Morgunblaðið - 01.10.2003, Síða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
INNAN nýsköpunargeirans binda menn
vonir við að Tækniþróunarsjóður verði sett-
ur á fjárlög og bíða spenntir eftir fjárlaga-
frumvarpi 2004, sem lagt verður fram á Al-
þingi í dag. Dr. Einar Mäntylä hjá ORF
Líftækni, sem flutti erindi á ráðstefnunni
Atvinna fyrir alla á vegum ASÍ í gær, lýsti
fjársvelti nýsköpunar á Íslandi með mjög af-
gerandi hætti og sagði landslagið vera eins
og „sviðna jörð“. Þetta er mjög ólíkt því sem
þekkist í öðrum Evrópulöndum, t.d. á Ír-
landi, þar sem yfirvöld ýta mjög undir ný-
sköpun. Hafa þær ráðstafanir leitt til þess
að flest stærstu lyfjafyrirtæki heims hafa
opnað starfsstöðvar þar.
Einar bar saman fræðilegt fjármögnunar-
ferli sprotafyrirtækja á Íslandi, þar sem
Tækniþróunarsjóður og Nýsköpunarsjóður
ættu að leika stór hlutverk, og það sem
hann kallaði hræðilegt fjármögnunarferli,
eða hvernig stoðumhverfið er í reynd. Ekki
væri til eyrir í Nýsköpunarsjóði og
Tækniþróunarsjóður væri í lausu lofti. Af
þessu leiddi að gjá myndaðist í fjármögn-
unarferlinu frá því þar sem Rannís og at-
vinnuþróunarsjóðum sleppti uns framtaks-
fjárfestar og lánastofnanir tengdust málum,
áður en sprotafyrirtækin færu að skila
hagnaði sem fullmótuð fyrirtæki.
Nýsköpunargjáin bæði köld og rök
„Og nýsköpunargjáin er bæði köld og
rök,“ sagði Einar. „Það er spurning hvort
nýsköpunargjáin sé séríslenskt fyrirtæki.
Hún var það ekki, enda var staðan svona
víða í Evrópu. Hins vegar eru mörg ár síðan
Evrópulöndin tóku sig saman í andlitinu og
gerðu eitthvað í þessu.“ Hann upplýsti að
hann hefði heyrt dæmi þess að innlendir at-
vinnuþróunarsjóðir hefðu ekki viljað taka
þátt í verkefnum sem hefðu í för með sér
einhverja þróun. Fólki í salnum fannst þetta
beinlínis fyndið, en Einar sagði fólki í ný-
sköpunargeiranum ekki skemmt.
„Aðalmálið er að tækifæri til atvinnuþró-
unar glatast misseri eftir misseri,“ sagði
hann. Þýskaland, Frakkland, Írland og
Finnland væru dæmi um þjóðir þar sem hið
opinbera fjárfesti ríkulega í nýsköpun með
langtímaaðgerðum með það fyrir augum að
verja samkeppnishæfni sína. Á Írlandi væri
nú Wyeth-lyfjafyrirtækið að byggja 80 millj-
arða króna verksmiðju sem myndi veita
1.300 manns atvinnu. „Níu af tíu stærstu
lyfjafyrirtækjunum eru búin að koma sér
fyrir á Írlandi og lyfjaútflutningur frá Ír-
landi nemur 25% af útflutningi frá landinu.
Hið opinbera fær ríkulega endurgreitt í
formi öflugs, fjölbreytts atvinnulífs, auk-
innar samkeppnishæfni og skatttekna í
framtíðinni, jafnvel þó að skatttekjur væru
gefnar eftir á upphafstímanum. En þar sem
ekki er fjárfest í nýsköpun stefnir óneit-
anlega í að atvinnulíf verði einsleitara og
samfélagið staðni. Þá hlýtur það að verða
viðkvæmara fyrir sveiflum og byggðaröskun
og það er hætt við atgervisflótta úr landi.
