Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 38
AFMÆLI 38 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hinn 30. september verður Kar- vel Ögmundsson aldargamall og þar með sá karlmaður ættar minn- ar sem hefur náð hæstum aldri. Uppruni Karvels er rakinn til Snæfellsnes en foreldrar hans voru þau Ögmundur Andrésson (f. 5. júlí 1855) frá Einarslóni á Snæ- fellsnesi og Sólveig Guðmunds- dóttir (f. 2. september 1873) frá Purkey á Breiðafirði. Foreldrar Ögmundar voru þau hjónin Andr- és Illugason bóndi frá Ytra-Lóna- bæ á Snæfellsnesi (f. 12. ágúst 1810) ættaður frá Setbergssókn á Snæfellsnesi. og Sigríður Ólafs- dóttir (f. 23. janúar 1813) ættuð frá Helgafellssveit. Föðurafi Ög- mundar bjó á Hömrum í Setbergs- sókn og hét Illugi Ögmundsson (f. 1768) Kona hans var Sólveig Þor- varðardóttir. Foreldrar Sigríðar móður Ögmundar voru þau Ólafur Ólafsson og Jóhanna Eiríksdóttir sem eitt sinn bjuggu á Arnars- stöðum neðri. Móðurforeldrar Karvels voru þau Guðmundur Sigurðsson hús- maður í Purkey (f. 24. maí 1836) og Þórunn Þorvarðardóttir (f. 1843) Þau hjónin voru dugmiklar manneskjur sem jafnan réru á opnum áraskipum við Breiðafjörð, oftast á sitt hvoru skipinu þannig að heimilinu yrði minni skaði ef annað skipið færist í sjóslysi sem þá voru nokkuð tíð. Guðmundur var ættaður úr Dalasýslu og fram- ættir hans má rekja til prests- ættar í Strandasýslu kennd við Stað í Steingrímsfirði. Þórunn var ættuð frá Fossi í Neshreppi (utan Ennis) á Snæfellsnesi. Hjónin í Purkey áttu þrjú börn og var Sól- veig þeirra yngst en hin voru Hólmfríður er bjó á Hellissandi og Eggert formaður á Bakkabæ á Hellissandi (síðar fóstri Karvels). Guðmundur og Þórunn voru í hús- mennsku í Purkey á árunum 1870–1885. Alls eignuðust Sólveig og Ög- mundur 12 börn en þau eru: Guð- laug Svanfríður (f. 30 mars 1896), Sigríður (f. 22. júlí 1897), Einar (f. 26. febr. 1899), Kristbjörg (f. 28. sept. 1900), Karvel Línberg (f. 7. maí 1902), Karvel (f. 30. sept. 1903), Líneik (f. 18. sept. 1905), Ögmunda (f. 23. sept. 1907), Guð- mundur Þórarinn (f. 9. maí 1910), Karl (f. 8. apríl 1912), Daníel (f. 19. apríl 1915) og Jóhannes (f. 26. sept. 1917). Ögmundur átti tvö börn fyrir hjónaband, hét annað þeirra Andrés en hann fluttist til Englands ungur að árum og ílent- ist þar. Tvö barna sinna misstu þau , Karvel Línberg sem dó að- eins sjö mánaða og dótturina Lín- eik sem dó fjögurra ára gömul. Hin komust öll á legg og náðu nær öll háum aldri en nú er Karvel sá eini sem eftir lifir. Veturinn 1910 var þessari fjöl- skyldu mikill örlagavaldur en þá brann Hellubærinn til kaldra kola. Tildrög þessa bruna voru þau að þá um haustið hafði rekið anda- nefju og þótti það mikill fengur, maturinn notaður til fæðu en spik- ið var brætt og geymt í gler- brúsum í eldhúsinu. Síðan þegar eldur losnaði sem falist hafði aftan við hlóðarhellu í sóti þá sprungu olíusbrúsarnir og því varð eldhafið svo magnað að á skammri stundu varð húsið alelda. Ögmundi og Sólveigu tókst af miklu harðfylgi að bjarga öllum börnum sínum út úr brennandi húsunum á