Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H ÆGT er að stytta námstíma á Ís- landi til stúdentsprófs um eitt ár með því að lengja skólaár fram- haldsskólans um fimm kennslu- daga og fækka prófadögum um sama fjölda. Kennslustundum myndi fækka um 20% yfir námstímann og meiri áhersla yrði lögð á kjarnagreinar á kostnað valgreina. Námstími og fjöldi kennslustunda til stúdents- prófs yrði þá svipaður og á hinum Norðurlönd- unum. Eins og fyrirkomulagið er í dag verja íslenskir nemendur að meðaltali 14% fleiri klukkustundum til að undirbúa sig undir há- skólanám en dönsk, sænsk, norsk og finnsk ungmenni. Í febrúar 2002 stóð menntamálaráðuneytið fyrir málþingi um styttingu námstíma til stúd- entsprófs. Í mars sama ár skipaði Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, verkefnisstjórn til að vinna að athugun um hvernig best væri að koma breytingum við með það að markmiði að nemendur útskrifuðust einu ári fyrr með stúdentspróf. Kynnti ráðherra niðurstöður skýrslunnar í gær og sagði jafnframt að þrír starfshópar skipaðir fagaðilum og fulltrúum hagsmunasamtaka muni vinna að tillögum um framkvæmdina fram að áramótum; einn fjallar um námskrár- og gæðamál, annar um fjármál og þriðji hópurinn um starfsmannamál. Fara þarf einfalda leið Í skýrslu verkefnisstjórnarinnar segir að mikilvægt sé að fara eins einfalda leið og hægt er við breytingu á námstímanum. Stuðla þurfi að nauðsynlegri hæfni og þekkingu nemenda á skemmri tíma en nú sé gert með lágmarks- breytingum og tilkostnaði. Einfaldasta leiðin er að mati verkefnisstjórnarinnar að breyta eingöngu skipulagi framhaldsskólans. Áður höfðu aðrar leiðir verið skoðaðar eins og að láta grunnskóla hefjast ári fyrr á kostnað leik- skóla, stytta sjálfan grunnskólann um eitt ár og færa námsefnið á milli leikskóla og/eða framhaldsskóla eða lengja skóladaginn og skólaárið um leið og námstími er styttur. Verði prófadögum fækkað um fimm á ári verða þeir hámark 25 dagar á ári í stað 30 daga nú. Þetta ásamt lengingu skólaársins um fimm kennsludaga þýðir að kennsludagar á ári verða alls 155 í stað 145 núna og skólaárið 180 dagar í stað 175. Gangi þessar breytingar eftir fækkar klukkustundum sem varið er til kennslu úr 2.707 í 2.170 sem eru 537 klukkustundir eða um 20% frá því sem nú er. Á Norðurlöndunum er námstími til stúdentsprófs þrjú ár og er kennslumagnið að meðaltali 2.380 klukku- stundir. Miðað við núverandi fyrirkomulag verja íslenskir nemendur því tæplega 14% fleiri klukkustundum í stúdentsnám en nemendur á hinum Norðurlöndunum að með- altali. Í nýju fyrirkomulagi verður meðalfjöldi kennslustunda á dag áfram sjö og 35 á viku miðað við að kennslustundin verði áfram 40 mínútur. Álag á nemendur og kennara er því óbreytt fyrir skóladaginn og skólavikuna. Skólaárið lengist hins vegar um viku og prófa- tími styttist um viku. Eftir þessa breytingu myndu íslenskir stúdentsnemendur verja um 1,5% fleiri klukkustundum í námið á fram- haldsskólastiginu en finnskir nemendur og 15% færri en danskir nemendur. Menntamálaráðuneytið vinnur að sty Grundva á íslensku Íslenskir stúdentar sitja nú 327 kennslustundum lengur í skólastofunni en stúdentar á hinum Norð- urlöndunum. Björgvin Guðmundsson kynnti sér undirbúningvinnu að stytt- ingu stúdentsnáms úr fjór- um árum í þrjú. Stefán Baldursson, Guðmundur Árnason, Tómas In dóttir kynntu hugmyndirnar um styttingu náms til Menntavegurinn er langur og gangi hugmynd um st BIÐLISTAR OG VISTUN SJÚKLINGA Biðlistar hafa lengi verið bletturá íslensku heilbrigðiskerfi.