Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR
46 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RAJA Bell, sem lék með liði Dallas Mavericks á síðustu
leiktíð, hefur samið við Utah Jazz í NBA-deildinni. Bell
er bakvörður líkt og Jón Arnór Stefánsson, en íslenski
landsliðsmaðurinn er samningsbundinn Dallas Maver-
icks til næstu fimm ára.
Á heimasíðu Dallas er Jón Arnór á leikmannalista
liðsins en auk hans eru nú fimmtán leikmenn á listan-
um.
Það fækkar því um einn í hópi þeirra sem „berjast“
um sæti í leikmannahópi liðsins í vetur en þar munu
fimmtán leikmenn komast að. Jón Arnór á þar í höggi
við leikmenn á borð við Chris Mills sem leikið hefur
m.a. með Cleveland Cavaliers, New York Knicks og
Golden State Warriors á undanförnum áratug. Mills
kom til Dallas í sumar í leikmannaskiptum og er, auk
Jóns Arnórs og nýliðans Marguis Daniels, líklegastur til
þess að þurfa að hafa mikið fyrir því að komast í liðið.
Keppinautum
Jóns Arnórs
í Dallas fækkar
Morgunblaðið/Ásdís
Jón Arnór Stefánsson
FORRÁÐAMENN handknattleiks-
deildar Þórs á Akureyri tilkynntu
Handknattleikssambandi Íslands það í
gær að félagið sæi sér ekki fært að
senda karlalið sitt til keppni í Vest-
mannaeyjum í kvöld þar sem liðið átti
að sækja ÍBV heim í fyrstu umferð SS-
bikarkeppninnar.
Þórsarar drógu lið sitt þar með úr
keppni en þurfa þess í stað að greiða
60.000 kr. sekt til HSÍ.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins lágu ýmsar ástæður að baki ákvörð-
un félagsins og vegur þar þyngst að
fjárhagur handknattleiksdeildarinnar
er ekki góður og var ekki til handbært
fé til þess að koma liðinu á áfangastað
með flugi til Vestmannaeyja.
Þór dregur
sig úr bikar-
keppni HSÍ
FÓLK
HANDKNATTLEIKUR
Bikarkeppni karla, SS-bikarinn, 32 liða
úrslit:
Framhús: Fram – HK................................20
Seltjarnarn.: Grótta/KR 2 – UMFA ....19.15
Hlíðarendi: World Class – Valur...............20
Seljaskóli: ÍR 2 – Breiðablik .....................20
KÖRFUKNATTLEIKUR
Reykjavíkurmót karla
Laugardalshöll: Ármann/Þróttur – KR ...20
Í KVÖLD
KNATTSPYRNA
Svíþjóð
Hammarby - Enköping.............................7:0
Landskrona - Sundsvall............................3:2
Elfsborg - Halmstad .................................2:1
Staðan:
Djurgården 23 15 2 6 49:22 47
Malmö 23 13 6 4 48:19 45
Hammarby 23 13 5 5 46:29 44
Halmstad 23 11 3 9 36:28 36
Helsingborg 23 10 4 9 27:29 34
Gautaborg 22 9 6 7 32:21 33
Örebro 23 9 6 8 27:30 33
Örgryte 22 10 3 9 33:37 33
AIK 23 8 7 8 32:32 31
Elfsborg 23 8 7 8 25:31 31
Landskrona 23 7 7 9 22:34 28
Sundsvall 23 2 10 11 21:36 16
Öster 23 3 7 13 26:44 16
Enköping 23 3 5 15 21:53 14
Noregur
Viking - Odd Grenland..............................0:1
HANNES Þ. Sigurðsson lék síðasta
stundarfjórðunginn með liði Viking.
Staðan:
Rosenborg 22 17 4 1 61:19 55
Bodö/Glimt 22 11 5 6 36:25 38
Odd Grenland 22 11 3 8 40:32 36
Stabæk 22 8 9 5 35:30 33
Viking 22 7 10 5 40:29 31
Sogndal 22 8 7 7 36:36 31
Brann 22 7 7 8 38:40 28
Lilleström 22 7 7 8 25:33 28
Molde 22 8 3 11 27:34 27
Tromsö 22 7 5 10 28:43 26
Lyn 22 6 5 11 27:40 23
Vålerenga 22 4 10 8 22:26 22
Bryne 22 7 1 14 30:43 22
Ålesund 22 5 6 11 24:39 21
England
1. deild
Walsall - Gillingham..................................2:1
KÖRFUKNATTLEIKUR
Reykjanesmótið
Keflavík - Njarðvík ..............................98:89
Gangur leiksins: 21:6, 34:24, 55: 46, 71:70,
98:89.
