Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 25
ÞAÐ var ekki fyrr en tæp-lega hálfu ári seinna þeg-ar leikhópurinn var loks-ins samankomin í stóra
sal Young Vic-leikhússins og við
sáum með eigin augum að það var
verið að koma fyrir heimasmíðaða
rólukerfinu okkar uppi við rjáfur
að þessi tíðindi komust í eitthvert
samhengi við raunveruleikann.
Sýningin okkar, Rómeó og Júlía
í þýðingu Hallgríms Helgasonar,
samstarfsverkefni Vesturports,
Borgarleikhússins og Íslenska
dansflokksins, sem frumsýnd var í
nóvember 2002, er sem sagt í þann
veg að komast á fjalirnar í Lond-
on. Ekki vegna þess að okkur hafi
verið boðið að sýna á alþjóðlegri
leikhúshátíð sem séríslenskt fyr-
irbæri, þó að góðra gjalda hefði
verið vert, heldur vegna þess að
forráðamenn Young Vic-leikhúss-
ins sáu í sýningunni eitthvað sem
boðlegt væri að færa yfir á enska
tungu og setja upp og sýna í sex
vikur sjö sinnum í viku. Það kemur
ekki einu sinni fram á auglýs-
ingaspjaldinu utan á leikhúsinu
sem sem við rákum augun í þegar
við gengum í garð að leiksýningin
sé íslensk að uppruna, þó að
glöggskyggnir geri sér líklega
grein fyrir því að aðstandendur og
leikendur, -son þetta og -dóttir
hitt, geti ekki allir verið Englend-
ingar af norrænum uppruna.
Auðvitað hefur það þó eitthvað
með ferðalagið að gera að við er-
um íslensk, og við förum ekkert
með það í felur hvaðan við komum,
síður en svo. Það var alltaf hluti af
hverri sýningu heima fyrir að í
upphafi hélt sirkússtjórinn okkar,
Víkingur Kristjánsson, litla tölu,
bauð áhorfendur velkomna og
gerði á einhvern hátt góðlátlegt
eða andstyggilegt grín að því sem
honum datt í hug, þar á meðal sýn-
ingunni sjálfri. Á síðustu sýningum
tók hann það þannig sérstaklega
fyrir að við héldum nú að við vær-
um á leið til London til þess að
sigra heiminn.
Íslendingar á ferð
Hér úti liggur það þá auðvitað
beint við að Víkingur geri dálítið
grín að því að hér eru Íslendingar
á ferð, og til dæmis hrelli áhorf-
endur með langri ræðu á íslensku,
svona rétt til að sjá angistarsvip-
inn hellast yfir gesti sem fer þá
kannski að gruna að leikurinn eigi
allur eftir að fara fram á því ást-
kæra ylhýra hrognamáli. Eftir að
áhorfendur hafa svo verið fullviss-
aðir um að sú sé ekki raunin fylgir
örlítill formáli að því að íslenskur
leikhópur ætli sér hér í kvöld að
flytja þennan leik um elskendurna
sem ekki máttu unnast, á frummál-
inu, og hætta þar með á guðlast.
Enda er líklega betra að skýra
málið – eða mállýskuna örlítið,
þegar útlendingar taka svo stórt
upp í sig að hafa herra Shake-
speare milli tannanna á heimavelli.
Við höfum reyndar ekki miklar
áhyggjur af „Shakespeare-
lögreglunni“ eins og kalla mætti
alhörðustu leikhúsgagnrýnendur
hér í borg. Radd- og framburð-
arþjálfi okkar Neil Swain leggur
sig allan fram um að leiðrétta
helstu ambögur okkar en full-
vissar okkur þar á milli um að mál-
lýska okkar sé „Absoloutly charm-
ing“ og það fáum við líka að heyra
annars staðar, íslenski hreimurinn
þykir einhvers konar óræður norð-
ur-enskur blær, með eilítið und-
arlegum errum og dulítið loðnum
vöffum og tvöföldum vöffum. Þar
fyrir utan höfum við trú á því að
þar sem allar leikpersónur hafa
hér um bil sama hreim þá muni
það í besta falli leggjast með okk-
ur á árar í þeirri viðleitni að skapa
sýningunni sinn eigin sérstaka
heim.
