn stjórn- málafund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.