Morgunblaðið - 29.09.2003, Page 29

Morgunblaðið - 29.09.2003, Page 29
Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Háteigskirkja. Haustlitaferð eldri borg- ara verður á morgun, þriðjudag, kl. 13. Skráning í síma 511 5405. Langholtskirkja. Ævintýraklúbbur kl. 16–17. Starf fyrir 7–9 ára börn í umsjón Þóru Guðbjargar og Ólafs Jóhanns. Fjöl- breytt dagskrá og eru allir krakkar á þessum aldri velkomnir. Laugarneskirkja. Góðar mömmur, kynningarfundur kl. 12. María Íris Guð- mundsdóttir, BA í sálarfræði, og Krist- jana Þorgeirsdóttir Heiðdal, líkams- ræktarþjálfari, bjóða til samveru með mæðrum ungbarna, þar sem unnið er með fæðingarþunglyndi. Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilis. Opinn 12 spora fundur kl. 18 í safnaðarheim- ilinu. Allt fólk velkomið. Vinir í bata. Tólf spora hópar koma saman kl. 20. Geng- ið inn um aðaldyr safnaðarheimilisins. Umsjón hafa Gunnlaugur Ólafsson og Hafdís Fjeldsted. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.40. Sögur, söngur, leikir og föndur. Uppl. og skrán- ing í síma 511 1560. TTT-starf kl. 16.30. Starf fyrir 10–12 ára börn. Leik- ir, ferðir o.fl. Umsjón Munda og Sigfús. 12 sporin, andlegt ferðalag, kl. 20. Kynningarfundur. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN- starf með sjö til níu ára börnum í safn- aðarheimili kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir full- orðna í safnaðarheimilinu kl. 13–15.30 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna. Þar verður fræðsla, föndur, spil- að, spjallað og kaffiveitingar verða í boði. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í síma 557 3280 fyrir hádegi. Fyrirbæna- stund í kapellu kirkjunnar kl. 15.30– 15.45. Bænaefnum má koma til djákna, presta eða annarra starfs- manna kirkjunnar. Stelpustarf fyrir stelpur í 6. og 7. bekk kl. 16.30. Æsku- lýðsstarf fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30– 18.30 í Engjaskóla. KFUK fyrir stúlkur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Seljakirkja. KFUK 9–12 ára kl. 17.30. Alfa-námskeið verða á mánudögum kl. 19–22. Kynning í kvöld kl. 19.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20–22. Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf ætlað árg. 1990 og upp úr) á mánudög- um kl. 20–22. Lágafellskirkja. Bænastund í Lága- fellskirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tekur við bænarefnum í síma 691- 8041 alla daga frá kl. 9–16. Al-Anon fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Barna- starf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, fyrir 6 og 7 ára börn er í Varmárskóla kl. 13.150– 14.40. Umsjón hefur Þórdís djákni. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16 æskulýðsfélag fatlaðra, yngri hópur. Hulda Líney Magnúsdóttir og sr. Þor- valdur Víðisson. Kl. 20 Kvenfélag Landakirkju undirbýr árlegan jólabasar. Kvenfélagskonur hvattar til að mæta. Keflavíkurkirkja. Fermingarhópur II fer í Vatnaskóg kl. 8 árd. Holtaskóli 8. A. og B og 8. J Myllubakkaskóla. (alls 64). Þau koma heim um kl. 16 daginn eftir. SOS-hjálparnámskeið fyrir foreldra barna og unglinga í minni sal Kirkjulund- ar kl. 20.30–22. Námskeiðin eru haldin á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjanes- bæjar með stuðningi þjóðkirkjunnar. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30– 16.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri. kl. 15 heimilasamband, allar konur velkomn- ar. Kl. 17 Örkin hans Nóa, fyrir 1., 2. og 3. bekk. Kl. 18 KK fyrir 4. og 5. bekk. Safnaðarstarf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 29 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þér gengur vel með allt, sem þú tekur þér fyrir hend- ur. Þú hefur sterkar tilfinn- ingar. Þú gætir þurft að vera út af fyrir þig vegna náms eða rannsókna á komandi ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Mikið gæti gengið á í ást- arsambandi í dag. Miklar til- finningar eru í samskiptum þínum við aðra. Þetta er ein- faldlega þannig dagur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur mikinn hug á að gera heilsuátak í dag eða taka á þig rögg í vinnunni. Þú vilt nýtt upphaf og bjartari framtíð. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hefjist nýtt tilfinninga- samband í dag má búast við að það verði ástríðufullt og gæti breytt lífi þínu. Sambönd þín eru á hærra plani í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta er góður dagur til að skipuleggja heimilið, taka til og henda. Þú munt komast að því að auðvelt er að henda rusli og nóg er af því. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Allt virðist yfirþyrmandi í dag og lausleg kynni gætu virst „örlagarík“. Allt virðist þrungið merkingu og mik- ilvægi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú finnur þörf til að kaupa þér eitthvað í dag og ættir að láta það eftir þér. Líklegt er að þú munir ekki sjá eftir því. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Allar tilfinningar virðast kraftmiklar og ákafar í dag. Ekkert er yfirborðslegt og þér finnst þú vera lifandi og full/ur orku. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú gætir komist að áhuga- verðum leyndarmálum í dag, jafnvel um ástir einhvers ann- ars. Skilningarvit þín eru svo skörp að það er eins og þú getir lesið hugsanir fólks. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samræður við vin munu leiða ýmislegt í ljós. Fólk er tilbúið til að deila með þér leynd- armálum, en þú verður að gæta trúnaðar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Verið getur að einhverjum eða einhverju verði ýtt til hlið- ar til að greiða götu þína í vinnunni í dag. Ákveðnar breytingar gætu bætt stöðu þína. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir rekist á einhvern, sem leiðir þér mikilvæga hluti fyrir sjónir í dag. Þú gætir komist að einhverju, sem mun breyta lífi þínu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver gæti viljað gefa þér eitthvað í dag. Það gæti verið eitthvað fast í hendi, jafnvel peningar. Hvað sem það er, þá er rétt að taka við því. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STÖKUR Enginn grætur Íslending einan sér og dáinn. Þegar allt er komið í kring, kyssir torfa náinn. Mér er þetta mátulegt, mátti vel til haga, hefði ég betur hana þekkt, sem harma ég alla daga. Lifðu sæl við glaum og glys, gangi þér allt í haginn. Í öngum mínum erlendis yrki ég skemmsta daginn. – – – Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT HLUTAVELTA Þessar ungu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri til styrktar Hetjunum, félagi langveikra barna, og söfnuðust 5.880 krónur. Þær heita Ellen Huld Þórðardóttir, Alvilda Ösp Ólafsdóttir og Hrund Hákonardóttir. SUÐUR opnar í fyrstu hendi á fjórum hjörtum og þar við situr: Norður ♠ ÁG3 ♥ Á42 ♦ K1082 ♣1085 Suður ♠ 1042 ♥ KDG9876 ♦ 53 ♣Á Vestur spilar út smáu trompi og makker leggur niður ágætan blindan. Aust- ur fylgir lit í trompinu og suður tekur slaginn heima. Hann horfir á sjö slagi á hjarta og tvo ása, eða níu örugga slagi. Það er efnivið- ur í tíunda slaginn, bæði í tígli og spaða, en vandinn er að finna örugga leið. Hvern- ig myndi lesandinn spila? Það er full einhæft að spila tígli beint á kónginn. Fyrst sakar ekki að leita eftir aðstoð frá vörninni. Suður leggur niður laufás, spilar hjarta á ásinn og trompar lauf. Spilar svo tígli að blindum og lætur duga að leggja á spil vesturs. Austur fær slaginn væntanlega ódýrt og spilar laufi. Það er trompað og nú er búið að einangra litinn. Aftur kem- ur tígull að blindum og aftur er nóg að leggja á spil vest- urs: Norður ♠ ÁG3 ♥ Á42 ♦ K1082 ♣1085 Vestur Austur ♠ K965 ♠ D87 ♥ 3 ♥ 105 ♦ Á764 ♦ DG9 ♣D974 ♣KG632 Suður ♠ 1042 ♥ KDG9876 ♦ 53 ♣Á Með þessari spila- mennsku er sama hvernig legan er – vörnin mun alltaf þurfa að gefa úrslitaslaginn. Í þessu tilfelli fær austur óvænt tvo slagi á tígul og ef hann spilar sér út á tígli, hendir suður spaða og gefur þá þrjá slagi á tígul, en eng- an á spaða. Og auðvitað kostar það vörnina slag ef austur opnar spaðann. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessir ungu og hressu krakkar héldu tombólu í Ólafsfirði í síðustu viku og rann ágóðinn til Rauða krossins. Söfnuðu þau um það bil 2.000 krónum. Þetta eru þau Birgir Jóns- son, Sandra Karen Skjóldal og Gunnlaug Helga Ásgeirs- dóttir. Morgunblaðið/Kristján 1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Db3 Db6 7. Dxb6 axb6 8. cxd5 Bg7 9. Bc4 O–O 10. Rf3 Ra6 11. O–O Hd8 12. He1 Kf8 13. Bg5 h6 14. Bxf6 exf6 15. Hac1 Bg4 16. Rb5 Hac8 17. d6 Bd7 18. a4 Rb4 19. Rc7 Rc6 20. b4 Kg8 21. Rd5 Hb8 22. Re7+ Kf8 23. b5 Ra7 24. Bd5 Be8 25. Hc7 Hd7 26. Hxd7 Bxd7 27. Rh4 Bh8 28. Hc1 Rc8 Staðan kom upp á Evrópumeistaramóti öldunga sem lauk fyrir skömmu. Ísr- aelski stórmeist- SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. arinn Mark Tseitlin (2.456) hafði hvítt gegn Horst Neu- mann (2.045). 29. Rexg6+! Kg7? 29. ... fxg6 hefði veitt mun harðvítugra viðnám þó að hvítur stæði þá einnig vel að vígi. 30. Rf4 Kf8 31. Hc7 Ke8 32. Bxf7+ og svartur gafst upp.            MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. KIRKJUSTARF/ÞJÓNUSTA KIRKJUKRAKKASTARFIÐ er byrjað á ný á vegum Graf- arvogssóknar. Kirkjukrakk- arnir eru á aldrinum 6–9 ára. Samverur eru haldnar í Engja- skóla á mánudögum, í Rima- skóla á þriðjudögum, á fimmtu- dögum í Húsaskóla og í Grafarvogskirkju. Allar þessar samverur standa yfir í klukkutíma, frá kl. 17.30 til 18.30. Það er margt sér til gamans gert. Börnin heyra skemmtilegar sögur og söngurinn fær að hljóma. Þá er föndur og farið í margs konar leiki. Þátttaka er ókeypis. Leikmannaskóli kirkj- unnar hefur starf sitt MIÐVIKUDAGINN 1. október nk. hefur Leikmannaskóli kirkjunnar starf sitt með námskeiði um biblíu- lega íhugun. Leikmannaskólinn sem annast fullorðinsfræðslu kirkjunnar er rekinn í nánu samstarfi við leik- mannastefnu og guðfræðideild Há- skóla Íslands og skipa fulltrúar þeirra stjórn skólans. Á komandi vetri verður starf skól- ans með svipuðu sniði og áður og boðið upp á fjölbreytt námskeið er spanna margvísleg efni. Til að gefa örlitla mynd af starfi skólans má nefna að námskeið haustsins fjalla um biblíulega íhugun, postulasög- una, sálm 23, sem er einn kunnasti sálmur Gamla testamentisins, það að annast aldraða foreldra eða annast aldrað fólk; kristna trú og búddisma; sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur og námskeið er fjallar um heilag- leikann og spurningar er varða hann og þá í tengslum við kristna trú og gildismat. Skráning á nám- skeiðin fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskólans, www.kirkjan.is/leikmannaskoli. Frekari upplýsingar um starf skólans má fá á Biskupstofu, s.535 1500. Grafarvogskirkja Kirkjukrakkar í Grafarvogi Morgunblaðið/Jim Smart LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17– 23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitj- anabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólar- hringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin læknisþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laekna- lind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af depurð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum sím- um. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tekur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrifstofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sól- arhringinn. Vímulaus æska-Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.