nátt- klæðum einum fata, en þau misstu allar sínar veraldlegu eigur og þar með eigið ljóðasafn Ögmundar, en hann var hagmæltur vel. Eftir brunann fluttu þau svo til Hellis- sands og bjuggu þar þangað til Ögmundur fórst er hann var að sækja meðul inn í Ólafsvík og var á leiðinni heim fyrir Ennið. Kar- veli var ungum að árum komið í fóstur hjá móðurbróður sínum Eggerti og konu hans Ingibjörgu Pétursdóttur þá aðeins 9 ára. Sól- veigu tókst síðan að halda heim- ilinu saman með dyggri aðstoðar KARVEL ÖGMUNDSSON 100 ÁRA Einars sonar síns sem var elstur þeirra bræðra og mjög ósérhlífinn og duglegur verkmaður. Það má segja að Karvel hafi snemma fengið að kynnast fátækt og harðri lífsbaráttu aldamótakynslóðarinn- ar, en þeirri lífsreynslu lýsir hann á mjög sannfærandi hátt í fyrstu bók sinni Sjómannsævi. Kaflar úr þeirri bók ætti að vera skyldulesn- ing í framhaldsskólum landsins þannig að núlifandi fólk skilji þau hörðu lífsskilyrði sem forfeður okkar þurftu að búa við. Ellefu ára byrjar Karvel að róa með fóstra sínum á áraskipi og hann minntist þess að eitt sinn var barningur að ná landi. Árin sem oftast var nokkuð viðráðanleg varð allt í einu svo þung að þegar allir kraftar voru löngu þrotnir vogaði hann loks að líta til for- mannsins og spyrja hvort hann mætti hvílast. Fóstri hans leit þá á drenginn og sagði með þungri áherslu. „Sá sem ætlar að verða sjómaður gefst aldrei upp“ og áfram var barist til lendingar. Þessi tilsvör fóstra Karvels hafa örugglega verið honum haldgott veganesti á lífshlaupi hans, enda hefur hann aldrei gefist upp þótt oft hafi á móti blásið á langri ævi. Fimmtán ára gamall verður Kar- vel formaður á þriggja manna fari sem hann átti með vini sínum Sig- urði Sveini Sigurjónssyni og nefndu þeir félagar farkostinn Sigurkarfa. Þessi útgerð þeirra fé- laga reyndist síðar upphaf að happadrjúgum og löngum útgerð- arferli Karvels. Karvel átti ekki langri skóla- göngu að fagna þarna fyrir vestan en hann var alla tíð mjög bókelsk- ur maður og las allt sem hann komst yfir, en hafði mikið dálæti á Íslendingasögum og Biblíunni. Hann var sagður kunna nánast allt þetta lesefni utanbókar og kom það honum ávallt vel síðan að vitna í þessar bókmenntir og geta síðan talað út frá þeim við hin ólíklegustu tækifæri. Þeir sem hafa kynnst Karveli í starfi og annars við hin ýmis tækifæri undruðust stórum hvað hann gat talað og haldið glimrandi ræður blaðlaust og ávallt tengt þær ræð- ur þeim bókmenntum sem hann hafði lesið og kunnað frá blautu barnsbeini. Karvel þótti berdreyminn mað- ur og dreymdi hann stundum fyrir daglegum viðburðum sem kom honum oft að notum og leiðbeindu honum á lífsleiðinni. Árið 1928 kvæntist Karvel Önnu Olgeirsdóttur frá Hellissandi og varð þeim sjö barna auðið, fimm dætra og tveggja sona. Konu sína missti Karvel eftir langvarandi veikindi 1959 og yngri soninn Eggert árið 1962, en hann fórst í sjóslysi við Hólmsbergið í Keflavík ásamt tveimur frændum sínum þeim Einari og Sævari Þórarins- sonum (einkasonum Þórarins bróður Karvels). Síðar missti Kar- vel dóttur sína Ester