Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 15 Kringlunni, sími 568 9033. Ráðgjafi frá Ester Lauder verður í verslunni í dag og á morgun www.esteelauder.com Frískari og fallegri húð, án þess að fara á stofu. Við kynnum Idealist Micro-D Deep Thermal Refinisher Í samfélagi við Idealist Skin Refinisher Með þessu nýja kornakremi gefst þér kostur á mildri húðslípun heima við. Hið einstaka TripleSphere Refinishing System endurnýjar yfirborð húðarinnar á undraverðan hátt. Hitagæf kornin ná djúpt inn í húðina, hjálpa til við að losa hana við eiturefni og minnka umfang svitaholanna. Strax við fyrstu notkun Idealist Micro-D Deep Thermal Refinisher hefurðu öðlast þessa geislandi húð sem þú óskar þér. Þú finnur hve hún er slétt og mjúk. Þú sérð hve hún er hrein og björt, smáhrukkur og svitaholur varla sjáanlegar lengur. Árvekni um brjóstakrabbamein STEINGERÐ mannabein, sem fundust í gömlum bjarnarhelli í Karpatafjöllum í Rúmeníu, eru talin vera elstu bein evrópska nú- tímamannsins sem fundist hafa, að sögn vísindamanna. Eitt þeirra, kjálkabein fullorðins manns, er samkvæmt aldurs- greiningum á bilinu 34–36 þús- und ára gömul. Þrír rúmenskir hellaáhugamenn rákust á beinin fyrir tilviljun. Er talið hugsanlegt að hellirinn hafi verið frum- stæður grafreitur. Elstu bein nútímamanns sem áður hafa fundist eru um 30 þús- und ára gömul. „Þegar tekið er tillit til allra þátta er um að ræða fyrsta fundinn sem hægt er að nota til að slá því föstu hvernig nútímamaðurinn leit út um það leyti sem hann var að dreifast um Evrópu,“ sagði Erik Trinkaus, prófessor í mannfræði við Wash- ington-háskóla í Saint Louis í Missouri í Bandaríkjunum. Trinkaus sagði að þótt talað væri um nútímamann, homo sapiens, væri samt sem áður nokkur líf- fræðilegur munur á þessum for- feðrum okkar og nútímafólki, til dæmis eru tennurnar stærri í for- feðrunum. Beinin fundust í fyrra og hafa þau síðan verið rannsökuð af kappi, meðal annars gerð á þeim aldursgreining með kolefnismæl- ingum. Aldursgreiningu á öðrum beinum en kjálkabeinunum, þar á meðal andlitsbeinum úr full- orðnum manni og höfuðkúpubein- um, hefur ekki verið lokið að fullu, en allt þykir benda til þess að þau séu álíka gömul og hin beinin. Það þýðir að bein fólks- ins, alls úr þremur einstakling- um, eru frá þeim tíma sem nú- tímamaðurinn er talinn hafa deilt kjörum með Neanderthalsmann- inum, sem er löngu útdauður. Vísindamennirnir segja að beinaleifarnar sýni vísbendingar um einhverja blöndun milli nú- tímamannsins og Neanderthals- mannsins. Benda þeir meðal ann- ars á tannastærðina í því sambandi og jafnframt að andlits- beinin séu stór eins og í Neand- erthalsmanni. Vísdómstönnin sé risastór, miklu stærri en í venju- legum nútímamanni. Um langt árabil hefur á hinn bóginn verið deilt hart um það hvort slík kynblöndun hafi orðið. Í frétt á vef breska ríkisútvarps- ins, BBC, segir að rannsóknir á DNA-erfðaefni hafi gefið til kynna að ekkert eða nær ekkert af erfðaefni nútímamannsins sé ættað frá Neanderthalsmönnum. En aðrir benda hins vegar á að ekki sé hægt að slá neinu föstu í þeim efnum, sárafá bein hafi fundist frá þessum tíma og sýnin því afar fá. Fundu elstu beina- leifar nútímamanns Varð blöndun milli forfeðra nútímamanna og Neander- thalsmanna? Washington. AFP. Reuters Bein sem fundust í hellinum í Karpatafjöllum í Rúmeníu. Aldursgreining bendir til að þau séu líklega á bilinu 34–36 þúsund ára gömul. ÓVENJULEG eining var á Banda- ríkjaþingi í liðinni viku þegar þorri þingmanna samþykkti lög um tak- markanir á svonefndri símasölu, að sögn The New York Times. Alrík- isnefnd viðskiptamála, FTC, hefur frá því í júní gefið almenningi kost á að láta skrá sig á lista þeirra sem vilja vera lausir við slíka sölu- mennsku og hafa þegar um 50 millj- ónir heimila látið skrá sig. Alríkisdómari í Oklahoma hafði áður úrskurðað lista FTC ólöglegan á þeirri forsendu að þingið hefði ekki látið rétta stofnun hafa umsjón með aðgerðunum. Þingmenn brugð- ust því hart við enda málið geysi- lega vinsælt og margir þingmenn gátu sjálfir sagt sorgarsögur af ónæði af hálfu símasölufólks. Reyndust 95 af 100 öldungadeild- arþingmönnum meðmæltir og í full- trúadeildinni féllu atkvæði 412 með en 8 á móti. Einn þeirra sem var á