Morgunblaðið - 01.10.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 01.10.2003, Qupperneq 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 23 Eden, Hveragerði Málverkasýning Torfhildar Steingrímsdóttur frá Hafnarfirði og Ólafs Árna Halldórs- sonar frá Keflavík stendur nú yfir. Hún sýnir að þessu sinni bæði olíu- málverk og vatnslitamyndir. Torf- hildur naut tilsagnar Ásgeirs Júl- íussonar, Waistel og Bjarna Jónssonar. Auk þess hefur hún numið meðferð vatnslita við háskóla í Flórída. Hér heima sótti hún auk þess námskeið í olíumálun í einn vetur. Ólafur Árni sýnir olíu- málverk, pastelmyndir og skúlptúr, verk úr hvalskíðum, fjörugrjóti og steinsteypu. Þetta er í annað sinn sem hann sýnir verk sín, þá er hann var við nám í Bandaríkjunum. Ólaf- ur Árni kennir hönnun og smíði í Holtaskóla í Keflavík. Hann hefur til fjölda ára jafnframt unnið að hönnun og listsköpun. Sýningin stendur til 13. október. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Á TÍBRÁR tónleikunum sl. sunnudag í Salnum voru flutt þrjú kammerverk fyrir klarinett, selló og píanó. Fyrsta verkið var tríó fyr- ir klarinett/fiðlu, selló og píanó, op. 11, eftir Beethoven, glaðlegt og stutt tríó í þremur þáttum. Í öðrum þætti mátti heyra stef sem minnir á frægan menúett og í síðasta þætt- inu, sem er í tilbrigðaformi, styðst Beethoven við vinsælan söng eftir Joseph Weigl (1766-1846). Weigl var nemandi Albrechtsberger og Salieri og var um skeið aðstoðar- maður hans við óperuna í Vín. Hann samdi 30 óperur og þær fyrstu er hann var 16 ára og var sú ópera flutt samkvæmt meðmælum Glucks. Í heild var flutningur góð- ur, þó leikur sellistans, Pavel Pan- asiuk, væri einum of daufur og hljómlítill. Annað verkið á efnisskránni var tólf ára gamalt verk, Thema senza variazione, eftir Þorkel Sigur- björnsson, sem er í raun tilbrigða- verk, unnið úr stuttum tónhug- myndum, þ.e. að temað er ekki lag, heldur nokkur stutt tónbrot. Heyra mátti kaflaskipan, sem afmarkaðist af mismunandi úrvinnsluaðferðum, þannig verkið er þrátt fyrir allt röð tilbrigða og var það mjög vel flutt og einkar skýrlega mótað. Lokaverkið á tónleikunum var Tríó op. 114, eftir Brahms og þar tók sellistinn sig á og lék með tölu- verðum tilþrifum og var þetta fal- lega verk í heild mjög vel flutt. Leikur Sigurðar I. Snorrasonar í Brahms, var einkar fallega mótað- ur, sérstaklega í innþáttunum, Adagio og Andante grazioso og sama má segja um hæga þáttinn í tríói Beethovens. Helga Bryndís Magnúsdóttir lék einstaklega vel og sérstaklega í Brahms, þar sem tón- mjúkur leikur hennar naut sín sér- lega vel. Pavel Panasiuk er dugandi sellisti er var allt of hlédrægur í Beethoven en kom nokkuð vel út í verki Þorkels og einnig á köflum í tríóinu eftir Brahms. Það sem helst háir honum er of veikur tónn, þann- ig að leikur hans hvarf einum of inn í samspilið, jafnvel þar sem selló- röddin mætti vel heyrast. Þrátt fyr- ir þetta var samleikurinn vel sam- stilltur og í heild vel hljómandi, þar sem Helga Bryndís fór fyrir hópn- um, með fallega mótuðum leik sín- um. Samstilltur leikur TÓNLIST Salurinn Helga Bryndís Magnúsdóttir Sigurður Ingvi Snorrason og Pavel Panasiuk fluttu verk eftir Beethoven, Þorkel og Brahms. Sunnudagurinn 28. september, 2003. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Í ANDDYRI höfuðstöðva Marel, Austurhrauni 9 í Garðabæ, gefur nú að líta verk eftir Helga Ás- mundsson myndhöggvara. Sýn- ingin er hluti af listkynningu fyr- irtækisins. Verkið er unnið í Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar og er skorið í íslenskt blágrýti úr Hruna- mannahreppi. Verkið er í anda naumhyggju, einfaldur og jafn þrístrendingur. Í verkinu leggur höfundur upp ákveðna stærð- fræði. Frá nákvæmlega miðju pýramídans í hæsta punkt er 21cm, en töluna 21 má skilja sem táknræna tölu einstaklingsins og vegsældar hans. Þrístrending- ur hjá Marel L ENGI hef ég vitað af Kunstavisen, málgagni danskra myndlist- armanna á landsvísu, gefið út í Køge og ber nafn með réttu. Eins og nafnið vísar til í almennu formi og svipuðu broti og íslenzk dagblöð, 32 síður og kem- ur út annan hvern mánuð, ríkulega myndskreytt að mestu í lit. Hef nálg- ast eitt og eitt eintak á ferðum mín- um en fengið blaðið reglulega upp í hendurnar síðustu tvö árin. Hér á ferð almennt upplýsingarit um myndlist- arviðburði, umsagnir um sýningar, stuttir spjall- þættir af því sem er efst á baugi, les- endabréf, auglýsingar frá listhúsum og listasöfnum, svo og verslunum með myndlistarvörur, getið merk- isdaga í lífi listamanna og ferill þeirra rakinn, loks er annáll af öllum listsýningum í Danmörku sem þekur heila opnu aftast. Sem nærri má geta er blaðið hið mesta þarfaþing þeim sem vilja átta sig á hinum aðskilj- anlegustu myndlistarviðburðum vítt og breitt um landið, þannig ekki undra að það hafi rótfest sig sem ráða má af núverandi árgangi, hinum 23., en fyrsta eintakið leit dagsins ljós 1. nóvember 1981. Þetta ekki einangrað barátturit af neinu tagi, hvorki málgagn grasrótarinnar, við- urkenndrar listar, né afmörkuðum listastefnum haldið öðrum fremur fram. Fyrst og síðast um að ræða hlutlægt upplýsingastreymi sem öll- um myndlistarmönnum kemur að gagni og þannig séð mikilvægt í hagsmunabaráttu þeirra, í það heila markaðsvæðingu myndlistar. Við búum í lokuðu og einangruðu landi, hvar markað og skilvirkt upp- lýsingaflæði í þessu formi er í lág- marki, ef undan eru skildar tilvilj- unarkenndar fréttir dagblaðanna, sem þó eru annars eðlis og byggjast oftar en ekki á því hve dugleg söfnin, listhúsin og listamennirnir eru að auglýsa sig og markaðssetja. Þótt hlutlægni sé aðall Kunstavisen, gera menn þar á bæ sér ljósa grein fyrir að vægi sýninga er mismikið og sýn- enda um leið, einnig að ekki sama hvar þær eru settar upp né í hvaða tilefni og tilgangi... Síðasta tölublað nær yfir sept-ember/ október, forsíðunaprýðir litmynd af málverkiCarl Hennings Pedersens: „Guðir og gulur fugl“ frá 1949. Hinn nafnkenndi málari varð níræður 23. september, en hefur þó hvergi nærri lagt pentskúfinn frá sér auk þess að hann hefur á eldri árum tekið að skrifa bækur um lifanir sínar. Í til- efni tímamótanna kom út veglegt rit um listamanninn sem listsögufræð- ingurinn og doktorinn Michael Wivel er höfundur að, en hann mun bróðir Henriks Wivel sem er menningarrit- stjóri Weekendavisen. Enga tölu kann ég á öllum þeim bókum sem hafa verið gefnar úr um listamann- inn, veit bara að þetta er langtífrá sú fyrsta. Aðalviðburður haustsins á Ríkislistasafninu í Kaupmannahöfn, er svo sýning á verkum listamanns- ins, spannar allt tímabilið frá 1941, stendur til 4. janúar 2004. Okkur kemur þetta allt að nokkru við, um að ræða einn nánasta vin Svavars Guðnasonar frá listhópnum kringum tímaritið Helhesten, sem Asger Jorn skrifaði mikið í og Svavar vildi helst kenna sig við. Pedersen var einnig einn meðstofnenda Cobra hópsins, en þar var okkar maður minna með á nótunum, þótt gömlu félagarnir í Helhesten fylltu hinn á seinni tímum víðfræga hóp. Á góðar minningar af C.H. Ped- ersen frá námsárunum í Höfn 1950- 52, sá honum og konu hans mál- aranum Elsu Alfelt margoft bregða fyrir og sótti allar sýningar meðlima listhópsins. Ruglaðist meira segja óboðinn inn á fyrstu stóru einkasýn- ingu hans, haldin á den Frie við Øst- erport, og var þar mikið um að vera, listamaðurinn ljómaði eins og sól á himni, þó enn nokkur bið á að frægð- arsól hans tæki að rísa, fyrirtækið þannig djarft útspil. Til viðbótar þessu var Vibeke einkadóttir hans um tíma nakin fyrirsæta á listaka- demíinu og hennar fínu og tígulegu útlínur rissaði ég nokkrum