Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 24
LISTIR
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐ lá að Stephan G.
Stephansson yrði kærð-
ur fyrir landráð í Kan-
ada árið 1920 fyrir ljóð
sín um fyrri heimsstyrj-
öldina. Stephan var þá
kominn hátt í sjötugt og
fimm til sex ár síðan
umrædd ljóð birtust
fyrst í blöðum vestan-
hafs. Þetta kemur fram
í seinna bindi sögu
Stephans G., Andvöku-
skáldi, sem Viðar
Hreinsson hefur ritað,
en bókin kemur út á
föstudag á 150 ára fæð-
ingarafmæli skáldsins.
Viðar segir að Stephan G. hafi ort
heilmikið gegn stríðinu um leið og
það hófst. Kvæðið Vopnahlé, rúmlega
20 blaðsíðna drápa, sem Viðar segir
eitt magnaðasta kvæði gegn stríði
sem til sé, birtist hins vegar fyrst hér
á landi. „Stephan sendi Ásmundi
Guðmundssyni síðar biskupi þetta
kvæði, og hann kom því áfram til
Guðmundar Finnbogasonar, sem þá
var ritstjóri Skírnis, þar sem það birt-
ist. Menn vestanhafs tóku eftir kvæð-
inu, en þar var þá mjög hert á rit-
skoðun vegna stríðsins, eins og í
öllum stríðslöndunum. Næstu árin
orti Stephan lítið gegn stríðinu, en fór
að gera það aftur 1918. Þá orti hann
meðal annars litla vísu, þar sem hann
hæddist að þátttöku Bandaríkja-
manna í stríðinu. Þá sendi vestur-ís-
lenskur lögfræðingur í Norður-
Dakóta honum blóðugt skammarbréf
sem Stephan svaraði fullum hálsi.
Villimennska verri en mannát
Þegar Stephan kom hingað heim í
mikla sigurför 1917 skildi hann eftir
handrit Vígslóða hjá Guðmundi Finn-
bogasyni, og bað hann að prenta það
þegar öldurnar færi að lægja eftir
stríð. Guðmundur gerði þetta árið
1920, og upplag bókarinnar kom til
Winnipeg þá um haustið. Þá var rekið
upp ramakvein, og Stephan ásakaður
um villimennsku verri en mannát og
fleira. Þetta voru kvæði sem höfðu
langflest birst í vestanblöðunum og í
Skírni í stríðsbyrjun, en tilfinningar
fólks voru bara svo viðkvæmar eftir
stríðið.“
Það hafði einnig vakið úlfúð vestra
að Stephan G. hafði skotið í kaf hug-
myndir um að reisa
minnisvarða um ís-
lenska hermenn sem
féllu í stríðinu. Honum
fannst nær að gera eitt-
hvað fyrir þá sem kom-
ust lifandi til baka,
bæklaðir á sál og lík-
ama. Þannig var mörg-
um þegar í nöp við
skáldið þegar bókin
kom út.
„Þá umturnaðist allt
og Thomas Johnson,
dómsmálaráðherra í
ríkisstjórn Manitoba,
fór með bókina til ör-
yggislögreglunnar í
Winnipeg og krafðist þess málið yrði
athugað. Pólitískt ástand í Kanada
var mjög viðkvæmt á þessum tíma.
Öryggislögreglan fylgdist til dæmis
grannt með innflytjendahópum, sem
voru oft verkamenn og í lægri stétt-
um og frekar bendlaðir við pólitíska
róttækni en aðrir.“
Lögreglan lét það hins vegar hjá
líða að rannsaka mál skáldsins, en
næstu misserin stóð þó áfram mikill
styr um Stephan.
