Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 29 huga vel að því hvernig hægt er að fram- kvæma þessar breytingar öllum til hagsbóta. Í þeirri vinnu þurfi að gefast tími til að breyta námskrá, semja um ný kjör kennara, undirbúa starfsfólk, nemendur og skóla bæði á fram- halds- og háskólastigi. Er gert ráð fyrir að þrjú ár þurfi til undirbúnings að lágmarki. Því er í fyrsta lagi hægt að skrá nemendur í þriggja ára stúdentspróf árið 2006 eða 2007. Í skýrslunni er miðað við að nemendum í stúdentsnámi og almennu bóknámi fækki um tæplega 18%. Fyrir hvern skóla er þetta sá fjöldi sem að meðaltali er á fjórða ári. Að öllu jöfnu verða nemendur þá um 9.400 einstak- lingar. Ekki er hægt að spá fyrir um hvort aukinn fjöldi nemenda sæki í styttra stúdents- nám á kostnað starfsnáms eða hvernig til- færsla nemenda verður á milli þessara tveggja námsleiða. Stöðugildum fækkar um 155 Þar sem vinnuálagið fyrir vinnuvikuna er óbreytt fyrir bæði nemendur og kennara er gert ráð fyrir að eingöngu nemendatölurnar og stærð nemendahópa hafi áhrif á þann fjölda kennara sem þarf. Ef nemendatölur eru not- aðar til að finna heildarfjölda nemendahópa, sem framhaldsskólakennarar þurfa að sinna í hverri viku, má sjá að stytting stúdentsnáms myndi fækka stöðugildum framhaldsskóla- kennara um 155 eða 12%. Er miðað við heild- arfjölda stöðugilda í febrúar 2002. Þar sem skólaárið lengist og fimm dagar til viðbótar eru teknir af prófatíma, gangi þessar breytingar eftir, þarf að taka tillit til þess í nýjum kjarasamningum kennara. Þeir samn- ingar verða lausir í apríl á næsta ári. Að öðru leyti er miðað við að fjöldi kennslustunda á viku verði óbreyttur og kennsluskylda kenn- ara einnig. Eitt af stærstu úrlausnarefnunum við stytt- ingu námstímans er að tveir árgangar útskrif- ast í einu með stúdentspróf og geta þá sótt um inngöngu í háskóla. Þetta mun leiða til þess að nemendum veitist erfiðara að fá inngöngu í há- skólanám yfir nokkurra ára tímabil nema grip- ið verði til sérstakra aðgerða sem gera háskól- um kleift að sinna stærri nemendahópum tímabundið. Í áliti Háskóla Íslands, Háskólans á Ak- ureyri og Háskólans í Reykjavík segir að þeir þurfi að grípa til sérstakra aðgerða til að þjóna stærri nemendahópi tímabundið. Fæstir þessara skóla telja sér fært á þessari stundu að meta hver kostnaðurinn yrði. Bæði Við- skiptaháskólinn á Bifröst og Listaháskóli Ís- lands gera ekki ráð fyrir að geta tekið við fleiri nemendum en venjulega, en aðrir háskól- ar gera ekki ráð fyrir stórvægilegum vanda- málum sökum þessa. Mögulegur sparnaður 1,7 milljarðar Yrði námstími til stúdentsprófs styttur er áætlað að byggingarþörf framhaldsskólahús- næðis myndi minnka um 11.000–11.650 fer- metra á höfuðborgarsvæðinu og mögulega eitthvað til viðbótar í Suðurkjördæmi. Sá sparnaður sem í þessu fælist myndi ekki koma fram á skömmum tíma heldur á allmörgum ár- um eða jafnvel áratugum segir í skýrslunni. Mögulegur heildarsparnaður yrði þá um 1,7 milljarðar fyrir höfuðborgarsvæðið, enginn fyrir Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjör- dæmi og óviss fyrir Suðurkjördæmi. Mennta- málaráðuneytið áætlar gróflega samkvæmt núgildandi reiknilíkani og fjárveitingar á hvern nemanda að fjármagn til skóla vegna færri nemenda myndu lækka um tæp 18% frá því sem nú er. Á móti áætlaðri lækkun kostnaðar kemur síðan viðbótarkostnaður vegna endurskoðunar námskráa, undirbúnings framhaldsskóla, kynningar til nemenda um breyttar aðstæður, þróunar á breyttu matskerfi vegna styttingar prófatíma og kostnaðar við sértækar ráðstaf- anir meðan á breytingatímabilinu stendur. Jafnframt gera nokkrir háskólar ráð fyrir að þurfa töluvert viðbótarfjármagn