Að mínu mati er íslensk nýsköpun núna
komin á vergang og mun brátt leita til heit-
ari landa.“
Í tillögum sínum til úrbóta benti Einar á
nýlega grein Hjálmars Árnasonar í Morg-
unblaðinu þar sem lagt er til að nýr þróun-
arsjóður verði stofnaður með tveggja millj-
arða króna árlegu framlagi hins opinbera,
lífeyrissjóða og einkageirans. Ávöxtunar-
krafa verði sem minnst, innleiddur verði
skattafsláttur fyrir framlög til nýsköpunar
og þróunarstarfs og opinberir sjóðir verði
einfaldaðir og sameinaðir.
Fjársvelti íslenskrar nýsköpunar rætt á atvinnuráðstefnu ASÍ
Tækifæri til atvinnusköpunar
glatast misseri eftir misseri
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
„Það er ljóst að sértækar byggðaaðgerðir geta stutt við einn og einn stað, en skipta litlu fyrir
heildarþróunina,“ sagði dr. Ásgeir Jónsson á atvinnuráðstefnu ASÍ.
ÞAÐ er matsatriði hvenær ríkisvaldið á að
berjast á móti ákveðinni þróun og hvenær
það á að sætta sig við hana og lina sársauka
þeirra sem fyrir henni verða. Þetta er skoðun
dr. Ásgeirs Jónssonar hjá Hagfræðistofnun
sem flutti erindi um sértækar aðgerðir í
byggðamálum á ráðstefnu ASÍ í gær. Hann
sagði að eina raunverulega byggðastefnan
fælist í því að jafna aðstöðumun byggðanna á
sviði flutningskostnaðar, menntunar, grunn-
þjónustu o.fl.
Ásgeir sagði fjarlægðina þann drösul sem
sjávarbyggðir þyrftu að draga í samkeppni
við önnur byggðarlög um fólk og fyrirtæki.
Þessi samkeppni væri háð á tvennum víg-
stöðum, þ.e. á grundvelli atvinnu, launa og
kostnaðarhagræðis, en einnig á sviði fé-
lagslegra aðstæðna, tækifæra og lífsgæða.
„Það er ljóst að sértækar byggðaaðgerðir
geta stutt við einn og einn stað, en skipta litlu
fyrir heildarþróunina,“ sagði Ásgeir.
Ásgeir nefndi framkvæmdirnar við Kára-
hnjúkavirkjun sem eina stærstu sértæku
byggðaaðgerðina í sögu landsins. Hún væri
svo stór að að hún myndi framkalla byggða-
eyðingu í öðrum svæðum á landsbyggðinni
með hærra gengi krónunnar á meðan fram-
kvæmdum stendur. „En forsenda þess að
þessi aðgerð skili árangri er að í kjölfar
hennar skapist „krítískur byggðamassi“ á
Austurlandi. Ég sé Egilsstaði fyrst og fremst
fyrir mér í þessu sambandi. Ef það gerist
ekki, er aðeins um tímabundna aðgerð að
ræða, sem mun ekki hafa langvarandi áhrif á
byggðirnar fyrir austan.“
Að mati Ásgeirs snýst byggðaröskun ekki
aðeins um fólksflutninga til Reykjavíkur,
enda hefur hefði verið gífurlegur tilflutn-
ingur á fólki á milli staða úti á landi. „Það er
ákveðið matsatriði hvenær ríkisvaldið á að
berjast á móti ákveðinni þróun og hvenær á
að sætta sig við hana og lina sársauka þeirra
sem fyrir henndi verða. Það gleymist að
byggðirnar skipta engu máli. Það er fólkið
sem skiptir höfuðmáli. Byggðastefna hlýtur
að miðast að því að auka hagsæld fólks.“
Þannig væri byggðastefna fyrst og fremst
pólitísk stefnumörkun þar sem almenningur
væri æðsti dómarinn að gefnu fullu gagnsæi
um kostnað að mati Ásgeirs.