Stig Keflavíkur: Derrick Allen 31, Gunnar
Einarsson 15, Magnús Gunnarsson 13, Fal-
ur Harðarson 9, Nick Bradford 8, DavíðÞór
Jónsson 8, Hjörtur Harðarson 7, Gunnar
Stefánsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2,
Halldór Halldórsson 2.
Stig Njarðvíkur: Brandon Woudstra 36,
Páll Kristinsson 18, Friðrik Stefánsson 13,
Guðmundur Jónsson 9, Arnar Smárason 9,
Ólafur Ingvason 4.
Grindavík - Breiðablik.........................99:76
Keflavík og Haukar leika til úrslita þann
2. okt og fer úrslitaleikurinn fram í Njarð-
vík og hefst hann kl: 19:00.
Grindavík og Njarðvík leika um 3. sætið
og er sá leikur einnig í Njarðvík þann 2. okt
og hefst hann kl: 17:00.
Breiðablik endaði í fimmta og neðsta sæti
og er úr leik.
ÚRSLIT
Það þykja ekki stórtíðindi að bandaríski kylfingur-inn Tiger Woods sé efstur á heimslistanum í golfi
enda hefur hann verið efstur á þeim lista í rúm fjögur
ár eða 215 vikur samfleytt. Á listanum sem birtur var í
gær er Englendingurinn Lee Westwood hástökkvarinn
ásamt Tommy Armour III, en Westwood er nú í 61.
sæti en var áður í því 111., Armour III fór úr 212. sæti í
það 140.
Hinn þrítugi Westwood var í 250. sæti um tíma á
þessu ári en tveir sigrar á sl. tveimur mánuðum hafa
bjargað málunum hjá Westwood sem átti á hættu að
þurfa að öðlast þátttökurétt með því að leika á úrtöku-
móti í haust. Woods er sem fyrr segir efstur, Ernie Els
frá S-Afríku er annar, en engar meiriháttar breytingar
hafa átt sér stað á listanum frá því að hann var birtur
síðast.
Els hefur unnið um 500 millj.
Woods er hinsvegar í þriðja sæti á þessu keppn-
istímabili ef tekið er mið af verðlaunafé á bandarísku
mótaröðinni, PGA. Þar er Vijay Sing efstur með 444
millj. kr., Davis Love III er annar með um 420 millj. kr.
og Woods er „aðeins“ með um 400 millj. kr. Ernie Els
frá S-Afríku hefur náð í 258 millj. kr. á evrópsku móta-
röðinni og er efstur á þeim vettvangi, Darren Clarke er
þar annar með 164 millj. kr. og Ian Poulter er þriðji
með 124 millj. kr. Els hefur hinsvegar verið iðinn við
kolann beggja vegna Atlantshafsins og á PGA-móta-
röðinni náði hann í 240 millj. kr. og varð í 8. sæti á þeim
lista en samtals hefur hann fengið um 500 millj. kr. það
sem af er árinu í verðlaunafé.
FIMM leikmenn hafa bæst í ís-
lenska landsliðshópinn í knatt-
spyrnu fyrir leikinn á móti Þjóð-
verjum sem fram fer í Hamborg
hinn 11. október en eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær hafa
landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sig-
urvinsson og Logi Ólafsson til-
kynnt 22 leikmenn til UEFA.
Bjarni Guðjónsson, Tryggvi Guð-
mundsson, Ríkharður Daðason,
Gylfi Einarsson og Hjálmar Jóns-
son koma nýir inn í hópinn en end-
anlegur 18 manna hópur verður
síðan valinn fyrstu vikuna í októ-
ber.
Úr 20 manna hópnum sem valinn
var fyrir leikinn á móti Þjóðverjum
á Laugardalsvelli hafa tveir helst
úr lestinni vegna meiðsla, Lárus
Orri Sigurðsson og Heiðar Helgu-
son, og þá tekur Jóhannes Karl
Guðjónsson út leikbann.
