Morgunblaðið - 30.09.2003, Qupperneq 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Bryndís Sveinsdóttir, bryndis@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes
Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hall-
grímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Krist-
jánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund skapti@mbl.is
„Sá sem ætlar að verða sannur sjómaður
gefst aldrei upp.“ Þetta svar fékk tólf ára
piltur frá formanni sínum á árabátnum þeg-
ar hann var að þrotum kominn við róður á
leiðinni heim af miðunum og spurði í þriðja
sinn hvort hann mætti leggja inn árina til að
laga vettling á hendi sér. „Mér fannst eins
og það færi rafstraumur í gegnum mig. Ég
skyldi ekki gefast upp, meðan ég gæti árina
hreyft. Þótt mörgum kunni að finnast þetta
hart svar, þá er það staðreynd, að þetta svar
hefur oft bjargað mínu lífi, þegar ég hef ver-
ið kominn á ystu takmörk með að gefast upp
á vissum augnablikum minnar löngu ævi,“
skrifaði þessi strákur 65 árum seinna, þegar
hann gaf út æviminningar sínar. Maðurinn
er Karvel Ögmundsson, útgerðarmaður í
Njarðvík, sem í dag fyllir tíunda tuginn.
Karvel er fæddur og uppalinn á Snæfells-
nesi og flutti þrítugur til Njarðvíkur og hef-
ur átt heima þar alla tíð síðan, fyrstu árin í
Innri-Njarðvík en lengst af í Ytri Njarðvík
þar sem hann stundaði útgerð og fiskvinnslu
með bræðrum sínum, byggði meðal annars
fyrsta hraðfrystihúsið á Suðurnesjum. Hef-
ur hann víða komið við í félagsmálum út-
gerðarmanna og sveitarstjórnarmálum. Var
hann aðal-forystumaður Njarðvíkinga þeg-
ar þeir klufu sig um skeið frá Keflvíkingum
eftir nokkurra áratuga sambúð og stofnuðu
Njarðvíkurhrepp hinn síðari. Var hann odd-
viti sveitarfélagsins fyrstu tuttugu árin.
Uppbygging hafnar í Ytri-Njarðvík var
mikið áhugamál íbúanna og þar lét Karvel
ekki sinn hlut eftir liggja. Samþykkt var að
höfnin yrði landshöfn en peningarnar frá
ríkinu kláruðust fljótt. Þegar hafnarnefnd-
armenn settust niður á Hressingarskál-
anum í Reykjavík, þreyttir eftir göngu milli
peningastofnana, buðust Karvel og Þór-
arinn bróðir hans til taka að sér fram-
kvæmdina og lána peninga til verksins úr
sjóðum frystihússins sem hafði gengið vel.
Fengu þeir á móti ríkisskuldabréf sem þeir
síðan seldu með afföllum og gátu þannig
haldið framkvæmdunum lengi áfram.
Ákafi Karvels við uppbyggingu Njarðvík-
ur var frægur og ýmsar sögur til af honum í
því hlutverki. Frásögn Gunnars Kristjáns-
sonar er birt í Sögu Njarðvíkur eftir Krist-
ján Sveinsson: „Karvel sá sjálfur um að
áætla hversu mikið efni þyrfti í raflínuna.
Það varð frægt hvernig hann stikaði stórum
um í Njarðvík, taldi og mældi. „Fjögur-
hundruðáttatíuogtveir góðan daginn“ sagði
hann kannski. Þá var hann að telja hvað það
þyrfti marga staura í raflínuna.“
Úr
bæjarlífinu
NJARÐVÍK
EFTIR HELGA BJARNASON
BLAÐAMANN
Alls komu 6.600 gest-ir á atvinnuvega-sýninguna Akra-
nes Expó 2003; Þeir fiska
sem róa, sem lauk á sunnu-
dagskvöld. Markaðsráð
Akraness skipulagði sýn-
inguna og kynntu 70 fyr-
irtæki þjónustu sína á um
1.000 ferm. sýningarsvæði.
