Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 41 DAVID Beckham missti stjórn á skapi sínu og ætlaði að ráðast á Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir að Fergu- son hafði sparkað skó í búningsher- berginu sem lentu í höfði Beckhams eftir að United tapaði fyrir Arsenal í febrúar. Samkvæmt breska götu- blaðinu Sun segir Beckham að hann hafi aldrei verið jafnreiður á ævi sinni og hann greinir frá því að liðs- félagar hans hafi stöðvað hann við að ráðast á Ferguson. Beckham þurfti aðhlynningu sjúkraþjálfara United- liðsins eftir atvikið en Ferguson baðst afsökunar og sagði að um slys hefði verið að ræða. Hermt er að Ryan Giggs, Gary Neville og Ruud van Nistelrooy hafi komið í veg fyrir að Beckham réðist á Ferguson. Beckham missti stjórn á skapinu ÞÓTT rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hafi notað um 111 millj. punda, jafnvirði 14,5 milljarða króna, til þess að styrkja Chelsea á síðustu vikum, herma fregnir að hann ætli ekki að láta þar við sitja heldur hafi hann eyrnamerkt um 100 millj. punda til viðbótar í bókhaldi sínu til kaupa á leikmönnum þegar opnað verður fyrir kaup og sölur á leikmönnum á næsta ári. Rússinn, sem veit vart aura sinna tal, hyggst láta einskis ófreistað til þess að gera Chelsea að öflugasta félagsliði Evrópu á næstu misserum og árum, keyptir verði þeir leikmenn sem þarf til að koma liðinu í allra fremstu röð. Claude Makedele, nýjasta stjarn- an í herbúðum Chelsea, segist telja að liðið verði á næstunni það besta í Evrópu, næstu ár verði ár Chelsea í evrópskri knattspyrnu og það leysi Real Madrid af hólmi, en það hefur verið sterkasta félagslið Evrópu á undanförnum árum. Makelele kom til Chelsea frá Real Madrid og var m.a. í sigurliði Real sem vann Meistaradeild Evrópu í vor og í fyrra. „Á Spáni var ég í liði sem bar höfuð og herðar yfir önnur, það væri ekki ónýtt að endurtaka leik- inn með Chelsea. Enginn vafi leikur á að leikmannahópur Chelsea er einn hinn besti sem völ er á, hann á möguleika á að vinna allt, bæði í Englandi og í Evrópukeppninni,“ segir Makelele sem telur jafnframt að Chelsea sé alls ekki með síðra lið en Arsenal og Manchester United sem barist hafa um enska meist- aratitilinn síðustu ár. „Það er meira jafnvægi í okkar liði, einkum á miðjunni,“ segir Makalele. Abramovich lætur ekki deigan síga Roman Abramovich FÓLK  FABIEN Barthez, markvörður Manchester United og franska landsliðsins, segist vera sallarólegur yfir stöðu sinni hjá Manchester-lið- inu, en hann hefur ekki leikið með aðalliðinu síðan bandaríski mark- vörðurinn Tim Howard kom til liðs- ins í sumar. Barthez segist eiga góð samskipti við Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóra. „Ég er þolinmóður og veit af fenginni reynslu að það eru bæði til góðar stundir og slæmar í knattspyrnunni,“ segir Barthez. „Ég er alls ekki á leið frá Manchester.“  STEVEN Gerrard verður ekki með enska landsliðinu gegn Make- dóníu í undankeppni EM í knatt- spyrnu nk. laugardag og sömu sögur er að segja af Trevor Sinclair. Gerr- ard er meiddur á ökkla og varð að draga sig út úr enska landsliðinu í gær að sögn Svens-Görans Eriks- sons, landsliðsþjálfara Englendinga. Áður varð Paul Scholes að afþakka sæti í landsliðinu vegna meiðsla.  