til að geta sinnt stærri hópi nemenda tímabundið. Sam- hliða má gera ráð fyrir kostnaðarauka vegna tímabundinnar fjölgunar námslána. Skoða þarf inntak námsins Stytting námsins felur óhjákvæmilega í sér að draga þarf úr námsefni til stúdentsprófs, nema áherslum í kennslu verði breytt eða heimavinna aukin og þá einnig vinnuálag. Samanburðarkönnun milli skólakerfa Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar sýndi að helstu bók- námsgreinar, eins og móðurmál, stærðfræði, enska, náttúrufræðigreinar og samfélagsgrein- ar, eru 54% af skyldunámi í grunnskólum og kjarnagreinum framhaldsskóla á Íslandi. Þetta hlutfall er 70% bæði í Danmörku og Svíþjóð. Í skýrslunni er ekki tekin afstaða til hvert inntak námsins á að vera en settar eru fram þrjár hugmyndir til umræðu um breytingar á námsefninu verði námstíminn styttur í þrjú ár. Túlka má niðurstöður skýrsluhöfunda á þann veg að draga þurfi úr sérhæfingu námsefnis til stúdentsprófs og minnka þar með frjálst val nemenda. Þetta sé þróunin í öðrum löndum og komi glöggt fram í finnska og norska skóla- kerfinu þar sem aðeins er um að ræða eina námsbraut til stúdentsprófs með valmöguleik- um. Grunnur námsins yrði þá kjarnagreinar, móðurmál, stærðfræði og enska, og skilvirkni myndi aukast samhliða breyttu skipulagi. Skýrsluhöfundar segja nauðsynlegt að huga vandlega að því með hvaða hætti námstími er styttur, verði það gert. Gera verður grein fyrir hvar megi helst draga úr kennslu miðað við námsmarkmið og einnig þurfi að taka afstöðu til þess hvort æskilegt sé að bæta við ein- hverjum námsþáttum og taka aðra út í stað- inn. Annars staðar á Norðurlöndum séu kenndar greinar í framhaldsskóla sem ekki séu kenndar hér á landi, s.s. trúarbragðafræði, heimspeki og fjármál. Ástæða sé til að taka af- stöðu til þess hvort rétt sé að taka inn ein- hverja þessara námsþátta. Þá segir að gagn- rýnin umræða um inntak framhaldsskólans hafi ekki farið fram hér á landi, a.m.k. ekki hin síðari ár. Þrjú ár í undirbúning Með gerð skýrslunnar og stofnun starfshópa um ákveðin mál vill menntamálaráðuneytið yttingu náms til stúdentspróf úr fjórum árum í þrjú allarbreyting u menntakerfi Morgunblaðið/Ásdís ngi Olrich, Oddný Harðardóttir og Sólrún Jens- stúdentsprófs í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Morgunblaðið/Ásdís tyttingu náms til stúdentsprófs eftir geta nemendur hafið háskólanám að lokinni 13 ára skólagöngu. bjorgvin@mbl.is ELNA Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara og varaformaður Kennarasambands Íslands, segir tillögur um styttingu námstíma til stúdentsprófs þýða mikla vinnu af hálfu kennarasamtakanna á næstunni. Fulltrúar samtakanna muni sitja í þremur vinnuhópum sem fjalli um námskrá, fjármál og starfsmannamál komi þessi breyt- ing til framkvæmda. Hún hefur ekki kynnt sér efni skýrslu verkefnisstjórnarinnar vel og er því ekki tilbúin að fjalla um einstök efnisatriði hennar. Hún segir öll þessi atriði snerta starfsfólk framhaldsskólanna faglega og ekki síður nám nemenda. Hvort sem forsvarsmenn kennara leggjast á sveif með breytingunni eða ekki sér Elna tækifæri til að ræða innviði í starfsemi framhaldsskólanna og velta þar við alls konar steinum. Kjarasamningar kennara verða lausir í lok apríl á næsta ári. Elna segir það deginum ljósara að þrátt fyrir að talað sé um þriggja ára undirbúningstíma þurfi að taka fyrsta skrefið í næstu kjarasamningaviðræðum gangi þetta eftir. „Það væri ákaflega skyn- samlegt að taka mið af þessu og vinna að stuðningsaðgerðum sem væru líklegar til að gera framkvæmdina sársaukaminni.