Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ  SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, er afar vonsvikinn yfir því að hafa ekki tekist að fá Úkraínumann- inn Sergei Rebrov leigðan til félags- ins áður en frestur til félagsskipta rann út í fyrradag. Rebrov er á samningi hjá Tottenham en var í sumar leigður til Fenerbahce í Tyrk- landi. Allardyce segir að yfirvöldum í Englandi hafi ekki lánast að ljúka nauðsynlegri pappírsvinnu vegna samningsins í tíma, en Rebrov og Bolton höfðu hinsvegar náð sam- komulagi um laun og ýmis persónu- leg atriði.  STJÓRN þýska knattspyrnuliðs- ins Borussia Dortmund hefur óskað eftir því við leikmenn sína að þeir taki á sig allt að 20% launalækkun. Félaginu er nauðsynlegt að lækka kostnað eftir að því mistókst að vinna sér sæti í meistaradeild Evrópu. Flestir leikmenn hafa tekið málaleit- an stjórnarinnar vel, a.m.k. sýnt henni skilning og eru tilbúnir að setj- ast niður og ræða málið.  STEVE Harper, markvörður Newcastle, verður frá keppni um tíma eftir að í ljós kom að hann togn- aði illa í aftanverðum lærvöðva í leik gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeild- inni sl. laugardag.  FRANCO Sensi, forseti ítalska liðsins Roma, segist hafa afþakkað tæplega 25 millj. punda boð, jafnvirði 3,3 millj, króna, frá Chelsea í bras- ilíska miðvallarleikmanninn Emer- son.  PATRICK Viera, fyrirliði Arsenal, segir að takist landa hans, Claude Makalele að sýna sínar bestu hliðar með Chelsea þá verði það til þess að liðið geti keppt við Arsenal um enska meistaratitilinn í knattspyrnu.  NICOLAS Anelka segir að Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Man- chester City, hafi reynt að fá hann ofan af þeirri ákvörðun að hætta að leika með franska landsliðinu. Anelka afþakkaði sæti í franska landsliðinu í fyrravetur við litla kát- ínu Jacques Santini, landsliðsþjálf- ara. Nokkru síðar lýsti Anelka því yfir að hann myndi ekki leika framar með franska landsliðinu. Segir hann þá ákvörðun sína standa óhaggaða.  QUINTON Fortune segir það vel koma til greina að hann gefi ekki kost á sér í landslið Suður-Afríku sem tekur þátt í Afríkukeppni lands- liða snemma á næsta ári ef þátttaka hans í keppninni komi illa við vinnu- veitendur hans hjá Manchester Unit- ed. Á sama tíma og keppnin stendur yfir verða leiknar fjórar umferðir í ensku deildinni og tvær umferðir í bikarkeppninni. Margir Afríkumenn leika í ensku deildinni og hefur þátt- takra sumra þeirra í Afríkukeppn- inni á undanförnum árum valdið titr- ingi á milli liða þeirra og landsliða. FÓLK VALSMENNIRNIR Ármann Smári Björnsson og Sig- urður Sæberg Þorsteinsson voru úrskurðaðir í eins leiks bann af aganefnd KSÍ í gær. Þeir munu því ekki geta leikið gegn Fram 14. september í 17. umferð Landsbankadeildarinnar. Framarar munu ekki heldur geta stillt upp sínu sterkasta liði því Baldur Þór Bjarnason verður í leikbanni. Guðmundur Sævarsson, FH, og Guðjón Heiðar Sveinsson, ÍA, voru einnig úrskurðaðir í eins leiks bann. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, KA, var dæmdur í tveggja leikja bann og hann mun missa af undanúrslitaleik KA og ÍA í bikarkeppninni og leik KA gegn Fylki í 17. umferð efstu deildar. Guðmundur Sævarsson mun ekki geta spilað með FH gegn KR í undanúrslitum bikarkeppninnar en Guðjón Heiðar verður í leikbanni þegar ÍA mætir Grindavík sunnudaginn 14. september í Lands- bankadeildinni. Tveir Valsmenn í banni í 17. umferð Þetta er eitt besta sumar semKeflavík hefur átt. Við höfum spilað marga góða leiki og verið sig- ursælir. Okkur hef- ur í raun gengið mjög vel síðustu tíu mánuði og það er alltaf gaman að vera hjá liði sem er mjög sigursælt,“ sagði Milan. Sérðu fram á að þurfa styrkja lið- ið fyrir næsta sumar? „Það fer eftir því hvort einhverjir leikmenn munu fara frá okkur eftir tímabilið. Ég er með mjög góðan leikmannahóp og ég treysti strák- unum algjörlega til að spjara sig í efstu deild. Það getur samt vel verið að Keflavík muni fá til sín einhverja nýja leikmenn til að styrkja hópinn enn frekar.