ERIKSSON vonast hins vegar til að Rio Ferndinand geti teki þátt í leiknum, en hann glímir við meiðsli. Eriksson hefur eigi að síður valið Matthew Upson, varnarmann Birm- ingham inn í enska hópinn.  REIKNAÐ er með að Michael Owen setjist niður með forráða- mönnum Liverpool á næstunni og ræði við þá um nýjan samning við fé- lagið. Owen á enn 22 eftir af núver- andi samningi en Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, óttast mjög að missa Owen frá félaginu og leggur því mikla áherslu á að drög að nýjum samningi verði lögð sem fyrst.  PAUL Gascoigne, fyrrverandi landsliðsmaður Englendinga í knatt- spyrnu, afþakkaði boð um að gerast leikmaður og þjálfari hjá Dundee í Skotlandi. Gascoigne ætlar að leika áfram með Al Jazira í Sádi-Arabíu hvar hann hefur verið síðustu vikur. „ÞAÐ er alltaf hægt að búast við óvæntum úrslitum í fótbolt- anum, en Þjóðverjarnir eru óneitanlega taldir sterkari en við,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari landsliðs Íslands skip- aðs leikmönnum 21 árs og yngri en liðið mætir Þjóð- verjum á Akranesi í á föstudag og hefst leikurinn klukkan 17. Ólafur tilkynnti landsliðshóp sinn á dögunum og kom val hans nokkuð á óvart þar sem sex nýliðar voru í sextán manna hópnum. „Það kom upp sú hugmynd, ef við næðum ekki hagstæðum úrslitum úr leiknum við Lithá- en, að stokka þetta aðeins upp enda ljóst að við komumst ekki áfram úr riðlinum. Því varð það niðurstaðan að breyta nokkuð um lið og sjá hvað kemur út úr því,“ sagði Ólafur. Íslenska liðið tapaði 3:0 í Litháen og hefur tapað öllum fjórum leikjunum og er með markatöluna 8:1 þannig að Ólafur ákvað að gera breyt- ingar. Þjóðverjar taldir sterkari Í dag skýrist hvort Peter Ridsdalekaupir meirihluta í enska 2. deildarliðinu Barnsley, þar sem Guðjón Þórðarson er knattspyrnu- stjóri. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC í gær hittast Rich- dale og Peter Doyle á fundi í dag til þess að ræða kaupin, en svo virðist sem ekkert verði af kaupum Bretans Sean Lewis í samstarfi við Kenny Moyes eins og til stóð um mitt sumar. Doyle, sem haldið hef- ur félaginu á floti síðustu mánuði, segir að því miður hafi stjórn ensku deildakeppninnar ekki samþykkt kaup Lewis á félaginu, kaupin hafi lent á milli stafs og hurðar hjá stjórninni af óþekktum ástæðum. Því verði sennilega ekki af kaupum Lewis á félaginu og hann hafi sætt sig við að sú verði niðurstaðan. Vegna þess að kaup Lewis á Barnsley hafa ekki hlotið náð fyrir augum forvígismanna deildarinnar hefur félaginu verið skorinn afar þröngur stakkur til þessa og það m.a. ekki mátt kaupa leikmenn auk þess sem það fékk ekki keppn- isleyfi fyrr en nokkrum klukku- stundum áður en flautað var til leiks í 2. deild fyrir um mánuði. Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir ágætan árangur til þessa því liðið er nú í 2. sæti deildarinn- ar, einu stigi á eftir forystusauðn- um, Port Vale. Verði af kaupum Ridsdale og fé- laga hans, Patrick Cryne, sem eitt sinn var aðalstyrktaraðili félagsins, er hermt að þeir ætli að greiða upp 5,2 millj. skuld félagsins og þar með verði félagið ekki lengur á „fjárhagslegri gjörgæslu“ eins og það hefur verið undanfarnar vikur. Ekki er ljóst hvort hugsanleg eig- endaskipti hafi áhrif á stöðu Guð- jóns Þórðarsonar, knattspyrnu- stjóra. Allt stefnir í að Ridsdale kaupi Barnsley

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.