en hún dó fyrir aldur fram. Árið 1963 kynntist Karvel Þór- unni Maggý Guðmundsdóttur (síð- ar landsþekktum miðli) og bjuggu þau saman í þrettán ár og eign- uðust einn son, Eggert. Eftir að Karvel hafði lokið skip- stjórnarprófi keypti hann ásamt bræðrum sínum bátinn Pilot en fljótlega þurftu þeir að hugsa sér til hreyfings og fluttu til Njarðvík- ur. Þangað fluttu síðar allir bræð- urnir og settust þar að ásamt fleiri Söndurum af vinahópi þeirra. Það var fyrir sagt að ef einhver ókunn- ugur birtist í Njarðvíkum hvort þarna væri kominn einn frá Sandi. Karvel fluttist svo alkominn suður árið 1933 og bjó í fyrstu að Narfa- koti í Innri Njarðvík en byggði sér fljótlega tveggja hæða steinhús í Ytri-Njarðvík sem hann kallaði Bjarg. Þar bjuggu einnig foreldrar mínir og þar fæddist ég ,en móðir Karvels bjó þar einnig og lést árið 1942 og var ég svo skírður Sól- mundur eftir þeim báðum við kistulagningu hennar, en hún var svo jörðuð við hlið bónda síns í kirkjugarðinum á Ingjaldshóli. Í Njarðvíkum hóf svo Karvel (eða Veli eins og hann var kallaður meðal náinna vina) atvinnurekstur sinn sem spannaði alla þætti sjáv- arútvegsins ásamt Þóra bróður sínum. Þegar litið er til baka á þennan athafnaríka feril Karvels er það athygli vert að áratugur hans mestu athafna er kreppuáratug- urinn á milli 1930–1940, eða ein- mitt sá tími sem reynst hefur ís- lenskum sjávarútvegi hvað verst. Samfara uppbyggingu og rekstri hinna umfangsmiklu fyrirtækja þeirra bræðra þá gaf Karvel sér nægan tíma til að sinna hinum ýmsu félagsstörfum. Það má segja að það hafi verið lán Suðurnesjamanna að fá þessa harðduglegu Sandara í sínar raðir sem tóku virkan þátt í öllu fé- lagsstarfi á svæðinu. Karvel átti drjúgan þátt í stofn- un ýmissa félaga og samtaka, bæði á sviði atvinnu, stjórnmála og fé- lagslegra þátta og átti ótrúlega gott með að vinna með öðrum þó þeir væru ekki samstiga stjórn- málalega. Það var oft sagt um Karvel frænda að hann hafi í hjarta sínu verið samvinnuhreyfingamaður þótt hann hafi þjónað Sjálfstæð- isflokknum dyggilega alla tíð. Sem dæmi um hvað Karvel var um- burðarlyndur stjórnmálamaður, þá var sögð sú saga þegar fyrrver- andi tengdasonur hans Áki Gräns spurði hann einhverju sinni af hverju hann treysti sumum and- stæðingum sínum í pólítík fyrir trúnaðarstörfum. Karvel svaraði um hæl. „Það eru góðir menn í öll- um flokkum.“ Karveli hafa hlotnast ýmsar við- urkenningar fyrir störf sín í þágu almennings og hins opinbera eins og Fálkaorða með meiru. Hans eigið bæjarfélag hefur gert hann að heiðursborgara og Sjálfstæð- isflokkur og Ungmennafélag Njarðvíkur hafa einnig gert hann að heiðurfélaga. Mér finnst svona eftir á að hyggja að Reykjanesbær ætti að hlutast til um að gera Bjarg að Karvelssafni í samráði við ættingja Karvels, en þar væri að finna hluti úr lífi hans og teng- ingar við samferðamenn. Það væri raunar verðugur minnisvarði um frænda minn Karvel Ögmundsson, sem svo sannarlega markaði spor sín á Suðurnesjum. Þegar litið er til baka yfir lífs- skeið Karvels þá er það með ólík- indum hverju þessi