Morgunblaðið - 01.10.2003, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 11
TILBOÐSDAGAR
FORCE C PREMIUM - og húðin ljómar
HYDRO URGENCY - rakafyllt húð
COLLAGENIST - „áhrif Collagens án sprautunnar“
FACE SCULPTOR - andlitslyfting án skurðaðgerðar
Við bjóðum þér nú vinsælustu kremin frá Helena
Rubinstein á 10% lægra verði. Að auki færð þú
snyrtibuddu og 3 aðrar vörur sem passa með
kreminu þínu. Láttu ekki happ úr hendi sleppa.
Útsölustaðir: Gullbrá Nóatúni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea
Laugavegi 23, Libia Mjódd, Mist Spönginni, Sara Bankastræti 8, Sigurboginn
Laugavegi 80, Andorra Strandgötu Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg Kópavogi, Hygea
Smáralind, Fína Háholti Mosfellsbæ.
Landið: Hjá Maríu Glerártorgi Akureyri, Jara Hafnarstræti 104 Akureyri, Bjarg Stillholti
14 Akranesi, Hilma Garðarsbraut 18 Húsavík, Konur og menn Hafnarstræti 9 Ísafirði,
Myrra Austurvegi 4 Selfossi, Miðbær Miðstræti 14 Vestmannaeyjum.
Útsölustaðir: Gu lbrá Nóatúni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea
Laugavegi 23, Mist Spönginni, Sara Ba kastræti 8, Sigurboginn La gavegi 80,
Andorra Strandgötu Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg Kóp vogi, Hygea Smáralind, Fína
Háholt Mosfellsbæ.
Landið: Jara Hafnarstræ i 104 Akureyri, Bj rg Stillholti 14 Akranesi, Hilm
Garðarsbraut 18 Húsavík, Kon r og menn Hafnarstræti 9 Ísafirði, Myrra Austurvegi 4
Selfossi, Miðbær Miðstræti 14 Vestmannaeyjum.
HALLDÓR Ágrímsson utanrík-
isráðherra fundaði á mánudag
með Kofi Annan, aðalfram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna, í höfuðstöðvum samtakanna
í New York. Ræddu þeir ýmis mál,
t.d. tillögur aðalframkvæmdastjór-
ans um endurskipulagningu á
stofnunum Sameinuðu þjóðanna,
einkum hugmynd hans um að
setja á fót ráðgjafahóp til að
greina ástand og horfur og gera
tillögur um þetta mál fyrir næsta
allsherjarþing. Aðalfram-
kvæmdastjórinn taldi Ísland hafa
mikið fram að færa á sviði þróun-
armála, ekki síst á sviði sjávar-
útvegs í krafti sérþekkingar.
Halldór Ásgrímsson
hitti Kofi Annan
NOKKRAR ólíkar tegundir vistun-
arúrræða eru fyrir hendi fyrir geð-
sjúka eftir að sjúkrahúsvist lýkur
og þörf er á fleirum, að mati þeirra
sem þekkja til. Í flestum tilvikum
er um að ræða varanleg vistunar-
úrræði, þar sem fólki er búið heim-
ili til frambúðar en ennig eru sk.
vernduð heimili, þar sem fólk fær
ákveðna aðlögun til að geta síðar
meir búið sjálfstætt.
Vernduð heimili eru fyrir þá sem
geta búið án mikillar aðstoðar utan
sjúkrahúsa. Þeir sem fara inn á
vernduð heimili eiga margir hverjir
góða möguleika á því að taka upp
sjálfstæðari búsetu síðar meir. Ein-
staklingar sjá að mestu um sig
sjálfir en fá þjónustu eftir þörfum,
bæði frá spítalanum og frá sam-
starfsaðilum hans, t.d. Félagsþjón-
ustunni í Reykjavík, Öryrkjabanda-
laginu og Geðverndarfélaginu. Alls
eru fyrir hendi 18 vernduð heimili
og nýta 65 einstaklingar sér þau á
hverjum tíma. Að sögn Hannesar
Péturssonar, sviðsstjóra á geðsviði
LSH, er þessi þáttur í nokkuð góðu
horfi en þó vantar úrræði fyrir 10–
15 einstaklinga
Þá eru önnur og sérhæfðari
heimili, t.d. Dvalarheimilið Ás í
Hveragerði, þar sem búa nú um 55
einstaklingar.
Vantar pláss fyrir u.þ.b. 25
mikið veika einstaklinga
Sambýli er önnur tegund búsetu-
úrræða sem henta þeim sem eru
talsvert veikari og þar er yfirleitt
sólarhringsvaktþjónusta. Yfirstjórn
geðsviðs LSH vinnur að því að út-
vega slík úrræði fyrir skjólstæðinga
sína í samstarfi við Svæðisskrifstof-
ur málefna fatlaðra í Reykjavík og
Reykjanesi. Að minnsta kosti 20
einstaklingar eru á biðlista eftir að
komast að á sambýli. Að sögn
Hannesar eru þessir einstaklingar á
öllum aldri, flestir frá 25–50 ára og
sumir hverjir eru búnir að bíða
mjög lengi eftir því að komast að.
„Þeirra þörf er mjög brýn,“ segir
Hannes.