22 manna landsliðshópurinn lít-
ur þannig út:
Markverðir:
Birkir Kristinsson, ÍBV
Árni G. Arason, Rosenborg
Varnarmenn:
Hermann Hreiðarsson, Charlton
Pétur Marteinsson, Hammarby
Ívar Ingimarsson, Wolves
Ólafur Ö. Bjarnason, Grindavík
Indriði Sigurðsson, Genk
Kristján Ö. Sigurðsson, KR
Hjálmar Jónsson, Gautaborg
Miðjumenn:
Arnar Grétarsson, Lokeren
Brynjar B. Gunnarsson, N.Forest
Arnar Þór Viðarsson, Lokeren
Bjarni Guðjónsson, Bochum
Þórður Guðjónsson, Bochum
Rúnar Kristinsson, Lokeren
Gylfi Einarsson, Lilleström
Framherjar:
Eiður S. Guðjohnsen, Chelsea
Helgi Sigurðsson, Lyn
Marel Baldvinsson, Lokeren
Ríkharður Daðason, Fredrikstad
Tryggvi Guðmundsson, Stabæk
Veigar P. Gunnarsson, KR
Landsliðshópurinn
sem mætir Þjóðverjum
Tiger sam-
fleytt í 215 vik-
ur í efsta sæti
Reuters
Tiger Woods
FORRÁÐAMENN knattspyrnu-
deildar FH hafa komist að samkomu-
lagi við Sigurð Víðisson um að hann
haldi áfram þjálfun kvennaliðs félags-
ins til næstu tveggja ára en Sigurður
hefur verið við stjórnvölin hjá FH sl.
tvö ár.
KVENNALIÐ FH hélt lokahóf sitt
á dögunum og þar var
Sigríður Guðmundsdóttir útnefnd
sem besti leikmaður sumarsins, Sif
Atladóttir sú efnilegasta og
FH-kona ársins er Hlín Pétursdóttir.
KYLFINGURINN Jim Furyk sem
sigraði á Opna bandaríska meistara-
mótinu á dögunum hefur afboðað
komu sína á óopinbert heimsmeist-
aramót í holukeppni sem fram fer í
Wentworth á Englandi í næsta mán-
uði, en alls er 12 kylfingum boðið að
taka þátt.
VERÐLAUNAFÉÐ er um 130
millj. kr. en þrátt fyrir það hafa Davis
Love III, Tiger Woods, David Toms,
Kenny Perry og Phil Mickelson af-
þakkað boð um að taka þátt og verða
því færri „stór nöfn“ að þessu sinni.
ERNIE Els verður á meðal kepp-
enda en hann hefur unnið mótið fjór-
um sinnum og getur jafnað met
þeirra Gary Player og Seve Ballest-
eros, sem unnu mótið fimm sinnum.
Í fyrsta sinn í sögu keppninnar
verða ekki keppendur frá Englandi
eða Írlandi, en stærstu nöfnin að
þessu sinni verða auk Els þeir Mike
Weir, Ben Curtis og Shaun Micheel.
FORRÁÐAMENN frá knatt-
spyrnusambandi Nígeríu funduðu í
gær með Bryan Robson í London og
hafa þeir áhuga á að fá Robson til að
taka að sér þjálfun landsliðs Nígeríu.
Robson er 46 ára gamall og lék 90
landsleiki fyrir England.
AUÐUN Helgason skoraði annað
mark sænska úrvalsdeildarliðsins
Landskrona í gærkvöldi er liðið vann
GIF Sundsvall, 3:2. Auðun skoraði
markið á 36. mínútu en Landskrona
komst þremur mörkum yfir áður en
gestirnir náðu að skora tvívegis í síð-
ari hálfleik. Landskrona er í 11. sæti
með 28 stig en GIF Sundsvall er í 12.
sæti með 12 stig.
Pétur Marteinsson og félagar
hans í Hammarby áttu stórleik í
Stokkhólmi gegn botnliðinu Enköp-
ing og skoruðu heimamenn 5 mörk í
fyrri hálfleik og bættu við 2 mörkum
í þeim síðari. Hammarby er í 3. sæti
deildarinnar með 44 stig en Malmö
er þar fyrir ofan með 45 stig en
Djurgården er í efsta sæti með 47
stig en aðeins þrjár umferðir eru eft-
ir af sænsku deildinni.
Auðun skoraði gegn Sundsvall