Langflestir gestanna komu
í boði þátttökufyrirtækja.
Mælingar sýna að um 70%
gesta hafi verið Akurnes-
ingar, eða um 4.600 manns,
og um 2.000 gestir hafi
komið lengra að. Fyrirtæki
af öllum stærðum gerðum
sýndu framleiðslu sína og
þjónustu á sýningunni. Á
laugardag var bikarúr-
slitaleikur ÍA og FH í
knattspyrnu sýndur á
breiðtjaldi á sýning-
arsvæðinu.
Fjöldi gesta
Borgarnesi | Félag hjarta-
sjúklinga á Vesturlandi
stóð fyrir hjartagöngu
sunnudaginn 28. sept-
ember, sem er alþjóðlegur
hjartadagur, og tilefnið
var 20 ára afmæli Lands-
samtaka hjartasjúklinga.
Gengið var frá Ölveri að
Heiðarskóla, samtals um 7
kílómetrar. Tveir bílar
fylgdu göngunni fyrir þá
sem vildu hvíla sig á milli
göngutarna og eins þurfti
að ferja þátttakendur yfir
Leirá. Rúmlega þrjátíu
manns á öllum aldri tóku
þátt í göngunni, sem tók
um tvo tíma. Veðrið var
milt, þurrt og sólskin öðru
hverju. Að lokinni göngu
var grillað saman og bauð
félagið öllum upp á pyls-
ur.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Hjartaganga á Vesturlandi
Hjónin SigurðurHaraldsson ogGuðrún Svavars-
dóttir frá Jaðri í Reykja-
dal rákust á Friðrik Stein-
grímsson í gufunni í
Mývatnssveit. Sigurður er
sjómaður hjá Samherja en
Guðrún vinnur í mötu-
neytinu í Kröflu. Þau
sögðust því hittast sjaldan
og þá helst í gufubaðinu.
Friðrik orti:
Jaðarshjónin tímaleysið trega
tæpast annað neitt um hitt því
veit;
þau hittast sirka hálfsmánaðarlega
í heitri gufu uppi í Mývatnssveit.
Tímaleysið trega
Ólína Þorvarðardóttir á
Ísafirði þakkar bæði Að-
alsteini Valdimarssyni
og Hjálmari Jónssyni
fyrir hluttekninguna, en
þeir áttu vísur í þessu
horni á laugardaginn:
Vissulega var og er
víða blá og loppin,
en kveðjur ykkar ylja mér
um allan kroppinn.
Ólína þakkar
Laxamýri | Miklar fram-
kvæmdir hafa verið í sumar á
Héðinshöfða á Tjörnesi þar sem
Jónas Bjarnason bóndi hefur
verið að endurgera gamla húsið
sem byggt var 1880 af Benedikt
Sveinssyni, þáverandi sýslu-
manni í Þingeyjarþingi.
Húsið er eitt af fáum stein-
hlöðnum húsum frá 19. öld og
hefur lítið breyst að innan frá
því að það brann að hluta 1892.
Veggirnir voru gerðir úr til-
höggnu grjóti úr Reyðarárgili
sem er skammt frá bænum og
var grjótið í það höggvið vet-
urinn áður en það var flutt á
byggingarstað. Steinsmiðurinn
var Steinþór Björnsson sem
lært hafði steinsmíði í Kaup-
mannahöfn á 19. öld og byggði
hann m.a. húsið sem enn stend-
ur á Stóruvöllum í Bárðardal.
Jónas, sem bjó ásamt fjöl-
skyldu sinn í Héðinshöfðahús-
inu til ársins 1974, hefur í sum-
ar ásamt syni sínum Stefáni
skipt um alla glugga, skipt um
bárujárnsklæðningu á stöfnum
og skipt um þak. Þá hefur hann
einangrað upp á nýtt þar sem
þess var þörf, skipt um útidyra-
hurð, sett allt tréverk á stafna
s.s. gluggalista, vindskeiðar o.fl.
