Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 49 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. HLJÓMLISTARHÁTÍÐIN Iceland Airwaves nálgast nú óðfluga, en hún hefst með pomp og prakt hinn 16. október og stendur til 19. október. Tónlistarhátíðin er nú haldin í fimmta skipti, en fyrsta hátíðin var árið 1999. Síðan þá hafa loftbylgj- urnar magnast mjög og nú er Ice- land Airwaves orðin afar eftirsótt hátíð, bæði fyrir listamenn og fleiri, enda streymir hingað stór hópur fjölmiðlafólks og hljómplötuútgef- enda frá öðrum löndum til að fylgj- ast með þeim fjölmörgu hljóm- sveitum sem koma fram. Nú eru yfir 110 hljómsveitir og einstakir lista- menn bókaðir á hátíðina og alls taka 650 tónlistarmenn þátt í flutningi tónlistar. Audio Bullies koma „Við fylgjumst vel með tónlistar- lífinu hér heima og höfum auga með því sem er að gerast hér í bænum. Síðan höfum við samband við þær hljómsveitir sem vekja áhuga okk- ar,“ segir Þorsteinn Stephensen, eigandi Herra Örlygs, skipuleggj- anda Airwaves. „Margar hljóm- sveitir koma líka til okkar og biðja um að fá að vera með, það er ekkert fastmótað umsóknarkerfi í gangi.“ Allt heila „hver-var-hvar-ið“ í ís- lensku tónlistarflórunni kemur fram á Airwaves auk heils haugs af stórum erlendum nöfnum. „Þar má fyrst nefna Killa Kela, sem talinn er einn besti „beat-boxari“ heims í dag. Einnig verða þarna Lord of the Und- erground og hinir frábæru Audio Bullies, breskt band sem hefur verið að gera mikla lukku. Það kemur úr svipaðri átt og The Streets, svona reggae-dub-danstónlistarhræringur með breskum hip-hop-áhrifum.“ Airwaves verður sparkað af stað með látum: „Það verða tónleikar út um allt frá fimmtudegi til laugardags og lokatónleikar á Vídalín á sunnu- dagskvöldið. Til dæmis verður gríð- arlega sterkt föstudagskvöld á Gauki á Stöng. Þar verða Daysleep- er, Maus og Brain Police auk breskr- ar hljómsveitar sem heitir Prosaics og er að gera góða hluti í Bretlandi. Hún er ekki komin á samning og það er mikill áhugi fyrir henni meðal út- gefenda. Svo erum við með frábæra hljómsveit frá New York sem heitir TV on the Radio. Á eftir þeim erum við með þýskt danstónlistarakt sem heitir Captain Comatose. Loksins stíga síðan á svið Audio Bullies.“ Bretar að taka við sér „Við höfum í gegnum tíðina fengið ekki bara blaðamenn heldur líka fag- menn úr tónlistariðnaðinum. Skemmtilegustu fréttirnar í ár eru að við fáum rosalega fína pressu í Bretlandi í ár. Stærstur hluti blaða- manna hefur verið frá Bandaríkj- unum hingað til og Englendingarnir seinir að taka við sér. En nú fáum við toppblaðamenn frá fimm flottustu tónlistarblöðunum á Bretlandi, Metal Hammer, Kerang, Q, Spin og NME. Öll þessi blöð munu skrifa stórar greinar um hátíðina. Við erum greinilega að stimpla okkur vel inn núna, þannig að þetta er ágætt. Það verða örugglega um hundrað fjöl- miðlar hér á svæðinu með einum eða öðrum hætti. Við rekum upplýsinga- miðstöð í kringum hátíðina sem verður á nýja Hressingarskálanum. Þar verðum við með starfsfólk sem er vel að sér í tónlist og reykvískri menningu. Það leiðbeinir blaða- mönnunum um allt sem þeir vilja vita í Reykjavík.“ Undirbúningur Airwaves fer fyrst í stað fram á skrifstofu Herra Ör- lygs, þar sem einungis tveir starfs- menn halda utan um undirbúning- inn. „Við vinnum líka við ýmislegt annað yfir árið, tónleikahald og fleira. Svo tengjast fleiri málinu þeg- ar festivalið nálgast, kannski um 70– 80 þegar hæst stendur, þannig að þetta er rosalega umfangsmikið verkefni.“ Iceland Airwaves nálgast ört TV on the Radio verður á Gauknum á föstudagskvöldinu.Hinn angurværi Mugison verður meðal íslenskra þátttakenda á Airwaves þetta árið. Gríðarlegt úrval tónlistar Tónleikar á vegum Airwaves verða á Gauknum, Nasa, Vídal- ín, Grand rokk, Þjóðleikhúskjall- aranum, Listasafni Reykjavíkur, Kapital, Hallgrímskirkju, Skemmtistaðnum 11 og Iðnó frá 16.–19. október. Upplýsingar má finna á: www.icelandairwaves.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.