Morgunblaðið - 01.10.2003, Síða 20

Morgunblaðið - 01.10.2003, Síða 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 Vopnafirði | Um þessar mundir er verið að þreskja korn í Vopna- firði, en kornrækt hefur ekki ver- ið stunduð þar um árabil. Það var árið 1962 sem byrjað var að rækta korn á Hagamóum, sem eru fyrir neðan bæina Háteig og Hrappstaði. Þessi ræktun stóð í 3 ár en var þá hætt vegna upp- skerubrests. Það eru bændur á bæjunum Engi- hlíð, Refstað, Svínabökkum, Há- teigi og Síreksstöðum sem sáðu í félagi í nokkra hektara að þessu sinni og áætla að uppskera um 50 tonn af korni.    Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Kornrækt í Vopnafirði Gestkvæmt | Á fjórða hundrað gestir eru væntanlegir í kynn- isferðir um virkjunarsvæðið við Kárahnjúka í vikunni. Hafa þeir allir sett sig í samband við upplýs- ingamiðstöð Kárahnjúkavirkjunar á Egilsstöðum, en auk þessara gesta er gert ráð fyrir einhverjum á eigin vegum. Ýmist eru þetta starfsmenn fyrirtækja og stofnana eða félaga og samtaka sem verða á ferðinni. Þá hafa nokkrar nefnd- ir Alþingis verið á ferðinni eystra undanfarnar vikur. Á heimasíðu Kárahnjúkavirkjunar er sagt frá því að stefni í að um 30 hópar fari um svæðið á einum mánuði og telji þeir eitthvað um 600 manns. Gestir þurfa að hafa með sér leið- sögumann um virkjunarsvæðið og er mikið álag á eftirlitsmönnum Landsvirkjunar og fleiri aðilum vegna gestagangs. Hornafirði | „Skipin eru búin að rúnta fram og aftur hérna í Berufjarðarálnum og finna enga síld,“ sagði Halldór Jónasson skipstjóri á Jónu Eðvalds SF 200 þegar hann kom í land rétt fyrir hádegi í gær. „Við erum með 150 til 200 tunnur af síld sem við fengum í einu kasti í gærmorgun, síðan höfum við ekkert fundið til að kasta á.“ Halldór er þarna að vísa í hina gömlu mæli- einingu á síldarafla og segir að faðir hans, sem er gamalreyndur skipstjóri, hafi hug- hreyst hann með því að þetta hefði þótt góð- ur afli á árum áður. „Við fengum um daginn eftir eina nótt 100 tonn og þar áður vorum við með tæp 300 tonn og svo hefur ekkert verið undanfarnar nætur, bara ekki neitt.“ Halldór segir að sjö skip hafi leitað að síldinni fyrir austan land að undanförnu án árangurs. „Um daginn fóru þeir vesturum og leituðu öll dýpi upp og út alveg vestureftir en sáu hvergi neitt. Þeir eru komnir núna á Eldeyjarbankann; Örninn, Antares og Ísleif- ur. Sáu eitthvað í fyrrakvöld og svo kastaði Antares í morgun en fékk eitthvað lítið. Það er eina vonin núna að það finnist eitthvað fyrir suðvestan og vestan landið,“ segir Hall- dór. Mikið í húfi að síldin fari að gefa sig til Halldór var fyrst á síld á Gunnari SU frá Reyðarfirði. Þetta var haustið 1980 og nýbú- ið að leyfa síldveiðar á ný. „Þá var ég orðinn stýrimaður, nýskriðinn úr skólanum. Þá náð- um við kvótanum sem var um 270 tonn, og við fórum aldrei út úr firðinum heima,“ segir Halldór. Undanfarin ár hefur fyrsta síldin veiðst fyrir austan landið viku af september og oft hefur besta veiðin verið þá. Hjá Skinney- Þinganesi hf. var allt klárt í septemberbyrj- un til að taka á móti síld og talsverðar nýj- ungar í vinnslunni. Nýtt pækilblöndunarkerfi hefur verið sett upp og er það hannað og smíðað af starfsmönnum fyrirtækisins. Kerf- ið er sjálfvirkt og mun gjörbreyta nákvæmni og afköstum í vinnslu saltsíldar sem hefur verið óbreytt um árabil. Tvö skip fyrirtækisins, Jóna Eðvalds og Steinunn, hafa verið við síldveiðar og á næst- unni bætist Ásgrímur Halldórsson í hópinn. Spurning hvar hún er út af hita og aðstæðum Að sögn Hermanns Stefánssonar fram- leiðslustjóra hjá Skinney-Þinganesi hf. vant- aði þúsundir tonna á að næðist að veiða allan síldarkvótann í fyrra. Í ár fékk félagið út- hlutað 18.500 tonna síldarkvóta og mikið er í húfi að síldin fari að gefa sig til. Sextíu manns vinna í síldarvinnslunni þegar hún er komin á fullt en í bili er mannskapurinn í öðrum störfum hjá fyrirtækinu að sögn Her- manns. „Miðað við hvað Hafró mældi og vart varð við síld í fyrra þá ætti að vera síld, það er bara spurning hvar hún er út af hita og að- stæðum,“ segir Halldór skipstjóri á Jónu Eð- valds. Um miðjan september kenndu menn hlýjum sjó um að síldin finndist ekki en Halldór segir að sjórinn hafi kólnað og sé kominn niður undir sjö gráður. „Ég veit ekki hvort er svona mikið sumar í sjónum ennþá að síldin haldi bara að það sé vor eða mitt sumar ennþá,“ segir Halldór. „Einhvers staðar lúrir hún, ég hallast mest að þessu svæði; Látragrunninu og þar úti í djúpkantinum,“ segir Halldór Jónasson skip- stjóri á Jónu Eðvalds SF 200. Síldin lætur bíða eftir sér en einhvers staðar lúrir hún Morgunblaðið/Sigurður Mar Þrír síldarskipstjórar: Halldór Jónasson og Ingólfur Ásgrímsson sem skiptast á um að vera með Jónu Eðvalds SF og á milli þeirra Ásgrímur Ingólfsson á Ásgrími Halldórssyni SF. Ingólfur Ásgrímsson er skipstjóri á móti Halldóri á Jónu Eðvalds og var mættur um borð í gærmorgun er skipið kom að. Hann byrjaði á reknetum 1974 og er því á sinni þrítugustu síld- arvertíð. Hann segist ekki muna eftir svona slakri byrjun á vertíðinni. Óvenju slök byrjun síldarvertíðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.