Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 51 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Um það leyti sem þú heyrir í honum eða sérð hann. Er það um seinan. Svakaleg hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum ATH! FYRSTA SÝNISHORNIÐ ÚR LORD OF THE RINGS:THE RETURN OF THE KING ER SÝNT Á UNDAN MYNDINNI. Námsmannalínu félagar fá 2 fyrir 1 á myndina ef greitt er með ISIC debetkortinu Frábær gamanmynd með hinum vinsæla Ashton Kutcher. Hann er skotinn í dóttur yfirmann síns og gerir allt til að komast yfir hana. En Suma hluti gerir maður bara ekki! Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16 . SV MBL ZOMBIE- SKONROKK FM 90.9  HK DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6. Ísl. tal. BOÐSÝNING KL. 6. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6. Með ísl. tali - Tilboð 400 kr. Fór beint átoppinn í USA! Þeir eru mættir aftur! Frá ofur framleiðandanum Jerry Bruckheimer. i tti ft ! f f l i i . Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16 áraSýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára Um það leyti sem þú heyrir í honum eða sérð hann. Er það um seinan.Svakaleg hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum ATH! FYRSTA SÝNISHORNIÐ ÚR LORD OF THE RINGS:THE RETURN OF THE KING VERÐUR SÝNT Á UNDAN MYNDINNI. Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? BRUCE Spæjarinn Kalli Blómkvist lendir í svakalegum ævintýrum með vini sínum Rasmus. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. LEIKSTJÓRINN Elia Kazan er lát- inn, níutíu og fjögurra ára að aldri. Elia átti langan og farsælan leik- stjórnarferil og var margverðlaun- aður fyrir leikstjórn sína, bæði á kvikmyndum og leikverkum. Hann vann meðal annars Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndirnar On the water- front, þar sem hann leikstýrði Marlon Brando, og Gentleman’s agreement með Gregory Peck. Einnig fékk hann Tony-verðlaun fyrir uppsetningu sína á Death of a salesman eftir Arthur Miller. Hann fékk margar tilnefningar til Ósk- arsverðlauna á ferli sínum og starf- aði með mörgum helstu stjörnum gulláranna. Elia Kazan fæddist árið 1909 í borginni Konstantínópel, sem nú er Istanbúl. Foreldrar hans voru grískir og fluttu til Bandaríkjanna þegar hann var barn. Á fimmta ára- tugnum var hann farinn að láta að sér kveða í leikstjórn sviðsverka og kvikmynda. Hann leikstýrði sinni fyrstu mynd, A tree grows in Brooklyn, árið 1945 og aðeins tveimur árum síðar hafði hann unn- ið Óskarsverðlaunin fyrir Gentle- man’s agreement. Elia mótaði á þessu tímabili sinn sérstaka nátt- úrulega og meðvitaða stíl sem hafði áhrif á þroska næstu kynslóða ungra kvikmyndagerðarmanna. Meðal annarra kvikmynda sem hann gerði voru A streetcar named Desire, sem skaut Marlon Brando upp á stjörnuhimininn, og East of Eden, sem gerði slíkt hið sama fyrir hinn unga James Dean. Samvinna við McCarthy Elia var einnig rithöfundur og gaf út tvær skáldsögur, America, America og The arrangement, sem hann kvikmyndaði. Einnig gaf hann út sjálfsævisögu sína, Elia Kazan – A life. Á sjötta áratugnum var skugga varpað á sögu leikstjórans þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd bandaríska þingmannsins Josephs McCarthys, sem stóð í nornaveiðum gegn „and-amerískum öflum“. Elia lét undan þrýstingi og var meðal þeirra fyrstu til að nefna nöfn fólks í Kommúnistaflokknum til að sleppa við svarta listann alræmda, þar sem nöfn „and-amerískra“ listamanna voru geymd. Ofsóknir