Morgunblaðið - 30.09.2003, Page 44

Morgunblaðið - 30.09.2003, Page 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ E r miður að íslenskir knatt-spyrnuaðdáendur eigiþess ekki kost að fylgjastmeð Serie A í vetur í sjón- varpinu og verði að láta sér leiki ítölsku liðanna í Evrópukeppni duga, því fyrstu leikirnir í deildinni hafa verið mjög skemmtilegir og gefa fyr- irheit um fjöruga leiktíð. Endurtekið einvígi? Í fyrra börðust Juventus og Milan á tveimur vígstöðvum og hafði Juve betur heima fyrir en Milan í Meist- aradeildinni. Lið Juventus þótti leika best og jafnast þótt ekki risi leikur liðsins kannski ýkjahátt. Juventus mætir beittara til leiks nú, hefur bætt skynsamlega við lið sitt og virð- ist Marcello Lippi þjálfari ætla að leggja meiri áherslu á sóknarleikinn. Sömu sögu er að segja af AC Milan, liðið hefur fengið nokkra trausta leikmenn til sín, einkanlega í vörn- ina. Það væri eftir bókinni að þessi tvö lið einokuðu toppsætin en þó virðist sem Inter, Lazio og Roma séu mun sterkari en flestir áttu von á og að keppnin verði harðari en í árarað- ir. Einhvern veginn segir manni þó svo hugur að um endurtekið einvígi verði að ræða og því er ekki úr vegi að byrja á því að kíkja á hvernig Ítal- íumeistararnir og Evrópumeistar- arnir mæta til leiks. Tvífarar hjá Juve! Juventus er með ákaflega breiðan leikmannahóp, sennilega þann sterk- asta á Ítalíu. Þeir eiga tvo menn í flestar stöður og geta skipt út mönn- um án þess að það riðli leik liðsins. Sumir eru þó líkari en aðrir! Hol- lendingurinn Edgar Davids hefur verið lykilmaður hjá Juventus und- anfarin ár og elskaður af aðdáendum félagsins. Hann hefur þó aldrei verið í sérstökum metum hjá stjórnendum félagsins, þykir einþykkur og erfiður í samstarfi, og ekki blíðkuðust Luc- iano Moggi og félagar í sumar er Davids neitaði að skrifa undir nýjan samning við félagið. Hyggst hann klára síðasta árið sem hann á eftir á samningnum og halda svo á ný mið. Yfirleitt reyna lið í þessari stöðu að selja viðkomandi leikmann og ekki vantaði kaupendur að Davids. Hann var hins vegar sjálfum sér sam- kvæmur, sagðist vilja ráða örlögum sínum sjálfur og myndi klára sinn samning og taka svo ákvörðun um hvert framhaldið yrði. Þvermóðska Davids er aðdáunarverð, sérstaklega í ljósi þess að Juventus missti þol- inmæðina gagnvart honum í sumar og keypti leikmann sem nefndur er „litli Davids“ á Ítalíu, Ghanamann- inn Stephen Appiah sem spilað hefur firnavel með Brescia og Parma und- anfarin ár. Appiah er reyndar bæði stærri og sterkari en Davids og því er skondið að kalla hann „litla Dav- ids“ en hann er sjö árum yngri og lík- ur Hollendingnum í hollningu og leikstíl. Koma hans þýðir að Davids á ekki víst sæti í liðinu og fékk að verma bekkinn í fyrstu leikjunum. En Juventus er þekkt fyrir að ná að kreista hvern dropa úr mönnum og Davids fær eflaust að svitna eitthvað í vetur, hvort sem hann verður látinn róa í janúar eða leika út leiktíðina. Fyrir utan sápuóperuna í kringum Davids er flest meinhægt að frétta úr herbúðum Juve. Þeir fengu ítalska landsliðsvarnarmanninn Nic- ola Legrottaglie frá Chievo og veitir ekki af í aldurhnigna vörn liðsins. Fabrizio Miccoli kom svo frá Perugia og Enzo Maresca