“ Þið hafið haft mikla yfirburði í 1. deildinni. „Já, við höfum leikið vel í sumar og ég hef verið ánægður með strák- ana. Þeir eru orðnir mjög vanir að sigra og þeir geta ekki hugsað sér að tapa leikjum. Við leikum alltaf á fullum krafti og þó að við séum 3:0 yfir þá slökum við ekkert á. Við höldum alltaf áfram að sækja og við viljum sigra með sem mestum mun. Á æfingum er líka mikil barátta og strákarnir vilja sigra í öllum leikj- um, sama hvort það er á æfingum, í bikarkeppninni eða í fyrstu deild- inni. Við erum byrjaðir að undirbúa okkur fyrir næsta ár og við ætlum að standa okkur vel næsta sumar. Það er alls ekki auðvelt að vinna sér sæti í efstu deild. Mörg lið hafa átt í miklum erfiðleikum með að komast aftur upp í efstu deild eftir að hafa misst sæti sitt þar. Það sem hefur hjálpað okkur á þessu tímabili er hve andinn í liðinu er góður. Liðsheildin í Keflavík er góð og strákarnir hafa frábæran karakter. Ég var lengi atvinnumaður og hef upplifað margt í knattspyrnunni en ég hef aldrei séð jafn samheldan hóp af leikmönnum eins og í Kefla- vík. Strákarnir eru allir góðir vinir og það er virkilega gaman að vinna með þeim.“ Hvort heldur þú að Þór eða Vík- ingur fylgi ykkur upp í efstu deild? „Það er nokkuð ljóst að við í Keflavík ætlum að vinna báða leik- ina sem við eigum eftir og annar þeirra er gegn Víkingum. Við ætl- um okkur að enda með 45 stig í deildinni og það þýðir að við verðum að sigra Víkinga og Njarðvíkinga. Þór á eftir að spila við Stjörnuna í Garðabæ og það verður mjög erfitt fyrir þá að sækja þrjú stig þangað. Ég get vel trúað því að við sigrum Víkinga og Stjarnan vinni Þór. Það er ekki ólíklegt að markatala lið- anna muni útkljá hvort þeirra fylgi okkur upp. Þetta verður mjög spennandi og bæði lið eiga 50% möguleika á að lenda í öðru sæti,“ segir Milan Stefán Jankovic, þjálf- ari Keflavíkur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Keflvíkingar fögnuðu innilega í leikslok á laugardaginn, enda gulltryggðu þeir sér úrvalsdeild- arsætið og sigur í 1. deildinni með því að leggja HK að velli. Frábært sumar hjá Keflavík MILAN Stefán Jankovic, þjálfari Keflavíkur, er virkilega ánægður með frammistöðu liðsins í sumar en Keflavík hefur tryggt sér fyrsta sætið í 1. deildinni þegar tvær umferðir eru eftir og þar með sæti í efstu deild næsta vor. Keflavík hefur haft nokkra yfirburði í 1. deild- inni og það var snemma ljóst að liðið myndi ekki stoppa lengi í næstefstu deild en Keflavík féll úr efstu deild síðasta haust. Eftir Atla Sævarsson Leiðrétting Það var Jökull Elísabetarson sem átti sendinguna í átt að marki Grindavíkur þeg- ar KR-ingurinn Arnar Gunnlaugsson skor- aði fyrsta mark KR gegn Grindavík í fyrra- kvöld, ekki Kristinn Magnússon eins og greint var frá í blaðinu í gær. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. KNATTSPYRNA 3. deild karla Höttur - Víkingur Ó .................................0:1 Helgi Reynir Guðmundsson 15.  