Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 17 STÚDÍÓÍBÚÐIR - LEIGA Til leigu nýjar og glæsilegar ca 40 fermetra stúdíóíbúðir á Bíldshöfða, póstnr. 110. Um er að ræða bjartar og rúmgóðar íbúðir með fataskáp- um, eldhúsinnréttingu, örbylgjuofni og ísskáp. Rúmgott baðherbergi er innan íbúða með sturtu. Leigutími er frá 1. okt. 2003 til 30. maí 2004 eða lengur. Leiguverð er kr. 48.800 og er rafmagn og hiti innifal- ið. Hentar sérstaklega vel fyrir nemendur Tækniháskóla Íslands. Upplýsingar í síma 590 0800. Ólafur Blöndal. Vogahverfi | Í Menntaskólanum við Sund er hafin notkun á rafrænum töflum sem eru byltingarkennd nýj- ung, a.m.k. ef miðað er við hefð- bundnar tússtöflur og gömlu krít- artöflurnar. Nýju töflurnar sameina alla miðlunartækni sem hægt að er nota við kennslu og gera kennaranum kleift að tengja saman á töflunni glærur, upplýsingar af Netinu, kort af dvd-diskum og í raun hvað sem er á tölvutæku formi. Í kennslustofunni lætur rafræna taflan lítið yfir sér og minnir í flestu á hvítu tússtöfluna. Við enda kennaraborðsins er tölva og í loft- inu hangir skjávarpi sem varpar mynd á töfluna ú tölvunni. Rafræna taflan er hins vegar annað og meira en sýningartjald. Með sérstökum rafrænum penna er hægt að stýra öllu á töflunni sjálfri, bæði til að vafra um Netið eða skrifa með hefðbundnum hætti á töfluna. Til hliðar á töflunni er stika þar sem hægt er að velja ýmis tól til aðgerða á töflunni, velja þann lit sem penn- inn skilur eftir, vista skjámyndina, stækka myndina o.s.frv. Þegar blaðamaður leit inn í kennslustund var Ágúst Ásgeirsson stærðfræðikennari að útlista fyrir nemendum hvernig föll haga sér. Að sögn Ágústs gerir nýja taflan engan vondan kennara góðan, en felur í sér ótal möguleika sem góð- ur kennari getur nýtt sér. „Eitt atriðið er að allir nemendur geta haft aðgang að glósum allra tíma með þessu kerfi. Í annan stað er hægt á einum stað að skeyta saman Netinu, skrifum upp á töflu og öllum öðrum gögnum kennarans og það verður liðin tíð að kennari þurfi að mæta með kortin til að draga niður. Öll myndræn kennsla verður auðveldari viðfangs, þetta er mun þjálla og skýrara og það er mikils virði,“ segir Ágúst. Stærsta byltingin á ferlinum Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segir að ákveðið hafi verið um síðustu ára- mót að endurgera eina álmu skól- ans og setja fullkomnasta búnað í stofurnar, m.a. rafrænar töflur í tvær stofur og fá síðan kennara úr sem flestum greinum til að prófa þær. Niðurstaðan er sú að rafrænu töflurnar henta öllum kennurum vel, hvort sem það er í stærðfræði, líffræði, félagsfræði, sögu eða þýsku. „Það hafa komið margar tækni- breytingar og byltingar sem menn eiga erfitt með að tileinka sér af því þeir hafa ekki kunnáttuna. Kost- urinn við rafrænu töflurnar er hversu einfaldar þær eru í notkun. Það sagði þýskukennari við mig um daginn, sem er einn af þeim sem notar þetta mikið og er búinn að kenna hér næstum frá stofnun skól- ans, að þetta væri stærsta byltingin í kennslu sem hann hefði upplifað á sínum ferli,“ segir Már. Einn stór kostur rafrænu töfl- unnar er sá að nemendur geta skoð- að allar glósur eftir að kennslu- stund lýkur. Kennarinn getur látið kerfið halda utan um allar sínar glærur, glósur og gögn á rafrænu formi. Þá getur hann vistað allar útskýringar sem hann útlistar á töflunni í tímum og gert þær að- gengilegar fyrir nemendur. Þeir geta síðan sótt sér glósurnar og