Byggðirnar
skipta engu
máli, heldur
fólkið
FORSÆTISRÁÐHERRA
hefur ráðið Júlíus Hafstein til
að stjórna viðburðum sem
efnt verður
til í tilefni
þess að 1.
febrúar á
næsta ári
verða 100 ár
liðin frá því
að fyrsti ís-
lenski ráð-
herrann,
Hannes Haf-
stein, tók við
völdum, framkvæmdavaldið
kom til landsins og Stjórn-
arráð Íslands var stofnað.
Almennt er talið að með
heimastjórn hafi Íslendingar
náð fram einum þýðingar-
mesta áfanga í þjóðfrelsisbar-
áttu þjóðarinnar, segir í frétt
frá forsætisráðuneytinu.
Með Júlíusi mun starfa
verkefnisstjórn, en hana
skipa Illugi Gunnarsson, að-
stoðarmaður forsætisráð-
herra, Björn Ingi Hrafnsson,
aðstoðarmaður utanríkisráð-
herra og Halldór Árnason,
skrifstofustjóri forsætisráðu-
neytisins.
100 ár frá
heimastjórn
Júlíus
Hafstein
stjórnar
viðburðum
Júlíus Hafstein
FORSTÖÐUMAÐUR hjá OECD,
Efnahags- og framfarastofnun Evr-
ópu, Alex Matheson, segir að stofn-
unin geti lært heilmikið af Íslend-
ingum varðandi opinbera
stjórnsýslu. Þar hafi farið fram mikl-
ar umbætur á seinni árum. Og von-
andi geti OECD einnig komið á
framfæri tillögum sem bæti stjórn-
sýsluna enn frekar.
Matheson verður aðalfyrirlesari á
málþingi sem verður á Hótel Loft-
leiðum á morgun um umbætur í op-
inberri stjórnsýslu OECD-ríkja og
Íslands í upphafi 21. aldar. Fjár-
málaráðuneytið stendur að mál-
þinginu ásamt Stofnun stjórnsýslu-
fræða og stjórnmála við Háskóla
Íslands.
Matheson segir að innan stofnun-
arinnar standi yfir endurskoðun og
mat á stjórnsýsluumbótum OECD-
ríkja sem átt hafa sér stað á síðustu
tveimur áratugum. Verið sé að skoða
hvað hafi gengið upp og hvað ekki,
og hver séu líkleg vandamál í fram-
tíðinni. Hann segir að eitt af því sem
hafi verið skoðað sé hvaða áhrif
breytt hegðun innan opinberra
stofnana hafi haft í för með sér. Nýj-
ar starfsreglur eða breytt skipurit
séu ekki alltaf ávísun á breytta hegð-
un. Ekki megi skapa of mikla form-
festu og regluverk. Að sögn Mathe-
son er OECD einnig að skoða
áreiðanleika stofnana og hvaða
traust þær hafa út á við.
„Á Íslandi hefur mikil vinna átt
sér stað í þá átt að bæta stjórn-
sýsluna í gömlum og grónum opin-
berum stofnunum og auka árangurs-
stjórnunina. Slík vinna hefur einnig
farið fram í mörgum öðrum löndum.
Hvert ríki hefur sín sérkenni og ég
get eitthvað greint frá reynslu ann-
arra smáríkja. Ég hlakka til að ræða
þetta á málþinginu og heyra
reynslusögur íslenskra embættis-
manna. Ég hef mikinn áhuga á að
læra af reynslu Íslendinga og
skiptast á skoðunum við þá. Það litla
sem við höfum kynnst lítur mjög vel
út,“ segir Matheson.