“ Persónulega finnst henni mjög þröngt um starfsemi framhaldsskólans eins og er. Því sé óraunhæft að bæta einungis við fimm kennsludögum og taka fimm daga, sem nú séu skilgreindir prófadagar, aukalega undir kennslu. Árið 1995 hafi kennsludögum verið fjölgað um tíu án þess að víkka skólaárið út fyrir níu mánuði. „Þá var farin sú leið að klessa tíu viðbótardögum inn á skólaár sem var býsna þétt skipað fyrir. Skynsemin segir mér að þarna þurfi að skoða málið aðeins betur,“ segir Elna. Tækifæri til umræðna Formaður Félags framhaldsskólakennara Í GÆR var opnað umræðuþing mennta- málaráðuneytisins á vefnum menntagatt.is þar sem almenningur og fagfólk getur tjáð sig um styttingu náms til stúdentsprófs. Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, segir þetta vera opinn umræðuvettvang þar sem fólki er gefið mikið vægi í undirbúningi ákvörðunarinnar. „Hér er um að tefla grundvallarbreytingu á íslensku mennta- kerfi og afar mikilvægt að öll sjónarmið fái notið sín í umræðum um hvernig best sé að standa að slíkri breytingu,“ segir ráðherra í fyrsta innleggi sínum á vefnum. Vonar hann að þátttaka á umræðuþinginu muni gera lokaundirbúninginn að ákvörðun um stytt- ingu námsins bæði vandaðan og gagnlegan. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður ráðherra, kynnti notkun vefjarins á blaða- mannafundi í gær. Sagði hann miðað við að hafa vefinn eins einfaldan og aðgengilegan og kostur er um leið og mikilvægir mögu- leikar vefjarins væru nýttir. Opnun umræðu- þingsins markaði nokkur tímamót þar sem almenningi gæfist kostur á að taka þátt í skoðanaskiptum sem tekið yrði tillit til í lokaundirbúningi málsins. Aðgangsorð sent í pósti Allir sem taka þátt í umræðunum verða fyrst að skrá sig með því að gefa upp kenni- tölu og netfang á sérstakri skráningarsíðu. Eftir tvo til þrjá daga fær viðkomandi sent heim lykilorð sem notað er til að skrá sig inn á umræðuþingið og taka þátt í umræðunum. Borgar segir þennan hátt viðhafðan til að tryggja að fólk villi ekki á sér heimildir og skrifi undir réttu nafni. Það stuðli að ábyrgri og málefnalegri umræðu. Áhugasamir sem ekki hafa fengið aðgang til að skrifa á vefinn geta samt sem áður lesið innlegg annarra. Bein tengsl verða á milli umræðuþingsins og starfshópa sem vinna að tillögum um styttingu námstímans. Hver einasta færsla verður tekin til athugunar og vonast Borgar til að þeir sem best þekkja til málanna taki þátt í skoðanaskiptunum. Jafnframt er hægt að nálgast gögn á vefnum, kalla eftir frekari upplýsingum eða koma upplýsingum á fram- færi. Til að senda fyrirspurnir þarf notand- inn ekki að vera búinn að skrá sig formlega. „Þetta verður lifandi vettvangur fyrir skoðanaskipti,“ segir Borgar Þór Einarsson. Umræðuþing á vefnum Öll sjónarmið fá notið sín Hann reiknar því með að aðilar atvinnulífsins taki þessum tillögum vel. Jafnframt bendir menntamálaráðherra á að stytting námstím- ans getur dregið úr brottfalli nemenda. Í skýrslu menntamálaráðuneytisins kemur fram að einungis 42% nemenda sem skrá sig í stúdentsnám útskrifast. Tómas segir að stytt- ing námsins gæti haft jákvæð áhrif í þá átt að fleiri útskrifuðust með stúdentspróf þar sem það væri ákjósanlegri kostur. Markmiðið er ekki sparnaður Markmiðið með þessum breytingum er ekki að spara ríkissjóði fjármuni segir menntamálaráðherra. Þó einhverjir peningar sparist vegna færri nemenda í framhalds- skólum þá komi líka til meiri fjárútlát annars staðar sökum þessa. Aðspurður segir hann fólk innan skólakerf- isins skiptast í tvö horn í afstöðu sinni til styttingar námstímans. Nú fari umræða um þessa framkvæmd í gang þar sem öll sjón- armið fái notið sín. Tilfinning hans sé að fag- fólk sé frekar jákvætt út í breytingarnar. k árs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.