Morgunblaðið - 01.10.2003, Page 15

Morgunblaðið - 01.10.2003, Page 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 15      " ,        !"  - .   /               !"    !     "   #$ $ % %& '$  (   ) *    $ + +     ! +  '$       ,  "  "      " )         -   . / 0    1  "%                !  0     1 0 $ ( $$ 2 +  .33 4.5 6+  .33 4 7 TVEGGJA ára gömul stúlka var ein á heimili sínu á Flórída í Bandaríkjunum í nærri þrjár vikur á meðan móðir hennar af- plánaði fangelsisdóm. Faðir stúlkunnar kom að dóttur inni þar sem hún sat í íbúð móður- innar og horfði á teiknimyndir í sjónvarpinu. Barnið hafði borð- að sinnep, tómatsósu og hrátt pasta en þjáðist af vannæringu og liggur á sjúkrahúsi. Foreldrar stúlkunnar eru skilin, en faðirinn sagðist hafa talað við móðurina í síma á sunnudag og þá sagði hún að barnið væri hjá nágrönnum sín- um. Hann fór samt í íbúð kon- unnar og fann stúlkuna inni í svefnherbergi. Hún hafði borið mat og leikföng inn í herbergið og lá þar í barnabaðkeri, öll út- ötuð í storknaðri tómatsósu. Al-Qaeda- liðar dæmdir 18 MENN voru í gær dæmdir í fangelsi í Belgíu. Mennirnir eru taldir tengjast al-Qaeda, hryðjuverkasamtökum Osama bin Ladens. Höfuðpaurinn, Nizar Trabelsi, Túnisbúi sem á árum áður lék sem atvinnu- knattspyrnumaður í Þýska- landi, fékk tíu ára dóm fyrir að hafa lagt á ráðin um sprengju- árás á NATO-herstöð í Belgíu árið 2001. Við réttarhöldin kom fram að hann hefði hitt bin Laden í Afganistan. Annar Túnisbúi var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa reynt að fá menn í Evrópu til að ganga til liðs við al-Qaeda. Dómarnir þykja heldur væg- ir og sögðu sérfróðir í gær að þá mætti rekja til þess að í Belgíu hefði ekki verið innleidd sérstök hryðjuverkalöggjöf. Túlkur handtekinn LÆKNIR sem vann sem túlk- ur í bandarískum fangabúðum fyrir meinta hryðjuverkamenn í Guantanamo-flóa á Kúbu, var handtekinn í gær, að sögn bandarísku alríkislögreglunn- ar. Ahmed Mehalba var hand- tekinn á millilandaflugvelli í Boston en hann kom frá Kaíró á mánudag. Maðurinn mun hafa haft leynileg skjöl meðferðis þegar hann var handtekinn á Logan-flugvelli í Boston. Þetta er þriðji maðurinn sem hand- tekinn er grunaður um njósnir á herstöðinni við Guantanamo- flóa. Vilja banna hjónaband MANNRÉTTINDASAMTÖK og fulltrúar á þingi Evrópu- sambandsins krefjast þess að rúmensk stjórnvöld grípi til að- gerða vegna hjónabands tveggja sígaunaunglinga. Brúðguminn er sagður vera 15 ára en stúlkan, Ana-Maria Cioaba, er ýmist talin vera 12 eða 14 ára og dóttir svonefnds kóngs sígauna. Hún mun hafa verið ósátt við að ganga í hjóna- band en ráðahagurinn var ákveðinn þegar hún var sjö ára. Talsmaður rúmenskra mann- réttindasamtaka benti m.a. á að hjónabandið væri ólöglegt vegna þess að með því væri ýtt undir kynlíf milli barna. STUTT Tveggja ára ein í þrjár vikur TALIÐ var líklegt í gær, að norska fjármála- og útgerðarjöfrinum Kjell Inge Røkke hefði tekist að ná saman þeim 6,5 milljörðum íslenskra króna, sem hann átti að greiða stórfyrir- tækinu Orkla nú um mánaðamótin. Ýmsar getgátur eru um það hvert hann sótti peningana. Það er fyrirtæki Røkkes, Norway Seafoods