Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SUMIR telja, að inntak gjafa fari eftir verðgildi þeirra. Eftir því sem gjöfin er dýrari og umfangsmeiri, á hún að vera öðrum til meiri gleði og lífsfyllingar. Þetta er efni hugleið- ingar, sem ég leyfi mér að reifa hér á eftir og langar til að bjóða hinum út- breidda fjölmiðli, Morgunblaðinu. Fyrir fáum dögum var ég við guðsþjónustu í Neskirkju. Sá ágæti siður hefur tíðkast þar að bjóða kirkjugestum kaffisopa að lokinni at- höfn. Við hlið mér sat eldri kona. Var það ef til vill eitthvað sérstakt? Nei, en það sem þessi kona gerði, er mér minnisstætt. Hún opnaði súkku- laðistykki og bauð okkur, sem sátum nálægt henni, að smakka. Hún var einnig með dós fulla af ljúffengum brjóstsykri, sem hún bauð okkur að smakka. Eitt sinn sat ég á bekk ná- lægt Lækjartorgi við hlið fyrr- greindrar konu. Hún bauð mér brjóstsykur, sem ég þáði. Og ég verð að segja, að þessu gleymi ég seint. Hvað ekki meiri gjöf en einn góm- sætur moli getur yljað manni í efn- islegu og andlegu tilliti. Margar gjaf- ir eru þess eðlis, að á þeim verða ekki hendur festar. Ein símhringing get- ur glatt meira en stór gjöf, sem með höndum er gjörð. Ein stutt heimsókn við og við er meira virði en einhver stór gjöf keypt í búð. Þar gefum við eitthvað af okkur sjálfum. Félög eldri borgara vítt um landið eiga að rjúfa einangrun fólks og auðga líf þess. Hvað er ömurlegra en einangun frá mannlegu samfélagi? Ég bendi á þetta í ljóði, sem ég flutti á tíu ára afmæli Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, árið 1996. Mannleg samskipti geta orðið ánægjuleg, ef kynslóðirnar nálgast, en búa ekki til óbrúanleg bil. Þau, sem nú eru ung og forðast samneyti við sér eldri, mega sjálf búast við ein- angrun, þegar árin færast yfir. Það er aðeins rökrænt. En ljóðið, sem mig langar til að lofa ykkur að lesa, kæru lesendur, er á þessa leið: Við elskum lífið Við elskum lífið með ungum hug, þótt ald- urinn vaxi og gráni hár, og vísum svartsýni og víli á bug; þá verður léttbært hvert ár. Við skiljum, að auðna öllu ræður og enginn veit, hvenær lífið þver, því njótum samvísta systur, bræður; Það sanna hamingju í sér ber. Við, eldri borgarar, byggðum land, og bætt- um hag okkar samfélags. Og traust er ennþá það tryggðaband og teng- ing hins komandi dags. En öll við göngum á einum vegi, og ei þarf að vera neitt kynslóðabil. Því einn og sérhver af alhug segi: Það er und- ursamlegt að vera til! Reynum að gleðja hvert annað með því að vera til og miðla, jafnvel þótt í smáu sé. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Lítið þarf til að gleðja Frá Auðuni Braga Sveinssyni Í UPPHAFI var Hinn Eini. Og Hinn Eini svaf á sínu græna eyra. Og allt var harla gott. Þar til einn dag að Hinn Eini rumskaði. Og þegar Hann hafði vaknað almennilega af svefni sínum og opnað augun kvað við úr munni Hans: „Ég er aleinn! Ég hef ekkert til að veita mér félagsskap, ekkert til að tala við, og verst af öllu: ekkert til að elska!“ Svo mælti Hinn Eini og fallandi á kné sér byrgði hann augu sín hönd- um og grét sáran. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Hinum Eina hug- kvæmdist allt í einu að skapa neista af sjálfum sér sem Hann gæti átt samneyti við og skipst á gagn- kvæmri elsku. Og þetta gerði Hinn Eini. Skóp hann neistana í óteljandi mörgum lit- brigðum. Og þeir elskuðu skapara sinn og hann þá. Og allt varð harla gott á ný. Þar til upp kom kurr nokkur með- al neistanna. Einn þeirra mælti: „Vissulega er vistin hjá föður/móður [því Hinn Eini var og er kynlaus] vorri dásamleg og unaðsleg. En hversu yndisleg sem hún er svalar hún ekki dýpstu þrá hjartna vorra, sem er að veita ást af fúsum og frjálsum vilja. Meðan ekkert er til utan kærleiksfaðmur föður vors og móður þá getum við ekki valið um neitt: við eigum engra kosta völ nema að elska. Og slík ástúð er engin raunveruleg ástúð, því kærleikurinn verður að vera valinn sem einn fjöl- margra kosta – annars er hann dauð- ur og ómerkur.“ Hafandi mælt þetta kváðu við húrrahróp frá öllum hinum neistun- um. En Hinn Hæsti kvað við sorg- mæddur: „Á ég þá að segja skilið við ykkur, börnin mín sem ég ann svo of- urheitt? En allt í lagi, ef ykkar vilji stendur staðfastur til þessa þá skal ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að uppfylla þessa þrá ykkar sem er jú aðeins endurspeglun kvalanna sem ég mátti líða er ég uppgötvaði einstæðingsskap minn.“ Og Hinn Hæsti tók til við að skapa börnum sínum skilyrði til að veita og þiggja ótilneydda fullkomna elsku. Hann skapaði efnisheiminn (and- stæðu sína) og setti honum lögmál til að neistarnir hefðu eitthvað sem reiða mætti sig á. Og þegar sköp- uninni var lokið eftir milljarði ára fóru neistarnir frá Guði og bjuggu um sig í grófum efnislíkömum. Og þar með hófst leikurinn mikli: að slíta af sér klafa efnisins og veita og þiggja af skapara sínum ótakmark- aðan og ótilneyddan kærleika. Já, lesandi kær. Þú kannt að líta á allt ofantalið sem tómt húmbúkk og þvaður. Fínt er. Að taka afstöðu er til alls fyrst og ef afstaðan er í stöð- ugri gerjun og mótun mun hún að endingu leiða upp til Sannleikans háu hallar. Lifið heilir, samneistar kærir! Megi allt verða harla gott á ný! KÁRI AUÐAR SVANSSON, Hagamel 31, 107 Reykjavík. Lífsgátan leyst Frá Kára Auðar Svanssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.