frá Piacenza, ekta spilarar til að leysa af í meiðslum, t.d. Alex Del Piero sem enn einu sinni er kominn á sjúkralistann. Juv- entus er með ákaflega stöðugt lið og verður að telja líklegt að liðið nái að halda titlinum. Brassabras á Milan Evrópumeistarar AC Milan mæta til leiks með nánast sama mannskap og í fyrra. Vörnin hefur þó verið styrkt með komu Giuseppe Pancaro og brasilíska landsliðsfyrirliðans Cafú auk þess sem samlandi hans Kaka mun berjast um stöðu leik- stjórnanda við Rui Costa. Kaka er efnilegur en óvíst er að honum farn- ist betur í samkeppninni við Portú- galann leikna en Rivaldo, sem hefur verið með leiðindi og farið fram á sölu að undanförnu. AC Milan hefur undanfarin ár keypt töluvert af Brasilíumönnum enda hefð hjá fé- laginu að vera með leikna og skemmtilega spilara. Gallinn er að þeir hafa ansi margir týnst í þokunni í Mílanó og enginn þeirra hefur náð að gera neinar meiri háttar rósir. Milan er óneitanlega skemmtilegt lið á góðum degi og framlína liðsins er stórhættuleg. Filippo Inzaghi hefur aldrei leikið betur og Shevchenko er að nálgast sitt besta form. Liðið á hinsvegar oft erfitt með að klára leiki gegn lakari liðum og það vantar stundum einhvern með Gennaro Gattuso til að vinna skítverkin á miðjunni. Kröfurnar eru miklar hjá Herra Berlusconi og félögum og mikið veltur á að liðið nái að byrja vel, annars getur þetta annars ágæta lið liðast í sundur. Áfram hlegið að Inter? Internazionale eru Evrópumeist- arar í klúðri. Ekkert lið hefur eytt jafnmiklu fé miðað við bikartölu (sbr. höfðatölu) undanfarin áratug. Ævin- lega skal Inter hrasa við síðustu hindrun. Síðsumars seldu þeir Hern- an Crespo til Chelsea aðdáendum fé- lagsins til sárra vonbrigða og þótti Christian Vieri það dæmalaust metnaðarleysi. „Ég hélt að meining- in væri að styrkja liðið, ekki veikja það, það er ekki alltaf hægt að treysta á mig, ég verð að hafa topp- framherja með mér,“ sagði Vieri. Salan þótti skrýtin einkum í ljósi þess að Hector Cuper hafði fengið tvo kantmenn til liðsins, Hollending- inn Andy Van der Meyde og Argent- ínumanninn Kily Gonzalez og áttu þeir að fóðra Crespo og Vieri sem eru báðir sterkir skallamenn. En kannski var salan á Crespo nauðsyn- leg í tvennu tilliti. Annars vegar til að létta þeirri pressu á Inter að nú væri engin afsökun að vinna ekki deildina og til að skapa pláss fyrir hið 19 ára undrabarn Obafemi Mart- ins sem hefur blómstrað í haustleikj- unum, eins og mátti sjá í stórsigr- inum gegn Arsenal á Highbury. Það verður athyglisvert að fylgjast með Inter og kannski hlæja aðdáendur félagsins síðastir í þetta skiptið. Allt á uppleið í Róm Rómarliðin tvö koma vel undan sumrinu og virðast líkleg til að velgja Marco Delvecchio og hinn efnilegi Alessandro Mancini fagna marki í Róm. Andriy Shevchenko, fyrir miðju, fær hér hrós frá félögum sín- um Clarence Seedorf og Andrea Pirlo. Juventusleikmennirnir Allesandro Del Piero og Ciro Ferraira fagna marki. „Systurnar fimm“ til alls líklegar Ítalir eru kokhraustir mjög í byrjun leiktíðar og stefnir í einhverja mest spennandi leiktíð í áraraðir. Alítalskur úrslitaleikur í Meist- aradeildinni sl. vor hefur virkað sem vítamínsprauta á knattspyrn- una syðra sem og góður