maður hefur fengið áorkað, en við sem þekkt- um Karvel vitum að galdur hans var hlýleg framkoma, umburðar- lyndi, persónuleg útgeislun, mann- þekking sem hann sótti í Biblíuna og Íslendingasögurnar og það að hann gaf sér tíma til að hlusta og gefa ráð. Hver kannast ekki við orðin „væni minn“ sem hann not- aði við mörg tækifæri og gat sleg- ið nær alla andstæðinga sína út af laginu með kurteisi og vinalegri framkomu. Þessi virti maður en nú orðinn þrotinn að kröftum og dvelur á Garðvangi á Suðurnesj- um við góða umönnun, en við sem þekktum hann munum halda nafni hans á lofti um ókomna tíð, þakka honum allt og minnast þess: Deyr fé, deyja frændur en orðstír mun að eilífu lifa. Lifðu heill frændi. Sólmundur Tr. Einarsson. Það var faðir minn sem taldi börnin þegar þau birtust eitt af öðru út úr reykhafi brennandi hússins þessa örlagaríku nótt þeg- ar Hellubærinn brann.„Það vantar eitt barnanna.“ Þá segir Krist- björg systir mín: „Hann Veli er eftir inni.“ Þetta er sótt úr magn- þrunginni lýsingu Karvels af brunanum í 1. bindi Sjómannsævi – Endurminningar Karvels Ög- mundssonar skipstjóra og síðar útgerðarmanns. Í þessum bruna missti fjölskyldan allt sem hún átti af veraldlegum eignum, en það verðmætasta bjargaðist, nefnilega börnin. Þessa sögu um hvernig móðir mín uppgötvaði að bróðir hennar Karvel var ekki kominn út úr brennandi húsinu fékk ég að heyra löngu áður en hún birtist á prenti. Systkinakærleikurinn milli Karvels og Kristbjargar varð að sterkum böndum sem varði alla tíð. Hún trúði Karvel fyrir því að hún þyrfti að flytjast til Norges þá 25 ára gömul, böndin urðu ekki veikari heldur þvert á móti styrkt- ust þau. Hann sagði þegar hann fékk vitneskju um þetta: „Mér þótti mikið fyrir þessu, því við Kristbjörg vorum mjög samrýnd.“ Þau urðu fjölmörg bréfin sem komu frá hinni fjölmennu ætt vorri á Fróni til Björgvinjar þar sem við bjuggum, en allflest komu frá Karvel frænda og þau hófust alltaf á þessa leið: „Elsku systir mín.“ Á stríðsárunum var erfitt að halda sambandi yfir hafið, en það liðu ekki margar vikurnar eftir að stríðinu lauk árið 1945 áður en í ljós kom að okkar kæru ættingjar á Íslandi höfðu svo sannarlega hugsað til okkar. Matarpakkar streymdu heim til okkar ásamt bréfum, já, og eitt sinn kom heil tunna full af saltkjöti. Þetta allt kom sér afar vel þar sem ströng skömmtun ríkti í Noregi eftir stríðslok. Það liðu 25 ár þangað til Karvel og Kristbjörg hittu hvort annað aftur. Árið 1951 kom Karvel til Nor- egs með sérstakri sendinefnd til að skoða fiskvinnslu Norðmanna m.m. Þeir komu við í Björgvin og þá urðu grípandi endurfundir systkinanna. Karvel varð því mið- ur að stytta ferð sína vegna þess að eiginkona hans Anna varð al- varlega veik. Þessi heimsókn varð þó til þess að foreldrar mínir og ég sigldum með Gullfossi til Ís- lands um sumarið sama ár. Mót- tökurnar voru ólýsanlega góðar hvarvetna og við fengum að upp- lifa landið sem móðir mín hafði svo oft sagt frá og sungið um. Þetta var því miður í síðasta sinn sem móðir mín kom aftur til Íslands, en Karvel kom nokkrum