„Stephan gerði stólpagrín að öllu
saman og benti á í grein að blöðin
sjálf, Lögberg og Heimskringla,
hefðu birt kvæðin á sínum tíma og að
fullseint væri að skamma hann mörg-
um árum síðar. Lögreglan hefur
sjálfsagt litið svo á að þar sem þetta
væri gamall sveitakarl í Alberta og
ljóðin auk þess skrifuð á íslensku, þá
væri hann sjálfsagt ekki svo þjóð-
hættulegur.“
Viðar segir að þegar Stephan G.
orti gegn Búastríðinu skömmu fyrir
aldamótin 1900, hafi komið upp svip-
aðar deilur, er menn vildu þýða ljóðið,
gagngert til þess að hægt væri að
kæra skáldið fyrir landráð. „Það var
ekki gert, en Stephan sagði í bréfi til
vinar síns að einhverja hefði langað
að þýða kvæðið til að kæra sig, en
hefðu ekki treyst sér til að gera það
almennilega. Hann hefði hins vegar
verið alveg til í að gera það sjálfur, ef
þeir borguðu honum fyrir það. Þann-
ig gerði hann bara grín að þessu.“
Í bók sinni fjallar Viðar ítarlega um
afstöðu Stephans G. til styrjaldarinn-
ar og þær deilur sem af henni
spruttu. Átökin snerust meðal annars
um aðlögun íslenskra innflytjenda að
kanadísku samfélagi, þá kröfu að
menn úthelltu blóði fyrir nýja ættjörð
og þann óvenjulega friðarboðskap
sem Stephan hélt fram, þvert á boðun
kanadískra stjórnvalda. Í ævisögunni
er einnig fjallað um fjölmargar aðrar
hliðar á lífi og kveðskap Stephans G.
á árunum 1899 til 1927, þar á meðal
fyrrnefnda ferð hans til Íslands 1917.
Andvökuskáld er seinna bindið í
ævisögu Stephans G. Stephanssonar.
Í fyrra bindinu, Landnemanum
mikla, var fjallað um æskuár Steph-
ans og landnámsár í Vesturheimi, en
fyrir það hlaut Viðar Hreinsson til-
nefningu til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna 2002.
Ráðstefna, sýning og
sjónvarpsþáttur um Stephan G.
Háskóli Íslands, Reykjavíkuraka-
demían, Stofnun Sigurðar Nordals og
The Nordic Association for Canadian
Studies (NACS) gangast fyrir ráð-
stefnu um Stephan G. Stephansson,
samtíð hans, verk og hugmyndir, í
Háskóla Íslands dagana 3.–5. október
í tilefni fæðingarafmælisins. Ráð-
stefnan verður sett í hátíðarsal Há-
skólans kl. 20.00 að kvöldi föstudags.
Páll Skúlason rektor, Stephan Bene-
diktson, dóttursonur Stephans, og
Indriði Indriðason rithöfundur munu
ávarpa samkomuna. Þá verður síðara
bindi ævisögunnar kynnt, en það er
Bjartur sem gefur bókina út. Einnig
skemmtir afkomandi Stephans, Bill
Bourne, með söng. Ráðstefnunni
verður fram haldið í stofu 101 í Lög-
bergi á laugardag, en í stofu 101 í
Odda á sunnudag. Fyrirlesarar verða
m.a. próf. Marc Shell frá Harvardhá-
skóla, próf. David Arnason frá Mani-
tobaháskóla, próf. Odd Lovoll frá St.
Olav College, Minnesota, Jars Balan
sjálfstætt starfandi fræðimaður frá
Edmonton í Alberta, Kristjana Gunn-
ars, rithöfundur frá Vancouver, Bald-
ur Hafstað prófessor, Eysteinn Þor-
valdsson prófessor, Helga Kress
prófessor og Viðar Hreinsson bók-
menntafræðingur. Dagskráin er á
www.hi.is og www.nordals.hi.is
Af sama tilefni opnar Landsbóka-
safn Íslands, Háskólabókasafn, sýn-
ingu um ævi og störf Stephans G. í
forsal þjóðdeildar á föstudaginn. Þá
endursýnir Sjónvarpið heimildar-
mynd Jóns Egils Bergþórssonar um
Stephan G. 5. október kl. 14.10.
Töldu Stephan G.
landráðamann
Stephan G. Stephansson
Heiðin heims-
saga hjá End-
urmenntun
VÖLUSPÁ og Hávamál – Heiðin
heimssaga og siðfræði Norðurlanda
nefnist námskeið sem hefst hjá End-
urmenntun HÍ á morgun, miðviku-
dag. Kennari er Tryggvi Gíslason.
