Morgunblaðið - 29.09.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.09.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það er eins gott að það finnist eitthvað bitastæðara en háir vínberjaprísar. Fyrirlestur um Sigvalda Thordarson Áhrifamikill arkitekt HINN 1. októbernk. klukkan 20flytur Albina Thordarson arkitekt fyr- irlestur um föður sinn og kollega, Sigvalda Thord- arson, í Listasafni Reykjavíkur – Hafnar- húsi, en Sigvaldi er af mörgum talinn einn list- fengnasti arkitekt sinnar kynslóðar. Fyrirlestur þessi er haldinn í tengslum við alþjóðlegan byggingarlistardag. Þess má geta að um þessar mundir fagnar byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur tíu ára afmæli sínu með stórri yfirlitssýningu í Hafnarhúsinu. Að fyrir- lestrinum standa Lista- safnið og Arkitektafélag Íslands. Sigvaldi Thordarson fæddist árið 1911 á Ljósalandi í Vopna- firði. Eftir sveinspróf í húsasmíði 1934 fór hann utan til náms í Tekniske Selskabs Skole. Þaðan varð hann byggingafræðingur 1939. Það seiknaði honum í nám- inu að hann fékk berkla meðan á því stóð og var á berklahæli í hálft annað ár. Hann hóf nám í arkitektúr í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn en vegna stríðs- ins fór hann með Esjunni frá Petsamo árið 1940 til Reykjavík- ur og hóf rekstur teiknistofu með Gísla Halldórssyni arkitekt sem með honum hafði stundað nám. Að stríði loknu lauk hann námi sínu ytra og var eftir það for- stöðumaður teiknistofu SÍS 1948–1951 og rak loks eigin teiknistofu til æviloka 1964. En hver er staða Sigvalda Thordarsonar í sögu arkitektúrs Íslands, Albina Thordarson? „Hann var afkastamikill arki- tekt á tiltölulega stuttri starfsævi og eftir hann liggja verk eins og Ægissíða 80, en Húsafriðunar- nefnd friðaði það hús 1999. Þá var það aðeins rétt 40 ára gamalt – þetta segir kannski sína sögu um stöðu hans innan greinarinn- ar. Hann teiknaði mjög mikið af íbúðarhúsum og íbúðarhverfum, t.d. eins og Skeiðarvog og hverfi starfsmanna SÍS við Hlíðargarð í Kópavogi, að ógleymdum keðju- húsunum við Hrauntungu þar í bæ.“ – Hvaða áhrifa gætir mest í hans verkum sem arkitekt? „Hann er fulltrúi módernisma og notaði óhikað liti og nátt- úruleg efni, svo sem grjót- hleðslur og grjótveggi.“ – Hvað fjallar þú aðallega um í fyrirlestri þínum um föður þinn og verk hans? „Ég fjalla um þrjá helstu þætti starfsævi hans, bæði um fyrsta þáttinn í starfsferli hans, þegar hann var með teiknistofu ásamt Gísla Halldórssyni, þá um það tímabil þegar hann veitti forstöðu teiknistofu SÍS, en að sjálfsögðu fjalla ég langmest um síðasta kafla starfsævi hans, frá árunum 1951 og þar til hann dó.“ – Eru helstu verk hans frá síðasta tíma- bilinu? „Helstu verk hans eru frá þeim tíma, svo sem fyrrnefnd hverfi og hús. Mér hefur alltaf þótt til um stöðvarhús Laxárvirkjunar, fjöl- býlishús við Skaftahlíð, einbýlis- hús sem hann teiknaði við Kvist- haga 13 og svo auðvitað að sjálf- sögðu fyrrnefnt hús við Ægis- síðu, sem er friðað. Húsið við Kvisthaga er ekki mjög áberandi núna en það var teiknað fyrir list- málarana Svein og Agnethe Þór- arinsson á sínum tíma. Ægissíðan var teiknuð fyrir Othar Ellingsen forstjóra. Fjölbýlishúsið við Skaftahlíð var teiknað fyrir starfsmenn Stjórnarráðsins um miðjan sjötta áratuginn.“ – Hafði það mikil áhrif á starfs- val þitt að líta til starfs föður þíns? „Auðvitað hafði það áhrif, ég var alin upp á teiknistofu, hann var alltaf með teiknistofuna sína heima eftir að hann hætti hjá Teiknistofu SÍS.