Morgunblaðið - 29.09.2003, Side 20

Morgunblaðið - 29.09.2003, Side 20
HESTAR 20 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI ÖÐRU hverju skjóta upp kollinum vangaveltur um hvort aðskilja eigi dóma að á alhliða hrossum þ.e. hrossum með skeiði auk annarra gangtegunda og svo klárhrossa eða fjórgangshrossa. Fljótt á litið virðist halla mjög á fjórgangshrossin þar sem þau fá alltaf 5,0 fyrir skeið og má vissulega samþykkja það svona tölfræðilega séð en hin seinni ár hefur vegur þeirra farið mjög vax- andi á kynbótasýningum og er nú svo komið að hrossaræktarráðu- nauturinn Ágúst Sigurðsson hefur lýst því oftar einu sinni yfir á árinu að hann sé farinn að verða uggandi um stöðu alhliða gæðingsins í rækt- un hrossa hér á landi og notað ýmis tækifæri til að hvetja menn til dáða í þeim efnum að rækta alhliða geng hross í samræmi við hina opinberu ræktunarstefnu. Undir þetta hafa margir hrossaræktarmenn tekið heilshugar og er ekki annað að sjá en áhrínsorð ráðunautar hafi hrifið. Markaðsáhrif á ræktunarstefnur Hinu er ekki að leyna að áhrif markaðshyggjunnar hafa opnað augu manna fyrir því að töltið sé langverðmætasta gangtegundin og þeirri staðreynd að langflestir kaup- endur hrossa hafa lítinn eða engan áhuga á hrossum með skeiði. Þetta hefur leitt til þess að margir þeirra sem reyna að rækta og selja hross sér til tekjuauka hafa hlýtt kalli markaðarins og reynt að framleiða þá gerð hrossa sem líklegast er að selja og það sem mestu máli skiptir fyrir sem hæst verð. Að skipta kynbótahrossum í tvo flokka líkt og gert er í gæðinga- og íþróttakeppni hugnast ekki Ágústi Sigurðssyni né mörgum þeirra er að dómstörfum koma eftir því sem næst verður komist. Einnig virðast hrossaræktendur almennt því frá- hverfir. Ágúst segir það af og frá í sínum huga að hægt sé að sleppa einni gangtegund í dómi á hrossum þar sem fjölhæfnin sé einn af að- alkostum kynsins og tekur hann undir þau orð Bjarna Þorkelssonar hrossaræktanda á Þóroddsstöðum í Grímsnesi að skeiðleysi jaðri í sjálfu sér við fötlun en tekur þó fram að þar sé að sjálfsögðu ekki átt við neina hreyfihömlun þeirra hrossa sem ekki búa yfir skeiði. Hann telur hinsvegar vel athugandi að brjóta stærri kynbótasýningar upp þannig að flokka mætti hrossin eftir til dæmis getu þeirra á einstökum gangtegundum, sýna saman til dæmis bestu tölthrossin og bestu skeiðhrossin og eitthvað í þeim dúr. Slíkt fyrirkomulag hefði fyrst og fremst skemmtunar- og fróðleiks- gildi. Hann bendir einnig á að fram- leiðsla alhliðahrossa geri meiri kröf- ur til reiðmanna og hann varar við því að stefnan taki of mikið mið af þeim sem fákunnandi eru heldur beri að vinna að frekari kennslu þannig að sem flestir geti náð tök- um á þeirri gersemi sem góður al- hliðahestur geti verið. Undir þessa skoðun ráðunautar- ins taka sjálfsagt margir og á það má benda að eftir því sem fleygir fram í hrossaræktinni aukast einnig gæði töltsins í alhliðahestinum og þeim hestum fer stöðugt fjölgandi sem hafa þetta hreina og góða tölt en hægt að grípa til skeiðsins fyrir þá sem áhuga og getu hafa til að höndla það. Einhverju sinni lét for- veri Ágústs, Þorkell Bjarnason, þau orð falla að stefnan væri að rækta úrvalsgóða fjórgangshesta sem síð- an væri hægt að taka