Þeim fylgir kostnaður bæði fyrir sjúklinga og samfélagið. Sjúk- lingar borga fyrir í þjáningum og hrakandi heilsu, sem hlýst af því að þeir fá ekki þá meðferð, sem þeir þurfa. Samfélagið borgar fyrir vegna þess að eftir því sem biðin eftir með- ferð lengist verður meðferðin flókn- ari. Þá má ekki gleyma því að það kostar samfélagið þegar fólk er frá vinnu lengur en þörf er á vegna þess að það er á biðlista í stað þess að fá tafarlausa meðferð. Biðlistar hafa sem betur fer verið að styttast und- anfarið og er farið að tala um að nota megi íslenska heilbrigðisþjónustu til þess að stytta biðlista í nágrannalönd- unum. Til að ráða niðurlögum biðlist- anna þarf að fjarlægja flöskuhálsana í heilbrigðiskerfinu. Í Morgunblaðinu í gær er sagt frá því að um þessar mundir bíði 146 einstaklingar, sem lokið hafi meðferð á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi, á legudeildum eftir varanlegri vistun utan spítalans og eru það um 50% fleiri en verið hefur undanfarin ár. Bíða margir þessara sjúklinga eftir plássi á dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða, en þarna er einnig um að ræða ungt fólk, sem lent hefur í alvarlegum slysum eða veikindum, og geðfatlaða einstak- linga. Jóhannes M. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri lækninga, segir í Morg- unblaðinu í gær að þessi fjölgun komi ekki á óvart. Hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi svo hægt að ekki hafist undan. Hann segir að reyndar sé unnið að stækkun heimila, en á móti komi að rúmum fækki á eldri stofnunum þegar þær fái eðlilega end- urnýjun. „Rýmisins vegna gætum við nánast eytt öllum biðlistum eftir aðgerðum á spítalanum ef við hefðum þessi legu- pláss,“ segir Jóhannes. „Við höfum skurðstofurnar tilbúnar og fasti kostnaðurinn er sá sami þótt við fjölg- um aðgerðum.“ Hann tekur fram að notkun á sjúkrarúmum spítalans sé mun dýrari en pláss í varanlegri vist- un utan sjúkrahússins og að auki komi það sér verr fyrir sjúklinginn að liggja á sjúkrahúsi en í viðeigandi umhverfi. Í hinu opinbera kerfi fara fram stöðug átök um fjárframlög og mikill þrýstingur hefur verið á heilbrigðis- kerfið að gæta aðhalds í rekstri. Vita- skuld á að gæta þess að bruðl og sjálf- taka viðgangist ekki í heilbrigðis- málum fremur en annars staðar í rekstri hins opinbera. Aðhaldsaðgerð- um hlýtur hins vegar að fylgja sókn eftir auknum afköstum og skilvirkni. Þegar aðhaldið er farið að leiða til þess að kostnaður eykst er verr af stað farið en heima setið. Ef staðan er sú að það er hægt að útrýma biðlistum með því að flytja sjúklinga í vistun, sem hentar betur og er um leið ódýr- ari, blasir við að það ber að fara þá leið. Aðhald verður að vera byggt á skynsemi, en ekki óræðum lögmálum skriffinnskunnar, og sparnaður er ekki sparnaður nema eitthvað sparist. TUNGUR OG TÁKNMÁL Evrópski tungumáladagurinn, semhaldinn var hinn 26. september, er vel til þess fallinn að minna okkur á þann fjölbreytta flokk tungumála sem til er í heiminum og er ein helsta burð- arstoð þeirrar fjölbreyttu menningar- arfleifðar sem mannkynið býr yfir. Þá er dagurinn ekki síður mikilvægur til að vekja athygli á þýðingu tungumála- kunnáttu í því fjölþjóðlega umhverfi sem þjóðir heims búa við nú til dags. Eins og sjá mátti í Morgunblaðinu í gær notuðu t.d. börnin í grunnskólan- um í Grundarfirði þetta tækifæri til að kynnast framandi tungum, m.a. þeim sem tilheyra þeim skólafélögum er eiga önnur mál en íslensku að móð- urmáli. Dagur