Víkingur Ó í 2. deild, 2:0 samanlagt. Númi - Leiknir R.......................................1:4 Ómar Bendtsen 60. - Helgi Pétur Jóhanns- son 2., Róbert Arnarson 43., Einar Örn Einarsson 48., Þórður G. Einarsson 80.  Leiknir R. í 2. deild, 7:2 samanlagt. Spánn Villarreal - Real Madrid ..........................1:1 Sonny Anderson 71. - Nunes 86. Osasuna - Valencia ...................................0:1 Ruben Baraja 46. Real Sociedad - Celta Vigo......................1:1 Darko Kovacevic 38. - Milosevic 63. HJÓLREIÐAR Gunnlaugur Jónasson vann Kambakeppn- ina í götuhjólreiðum sem fram fór á sunnu- daginn. Gunnlaugur kom í mark á 19 mín- útum 45,2 sekúndum. Gunnlaugur hjólaði upp brekkuna með 26,4 km/t meðalhraða og var heildarhækkun um 320 metrar. Í öðru sæti varð Albert Jakobsson á tíman- um 21.16,8 mín., og Árni M. Jónsson þriðji á tímanum 22.20,4. Andri Egilsson sigraði í unglingaflokki á 27.08,0 og í piltaflokki vann Ólafur Mar- teinsson á 22.16,1 sem var þriðji besti tími allra keppenda í ár. Stuðningsmannaklúbbur íslenska lands- liðsins í knattspyrnu stofnaður BÚIÐ er að stofna með formlegum hætti stuðningsmannaklúbb íslenska landsliðsins í knattspyrnu og hefur verið opnuð vefsíða af því tilefni. Slóðin er: http://www.afram- island.is. Markmið klúbbsins eru meðal annars að skapa meiri og betri stemmningu á leikjum liðsins og auka aðsókn á þá, bæði hér heima og erlendis. FÉLAGSLÍF KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild, síðasta umferð: Hásteinsvöllur: ÍBV – KR .........................18 Hlíðarendi: Valur – Þór/KA/KS................18 Ásvellir: Þróttur/Haukar – FH.................18 Stjörnuvöllur: Stjarnan – Breiðablik .......18 Í KVÖLD HELENA Ólafsdóttir landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu hefur valið landsliðs- hópinn fyrir Evrópuleikinn við Frakka mánu- daginn 8. september í Frakklandi. Einn nýliði er í hópnum, Embla S. Grétarsdóttir úr KR. Hópurinn er þannig skipaður að markverð- ir eru Þóra Björg Helgadóttir KR og María Björg Ágústsdóttir Stjörnunni. Aðrir leikmenn eru: Ásthildur Helgadóttir, Malmö, Olga Færseth, ÍBV, Erla Hendriks- dóttir, Köbenhavn, Edda Garðarsdóttir, KR, Laufey Ólafsdóttir, Val, Hrefna H. Jóhann- esdóttir, KR, Dóra Stefánsdóttir, Val, Íris Andrésdóttir, Val, Málfríður Erna Sigurð- ardóttir, Val, Björg Ásta Þórðardóttir, Breiðabliki, Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV, Erna B. Sigurðardóttir, Breiðabliki, Hólm- fríður Magnúsdóttir, KR og Embla S. Grét- arsdóttir, KR. Embla eini nýliðinn í kvennalandsliðinu Helena Ólafsdóttir Víkingur og Leiknir í 2. deild Knattspyrnuliðið Víkingur frá Ólafsvík tryggði sér í gær tilverurétt í 2. deild á næstu leiktíð en liðið lagði Hött á Egilsstöðum, 1.0, í síðari leik liðanna í úrslitum 3. deildar. Víkingar unnu fyrri leik liðanna, 1:0, sem fram fór í Ólafsvík s.l. laug- ardag. Það eru 18 ár síðan Vík- ingar léku síðast í 2. deild en liðið féll úr 2. deild árið 1985. Höttur var í 2. deild síðast árið 1996 er liðið féll það sama ár. Það er lið Leiknis úr Reykjavík sem fylgir Vík- ingum í 2. deild en Leiknir lagði lið Núma, 7:2, sam- anlagt, en Leiknir vann síð- ari leik liðana 4:1. Leiknir féll úr 2. deild s.l. haust en lið Núma er að leika í 3. deild í fyrsta sinn. Leiknir og Víkingur mætast í úr- slitaleik þrátt fyrir að liðin hafi nú þegar tryggt sér sæti í 2. deild að ári. Lið Núma og Hattar mætast í úrslitaleik um 3. sætið. Sindri frá Hornafirði og Léttir úr Reykjavík falla úr 2. deild og leika í 3. deild á næstu leiktíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.