Það var Svandís Sverris-
dóttir, húsasmiður á Húsavík,
sem smíðaði gluggana, en Eiður
Árnason múrari sá um að múr-
húðunina, en eftir er að mynst-
urmúra norðurhlið hússins en
til stendur að klára það verk.
Að sögn Jónasar er hér um
mjög kostnaðarsama fram-
kvæmd að ræða en þess virði að
bjarga þessu fornfræga húsi
sem á sér mjög merkilega sögu
og áhugafólk um húsafriðun
hefur mjög lofað framtak þetta.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Jónas bóndi: Kostnaðarsöm framkvæmd, en þess virði að bjarga fornfrægu húsi með merkilega sögu.
Sögufrægt hús endurbyggt
Á Héðinshöfða
HREINAR tekjur sem mynda laun eig-
enda og hagnað eru tvöfalt meiri á kúabú-
um en sauðfjárbúum. Uppgjör búreikninga
sýnir að hagnaður fyrir laun eigenda var að
meðaltali tæpar tvær milljónir á sérhæfð-
um kúabúum en innan við ein milljón á sér-
hæfðum sauðfjárbúum. Kúabændur á
Norðurlandi eystra hafa mesta möguleika
á að greiða sér laun en þar eru búin stærst.
Þótt tiltölulega fá bú liggi til grundvallar
skýrslu um niðurstöður Hagþjónustu land-
búnaðarins fyrir árið 2002 eru þær taldar
gefa vísbendingu um afkomuna í hefð-
bundnum búgreinum, einkum sérhæfðra
kúabúa. Alls bárust 188 búreikningar á
árinu, 119 vegna kúabúa og 50 vegna sauð-
fjárbúa, auk 19
vegna blandaðra búa
eða búa með sauðfé
og annan rekstur.
Niðurstöðurnar
sýna að kúabúin
hafa stækkað frá
árinu á undan, eru
að meðaltali með um
149 þúsund lítra
framleiðslu. Afgang-
ur til að greiða eig-
anda laun var að
jafnaði 1.981 þúsund
krónur á árinu.
Bústærð sauð-
fjárbúanna stendur
nokkurn veginn í
stað frá fyrra ári og
reyndist tæplega
320 ærgildi að meðaltali. Afgangur til að
greiða eiganda laun eykst um tæp 19% frá
fyrra ári og er um 979 þúsund að meðaltali.
Ef hins vegar einungis eru borin saman
þau sauðfjárbú sem eru í samanburðinum
bæði árin sést að möguleikar til að greiða
eigendum laun hefur minnkað milli þess-
arra tveggja ára, um tæp 8%.
Lægst laun á Norðurlandi vestra
Mikill munur er á afkomu búa eftir
landshlutum. Þannig gátu kúabændur á
Norðurlandi eystra, þar sem búin eru
stærst, greitt sér liðlega 2,9 milljónir í laun
að jafnaði á árinu 2002 en bændur á Norð-
urlandi vestra gátu greitt sér rúma milljón
í laun.
Það eru hins vegar sauðfjárbændur á
Vestfjörðum sem hafa best út úr búum sín-
um, geta greitt sér rúmar 1,3 milljónir í
laun á árinu að meðtaltali á sama tíma og
sauðfjárbændur á Norðurlandi vestra eiga
aðeins 240 þúsund kr. til að greiða sér laun.
Laun
bænda tvö-
falt hærri á
kúabúum
Ódýrt fyrir alla!
Ódýrt fyrir alla!LYNGHÁLSI 4 - SKÚTUVOGI 2
OPIÐ
11-20
ALLA DAGA
LÁGT OG
STÖÐUGT
VÖRUVERÐ!
pr.kg.499-
ÝSUFLÖK FROSIN
roðlaus og beinlaus
1 flokkur
Toppurinn í dag!