sinnum í heimsókn til okkar og hætti aldrei að reyna að telja Kristbjörgu hughvarf og koma aft- ur í heimsókn á Frón. Aftur á móti fengu börn Kristbjargar að njóta gestrisni ættingjanna, en bæði Erna og Sonja systur mínar ásamt börnum hafa oft heimsótt Ísland og það sama á í hæsta máta við um mína fjölskyldu. Frændi okkar Karvel hefur alla tíð verið fastur punktur í okkar stóru ætt og ferð til Íslands er ekki lokið nema að hafa komið við hjá hon- um. Þegar ég heimsótti hann fyrir rúmum fimm árum síðan sagði hann með glettni í auga og hló hjartanlega: „Þú skalt vita að ég verð hundrað ára.“ Ég svaraði því til að ég vonaði svo sannarlega að svo yrði og nú er stundin upp- runnin. Við óskum honum hjartanlega til hamingju með daginn. Kærar kveðjur frá Noregi. Karvel Strömme. 100 ára er í dag heiðursborg- arinn Kavel Ögmundsson skip- stjóri og útgerðarmaður. Hann hefur siglt í gegnum ólgusjó lífsins kraftmikill, áræðinn og hvergi slakað á. Elli kerling hafði ekki roð við honum í lífskapphlaupinu. Hann mótaðist strax í æsku af sterkum erfðastofnum með Snæ- fellsjökulinn á aðra hönd og hafið á hina. Karvel fæddist á bænum Hellu í Beruvík á Snæfellsnesi. Þar á bæ voru lesnir húslestrar árið um kring eins og víða tíðkaðist á Ís- landi í byrjun síðustu aldar. Bibl- ían og Íslendingasögurnar voru þær sögur sem hann las og lærði. Hann drakk í sig speki þeirra og iðulega vitnaði hann í þær máli sínu til stuðnings. Því var það engin tilviljun að hann sem ungur maður í Sjómannaskóla á Ísafirði, var fenginn til að halda lokaræð- una við skólaslitin. Karvel hefur lýst æviminning- um sínum í bókinni „Sjómanns- ævi“ og hafa komið út þrjú bindi. Eru þar stórfróðlegar mannlýsing- ar um gott fólk og atburði. Einnig hafa birst eftir hann ritverk í blöð- um og tímaritum. Svo mikið liggur eftir hann að það er langt frá því að saga hans hafi verið sögð og væri það verðugt verkefni að koma því í kring. Svo viðburðarík er ævi hans. Hún er saga manns sem lifað hef- ur tímana tvenna, kynnst fátækt í æsku, braut sér leið með dugnaði, markaði merk spor í samtímann og var leiðandi maður í félagsmál- um. Hann var í hreppsnefnd Kefla- víkur 1938–1942, oddviti Njarðvík- urhrepps í 20 ár, form. Sjálfstæð- isfélags Keflavíkur og síðan í Sjálfstæðisfélaginu „Njarðvíking- ur“, form. Útvegsbændafélags Keflavíkur og nágrennis í 18 ár, form Olíusamlags Keflavíkur í 30 ár, form. Vinnuveitendafélags Suðurnesja í tíu ár, einn af að- alhvatamönnum að stofnun Olíufé- lagsins h/f og í stjórn þess lengs af, einnig í stjórn Samvinnutrygg- inga frá byrjun, hann hefur verið í Rotary Keflavíkur frá stofnun og fjölda annarra félaga. Karvel hefur verið gæfumaður í einkalífi. Hann kvæntist árið 1928 Önnu Margréti Olgeirsdóttur frá Hellissandi, mikilhæfri og traustri konu sem tók virkan þátt í hinu margbrotna starfi hans. Þau byggðu sér hús í Njarðvíkum og nefndu Bjarg. Þau eignuðust mannvænleg börn, fimm dætur og tvo syni. Það var gestkvæmt og hlýlegt heimili. Anna og Karvel stóðu að stofn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.