Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍFELLT fleiri börn og unglingar greinast með athyglisbrest og of- virkni (AD/HD). Oft fylgir slíkri röskun námsvandi, hegðunarvandi, kvíði og jafnvel þunglyndi. Skólaganga þessara barna og heimanám hvíl- ir oft þungt á foreldrum og gott samstarf heimilis og skóla er algjört grundvallaratriði. Foreldrar leita stuðnings hjá foreldra- félögum s.s. Foreldrafélagi barna með AD/HD (áður For- eldrafélag misþroska barna) og einnig til SAMFOK og Heimilis og skóla. Í ár eru 15 ár liðin frá stofnun Foreldrafélags mis- þroska barna, en félagið breytti um nafn á árinu, heitir nú Foreldrafélag barna með AD/HD. Alþjóðlega skamm- stöfunin AD/HD (Attention Deficit/Hyeractivity disorder) er á góðri leið með að verða gildandi greining á heims- vísu og því kemur sú skammstöfun nú fram í nafni félags- ins. Í tilefni af afmæli foreldrafélagsins verður haldið mál- þing um skólagöngu barna með athyglisbrest, ofvirkni (AD/HD) og hegðunarvanda. Að málþinginu koma ýmsir samstarfsaðilar s.s. Foreldrafélag barna með AD/HD, Fræðslu- og ráðgjafarþjónustan Eirð, Heimili og skóli, Kennarasamband Íslands, SAMFOK og Símennt- unarstofnun KHÍ. Málþingið verður föstudaginn 3. okt. nk. kl. 14–17 í KHÍ. Sjá nánar um dagskrá þingsins á www.adhd.is eða www.samfok.is. Skólaganga barna er gríðarlega stórt hagsmunamál allra fjölskyldna barna og unglinga með athyglisbrest og ofvirkni (AD/HD) og önnur þroskafrávik. Til að barn mæti skilningi í skólaumhverfinu þarf allt skólasamfélagið, kennarar og annað starfsfólk skóla, foreldrar og nem- endur að vera upplýst um AD/HD. Þar sem AD/HD er dulin fötlun gæt- ir misskilnings og fordóma víða í samfélaginu sem oftast byggist á van- þekkingu. Markmiðið með málþinginu er að vekja athygli og auka skilning á málefnum grunnskólanemenda með athyglisbrest, ofvirkni og hegðunarvanda og benda á leiðir til úrbóta. Símenntunarstofnun KHÍ mun í kjölfar málþingsins verða með nám- skeið um AD/HD fyrir kennara. Allt starfsfólk skóla, foreldrar og aðrir áhugasamir um málefni barna með AD/HD og önnur þroskafrávik eru hjartanlega velkomnir á málþingið. Það er von okkar að málþingið og námskeiðið hjá Símenntunarstofnun KHÍ verði hvatning til áframhaldandi jákvæðrar og málefnalegrar um- ræðu milli heimilis og skóla, og stuðli enn frekar að skóla án aðgrein- ingar þar sem allir eiga jafnan kost á að njóta menntunar og líða vel í leik og starfi. Málþing um skólagöngu barna með athyglisbrest, ofvirkni og hegðunarvanda Eftir Ingibjörgu Karlsdóttur og Bergþóru Valsdóttur Ingibjörg er formaður Foreldrafélags barna með AD/HD, Bergþóra er framkvæmdastjóri SAMFOK, samband foreldra- félaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur. Ingibjörg Bergþóra Í KRINGUM verslunarmanna- helgina varð mikil umræða í fjöl- miðlum og fréttaflutningi vegna lög- gæslukostnaðar af útihátíðum þar sem byggðarlögum og mótshöldurum er mismunað með ólík- indum og eins og fyrri daginn nær kærleikur embættis- mannakerfisins ekki upp fyrir Ár- túnsbrekkuna, nema ef til vill í und- antekingartilvikum. Í stuttu máli er níðst á þeim minni sem standa í að halda uppi félagsstarfi og menning- arlífi úti á landsbyggðinni. Fréttastofa útvarpsins skilur landsbyggðina eftir á köldum klaka Gleggstan vott um þetta ber lík- lega fréttastofa útvarpsins í sam- bandi við Menningarnótt í Reykjavík ár hvert þar sem ríkissjóður greiðir allan kostnað af löggæslu og frétta- stofa útvarpsins og útvarpið þjóna dagskrá Menningarnætur Reykja- víkur nánast í síbylju allan hátíð- ardaginn og dagana á undan. Það er gott og gilt í alla staði, en