til skeiðs þeg- ar við ætti. Hinn mjúki háls mikilvægari lengdinni? Annað atriði sem hefur verið all- nokkuð í umræðunni er dómar á frambyggingu hrossa. Þar hafa komið fram nokkuð skiptar skoðanir og til dæmis síðustu árin verið fund- ið að því sem mönnum hefur þótt vera stuttir og sverir hálsar en einnig hafa komið fram skoðanir þar sem bent hefur verið á að mikl- vægi mýktar í hálsi og það ásamt vel skásettum bógum og góðum herðum væri mikilvægara en langir hálsar sem vantaði í alla mýkt og því erfitt um vik að ná góðum háls- og höfuðburði. Það eru einkum þrír stóðhestar sem öðrum fremur hafa verið dregnir inn í þessar vangaveltur og er það Orri frá Þúfu og hans afkom- endur sem kenndir eru við stuttan og sveran háls en bjóða aftur upp á vel settan og mjúkan háls. Kolfinn- ur frá Kjarnholtum og hans af- kvæmi hafa gjarnan verið kennd við framsettan og stirðan háls sem tek- ur tíma að mýkja upp og ná í góðan burð. Þá hafa afkomendur Þáttar frá Kirkjubæ þótt mörg hver hafa stíft hnakkaband og oft erfiðleikum bundið fá þau til að brjóta sig í kverk. Hefur sonur hans Stígandi verið dreginn nokkuð inn í þá um- ræðu. Um mat á frambyggingu sagði Ágúst að áherslur hefðu tekið nokkrum breytingum og vissulega væri lagt mikið upp úr mýkt í hálsi og nefndi hann sem dæmi að nokk- uð væri um að þykkir hálsar væru að gefa allt að 8,5 í einkunn á fram- byggingu. Þar væri þá um að ræða mjúka hálsa sem væru vel settir og kæmu vel upp úr herðum. Langir hálsar einir og sér væru ekki mikils virði ef önnur atriði væru ekki í lagi. Gat hann þess að að nýlega hefði hryssa fengið 8,0 fyrir frambygg- ingu þar sem var um að ræða afar langan háls og grannan en bóga- lega, bein og herðar ekkert sérstök. Ennfremur gat Ágúst þess að fram- bygging væri alltaf til áframhald- andi skoðunar í hæfileikadómnum því mikilsvert væri að sjá hvernig hrossin fara í reið áður en dómi frambyggingar er lokað. Hann tók fram að það heyrði þó til undan- tekninga að einkunn væri breytt eftir að hrossin væru sýnd í reið. Nokkuð í land með viðunandi prúðleika Ekki er langt síðan prúðleiki, þ.e. gróska í fax- og taglvexti, var tekinn inn í kynbótadóma. Hárprýði hefur þótt vera eitt af einkennum íslenska hestsins og víða erlendis mikið lagt upp úr að láta þennan eiginleika njóta sín til fullnustu. Hér áður fyrr var það venja á Íslandi að stífa vel bæði fax og tagl hrossa en það hefur breyst í tímans rás og líklega eiga hin erlendu áhrif þar einhvern hlut að máli. Því er ekki að neita að þeg- ar litið er yfir hrossahóp eru það hárprúðu hrossin sem fyrst draga að sér athyglina og þykja fegurri en hin sem hálfsnoðin eru. En nú eru ýmsir farnir að velta fyrir sér hversu langt eigi að ganga í þessum efnum og þar á meðal eru ýmsir kynbótadómarar. Hversu mikið á fax til dæmis að vera? Flestir eru sjálfsagt sammála því að mikið fax prýði hest en of mikið fax og tagl getur verið til óþurftar á stóðhross- um sérstaklega þar sem mikil fluga er á sumrum. Þar vill bæði fax og sérstaklega taglið gjarnan fara í flóka svo úr verða stórir og þykkir vöndlar sem nánast útilokað er að greiða úr. Ágúst telur að ekki sé nein ástæða til að fara að sporna við of miklum prúðleika. Hann telur að alltof mikið af hrossum sé hálfsköll- ótt