Talsverð þýðing
fyrir almenning
Spurður hvaða þýðingu þessi
vinna innan OECD hafi fyrir al-
menning segir Matheson að hún geti
verið talsverð. Miklu skipti fyrir al-
menning hve góð og áreiðanleg þjón-
usta hins opinbera sé. Ríki ráðist oft-
ast í breytingar af gefnu tilefni,
þegar stofnanir séu komnar úr takti
við þjóðfélögin sem þau eigi að
þjóna. Markmið slíkra breytinga sé
að veita fólki betri þjónustu og skapa
meira traust meðal þess. Séu þessir
hlutir ekki í góðu lagi þá geti það
m.a. þýtt kostnaðarsamari og flókn-
ari stjórnsýslu.
„Opinber stjórnsýsla snýst ekki
eingöngu um stjórnunarhætti og
þjónustu. Almenningur þarf að hafa
þá tilfinningu að yfirvöld setji
stjórnarskrána í öndvegi, að frið-
helgi einkalífsins sé varin og vel sé
farið með opinbera fjármuni. Allt
skiptir þetta almenning máli en má
ekki íþyngja honum,“ segir Mathe-
son.
Hann stýrir alþjóðaskrifstofu hjá
OECD sem annast rannsóknir á
fjárlagagerð, fjármálastjórnun,
starfsmannastjórnun og skipulagi og
stjórnun stjórnsýslukerfa fyrir ríki
innan OECD, en jafnframt fyrir
önnur hagkerfi eins og Kína og
Brasilíu. Matheson hefur starfað hjá
OECD í þrjú ár en var áður yfirmað-
ur ráðgjafar um opinbera stjórnun
fyrir The Commonwealth Secretari-
at í London. Áður starfaði hjá hinu
opinbera á Nýja-Sjálandi. Matheson
er höfundur skýrslunnar „Public
Sector Modernisation: A New Ag-
enda“, sem er grunnur að erindi
hans. Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra flytur ávarp en aðrir fyrirles-
arar eru Baldur Guðlaugsson, ráðu-
neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu,
Helga Jónsdóttir borgarritari og
Svafa Grönfeldt, lektor við HÍ og
framkvæmdastjóri IMG Deloitte.
Þingið er einkum ætlað stjórnendum
hjá ríki og sveitarfélögum, stjórn-
málamönnum, háskólakennurum,
ráðgjöfum og nemendum í opinberri
stjórnsýslu.
Málþingið verður milli kl. 8.15 og
10.45 á Hótel Loftleiðum á morgun.
Þátttakendur skrái sig á netfangið
afgreidsla.fjarmalaraduneytis-
@fjr.stjr.is.
Forstöðumaður OECD um bætur í opinberri stjórnsýslu
Stofnunin getur lært heil-
mikið af Íslendingum
ÍTALSKA verktakafyrirtækið
Impregilo hefur heimilað fulltrúa frá
Vinnumálastofnun að vera viðstadd-
ur útborgun launa starfsmanna
Tecnoservice í dag.
Vinnumálastofnun hefur fengið í
hendur upplýsingar um launa-
greiðslur til erlendra starfsmanna á
vegum ítalska verktakafyrirtækisins
Impregilo sem starfa við uppsetn-
ingu vinnubúða á Kárahnjúkasvæð-
inu.
Starfsmenn Vinnumálastofnunar-
innar eru að yfirfara gögnin og
kanna hvort þær upplýsingar sem
þar er að finna um launakjör hinna
erlendu starfsmanna reynist full-
nægjandi, að mati stofnunarinnar.
Eiga að taka við fyrstu
launagreiðslu í dag
Í gögnunum hefur komið fram að
starfsmenn Tecnoservice, Rúmenar
sem hafa unnið við uppsetningu
vinnubúða frá því í byrjun septem-
ber, eiga að taka við fyrstu greiðslu
launa í dag. Af því tilefni fór stofn-
unin þess á leit við Impregilo að
fulltrúi hennar fengi að vera við-
staddur útborgun launanna og það
leyfi hefur nú fengist.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, sagði að stofnunin
vildi átta sig á því hvernig útborgun
launa færi fram.
Fylgjast
með
útborgun
launa