Fjallað er um upphaf, aldur og
sögu Völuspár og Hávamála, form
þeirra og einkenni, boðskap og
heimsmyndina, sem brugðið er upp
og rakin tengsl við gríska goðafræði
og kristin trúarbrögð. Gerð grein
fyrir merkingu, uppruna og skyld-
leika orða – orðsifjafræði – og áhrif-
um kvæðanna á íslenskar bókmennt-
ir síðari alda.
Völuspá og Hávamál eru frægustu
kvæði sem ort hafa verið á Norður-
löndum. Kvæðin eru úr heiðni – frá
víkingaöld – sem markaði lok þjóð-
flutninganna miklu í Evrópu. Kvæð-
in lýsa því fornri heimsmynd og heið-
inni menningu Norðurlanda.
Sýningu lýkur
Þjóðmenningarhús
Sýningunni Landnámi og Vín-
landsferðum, á rishæð, lýkur í dag.
Á sýningunni er fjallað um sigl-
ingar og landafundi norrænna
manna á miðöldum. Sérstök áhersla
er lögð á landnám Íslands og Græn-
lands og Vínlandsferðir. Leiðarljós
sýningarinnar er daglegt líf og að-
stæður fólks, tæknikunnátta, verk-
lag og andlegur menningararfur.
Á sama tíma lýkur sýningunni Ís-
landsmynd í mótun – áfangar í
kortagerð.
Sýningar í Þjóðmenningarhúsinu
eru opnar alla daga kl. 11–17.
♦ ♦ ♦
Vattarsaumur í
máli og myndum
MARIANNE Guckelsberger fjallar
um vattarsaum hjá Heimilisiðnaðar-
félaginu, Laufásvegi 2, í kvöld,
þriðjudagskvöld, kl. 20. Hún fjallar
um vattarsaum. Þessi fyrirlestur var
frumfluttur á afmælishátíð félagsins
í Árbæjarsafni 15. júní sl. en hann
fjallar um sögu og útbreiðslu vatt-
arsaums í máli og myndum.
Fyrirlesturinn er á vegum
Fræðslu- og fundanefndar Heimilis-
iðnaðarfélagsins. Aðgangur er
ókeypis.
BJÖRN Steinar Sólbergsson, org-
ansti Akureyrarkirkju, leikur á síð-
ustu Septembertónleikum, að þessu
sinni, í Selfosskirkju í kvöld, þriðju-
dagskvöld, kl. 20.30.
Tónleikarnir eru helgaðir minn-
ingu Páls Ísólfssonar, en um þessar
mundir, þ.e. 12. október, eru eitt
hundrað og tíu ár liðin frá fæðingu
hans.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Björn Steinar
leikur í
Selfosskirkju
FÉLAG háskólakvenna stendur fyrir
leikhúsferðanámskeiði um miðjan
október og er þetta í níunda sinn sem
félagið stendur
fyrir slíku nám-
skeiði. Stjórnandi
verður eins og áð-
ur Hávar Sigur-
jónsson, leikskáld
og leikhúsfræð-
ingur. Tvö verk
verða tekin til um-
fjöllunar að þessu
sinni. Fyrra verk-
ið er Græna land-
ið eftir Ólaf Hauk Símonarson með
leikurunum Kristbjörgu Kjeld og
Gunnari Eyjólfssyni ásamt nýútskrif-
uðum leikara Birni Thors.
Seinna verkið er Jón Gabríel Bork-
mann eftir Henrik Ibsen í nýrri þýð-
ingu Þórarins Eldjárns.
Farið verður í leikhús og gestir
koma í heimsókn. Rætt verður um
leikritin, höfundinn og allt er lýtur að
uppsetningu verksins.
Námskeiðið er öllum opið. For-
maður félagsins er Geirlaug Þor-
valdsdóttur.