sama er ekki að segja um menningarhátíðir sem haldnar eru í fjölmörgum byggðarlögum landsins af litlum fjárráðum en með miklum metnaði. Þar er að öllu jöfnu þagað þunnu hljóði í útvarpi allra landsmanna. Til dæmis hefur það verið áberandi um árabil að sama dag og menningarnótt í Reykjavík stendur yfir eru fréttir, pistlar og fjölbreytt dagskrárefni flutt í útvarpi og fréttatímum frétta- stofu útvarpsins, en ekki minnst á Töðugjöld á Hellu, Bryggjudaga í Þorlákshöfn, Blómstrandi daga í Hveragerði og sama er að segja um aðrar menningarhátíðir úti á lands- byggðinni eins og t.d. Danska daga í Stykkishólmi og t.d. Færeyska daga í Ólafsvík, Góða daga í Grundarfirði og Þjóðhátíð Vestmannaeyja sem er alltaf með um 60 dagskráratriði fjöl- breyttrar menningarhátíðar. Í ágúst sl. var aðeins minnst á Danska daga í Stykkishólmi, en líklega eingöngu vegna þess að heimamenn lögðu mik- inn kostnað í auglýsingar á hátíðinni. Ákvörðun Alþingis ekki framfylgt Ég hef verið að bíða eftir því í þessari umræðu um löggæslukostn- aðinn að fram kæmu ákveðnar stað- reyndir um ákvörðun Alþingis í sam- bandi við löggæslukostnað á útihátíðum, en embættismenn eru oft fljótir að fela mistök sín og skella skuldinni á aðra. Alþingi Íslendinga ákvað nefnilega á fjárlögum 1999 að allur löggæslukostnaður af útihátíð- um skyldi greiddur úr ríkissjóði til þess að afnema þá mismunun sem hafði lengi átt sér stað milli sýslu- mannsembætta þar sem einn aðili var látinn greiða stórar fúlgur í lög- gæslukostnað en aðrir ekkert. Haustið 1998 óskaði fjárlaganefnd Alþingis undir formennsku Jóns Kristjánssonar eftir því að dóms- málaráðuneytið gerði úttekt hjá sýslumannsembættum á lög- gæslukostaði vegna útihátíða. Þá kom í ljós að 13 sýslumannsembætti rukkuðu löggæslukostnað en 12 rukkuðu engan kostnað á árunum 1996 og 1997. Þó voru viðamiklar útihátíðir í umdæmum þar sem ekk- ert var rukkað. Fjárlaganefnd Al- þingis óskaði eftir tölum um heild- arkostnað í þessum efnum og á árinu 1997 nam hann 7,5 milljónum króna þar sem t.d. Þjóðhátíð Vestmannaeyja greiddi um fjórðung upphæðarinnar. Við í meirihluta fjárlaganefndar lögðum til að Alþingi myndi framvegis greiða þennan kostnað til þess að eyða mik- illi mismunun í gjaldtöku hins op- inbera af íþróttafélögum og fé- lagssamtökum sem leggja í þá fjárhagslegu áhættu að halda útihá- tíð á Íslandi. Það fór ekkert á milli mála í umræðum við fulltrúa dóms- málaráðuneytisins í fjárlaganefnd og í 2. umræðu um afgreiðslu fjárlaga á Alþingi að þetta mál var sett í kláran farveg og dómsmálaráðuneytinu var ætlað að uppreikna þessa upphæð árlega með tilliti til afgreiðslu fjár- laga. Alþingi samþykkti þessa máls- meðferð sem var mikið gleðiefni fyrir landsbyggðina, ekki síst t.d. í ljósi þess að heilu ungmennafélögin höfðu farið á hausinn vegna opinberra gjalda af útihátíðum sem þau stóðu fyrir. Í fjárlögum 1999 er sérstakur liður merktur 06-390, ýmis löggæslu- mál, viðfangsefni 122, löggæsla vegna skemmtanahalds 7,5 millj. kr. Dómsmálaráðuneytið byrjaði vel, en klúðraði eftir hlé En Adam var ekki lengi í Paradís og án þess að menn tækju eftir þá klúðraði dómsmálaráðuneytið mál- inu með því að framreikna ekki kostnaðinn fyrir gerð fjárlaga og ekki nóg með það, heldur gjörbreytti dómsmmálaráðuneytið ákvörðun Al- þingis og fór að blanda þessum pen- ingum inn í almennan rekstur sýslu- mannsembætta sem aldrei áður höfðu rukkað inn löggæslukostnað vegna tiltekinna útihátíðarhalda. Það fer ekki á milli mála að í upphafi ætl- aði dómsmálaráðuneytið að standa við samþykkt Alþingis, því að á minnisblaði frá dómsmálaráðuneyt- inu til