út- skýringarnar þegar þeim hentar. Skrift breytt í prentstafi Þá segir Már að búast megi við því í nýrri útgáfum að taflan geti lesið skrift kennarans og breytt yfir í prentstafi, en núverandi búnaður getur tekið einstök orð sem kenn- arinn skrifar á töfluna og breytt yf- ir í prentstafi. „Í nýrri útgáfum verður væntanlega hægt að taka heilu setningarnar og breyta þeim í prentstafi. Það verður gífurlegur munur fyrir kennaranna, þá skrifar hver með sinni skrift og taflan breytir í prentstafi með einum smelli,“ segir Már. Rafræn tafla notuð í Menntaskólanum við Sund Byltingarkennd nýjung við kennslu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ágúst stærðfræðikennari útskýrir föll fyrir nemendum við nýju stafrænu töfluna. Á töflunni er einnig heimasíða skólans og klukka efst sem telur niður mínúturnar í kennslustundinni, svo fátt eitt sé talið af möguleikunum. Höfuðborgarsvæðinu | Rúmlega fjórðungur nemenda Flensborgar- skóla lá veikur heima í gær og segir Hrefna Geirsdóttir, aðstoðarskóla- meistari Flensborgarskóla, ástandið vægast sagt svakalegt. Á mánudag voru 140 nemendur veikir og komst talan upp í 150 veika nemendur í gær, en 560 nemendur eru í Flensborgar- skóla. „Þetta er alveg ótrúleg tala. Við höfum aldrei lent í þessu fyrr,“ segir Hrefna. Hún segir pestina herja mest á yngri nemendur skólans. Að sögn for- eldra sem hringja og tilkynna veik- indi krakkanna virðast þau flest vera hrjáð af höfuðverk, háum hita, kvefi og hálsbólgu. „Það er mjög tómlegt í skólanum og þau eru að mæta fjögur til fimm í suma hópana og vandræði að halda uppi kennslu út frá þeirri kennsluáætlun sem sett var upp. Þetta byrjaði í síðustu viku, þá var einn og einn að tínast úr, en síðan kom holskefla í fyrradag. Þeim sem voru veikir hefur líka verið að slá nið- ur, þannig að við vitum ekki hvert framhaldið verður. Við verðum bara að reyna að þrauka og vinna síðan vel þegar við komumst yfir þetta,“ segir Hrefna. Í Menntaskólanum við Sund voru margir nemendur veikir í gær og taldi Már Vilhjálmsson rektor að hátt í hundrað nemendur hefðu verið veik- ir heima, auk þess sem 10% af starfs- fólki skólans láu heima. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann mætti og sá hversu fáir bílar voru á bíla- stæðum skólans. Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir á Læknavaktinni, segir að læknar hafi ekki greint neina inflúensu ennþá. „En það hefur verið mikið um pestir eða veirusýkingar, að okkar mati, og virðist vera fleiri en ein tegund í gangi. Bæði magapestir, með upp- köstum og niðurgangi, og eins kvef- pestir með hita og slæmum hósta og hálsbólgur einnig. Þessi tími á haust- in er oft annasamur varðandi pestir, fólk safnast saman í skólum eftir sumarið og þá er eins og pestirnar fari meira af stað.“ Fjórðungur liggur heima Skæðar pestir herja á nemendur Flensborgarskóla ATVINNA mbl.is MÁR Vilhjálmsson, rektor MS, segir að kennslustofan sé að breytast og nú dugi ekki lengur að vera eingöngu með skjávarpa og tölvu. Nú þurfi kennarinn einnig að hafa hljóðkerfi, rafrænar töflur, dvd-spilara og myndbandstæki og þetta þurfi að vera við höndina í stað þess að sífellt sé verið að flytja tækin á milli stofa og tengja hverju sinni. Nýja rafræna taflan tekur lítið pláss, er alltaf við höndina og býður upp á notkun allra mynd- og hljóðmiðla sem notaðir eru í dag. Kennslustofan að breytast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.