Leikhúsferða-
námskeið
Ólafur Haukur
Símonarson
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
YRSA Sigurðardóttir hlaut í gær Ís-
lensku barnabókaverðlaunin 2003
sem Verðlaunasjóður íslenskra
barnabóka veitir. Yrsa tók við verð-
laununum við athöfn í Iðnó en verð-
launasaga hennar, Biobörn, kom út
á vegum bókaforlagsins Vöku-
Helgafells í gær. Þetta er nítjánda
bókin sem hlýtur Íslensku barna-
bókaverðlaunin. Að þessu sinni bár-
ust um þrjátíu handrit í samkeppn-
ina.
Pétur Már Ólafsson, formaður
stjórnar Verðlaunasjóðs íslenskra
barnabóka, afhenti Yrsu Sigurð-
ardóttur skrautritað viðurkenning-
arskjal sjóðsins en þar segir dóm-
nefnd m.a. um verðlaunabókina:
„Biobörn er skemmtileg og spenn-
andi saga, full af húmor og frásagn-
argleði. Höfundur teflir fram fjöl-
mörgum eftirminnilegum persónum
í margslunginni sögufléttu um leið
og hann dregur fram spaugilegar
hliðar á nútímanum.“
Pétur Már færði Yrsu jafnframt
fyrsta eintak bókarinnar og auk
þess 300.000 krónur í verðlaunafé en
við þá upphæð bætast venjuleg höf-
undarlaun samkvæmt rammasamn-
ingi Félags íslenskra bókaútgefenda
og Rithöfundasambands Íslands.
Þeir sem hlotið hafa Íslensku
barnabókaverðlaunin hafa flestir
fengið þau fyrir sína fyrstu bók.
Þannig hafa verðlaunin stuðlað að
því að fá fram á sjónarsviðið nýja
höfunda til að rita fyrir börn og ung-
linga sem síðan hafa haldið ótrauðir
áfram á rithöfundabrautinni. Að
þessu sinni hlýtur hins vegar verð-
launin þekktur rithöfundur sem þar
að auki hlaut árið 2000 viðurkenn-
ingu IBBY á Íslandi, fyrir bókina
Við viljum jólin í júlí.
Yrsa sendi frá sér sína fyrstu bók
árið 1998, Þar lágu Danir í því. Bio-
börn er fimmta bók hennar.
Yrsa Sigurðardóttir hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2003
Spaugilegar
hliðar á
nútímanum
Morgunblaðið/Kristinn
Verðlaunahafinn Yrsa Sigurðardóttir ásamt dóttur sinni Kristínu Sól Ólafsdóttur eftir athöfnina í Iðnó í gær.
Stjórnun á tímum
hraða og breyt-
inga er eftir Þórð
Víking Frið-
geirsson verk-
fræðing og stjórn-
unarráðgjafa.
Bókin tekur mið
af íslenskum að-
stæðum en hér er
fjallað um skipulag fyrirtækja og und-
irbúning verkefna, áætlanagerð og
eftirlit, verklok og mat á árangri. Gerð
er grein fyrir ýmsum kerfum sem not-
uð eru við verkefnastjórnun, svo sem
PRINCE2, og kennt að setja upp við-
skiptaáætlanir. Einnig er ítarlegur
kafli um hópvinnu og það hlutverk
verkefnastjóra að leiða starfsfólk
markvisst áfram „til sigurs“.
Ýmis dæmi úr íslensku atvinnulífi
varpa ljósi á efni bókarinnar. Einnig er
kynnt íslensk könnun sem sýnir hve
útbreidd verkefnastjórnun er í fyr-
irtækjum hér á landi, hvaða árangri
hún skilar og hver staða Íslendinga er
í samanburði við önnur lönd.
Bókinni fylgir geisladiskur með ít-
arefni, svo sem eyðublöðum fyrir
fundargerðir, verkefnalistar, kostn-
aðarreikningar, tímaskráningar, fram-
vindueftirlit o.fl.
Ennfremur hefur verið opnuð
heimasíða á netinu, www.stefni.is,
þar sem lesendur geta sótt sér marg-
víslegt efni til stuðnings við bókina.
Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er
300 bls. í stóru broti. Umbrot: Jón
Bjarni en Oddi hf. prentaði. Jón Ásgeir
hannaði kápu. Verð: 6.980 kr.
Stjórnun