sinnum upp og hafði góðan og ánægjulegan lærdóm af, engir fordómar á þeim bæ. Hvorutveggja fjallað um rit Wiv- els og sýninguna í Kunstavisen, sem kveikir í mér að fjalla ítarlegar um listamanninn á sýningartímabilinu og helst sem fyrst, væntanlega eftir að hafa nálgast bæði bókina og sýn- inguna. Allt þannig á útopnu í Kunst- avisen um skilvirkni og ræktarsemi. En svo eru líka að finna önnur og lakari tíðindi í blaðinu, þannig herm- ir lesendabréf frá því að 300 mynd- listarmenn hyggjast hafa vinnustof- ur sínar lokaðar dagana 3., 4. og 5. október, fyrirsögnin: Lokaðar dyr. Skýringin nærtæk; níu ár í röð hafa myndlistarmenn í Kaupmannahöfn og Friðriksbergi haft vinnustofur sínar opnar almenningi fyrstu helgina í október og notið til þess styrks frá menningarmálanefnd Kaupmannahafnar, en nú hefur hann verið skorinn niður að hluta og þessu vilja listamennirnir mótmæla. Þetta góður siður og munu 30-50 þúsund manns hafa lagt leið sína á vinnustofur þeirra undanfarin ár, ekki nóg með það heldur hefur sið- urinn verið tekin upp í 25 bæj- arfélögum vítt og breitt um landið. Hugmyndin að Opnum dyrum í Kaupmannahöfn varð annars til þeg- ar grafíklistamaðurinn Henrik Bøeg var boðið á „Portes Ouvertes“ í París 1990 og siðurinn hefur rótfest sig í Berlín, Amsterdam, Brüssel, Stokk- hólmi og Malmö, auk fleiri evrópskra stórborga, hvarvetna við miklar vin- sældir. Rekja má niðurskurðinn beint til núverandi stjórnar Anders Fogh Rasmussen, er hér treður sér í skó fleiri hægri stjórna í Evrópu, sem hafa verið iðnar við að skjóta sig í fótinn í þessum efnum. Ætti mun frekar að liggja þeim nær að lyfta undir listir og menningu í ljósi sög- unnar, eins og ég hef rækilega útlist- að í fyrri pistlum mínum. Fög sem nemendur hafa ekki beinan og helst skjótan og sýnilegan hag af eru van- rækt í skólakerfinu, jafnaðarlega á kostnað grunnmenntunar sem allt frá dögum Platós hefur verið talin þýðingarmest. Prófgráðurnar skipta nú öllu en síður almenn vitneskja um umhverfið og heiminn, né áhugi á einhverjum „fjarlægum fyr- irbærum“, sem nemandinn hefur ekki grjótharðan hag af. Kemur neyðarlega fram á ýmsum sviðum menntunar og þannig er aðalfrétt Politiken mánudaginn 22. sept- ember, að hver þriðji mennta- skólanemi í Danmörku þekki ekki þrjár stærstu borgir í landsins (!) og að 80% nemenda þriðja bekkjar hafi fallið á almennu landafræðiprófi sem blaðið setti fyrir þá... Opnar kannski augu ein-hverra hér á landi, að viðeigum ekki að laga skóla-kerfið alfarið að alþjóð- legum staðli, öðru fremur stað- bundnum aðstæðum. Landið verður væntanlega áfram á sömu breidd- argráðum lengst í eilífðar útsæ, og eins gott að menn geri sér nokkra grein fyrir því og að hér verði um sumt að gera aðrar þekkingarkröfur til nemenda en í miðri Evrópu. Hug- takið menntun fellst samkvæmt Plató ekki í því að loka dyrum, þvert á móti er upplýsingagildið megintil- gangur menntunar, að opna dyr að öllum fyrirbærum lífsins á gátt, með listir sem undirstöðu. Meðal þess mikilvægasta er skil- virkt upplýsingaflæði um hluti sem við höfum ekki daglegan aðgang að á sama hátt og gerist sunnar í álfunni, þar koma menn alltof oft að lokuðum dyrum. Kunstavisen er hins vegar gott dæmi um galopnar dyr, og ljóra með útsýni til allra átta, og því taldi ég það eiga erindi við lesendur blað- ins að greina hér af. Alltof oft eru málgögn um listir einátta og hvergi í jafn ríkum mæli og á einangruðum slóðum, einkum þar sem menn rembast sem rjúpa við staur við að rótfesta sig í erlendum jarðvegi. Loka um leið fyrir sýn til annarra átta, öllum dyrum... Lokaðar dyr SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Carl-Henning Pedersen: Guðir himinsins og gulur fugl, 1949. Olía á léreft 121x102 sm. Lousiana Humlebæk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.