móti benti á að tugþúsundir manna í kjördæmi hans, Nebraska, hefðu beint og óbeint atvinnu af símasöl- unni. Nokkrum stundum eftir at- kvæðagreiðsluna á fimmtudag kom enn babb í bátinn. Þá úrskurðaði annar alríkisdómari, Edward W. Nottingham í Colorado, að með list- anum væri verið að mismuna með óréttmætum hætti og skerða tján- ingarfrelsið. Símasala til þeirra sem hafa skráð sig á listann verður bönnuð að viðlagðri sekt er nemur allt að 11.000 dollurum, um 770 þús- und krónum en eftir sem áður verð- ur stjórnmálasamtökum og góð- gerðarfélögum leyft að hringja til allra. Nottingham segir að með lista FTC sé því verið að stýra aðgangi almennings að upplýsingum og það stangist á við stjórnarskrána. Er nú ljóst að málið kemur til kasta hæstaréttar í Washington. Þess má geta að hér á landi er hægt að láta merkja við nafn sitt í símaskránni til að losna við síma- sölu og óskir um fjárstuðning við fé- lagasamtök. Vilja losna við ónæði af símasölu Alríkisdómari telur nýtt fyrirkomu- lag stangast á við stjórnarskrána FELLIBYLURINN Juan gekk yfir Nýja Skotland eða Nova Scotia á austurströnd Kanada í fyrrinótt og olli allnokkru tjóni í Halifax. Fréttir voru um, að tveir menn hefðu látist í veðurhamnum en verulega hafði dregið úr vindhrað- anum í gærmorgun. Hundruð manna voru flutt burt frá láglendinu við ströndina og fólk var varað við að vera á ferli utanhúss. Var ástæðan ekki síst sú, að í veðrinu brotnuðu margir rafmagnsstaurar og lágu raflín- urnar, margar með straumi á, á götunum. Var ástandið verst í Halifax, stærstu borginni á austur- ströndinni, en þar var vindhraðinn rúmlega 39 metrar á sekúndu. Ökumaður sjúkrabíls lét lífið er stórt tré féll á bílinn og annar maður lét lífið með líkum hætti. Þá varð að flytja burt íbúa einnar blokkar eftir að þakið hafði fokið af og nokkrar aðrar skemmdir orðið á húsinu. Í gær hafði dregið mikið úr vindstyrknum og var hann þá kominn niður í 18 metra á sekúndu. AP Einn lét lífið er tré féll á þennan sjúkrabíl, sem var í útkalli í Halifax. Stórviðri í Halifax Halifax. AP. STUÐNINGURINN við kvik- myndaleikarann Arnold Schwarzen- egger vegna ríkisstjórakosninganna í Kaliforníu hefur aukist síðustu daga og hann er nú með 15 prósentustiga forskot á helsta keppinautinn. Þetta kemur fram í Gallup-könnun sem USAToday og CNN birtu á sunnudag. 40% aðspurðra sögðust ætla að kjósa Schwarzenegger á þriðjudaginn kemur en 25% demó- kratann og vararíkisstjórann Cruz Bustamente. Helsti keppinautur Schwarzeneggers úr röðum re- públikana, Tom McClintock, var í þriðja sæti með 18% fylgi. Vikmörkin voru fjögur pró- sentustig og könnunin var gerð 26.–28. sept- ember, eftir einu sjónvarpskapp- ræðurnar sem Schwarzenegger féllst á að taka þátt í. Könnunin bendir einnig til þess að 63% kjósendanna í Kaliforníu ætli að greiða atkvæði með því að ríkisstjór- inn Gray Davis láti af embætti. 35% sögðust ætla að greiða atkvæði á móti því. Í könnuninni var reynt að komast að því hversu mikil áhrif ferill Schwarzeneggers sem kvikmynda- leikara hefði á afstöðu kjósenda. Að- eins 39% aðspurðra sögðust vera aðdáendur hans sem leikara en 59% töldu hann færan um að stjórna rík- inu. 63% aðspurðra sögðust hafa mikið álit á Schwarzenegger og aðeins 37% sögðust hafa mikið álit á Bustamente. Los Angeles. AFP. Arnold Schwarzenegger Arnold Schwarzenegger með 15 prósentustiga forskot YFIRVÖLD í Úkraínu hafa ákveðið að sekta þá, sem gera ná- grönnum sínum lífið leitt með illa þefjandi húsdýrum á heimilum sínum, til dæmis svínum, kúm og geitum. Valentín Svíderskí, yfirmaður dýralæknaþjónustunnar í höfuð- borginni, Kíev, telur, að ákvörð- unin muni snerta nokkur hundruð manna en á einkaheimilum í borg- inni eru að minnsta kosti 3.000 svín, 500 kýr og um 1.000 geitur. Sagði hann, að raunar væri slíkt skepnuhald alls ekki bannað með lögum. Yfirvöldin neyddust til að gera eitthvað í málinu vegna fjölda kvartana frá fólki, sem sagðist ekki þola lengur fnykinn frá skepnunum auk þess sem með- ferðin á þeim væri oft til skamm- ar. Ekki er óalgengt í fjölbýlishús- um, að fólk sé með skepnuhald á svölunum til að verða sér úti um kjötmeti, sem það hefur annars ekki efni á. Sektað fyrir fnykinn Kíev. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.