eins og hann orðaði það og nokk- uð langt í að prúðleikinn fari al- mennt að verða viðunandi í stofn- inum. Hrossaræktarráðunautur uggandi um framtíð alhliðagæðingsins Engin rök fyrir tvískiptingu kynbótadóma Dynur frá Hvammi er gott dæmi um stuttan háls en mjúkan sem gerir honum kleift að fara vel í reið enda hálsinn afar vel settur. Knapi er Þórður Þorgeirsson. Djáknar frá Hvammi er einn þeirra stóðhesta þar sem saman fer mikill prúðleiki og fagur litur á faxi og ætti hann að geta lagt lið við ræktun þessara eiginleika. Knapi er Jón Gíslason. Morgunblaðið/Vakri Hrossaræktarráðunautur vill að menn fylki sér um alhliðagæðinginn og menn rækti hross með allar fimm gangtegundirnar góðar. Vel borinn og mjúkur háls með góðri bógalegu og herðum er það sem sóst er eftir í hrossarækt. Kynbótasýningar ársins endurspegla grósku í hrossarækt hér á landi. Fjöldi hrossa kom til dóms og ekkert lát er á fram- leiðslu góðra hrossa. Valdimar Kristinsson velti upp nokkrum þáttum kynbótadóm- anna og spjallaði við Ágúst Sigurðsson. „ÞAÐ er langt í frá að við séum sáttir við þessa ákvörðun stjórnar Lands- sambands hestamannafélaga að út- hluta Vindheimamelum landsmótinu 2006 og má segja að við Eyfirðingar séum nú skildir eftir í sárum,“ sagði Kjartan Helgason, formaður hesta- mannafélagsins Léttis á Akureyri, þegar könnuð voru viðbrögð hans við vali stjórnar LH á landsmótsstað. Sagðist Kjartan ekki vera tilbúinn með neina yfirlýsingu í nafni félags- ins en stjórnarfundur verði haldinn á miðvikudag um málið og verður þá væntanlega gefin út opinber yfirlýs- ing um viðbrögð félagsins. „Ég sjálfur tel hinsvegar að hér sé verið að brjóta heiðursmannasam- komulag um fjögur svæði til lands- mótshalds. Í reglum um landsmóts- hald er í fyrstu grein talað um félagslegt og fjárhagslegt réttæti og tel ég að búið sé að þverbrjóta þessa reglu. Ég tel einnig liggja ljóst fyrir að við séum betur í stakk búnir fyrir framtíðaruppbyggingu því við erum með samning við sveitarfélagið til 70 ára um Melgerðismela meðan Skag- firðingar eru með samning frá ári til árs við einkaaðila um mótssvæðið á Vindheimamelum. Eftir deilur um landsmótsstaðar- val fyrir landsmót 1982 gengu ey- firsku hestamannfélögin sem kunn- ugt er úr LH og var Kjartan spurður hvort hann teldi að eitthvað slíkt lægi í loftinu? „Ég hef heyrt háværar raddir þess efnis en ég minni á að ekki er búið að halda stjórnarfund né fé- lagsfund en þetta skýrist á næstu dögum,“ svaraði formaður Léttis. Snorri B. Ingason, formaður hestamannfélagsins Fáks, sagði að þessa ákvörðun stórnar LH ekki til þess fallna að ýta undir vöxt og upp- byggingu hestamennskunnar vítt og breitt um landið. „Ég tel að þarna fái þröngsýn sjónarmið byr undir báða vængi og ég fæ ekki betur séð en þarna sé verið að gefa tóninn um tvo landsmótsstaði og verður spennandi að sjá hverjir fá landsmótið 2008 en Fákur hefur sótt um það mót. Spurning hvort horft verði framhjá þeirri staðreynd að fjármagn sem lagt er í uppbyggingu landsmóts- staða nýtist hvergi betur en á svæði Fáks í Reykjavík,“ sagði Snorri enn- fremur. Formaður Léttis á Akureyri ósáttur með landsmótsstaðarval LH Finnst við Eyfirðing- ar skildir eftir í sárum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.