Holding, sem skuldar Orkla, og var hann sjálfur persónu- lega í ábyrgðum fyrir láninu. Er fyr- irtækið aftur hluti af Aker RGI og var boðað til fundar í stjórn þess í fyrrakvöld. Var létt yfir Røkke og öðrum stjórnarmönnum að honum loknum og þótti það benda til, að tekist hefði að ná saman fyrir af- borguninni, að þessu sinni að minnsta kosti. Kemur það fram í norska blaðinu Finansavisen, að af- borgunin, 6,5 milljarðar ísl. kr., sé komin inn reikning en hins vegar hafi ýmsir bankar áhuga á að kyrr- setja það fé vegna áhyggna af þeim lánum, sem þeir hafi veitt Røkke. Norskir fjölmiðlar velta vöngum yfir því hvernig Røkke hafi tekist að öngla saman fyrir afborguninni og nefna í því sambandi Mads Syver- sen, aðalframkvæmdastjóra Ensk- ilda Securities. Þeir séu miklir vinir og hafi Syversen lengi verið Røkke haukur í horni, raunar svo mikill, að lánveitingar hans til Røkkes séu nú til athugunar hjá norska fjármála- eftirlitinu. Önnur tilgáta er, að Røkke hafi sótt peningana að hluta í dótturfélagið Aker Yards, er hagn- aðist um 5,2 milljarða ísl. kr. í fyrra. Margir boðar framundan Þótt Røkke og Aker RGI takist að sigla framhjá þessu skeri, þá er önn- ur afborgun af Orkla-láninu eftir nokkra mánuði og aftur næsta vor. Í desember verður Aker RGI að snara út einhverjum milljörðum ísl. kr. til fyrrverandi minnihlutaeigenda í Aker Maritime en þeir hafa rétt til selja aftur skuldabréfalán, sem er með gjalddaga fyrst árið 2007. Í lok mars á næsta ári þarf Aker Mari- time að greiða 623 milljónir n.kr., 6,8 milljarða ísl. kr., en þetta dóttur- félag skuldar rúmlega 29 milljarða ísl. kr. í skammtímalánum. Fyrir utan þetta styttist í að Røkke mæti fyrir rétt í Ósló, sak- aður um spillingu. Hefur hann verið ákærður fyrir að hafa orðið sér úti um skipstjórnarréttindi á glæsi- snekkjuna sína með mútum og án þess að hafa tekið nein próf. Líklegt að Røkke sleppi – í bili Á næstu mánuðum verður skorið úr um hvort veldi hans lifir eða deyr SAPARMURAT Niyazov, for- seti Túrkmenistans, hefur vikið varnarmálaráðherra landsins úr embætti fyrir að vera of þög- ull og fyrir að hafa ekki nægi- lega gaman af vinnunni sinni. Varnarmálaráðherrann, Redzhepbai Arazov, hafði að- eins gegnt embættinu í fjóra mánuði. Hann var fyrsti óbreytti borgarinn, sem gegnt hefur embætti varnarmála- ráðherra. Niyazov mun hafa sagt að ástæða brottvikningar- innar væri sú að „þetta var ekki starfsgrein hans og hann er þögull maður sem ekki er sér- lega heilsuhraustur“. Sagði forsetinn, sem vill láta kalla sig Turkmenbashi eða „föður allra Túrkmena“, að nú verði horfið aftur til fyrri siða, og að nýr varnarmálaráðherra kæmi úr hernum. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, varði þá ákvörðun sína að taka þátt í herför Bandaríkjamanna í Írak er hann ávarpaði flokksþing breska Verkamannaflokksins í gær. Blair viðurkenndi að Íraksstríðið og eft- irmálar þess hefðu skaðað trúverð- ugleika hans sem forsætisráðherra en bað flokksmenn sína hins vegar um að missa ekki móðinn núna held- ur snúa vörn í sókn. Minnti hann á að ekki væri langt til næstu kosninga og að það myndu teljast söguleg tíðindi ef