“ – Hvaða erlenda arkitekta mat hann mikils? „Hann var mikill aðdáandi franska nútímaarkitektsins Le Courbisier.“ – Berðu verk föður þíns saman við verk annarra arkitekta ís- lenskra í fyrirlestrinum? „Nei, það geri ég ekki, ég lýsi aðeins ævi hans og starfi.“ – Hafði menntun hans sem húsamiður mikil áhrif í hans arki- tektúr? „Hann var góður handverks- maður. Við áttum heima húsgögn sem hann hannaði og lét smíða. Einnig teiknaði hann borðstofu- húsgögn fyrir Helga Einarsson húsgagnaframleiðanda og þau voru framleidd og seld upp úr 1960 og eru enn til á þó nokkrum heimilum.“ – Veist þú hvað hann taldi einna mikilvægast í sínu teikni- starfi? „Hann lagði mikið upp úr handverki og samstarfi við verk- kaupa. Mikið af deili- teikningum fylgdu hverri húsateikningu sem hann vann. Þess má geta að hann teikn- aði töluvert fyrir Raf- magnsveitu ríkisins, auk stöðvarhúss Laxárvirkjunar má nefna stöðvarhús við Gríms- árvirkjun á Héraði, Þverárvirkj- un í Steingrímsfirði, Reiðhjalla- virkjun við Ólafsvík, auk þess sem hann stækkaði fleiri gömul stöðvarhús. Hann teiknaði einnig Héraðssjúkrahúsið á Sauðár- króki og Félagsheimilið í Nes- kaupstað svo eitthvað sé nefnt.“ Albina Thordarson  Albina Thordarson fæddist 1939 í Kaupmannahöfn. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1959 og prófi í arkitektúr lauk hún frá Listaháskólanum í Kaupmanna- höfn árið 1966. Hún rekur eigin teiknistofu í Reykjavík. Albina er gift Ólafi Sigurðssyni frétta- manni. Þau eiga samtals fimm börn. Einn listfeng- asti arkitekt sinnar kynslóðar AÐ frumkvæði Evrópuráðsins hef- ur sérstakur dagur verið tekinn frá og haldinn hátíðlegur í evrópskum skólum. Markmiðið með slíkum degi er að vekja athygli á mik- ilvægi tungumálakunnáttu og hvetja til símenntunar í tungu- málum. Er þetta þriðja árið sem slíkur dagur er haldinn. Í grunn- skólanum í Grundarfirði tóku nem- endur virkan þátt í deginum. Hver bekkur valdi sér ákveðið Evrópu- land til þess að kynna sér og í sum- um tilfellum helgaðist valið af því að í viðkomandi bekk var e.t.v. nemandi frá því landi. Bekkirnir útbjuggu síðan kynningar og settu upp í stofum sínum. Síðan ferð- uðust nemendur milli landa innan veggja skólans með vegabréfin sín og fengu stimpil í þau ásamt því að fræðast um viðkomandi land og læra nokkur orð á viðkomandi máli. Í grunnskólanum í Grundarfirði, sem settur var 25 ágúst sl., eru 198 nemendur en það er 9 nemendum færra en á síðasta skólaári. Þótt langflestir nemenda séu íslenskir hefur börnum sem eru af erlendu bergi brotin fjölgað á síðustu ár- um. Börn sem flust hafa hingað með foreldrum sínum og stunda nám við grunnskólann eru nú 10 talsins frá fjórum þjóðlöndum: Rússlandi, Lettlandi, Póllandi og Víetnam. Eru það börn fólks sem komið hefur til að vinna við fisk- vinnsluna á staðnum. Kennarar við Grunnskóla Grundarfjarðar eru 20 en auk þeirra eru 10 aðrir starfs- menn. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Krakkarnir í 8. bekk voru í heimsókn hjá níunda bekk til að leita sér upp- lýsinga um Lettland en í þeim bekk er nemandi frá Lettlandi. Evrópski tungu- máladagurinn í grunnskólanum Grundarfirði. Morgunblaðið. Stimpill var útbúinn hjá hverjum bekk, þessi snáði var að sækja sér stimpil í vegabréfið sitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.