Enn á þó eftir að láta reyna á
það hvernig þetta leggst allt í tjall-
ann, nokkrir dagar til stefnu og
undirbúningur fyrir frumsýningu
rétt að ná hámarki.
Aðbúnaður þröngur
Frá fyrsta degi var í mörg horn
að líta enda er sýningin, þó að
sýnd hafi verið á litla sviði Borg-
arleikhússins, allt annað en lítil í
sniðum. Fyrir það fyrsta er leik-
hópurinn ívið stærri en gengur og
gerist, 12 fyrirferðarmiklir ís-
lenskir leikarar (og einn Búlgari:
atvinnueldgleypirinn og fim-
leikamaðurinn Stephan Derm-
endjiev sem kemur í stað Kristjáns
Ársælssonar, herra fitness 2002 og
páfagaukatemjara sem því miður
komst ekki með vegna anna) deila
þremur búningskytrum baksviðs,
því þó að Young Vic-leikhúsið hafi
stóran sal og annan minni þá er
allur aðbúnaður töluvert þrengri
en í Borgarleikhúsinu.
Sömuleiðis er leikmyndin okkar
engin smásmíði, þó að minnst af
henni sé reyndar sýnileg fyrirferð.
Í myrkrinu ofan við áhorfendasal-
inn í Young Vic, (sem er nokkuð
svipaður litla sviði Borgarleik-
hússins að því leyti áhorfendur
sitja hringinn í kringum sviðið)
leynast rólur, ljósakrónur sem
hægt er að sveifla sér í og alls
kyns vírar, kaðlar, talíur og keðjur
sem leikmyndahönnuður okkar,
Börkur Jónsson, hafði smíðað frá
grunni fyrir sýninguna heima en
varð um það bil að hanna upp á
nýtt með hliðsjón af hinu nýja leik-
rými.
Í alla staði hefur starfsfólk
Young Vic þó reynst ótrúlega al-
úðlegt og útsjónarsamt enda val-
inn maður í hverjum stað og natn-
in og umhyggjan að því er virðist
endalaus, sem dæmi getur und-
irritaður nefnt að af tilviljun lentu
æfingaföt hans, gauðslitnar bræk-
ur og svitastorkin peysa með öðr-
um búningum þegar pakkað var í
upphafi ferðar og þegar þeirra var
svo leitað í leikhúsinu kom í ljós að
plöggin höfðu verið hreinsuð og
stífpressuð og í þokkabót hafði
verið gert við hverja einu og ein-
ustu saumsprettu og rifu á bless-
uðum lörfunum.
Reyndar spratt fyrsta raunveru-
lega vandamálið sem við stóðum
frammi fyrir eingöngu af um-
hyggju Bretanna fyrir okkur. Til
þess að aðstoða við uppsetningu á
áðurnefndum köðlum, rólum og
talíum var fenginn fyrirtakshópur
atvinnumanna á sviði loftfimleika í
leikhúsum, „The Flying Squad“
eða Flugsveitin, eins og þeir kalla
sig. Þegar hafist var svo handa við
að koma áhöldum okkar og útbún-
aði fyrir runnu á þá ágætu menn
tvær grímur, suma hlutina höfðu
þeir einfaldlega aldrei séð áður,
aðra þekktu þeir en hafði ekki
komið til hugar að útfæra eins og
við höfðum gert og þar kom að
þeir stungu við fótum og tjáðu
okkur af breskri háttvísi að þó að
það gæti vel verið að við hefðum
komist klakklaust í gegnum okkar
60 sýningar með þessum útbúnaði
þá gætu þeir ekki gengið í ábyrgð
fyrir næstu 60 sýningar nema við
sættum okkur við að nota þeirra
flugkerfi, sverari víra, öryggis-
línur og fleiri afar sjónmengandi
fyrirbæri. Hér ber að taka það
fram að í þeim þremur tilvikum
sem eitthvað bar út af á sýningum
heima fyrir var mannlegri ógætni
og ónákvæmni í alla staði um að
kenna og ekki tæknibúnaði eða
tækjum, sömuleiðis hafði vinnueft-
irlit ríkisins tekið út allan okkar
búnað heima, svo við töldum okkur
hafa vaðið vel fyrir neðan okkur.
