Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 23 GOJO hreinlæti w w w . b e s t a . i s Nýbýlavegi 18 • 200 Kópavogi • Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 • 260 Njarðvík • Sími: 420 0000 Miðási 7 • 700 Egilsstöðum • Sími: 470 0000 Lotion sápa, Rich heilsusápa, Spa & Bath sturtusápa, Purell sótthreinsigel, Antibac sótthr. sápa. Hagkvæmt, þrifalegt og fyrirferðalítið sápukerfi. HELMINGUR 16 ára unglinga fær ekki nægan nætursvefn vegna þess að tístið í farsímanum vekur þá. Þetta kemur fram í nið- urstöðum belgískrar rannsóknar en samkvæmt þeim var annar hver 16 ára unglingur vakinn af tóninum sem boðar ný textaskila- boð þann mánuð sem rannsóknin stóð yfir, en fjórði hver 13 ára unglingur átti við sama vandamál að stríða. Frá þessu er m.a. greint í Jyllands-Posten. Að fara snemma í háttinn er engin trygging fyrir góðum næt- ursvefni þar sem það er regla frekar en undanteking að farsím- ar unglinganna tísti hvað eftir annað kvöld og nætur til að gefa til kynna ný skilaboð. Þessi röð SMS-skilaboða kvölds og nætur leiðir til ósamfellds svefns hjá unglingunum sem eru á þeim aldri að þurfa 8–9 tíma sam- felldan svefn. Ekki fylgir sögunni af hverju unglingarnir hafa yfir höfuð kveikt á farsímunum sínum síðla kvölds og nætur. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Náttboð: Að fara snemma í háttinn er ekki lengur trygging fyrir góð- um nætursvefni unglinganna. SMS eða svefn?  UNGLINGAR Í BÆJARBLAÐINU í Ringerike í Noregi var nýlega greint frá því að mikil stemmning ríkti meðal unglinga þar í bæ vegna fyrirhugaðrar heimsóknar til Skaga- strandar sumarið 2005. Fyrirspurn frá þarlend- um bæjaryfirvöldum barst Magnúsi B. Jóns- syni, sveitarstjóra á Skagaströnd, ekki alls fyrir löngu þar sem spurt var hvort sveitarfélagið sæi sér fært að taka á móti fjörutíu manna hópi frá Hov-grunnskólanum í Hönefoss, sem er stærsti bærinn í Ringerike- sveitarfélaginu. Bærinn Hönefoss er um 100 kílómetra austur af Osló og er einn af vinabæjum Skagastrandar. „Ég tók auðvitað vel í málið og svaraði því til að unglingarnir væru velkomnir til okkar. Við komum til með að hýsa norsku gestina í heima- húsum, sýnum þeim landið, kynnum þá fyrir íslenskum jafnöldrum þeirra og vonum að góð tengsl myndist milli manna,“ segir Magnús. Af fjörutíu manna hópi verða þrjátíu 14 ára ung- lingar auk tíu foreldra. For- eldrar áttu frumkvæðið að Íslandsheimsókninni og tóku skólayfirvöld strax vel í hug- myndina. Nemendurnir hafa í hyggju að búa sig vel undir heimsóknina og safna sjálfir fyrir ævintýraferðinni. Ragnhild Gusdahl, konsúll Íslend- inga í Tromsö, heimsótti börnin í skólann auk þess sem þau hafa kynnt sér land og þjóð á myndböndum, en nú dreymir þau um að upplifa Ísland og baða sig í heitum laugum. Skagaströnd sótti um að fá að ganga inn í norrænt vinabæj- arsamband árið 1987 til þess að efla tengsl við aðrar norrænar þjóðir og auka víðsýni. Skemmtilegt vinabæjarsamstarf Auk norska bæjarins Ringerike eru Aabenraa í Danmörku, Växjö í Svíþjóð og Lohja í Finnlandi vinabæ- ir Skagastrandar, en saman halda þessir fimm bæir vinabæjarmót ann- að hvert ár. „Við duttum inn í þessa gömlu vinabæjarkeðju, sem er bæði góð og skemmtileg. Bæirnir fimm skiptast á að halda vinabæjarmót annað hvert ár og eigum við næsta leik árið 2004. Skagstrendingar hafa haldið eitt mót áður, sumarið 1994, og komu þá um 30–40 manns til okkar frá hinum vinabæjunum. Mótið var sérlega vel heppnað. Við héldum gestum okkar mikla veislu, fórum með þeim í út- sýnisferðir og enduðum á því að skála fyrir lýðveldinu Íslandi í dúndr- andi blíðu á Þingvöllum þar sem pall- arnir voru enn uppistandandi eftir Alþingishátíðina. Auk þess höfum við tekið á móti mjög fínni sænskri ung- lingalúðrasveit, sem hélt tónleika hérna í samstarfi við lúðrasveit frá Tónlist- arskóla A-Hún. Lúðra- sveitin endurgalt þá heim- sókn sl. sumar og karlakór úr héraðinu hefur farið á norræn kóramót og er í góðu samstarfi við kóra í hinum vinabæjunum.“ Sveitarstjórinn á Skagaströnd telur að vina- bæjarstarfið hafi eflt bæði víðsýni og þekkingu á sveitarstjórnarmálum frændþjóðanna. „Við lær- um af þeim og þeir af okk- ur þótt ólíku sé saman að jafna þegar kemur að stærðarhlutföllum og íbúa- tölum. Af þessum bæjum er Växjö í Svíþjóð fjölmennastur með hátt í áttatíu þúsund íbúa. Hinir þrír, þeir dönsku, norsku og finnsku, eru með um þrjátíu þúsund íbúa hver, en svo rekum við auðvitað lestina með að- eins um sex hundruð íbúa. Þeir öf- unda okkur t.d. mikið vegna þess að við erum aðeins með fimm sveit- arstjórnarmenn á meðan fulltrúar í öðrum sveitarstjórnum skipta tug- um,“ segir Magnús. Allt til alls Þegar Magnús er spurður hvort vinabæjunum þyki ekki merkilegt að Skagaströnd skuli vera kántrýbær svarar hann því til að svo kunni að vera. „Þó held ég að gestum okkar finnist miklu merkilegra að fá að kynnast svo litlu þorpi út við ysta haf, sem lifir á fiski en hefur allt til alls, svo sem skóla, heilsugæslu, verslanir og veitingastaði svo eitthvað sé nefnt. Þetta finnst frændum okkar sér- staklega merkilegt.“  SKÓLAR | Norskir grunnskólanemar safna fyrir Íslandsferð Stemmning fyrir Skagaströnd Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Þorp við ysta haf: Skagstrendingar lifa af fiski og eru þekktir fyrir áhuga á kántríi og línudansi. Þau dreymir um að upplifa Ísland og baða sig í heitum laugum. join@mbl.is Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.