Verkamannaflokknum tækist að vinna þar sigur, í þriðju kosningun- um í röð. Ræðu Blairs í gær hafði verið beð- ið með mikilli eftirvæntingu og sögðu sumir að hún væri sú mikil- vægasta sem hann hefði flutt á sín- um pólitíska ferli. Forsætisráð- herrann hefur nefnilega sætt miklu ámæli vegna Íraksmálanna og skoð- anakannanir sýna að tiltrú almenn- ings á honum hefur aldrei verið minni. Veltu menn jafnvel vöngum yfir því á mánudag, eftir að Gordon Brown fjármálaráðherra hafði flutt sitt ávarp á flokksþinginu, hvort far- ið væri að hilla undir leiðtogaskipti í Verkamannaflokknum. Vel fagnað Blair var þó vel fagnað er hann steig í ræðustól á flokksþinginu, sem haldið er í Bournemouth á suður- strönd Bretlands. Viðurkenndi hann í upphafi að mikið hefði gengið á undanfarna mánuði og að atburðir þessa árs hefðu tekið sinn toll. „En hvað eigum við að gera: gef- ast upp fyrir erfiðleikunum eða halda okkar striki?“ spurði Blair og fékk það svar frá flokksmönnum, sem hann vildi. Ekki kæmi annað til greina en snúa vörn í sókn. Blair vék sérstaklega að gagnrýni á hendur honum vegna þeirrar ákvörðunar að fylkja liði með George W. Bush Bandaríkjaforseta í Íraks- málunum sl. vor. „Ég veit að margir hafa orðið fyrir vonbrigðum, eru sár- ir eða reiðir. Ég geri mér grein fyrir því að margir eru á þeirri skoðun að við höfum breytt rangt,“ sagði Blair um Íraksstríðið en bætti við: „Ég fer aðeins fram á þetta: gagnrýnið ákvörðun mína en reynið að minnsta kosti að skilja hvers vegna ég tók hana og hvers vegna ég myndi gera hið sama í dag.“ Bað Blair menn um að setja sig í hans spor – í spor forsætisráðherra sem fengi upplýsingar um gereyð- ingarvopnaeign manns eins og Sadd- ams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks. Ætti forsætisráðherrann að fylgja þeirri tilfinningu sinni, að ekk- ert væri að marka upplýsingarnar, og eiga það fyrir vikið á hættu að styrkja þannig stöðu Saddams? „Ég veit að það er erfitt fyrir fólk að halda í trúna og sumt fólk hefur ef til vill endurskoðað það álit, sem það hafði á mér,“ sagði Blair um þá orra- hríð, sem á honum hefur dunið en ný skoðanakönnun sýnir að 70% Breta telja Blair, sem jafnan hefur notið trausts meðal bresks almennings, vera „dottinn úr sambandi við venju- legt vinnandi fólk“. Boðaði hann að á næstu mánuðum myndu stjórnvöld og þingmenn Verkamannaflokksins hefja samræður við bresku þjóðina um öll helstu þjóðþrifamál til að ráða bót á þessu. Sögulegt samhengi Blair ræddi stöðu Verkamanna- flokksins í sögulegu samhengi. Hann sagði flokkinn hafa verið „vel mein- andi þrýstihóp“ í gegnum tíðina en ávallt hafa gert afdrifarík mistök þegar í stjórn var komið og aldrei haft stjórnartaumana lengi. Verka- mannaflokkurinn hefði hins vegar núna ráðið ríkjum í Bretlandi í sex ár og væri vel í stakk búinn til að taka við hlutverki Íhaldsflokksins sem sá flokkur, sem yfirleitt væri við völd. AP Blair grínaðist með það í ræðu sinni í gær að erfiðleikar undanfarinna mánaða hefðu markað sig. Blair bað flokksmenn um að missa ekki móðinn Bournemouth. AP, AFP. Þótti ráðherrann of „þögull“ Ashgabat. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.