McCarthys eyðilögðu líf og starfs- feril fjölda fólks og eru nú almennt álitnar afar dökkur hluti sögu Bandaríkjanna. Elia lýsti því yfir að hann sæi ekki eftir neinu og lenti í mikilli ónáð meðal kollega sinna. Segja má að hann hafi ekki náð sér á strik eftir þetta tímabil og aldrei fengið uppreisn æru. Elia Kazan hlaut viðurkenningu bandarísku kvikmyndaakadem- íunnar fyrir ævistarf sitt í kvik- myndum árið 1999 og var sú við- urkenning afar umdeild. Margir viðstaddir neituðu að standa upp og klappa og sátu sem fastast í sætum sínum til að minna á samvinnu hans við þingnefndina forðum. Engu að síður er ljóst að með Elia Kazan er farinn brautryðjandi og snillingur sem lagði margt gott fram til kvik- myndalistarinnar. Elia Kazan ásamt vini sínum og starfsfélaga, Tennesee Williams. Elia Kazan allur Reuters Leikstjórinn Elia Kazan er látinn, níutíu og fjögurra ára að aldri. SKJÁRTVEIR, ný íslensk áskrift- arstöð, hefur útsendingar 1. októ- ber. Verður dagskránni dreift um Breiðband Símans til að tryggja myndgæði og stöðuga móttöku stöðvarinnar. Skjártveir er ætluð sem algjör viðbót við Skjáeinn, sem er í opinni dagskrá og rekinn með auglýsing- um. Að sögn talsmanna Íslenska sjónvarpsfélagsins er ætlunin að stöðvarnar tvær vinni saman, svo áhorfendur geti alltaf fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Meðal efnis á Skjátveimur verða kvikmyndir, en ætlunin er að hafa kvikmyndakvöld minnst þrjú kvöld í viku, auk þess sem myndir verða sýndar síðdegis og um miðnætti. Einnig verða ýmsar þáttaraðir á dagskrá. Nýir spennuþættir verða í boði, þar á meðal Hack, sem fjallar um lögreglumann sem er rekinn úr lögreglunni með smán. Einnig verða sýndir spennuþættirnir John Doe sem fjalla um hinn leyndardóms- fulla John Doe sem notar einstaka hæfileika sína til að leysa leysa erfið mál. Gamlir kunningjar af Skjáeinum færa sig yfir á Skjátvo; Law & Ord- er: Criminal Intent, Charmed og CSI verða í sýningum auk gam- anþáttanna Everybody loves Ray- mond, Will og Grace og Yes, Dear, sem munu sjá um að kitla hlát- urtaugar skjáeygra. Einnig verður tekinn til sýninga hinn dramatíski og umdeildi breski þáttur Queer as Folk. Þar er fylgst með lífi þriggja samkynhneigðra karla sem búsettir eru í Manchester. Gagnrýnendur hafa sagt þáttinn vera beinskeytta umfjöllun um ástir og örlög í nútímanum og bera með sér ferskan blæ. Notendum Breiðbandsins gefst kostur á að fylgjast með opinni dag- skrá til 15. október og þeir sem kaupa sér áskrift fyrir þann tíma fá myndlykilinn frían og áskriftina endurgjaldslausa út mánuðinn. Áskriftin mun síðan kosta 2.995 krónur á mánuði. Skjártveir hefur göngu sína Queer as Folk er umdeildur þáttur. David Morse fer með aðalhlutverkið í Hack. Fjölbreytt afþreyingarefni MAGNÚS Ólafsson er helsti frum- herji íslenskrar ljósmyndunar en sýning á myndum hans var opnuð á laugardaginn í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndirnar á sýningunni varpa sýn á þróun Reykjavíkurborgar frá upphafi 20. aldar og fram að mið- biki hennar og veita glögga sýn á þroska þann sem hún tók út á tíma- bili mikilla breytinga. Á sýningunni er jafnframt kynnt ný og glæsileg bók um Magnús þar sem er að finna 108 myndir. Sýningin stendur til 1. desember. Sýning á myndum Magnúsar Ólafssonar opnuð Gamla Reykjavík ljóslifandi Gestir virða fyrir sér myndirnar. Borgarstjórinn, Þórólfur Árnason, blaðar í bókinni. M or gu nb la ði ð/ E in ar F al ur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.