En það varð ekki við Flugsveitina
tjónkað, engar málamiðlanir þegar
kom að öryggi leikaranna og skil-
málum tryggingafélaga.
Teflt á tæpasta vað
Um stund virtist vandamálið
óyfirstíganlegt og það var ekki
fyrr en forsprakki leikhópsins,
Gísli Örn Garðarsson, tefldi á tæp-
asta vað og bjóst til þess að blása
sýninguna af ef ekki yrði sest að
einhvers konar samningum um
málamiðlun að stíflan brast.
Leikhússtjórinn sjálfur, öðling-
urinn David Lan, var kallaður til
og settur inn í málið, allir mögu-
legir kostir tíndir til og hafist var
handa við að finna einhverja úr-
lausn sem allir gætu sæst á.
Nokkrum tímum síðar lá lausnin
fyrir, Íslensku áhöldin – með
bresku öryggi og allt skyldi þraut-
reynt í umfangsmiklu tæknirennsli
sem hefði forgang fram yfir aðrar
æfingar.
Nú hefur tæknirennslið staðið
yfir í þrjá daga linnulaust, frá 10 á
morgnana til 10 á kvöldin (breska
vinnulöggjöfin takmarkast við
þann vinnutíma, – engar íslenskar
sólarhrings áhlaupalotur) og ekki
laust við að við séum orðin
óþreyjufull að fá að renna í gegn-
um söguna án þess að þurfa að
stoppa og endurtaka hvern mín-
útukafla fyrir sig út í hið óend-
anlega. En þetta er auðvitað allt
fullkomlega nauðsynlegt og okkur
fyrir bestu, enda er fleira á seyði
en öryggiseftirlit eingöngu. Karl
Olgeirsson betrumbætti og jók við
þá tónlist og hljóðmynd sem hann
samdi fyrir sýninguna heima og nú
situr hljóðdeild leikhússins sveitt
við að samhæfa hana sýningunni
upp á nýtt. Sömuleiðis höfum við
fengið breskan ljósahönnuð, Paul
Russell, til þess að endurhanna lýs-
ingu Kára Gíslasonar (sem vann til
verðlauna á Grímu verðlaunahá-
tíðinni fyrir sína vinnu, eins og
reyndar Þórunn Sveinsdóttir gerði
fyrir búninga sýningarinnar).
Þetta tekur allt sinn tíma og í raun
gengur verkið hratt og vel fyrir
sig, þó að það sé fullkomlega af-
stætt þegar klukkan tifar og með
hverju slagi dregur nær ísl-enskri
frumsýningu á Rómeó og Júlíu í
Young Vic, á horni The Cut og
Waterloo street, í London.
Litlar áhyggjur af
„Shakespeare-lögreglunni“
Leikhópurinn
Vesturport frumsýnir
Rómeó og Júlíu eftir
Shakespeare í Young
Vic-leikhúsinu í
London annað kvöld.
Ólafur Egill Egilsson,
einn leikenda, segir
hér frá undirbúningi
ytra og lýsir stemn-
ingunni í hópnum.
Ólafur Egill Egilsson sveiflar sér.Í þessum sal verður Rómeó og Júlía frumsýnt annað kvöld.
Leikarar Vesturports í hlutverkum sínum á æfingu ytra. „Íslenski hreimurinn þykir einhvers konar óræður
norður-enskur blær, með eilítið undarlegum errum og dulítið loðnum vöffum og tvöföldum vöffum.“
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 25
RSH.is
Dalvegi 16b • 201 Kópavogur
Sími 544 5570 • Fax 544 5573
www.rsh.is • rsh@rsh.is
TETRA
VERSLUN • VERKSTÆ‹I
Radíófljónusta Sigga Har›ar
Öll fljónusta fyrir
TETRA símkerfi›
á einum sta›
Fjarskipti
framtí›arinnar
w
w
w
.d
e
si
g
n
.is
©
2
0
0
3