Þá vantar varanleg búsetuúrræði
fyrir u.þ.b. 25 einstaklinga sem eiga
við mikil veikindi að stríða en þurfa
á enn sérhæfðari búsetuúrræðum
að halda en eru almennt í boði í
dag. Hannes bendir á að sérstak-
lega þurfi að huga að þessum hópi
sem geti í raun verið utan sjúkra-
húsa en með umtalsverðri þjónustu.
„Þá er verið að ræða um sambýli
sem væru einu eða tveimur þjón-
ustustigum ofar en þessi hefð-
bundnu sambýli eru í dag. Það yrði
klárlega að vera a.m.k. sólarhrings-
gæsla eða vaktir og mönnun sem
myndi leyfa mun meiri þjónustu en
er almennt á sambýlum.“ Hannes
segir þetta vera stigvaxandi breyt-
ingu í þá átt að reyna að klæð-
skerasníða úrræði fyrir sjúklinga
sem útskrifast af geðdeildum
sjúkrahúsanna.
Þá eru ótaldir aldraðir geðsjúkir
en liðlega 30 einstaklingar eru á
biðlista innan geðsviðs LSH eftir
sérhæfðum hjúkrunarrýmum.
Verulegur misbrestur á
að fólk sem hefur færni
til að vinna fái vinnu
Hannes segir að hvað geðsjúka
snerti, t.d. þá sem búi tímabundið á
vernduðum heimilum, séu það ekki
einvörðungu búsetuúrræði sem
skipti máli heldur þurfi að huga
nánar að þáttum eins og vernd-
uðum vinnustöðum. Þá þurfi að
koma til veruleg viðhorfsbreyting í
þjóðfélaginu gagnvart félagslegu
aðgengi geðsjúkra, mikið skorti á
að einstaklingar sem hafi það góða
færni að þeir geti bjargað sér sjálf-
ir fái vinnu við hæfi þannig að þeir
geti unnið fyrir sér.
„Það sem við lítum fyrst og
fremst til eru einhver atvinnuúr-
ræði fyrir fatlaða úti í samfélaginu.
Það er mjög nauðsynlegt fyrir sjúk-
linga að eiga tök á því að vinna við
verndaðar aðstæður í samfélaginu
og geta samlagast betur atvinnu-
umhverfinu,“ segir Hannes Péturs-
son.
Um 90 geðfatlaðir á
biðlista eftir heimili
Varanleg vistun
utan sjúkrahúsa
er af ýmsu tagi
og þörf er á frek-
ari sérhæfingu
HANNES Pétursson, sviðsstjóri
geðsviðs Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, segir að auka þurfi til
muna framboð af búsetu- og at-
vinnuúrræðum fyrir geðsjúka eft-
ir að sjúkrahúsvist á geðdeildum
sleppir. Opna þurfi umræðu um
þessi mál og félagslegt aðgengi
geðsjúkra almennt sem sé mjög
stór þáttur í félags- og heilbrigð-
isþjónustu. „Það þarf virkilega að
fara í gang opnari umræða og
stefnumótun um hvað er hægt að
gera í þessum stóra málaflokki,“
segir Hannes. „Það er neyð-
arbrauð ef vista þarf fólk áfram á
sjúkrahúsum ef það getur á annað
borð nýtt sér úrræði utan spítala.
Það er ekki spurning í mínum
huga að sú reynsla sem ég hef
getað séð og metið af ein-
staklingum sem hafa fengið við-
eigandi úrræði utan sjúkrahúsa
að fólk er almennt mjög ánægt
með það og mikill áhugi er á því
hjá fólki að hafa þessháttar mögu-
leika.“
Reynist örðugt að finna úr-
ræði fyrir geðsjúka aldraða
Hannes bendir á að sá hópur
einstaklinga sem hvað erfiðast
hefur reynst að finna varanleg úr-
ræði fyrir séu aldraðir geðsjúkir.
„Það hefur reynst örðugt í raun-
inni að finna nægilega sérhæfð
úrræði til að þau kæmu þeim að
gagni,“ segir hann.
Hannes segir að þeir sem veiti
þjónustuna innan heilbrigðis- og
félagsmálageirans og stjórnvöld
þurfi að setjast niður og skoða
málin ofan í kjölinn. „Það er gíf-
urlega mikil skörun milli þarfa
þeirra sem þurfa á heilbrigð-
isþjónustu að halda og fé-
lagsþjónustu. Það þarf að opna
umræðuna og efna til ítarlegrar
stefnumótunar um það í rauninni
hvernig hægt er að mæta þörfum
þessara einstaklinga ekki síður en
margra annarra sjúklingahópa
með samstilltu átaki félags- og
heilbrigðisþjónustunnar.“
Að sögn Hannesar hefur í vax-
andi mæli á síðustu árum verið
tekið upp hlutlægt mat á færni
fólks og vistunarmat til að meta á
kerfisbundinn hátt þörf ein-
staklinga fyrir ólíka tegund úr-
ræða. Hannes segir að þessi vinna
skýri að einhverjum hluta að fleiri
bíði nú eftir varanlegri vistun ut-
an sjúkrahúsanna þar sem óskum
þessara einstaklinga sé nú komið
á framfæri í gegnum slíkt mat.
„Neyðarbrauð ef vista þarf
fólk áfram á sjúkrahúsum“
Mikil skörun milli félags- og heilbrigðisþjónustu varð-
andi önnur búsetuúrræði segir sviðsstjóri á geðsviði LSH