á borð við þennan hefur vax- andi vægi í samfélagi á borð við það sem hér er að þróast, þar sem sífellt fleiri þjóðerni prýða þá fjölbreyttu flóru einstaklinga er hér kjósa að búa, auk þess sem fjöldi þeirra Íslendinga er býr erlendis um lengri eða skemmri tíma fer vaxandi. Augljóst er að góð og fjölbreytt tungumálakunnátta er for- senda þeirra tjáskipta sem við þurfum að eiga við umheiminn og sem slík mikilvæg undirstaða á öllum sviðum þjóðlífsins, svo sem stjórnmála, menn- ingar, viðskipta og atvinnulífs. Þó smá málsvæði á borð við Ísland þurfi öðr- um fremur að leggja rækt við varð- veislu og framþróun eigin tungu, er jafnframt ljóst að þau eiga meira und- ir því að rækta einnig önnur mál – að öðrum kosti getur þeim reynst erfitt að láta til sín taka á alþjóðavettvangi. Tungumálið hefur þó fyrst og fremst þýðingu fyrir okkur öll sem einstaklinga, enda er það ekki síst hæfileikinn til að eiga orðastað við aðra, bæði í persónulegu og opinberu lífi, sem gefur lífi okkar tilgang. Það er því afar mikilvægt að viðhorf okkar til tungumála séu mótuð með þeim hætti að tjáskiptin sjálf, en ekki það tungumál sem við notum, séu fyrsta forsenda okkar í öllum samskiptum. Alþjóðadagur heyrnarlausra var hald- inn daginn eftir Evrópska tungumála- daginn og var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gerð að sérstökum verndara táknmála á Norð- urlöndum. Eins og hún sagði af því til- efni er það að „eiga sér tungumál og tala það [...] mannréttindi í öllum lönd- um“. Hún sagði ýmis tungumál eiga undir högg að sækja og þurfa vernd og umhyggju og sagði táknmálið nú hafa bæst í þann hóp. Tungumálið býr yfir miklu afli sem hægt er að nota til að stuðla að sundr- ungu rétt eins og til að byggja brýr skilnings. Það skiptir því miklu máli hvernig því er beitt og að jöfn virðing sé borin fyrir öllum málum. Í því sam- bandi er sú áhersla sem Vigdís lagði á manngildi í ávarpi sínu af þessu tilefni eftirtektarverð, því eins og hún bendir á ber okkur að virða það og vernda að sérhver manneskja er einstök og jafn- framt að „gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að standa með hverj- um þeim sem vill nota sér sitt eigið mál til að tjá sig“. Einungis með því að sjá til þess að hver og einn geti talað það tungumál sem honum er tamast geta mikilvægustu tjáskiptin orðið að veru- leika – þau sem stuðla að skilningi, samhygð og virðingu fyrir öðrum. TÓMAS Ingi Olrich, menntamálaráðherra, von- ast til að undirbúningi málsins verði lokið í árs- lok. Þá verði hægt að taka ákvörðun um hvort stytta eigi námstímann til stúdentsprófs úr fjór- um árum í þrjú og með hvaða hætti það verði gert. Hann segir nú litið á stúdentspróf fyrst og fremst sem undirbúning undir frekara nám á háskólastigi. Æskilegt sé að nemendur hér á landi séu samstiga nemendum annarra landa og eigi kost á að útskrifast eftir þriggja ára stúd- entsnám. Íslendingar séu eina þjóðin á Evr- ópska efnahagssvæðinu sem útskrifi nemendur eftir fjögur ár og rannsóknir sýni að það skili okkur ekki betri árangri sem því nemi. Mark- miðið sé að útskrifa hæfa nemendur sem standi jafnfætis nemendum erlendis sem hafa lokið sambærilegu námi á þremur árum. Ekki sé ver- ið að minnka gæði námsins heldur auka skil- virknina. Tómas segir áherslu á endurmenntun og sí- menntun orðna mikla og því komi sér vel að fólk fari fyrr út á vinnumarkaðinn. Það eigi svo kost á að bæta við sig þekkingu samhliða starfi. Ákvörðun í lok
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.