lögreglustjóra landsins er vak- in athygli á afgreiðslu Alþingis fyrir árið 1999. Þar segir m.a.: „Ráðu- neytið beinir þeim fyrirmælum til lögreglustjóra að á árinu 1999 verði skemmtanaleyfi ekki bundin því skil- yrði að leyfishafi greiði kostnað af löggæslu, nema í undantekning- artilvikum í samráði við ráðuneytið. Þess í stað óski lögreglustjórar eftir millifærslu af ofangreindum lið, og þá í öllum tilvikum samsvarandi fjár- hæð og skemmtanahaldari hefði ella verið krafinn um greiðslu á,“ og síðar segir: „Við mat á umsóknum lög- reglustjóra mun ráðuneytið fylgja því viðmiði að greiða þann kostnað, sem skemmtanahaldarar hefðu að óbreyttu fyrirkomulagi ella verið krafðir um. Hafi skemmatnahaldarar ekki áður verið krafðir um greiðslu vegna sambærilegs skemmtanahalds í umdæmi viðkomandi lögreglustjóra kemur greiðsla ekki til greina, nema ríkar ástæður mæli með því.“ Alþingi taki af skarið við afgreiðslu fjárlaga 2004 Það er því morgunljóst að ákvörð- un Alþingis var ótvíræð og dóms- málaráðuneytið virti þá ákvörðun í eitt ár, en klúðraði síðan málinu al- gjörlega. Í þessari grein ætla ég ekki að fjalla um það slys, en það liggur auðvitað beinast við að fjárlaganefnd Alþingis og Alþingi kippi þessu máli í liðinn við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2004. Það er ekkert annaðhvort eða í þessum efnum og til mikillar skamm- ar sú mismunun sem á sér stað í inn- heimtu löggæslukostnaðar af útihá- tíðum á landinu og það bitnar harðast á þeim minni máttar sem mesta áhættuna taka. Alþingi Íslend- inga getur ekki verið þekkt fyrir að láta framkvæmdavaldið hundsa á þennan hátt ákvörðun Alþingis. Það er auðvelt mál að taka saman tölur sýslumannsembætta í þessum efnum og setja niðurstöðna aftur inn í fjár- lagarammann eins og Alþingi hafði ákveðið. Viðfangsefni 122 í lið 06-390 var algjörlega bundið því að greiða allan eðlilegan löggæslukostnað af útihátíðum. Úttektin sem sannar það liggur fyrir og fyrrgreind upphæð í fjárlögum. Fikt í þessum efnum á kostnað þeirra sem borga brúsann er til skammar af hálfu hins opinbera. Ég treysti því að núverandi dóms- málaráðherra kippi þessu í liðinn með atfylgi fjárlaganefndar og fjár- málaráðherra. Þetta er einfalt rétt- lætismál á Íslandi og skapar eðli- legra umhverfi fyrir möguleika landsbyggðarinnar til þess að gera góða hluti eins og stærstu sveit- arfélög landsins. Víðast eru þessar útihátíðir bakhjarlinn í tekjuöflun íþróttafélaga og áhættan er gífurleg. Þegar Alþingi samþykkti að eyða mismunun í þessum efnum og leggja niður innheimtu löggæslukostnaðar af útihátíðum var það gert sam- hljóða. Það verður vonandi eins fyrir árið 2004 og til frambúðar. Alþingi samþykkti að fella niður löggæslukostnað útihátíða Eftir Árna Johnsen Höfundur er stjórnmálamaður, blaðamaður og tónlistarmaður. EINHVERN tímann þegar ég var hálffastur í umferðarhnút á Kringlumýrarbrautinni fór ég að velta fyrir mér hversu mikið áynn- ist með því að bæta vegakerfið í borg- inni. Ekki væri að- eins hægt að stytta ferðatíma tugþús- unda manna á degi hverjum, heldur væri einnig hægt að stórfækka slysum og draga úr mengun auka þar með lífsgæðin. Og þegar ég kom heim settist ég við tölvuna mína og fór að rann- saka hvað væri á döfinni í vega- málum. Ég var ekki lengi að finna mjög svo athyglisverða áfanga- skýrslu sem Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa nýverið látið vinna um umferð á Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Miklabraut-Kringlumýrarbraut = 2,7 milljarðar Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að það kostar 2,7 milljarða króna að reisa þriggja hæða gatnamót á mótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar með öllum tengingum. Þessi fram- kvæmd er talin hafa yfir 20% arð- semi og leiða til þess að slysum fækki um allt að 80%. Auk þess er hald manna að umferð um nálæg íbúðahverfi muni minnka umtals- vert enda þora margir ekki að aka um gatnamótin eins og þau eru í dag og fara í staðinn um húsa- götur. Átta mislæg gatnamót = 8,5 milljarðar En fleira athyglisvert kemur fram í skýrslunni góðu. Samkvæmt henni kostar 8,4 til 8,9 milljarða króna að gera nær öll gatnamót á Miklubraut og Kringlumýrarbraut mislæg (Miklabraut-Langahlíð, Miklabraut-Grensásvegur, Mikla- braut-Háaleitisbraut, Miklabraut- Kringlumýrarbraut, Kringlumýr- arbraut-Borgartún, Kringlumýr- arbraut-Laugavegur, Kringlu- mýrarbraut-Háaleitisbraut og Kringlumýrarbraut-Listabraut). Upplýsingar fengnar úr áfanga- skýrslu Reykjavíkurborgar og Vegagerðar um umferð á Miklu- braut og Kringlumýrarbraut, að- allega síðu 28. Sjá nánar á vega- gerdin.is. Þótt 8½ milljarður sé vissulega mikið fé, þá verðum við að vera þess minnug að vegabætur eru al- mennt dýrar. Þannig er talið að Héðinsfjarðargöng kosti ríflega 6 milljarða króna svo dæmi sé nefnt og í fjárlögum fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir tæpum 7 milljörðum króna í nýframkvæmdir á vegum. Með því að dreifa vegabótum á Miklubraut og Kringlumýrarbraut á 5-10 ár er verkið því vel viðráð- anlegt. Ég tel því að við ættum að ráðast í þessar framkvæmdir og er viss um að þær munu valda straumhvörfum í umferðarmálum höfuðborgarinnar. Hlutur almennissamgangna Nú verður að taka það fram að ég er mikill áhugamaður um betri göngu- og hjólreiðastíga á höf- uðborgarsvæðinu og vil halda upp- byggingu þeirra áfram af fullum krafti. Og það verður líka að taka það fram að ég er mikill talsmaður þess að almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu verði efldar; strætókerfið er vægast sagt vont. Farþegum fækkar enda sífellt og hlutur almenningssamgangna af heildarumferðinni á svæðinu er ein- vörðungu um 4% í dag. En þótt við viljum kannski gjarnan að fólk noti einkabílinn minna verðum við að vera raunsæ. Reykjavík er einhver dreifðasta borg í heimi og það er óhjá- kvæmileg afleiðing gisinnar byggð- ar að einkabíllinn verður nauðsyn- legt samgöngutæki fyrir flest heimili. Dreifbýlið á höfuðborg- arsvæðinu leiðir líka til þess að al- menningssamgöngur geta aldrei orðið í heimsklassa – það verður ekki hagkvæmt að koma svo góðu kerfi á fót nema byggðin þéttist til muna. Um leið og við eigum að einsetja okkur að bæta göngu- og hjólreiða- stíga og efla almenningssam- göngur, verðum við því að við- urkenna að það þarf að ráðast í umtalsverðar vegabætur til að greiða fyrir umferð einkabíla á komandi árum; bæði þær sem fjallað er um að framan sem og ýmsar aðrar. Verði þessum vega- bótum skotið of lengi á frest stefnir bara í óefni. Og það vil ég ekki. Skynsamlegar vegabætur í borginni Eftir Sverri Teitsson Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Samtals 8 mislæg gatnamót á mótum Áætlaður kostn. Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar 2,7 milljarðar Miklubrautar og Lönguhlíðar (stokkur) 1,5 milljarðar Miklubrautar og Háaleitisbrautar/Grensásvegar 1,3 milljarðar samtals Kringlumýrarbrautar og Listabrautar 0,4 milljarðar Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar/Laugavegar/Borgartúns 2,5-3 milljarðar samt. (gróf áætl.) Samtals: 8,4-8,9 milljarðar Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Hveitigraspressa verð kr. 3.900 Hægt að nota sem ávaxtapressu líka FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.