leikur ítalska landsliðsins undanfarið. Stórliðin mæta öll heldur sterkari til leiks nú en í fyrra og hafa farið mjög vel af stað, bæði í deildinni og Evrópukeppninni. Einar Logi Vignisson telur að „Systurnar fimm“, eins og lið Milan, Juventus, Inter, Lazio og Roma eru stundum nefnd, eigi allar möguleika á meistaratitlinum. Ár og dagar eru síðan jafnmörg lið hafa verið talin eiga raunhæfa möguleika á titlinum. EINN besti knattspyrnudómari heims, Pierluigi Collina, segir að hegðun leikmanna Manchester United og Arsenal í leikslok á Old Trafford sé ekki til eftirbreytni og vill ítalski dómarinn að leikmenn og þjálfarar hugsi sinn gang betur. Gagnkvæm virðing á milli leik- manna og dómara er eitt það mikil- vægasta í knattspyrnunni. „Ég óska þess að ekkert slæmt eigi sér stað í öllum þeim leikjum sem ég dæmi, það auðveldar mitt starf, en auðvit- að er það óskhyggja þar sem um- deild atvik eiga sér stað í hverjum leik. Það er hins vegar skammarlegt að horfa upp á leikmenn sem reyna að hagnast með því að hafa rangt við,“ segir Collina við breska dag- blaðið The Sun en hann hefur ný- verið gefið út bók þar sem rekur feril sinn sem dómari. Collina er harðorður í garð þjálfara og for- ráðamanna unglingaliða, og rekur agavandamál leikmanna í efstu deild til þeirra sem áttu að kenna þeim hvað væri rétt og rangt sem unglingar. „Leikmenn með yngri liðum komast upp með slæma hegðun í garð dómara og þeir skilja hrein- lega ekki hlutverk dómarans. Börn og unglingar verða að fá leiðbein- ingar um hvað sé rétt hegðun við mismunandi aðstæður,“ segir Coll- ina, sem sagðist beta mikla virð- ingu fyrir enska leikmanninum David Beckham, leikmanni Real Madrid. Collina ósáttur við hegðun leikmanna AP Pierluigi Collina heldur hér á nýútkominni bók sinni. KÍNA vann Rússland, 1:0, í fyrri- nótt á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu og tryggði sér þar með áttunda og síðasta sætið í 8 liða úr- slitum mótsins sem fram fer í Bandaríkjunum. Rússar voru þegar öruggir um sæti í 8 liða úrslitunum úr þessum riðli áður en flautað var til leiksins við Kínverja eftir að hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum, gegn Ástralíu og Gana. Kínverjar urðu hins vegar að ná a.m.k. einu stigi í leiknum við Rússa til að vera vissir um sæti í 8-liða úr- slitum. Í hinum leik D-riðils vann Gana landslið Ástralíu, 2:1, og kom sigur Gana á óvart í ljósi fyrri úr- slita þjóðarinnar á HM að þessu sinni. Kínverska liðið vann því rið- ilinn, fékk sjö stig, Rússar sex, Gana þrjú en Ástalar ráku lestina með eitt stig. Þar með er ljóst hvaða þjóðir mætast í 8 liða úrslitum. Annað kvöld mætast í Boston lið Banda- ríkjanna og Noregs annars vegar og Brasilía og Svíþjóð hins vegar. Daginn eftir leika Þjóðverjar við Rússa og Kínverjar leika við Kan- ada og fara þeir leikir fram í Port- land. Sigurliðið úr viðureign Banda- ríkjanna og Noregs mætir annað- hvort Þýskalandi eða Rússlandi í undanúrslitum. Þá mætir sigurveg- arinn úr leik Brasilíu og Svíþjóðar þeirri þjóð sem fer með sigur úr býtum í leik Kína og Kanada. Und- anúrslitaleikirnir fara fram í Port- land 5. október. Bandaríkin mæta Norðmönnum á HM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.