Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 13 LAURA Bush, forsetafrú í Banda- ríkjunum, átti í gær fund með Jacq- ues Chirac Frakklandsforseta, en hún er nú í fimm daga ferð til Par- ísar og Moskvu. Á fundinum með Chirac leitaðist Laura Bush við að bæta samskipti Bandaríkjanna og Frakklands, er hafa beðið verulegan hnekki vegna deilna ríkjanna um herförina til Íraks. Fulltrúi Chiracs sagði að á fund- inum, er fram fór í Elysee-höllinni í París, hefðu forsetafrúin bandaríska og franski forsetinn átt „vinsam- legar samræður“ um heilbrigðis-, mennta- og menningarmál, þ.á m. menningarlega fjölbreytni og bar- áttuna við ólæsi hvarvetna í heim- inum. Chriac tók á móti Lauru Bush á tröppum hallarinnar og kyssti hönd hennar er hún steig út úr bif- reið sinni, undir vökulu auga banda- rískra öryggisvarða. Við upphaf fundarins sagði sendiherra Banda- ríkjanna í Frakklandi, Howard Leach, að Bandaríkjaforseti hefði sent „mikilvægasta sendifulltrúa sinn“ á fund Chiracs, en Laura Bush sagði: „Nei, þann nánasta.“ Forsetafrúin tók einnig í gær þátt í athöfn í tilefni af því að Banda- ríkjamenn hafa á ný gerst aðilar að UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkja- menn drógu sig út úr stofnuninni 1984, í forsetatíð Ronalds Reagans, í mótmælaskyni við meint fjár- málamisferli innan stofnunarinnar og óvild í garð Bandaríkjanna. AP Jacques Chirac Frakklandsforseti kyssti hönd Lauru Bush er hún kom til fundar við hann í Elysee-höll í gær. Laura Bush í Evrópuferð París. AFP, AP. DANSKUR prófessor hefur valdið miklu uppnámi með því að hvetja til, að ríkið reki áróður fyrir fleiri barns- fæðingum hjá vel gefnu fólki en reyni aftur á móti að draga úr þeim hjá þeim, sem verr eru gefnir. Segir hann, að með þessu móti megi skapa betra samfélag í Danmörku. Helmuth Nyborg, kunnur sál- fræðiprófessor við Árósaháskóla, sagði, að tími væri kominn til að „hætta pólitískri rétthugsun“ og taka upp meðvitað val í því skyni að „bæta komandi kynslóðir og forðast úrkynj- un“. Hafa allir helstu fjölmiðlar í Dan- mörku gert mikið úr þessum ummæl- um hans. „Ég veit, að þetta er umdeilt og með þessu er ég að rjúfa bannhelgi, sem gilt hefur í meira en hálfa öld eða síðan Hitler og nasistar reyndu að koma sínum kynþáttahugmyndum í framkvæmd,“ sagði Nyborg í viðtali við fréttamann AFP-fréttastofunnar. „Um þetta þarf samt að ræða því að þróunin er sú í Danmörku, að vand- ræðabörnunum fjölgar stöðugt.“ Hneykslun og fordæming Nyborg leggur mikla áherslu á, að skoðanir sínar eigi ekkert skylt við viðhorf nasista, sem hafi viljað út- rýma ákveðnum kynþáttum. Hugmyndir Nyborgs hafa vakið hneykslan og fordæmingu, meðal annars stjórnmálamanna. Bertel Haarder, sem fer með málefni inn- flytjenda, sagði til dæmis, að þær gengju þvert gegn öllum siðalögmál- um. Nyborg segir, að stefnan eigi að vera að fjölga vel gefnum börnum en fækka hinum. „Á milli 10 og 20 prósenta þjóðar- innar, það fólk, sem verst er gefið, ætti ekki að eiga börn. Við vitum þetta en höfum ekki þorað að tala um það. Það ættum við þó að gera vegna samfélagsins og framtíðarinnar. Stefnan á að vera á ötult og vel gefið fólk en ekki á þá, sem þarfnast hjálp- ar.“ Hugmyndir dansks sálfræðiprófessors valda uppnámi Vill opinbera stjórn á barnsfæðingum Kaupmannahöfn. AFP. MOHAMMED Dahlan, sem var yf- irmaður öryggismála í skammlífri ríkisstjórn Mahmouds Abbas, telur að uppreisn Palestínumanna, sem nú hefur staðið í fjögur ár, hafi verið mistök. Hann segir að lífsskilyrði pal- estínsks almenn- ings séu verri nú en þau voru áður en uppreisnin braust út, í kjöl- far þess að Ariel Sharon, sem þá var leiðtogi ísraelsku stjórnarand- stöðunnar, heimsótti helgustu mosku Palestínumanna í Jerúsal- em. Sharon, sem nú er forsætis- ráðherra Ísraels, heimsótti Haram as-Sharif-moskuna hinn 28. sept- ember 2000 og olli það mikilli reiði í röðum Palestínumanna. Braust út alda ofbeldis daginn eftir sem enn sér ekki fyrir endann á. Mohammed Dahlan var öryggis- málastjóri í forsætisráðherratíð Mahmoud Abbas en Abbas sagði af sér embætti fyrir þremur vikum eftir harðvítuga valdabaráttu við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna. Voru áður í betri stöðu Dagblaðið The Daily Star í Líb- anon hafði eftir Dahlan á sunnudag að uppreisnin hefði verið mistök af hálfu Palestínumanna og í gær sagði hann í samtali við Associated Press að fyrsta uppreisn Palest- ínumanna, sem stóð 1987–1993, hefði skilað meiri árangri en sú sem nú stendur yfir. Hún „færði okkur aftur fósturjörðina“, sagði Dahlan. Sagði hann að áður en uppreisnin braust út 29. september 2000 „vorum við í betri stöðu en við erum nú í; í pólitískum skiln- ingi og hvað varðar afstöðu um- heimsins“. Dahlan sagði ennfremur í viðtal- inu við AP að Palestínumenn hefðu engan veginn áttað sig á því hversu djúpstæð áhrif atburðir 11. september 2001 myndu hafa á þró- un mála í Mið-Austurlöndum. Segir uppreisn Palestínu- manna hafa verið mistök Gazaborg. AFP. Mohammed Dahlan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.